Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 VÍÍ9 <£?»' i{ 1 vzzrl > j *> KAFP/NU 4 (I) S-L Nokkuð stór byröi? „Velvakandi góður, ljáðu mér eyra, því mig langar til þess að leggja orð í belg sem fer nú að nálgast það að springa, ef dæma má eftir þeim pistlum sem birzt hafa í dálkum þínum og nú síðast hinn 4. þ.m. Fók er orðið aðþrengt þegar svo er komið, að áhugamálin snúast um öl og ofuröl og skemmtistaði með sterku öli. Það er undarlegt hvað menn geta verið heiftarlegir í málflutningi sínum hvort heldur er í ræðu eða riti. Þegar þeir eru að reyna að sanna mál sitt um ágæti bjórsins. Og að sjálfsögðu eru það templarar sem standa fyrir þessum boðum og bönnum. Já, þeir eru sterkir baráttu- menn. Templarar, þeir vilja vinna að og styðja setningu laga er dragi úr áfengis- og fíkniefnaneyzlu og styðja að framkvæmd slíkra laga. Greinarhöfundur er víðförull maður og hefur því samanburð frá öðrum löndum um drykkjusiði og venjur og út frá þeim hugleiðing- um er sett fram þessi spurning: vita templarar þetta? Góðtempl- arareglan er alþjóðafélagsskapur sem hefur haldið vöku sinni í rumlega 100 ár! Já, templarar eru þess vel meðvitandi hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi og hér í okkar landi og er greinar- höfundi að sjálfsögðu engu síður en þeim kunnugt um allar þær hörmungar sem ofneyzla áfengis og annarra vímugjafa hefur í för með sér. Þá er það útvarpsmessan, sem minnst er á í þessari sömu grein. Á hana var nú ekki hlustandi, því maðurinn þoldi ekki að presturinn talaði um áfengismál. Fannst honum réttara að halda sér við efnið og leggja út frá því sem Biblían boðar. En einmitt í þeirri helgu bók er okkur mönnunum ekkert óviðkomandi. Meðal Við hjónin erum enn ástfangin. — Hún af peningunum mínum og ég af cinkaritaranum min- um. Við viljum biðja þig um að fara heldur yfir á hitt hornið. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag lýkur keppni um landslið íslands á Norðurlandamótinu. sem haldið verður hér í Reykjavík í júni'mánuði. Keppt er í þrem flokkumi opna. juniora og kvenna. Eftir fyrri helming keppninnar var efst i opna flokknum sveit skipuð þeim Ásmundi Pálssyni, Einari Þor- finnssyni, Jóni Ásbjörnssyni og Símoni Símonarsyni. Spilið í dag er frá keppni þessari og sýnir gott sameiginlegt átak þeirra félaga. Suður gaf og allir voru á hættu og áður en lengra er lesið ættu lesendur aðeins að líta á hendi vesturs og mynda sér skoðun um útspil gegn fimm tíglum eftir þessar sagnir. Suður Vestur Norður Austur 3 T Pass I G pass 5 T pass 5 T allir pass Norður S. 9 H. ÁKD4 T. Á9 L. K107642 Vestur Austur S. K106542 S. ÁG87 H. 1032 H. G9876 T. 82 T. 543 L. D8 L. Á Suður S. D3 H. 5 T. KDG1076 L. G953 Ásmundur leysti viðfangsefnið í hvelli — fann laufútspilið. Reynd- ar spilaði hann áttunni, brella, sem hæglega gat heppnast væru hinar hendurnar örlítið breyttar skiptingarlega. Einar Þorfinnsson var í austur og fékk slaginn á ásinn. Hann sá strax hvað gera þurfti. Spilaði undan spaðaháspil- unum, Ásmundur fékk á kónginn, spilaði laufdrottningunni, kóngur og trompað. Snaggaraleg vörn, framkvæmt hratt og örugglega. Einn niður, 100 til austurs og vesturs. Á hinu borðinu voru norður og suður lánsamari. Þeir höfnuðu í 5 laufum, sem ekki var nokkur möguleiki að tapa eftir að laufinu var svínað. Jón og Símon fengu því 600 og sveitin 12 impa fyrir. Segja má, að sveitin hafi verið heppin með þetta spil. En oft er það svo, að saman fara gæfa og gjörvileiki. MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 18 okkar nokkrum vikum fyrir jól. sagðist hann ekki vilja eyðileggja hátíðina fyrir fjöl- skyldu sína. — Og sagði þeim ekki frá neinu. Lét þau halda að hann gegndi enn starfi sínu í Rue de Bondy? — Hann vonaðist til að fá nýtt starf snarlega. Síðan liðu vikur. Og það var húsið og allt það. — Ég skil ekki alveg. — Jú. hann þurfti að standa í skilum mcð vexti og afborgan- ir og ég veit að það getur haft alvarlegar afleiðingar ef það tekst ekki. — Hjá hverjum fékk hann lánaða peninga? — Hjá mér og hr. Saimbron. — Hver er Saimhron? — Bókhaldarinn. Hann vinnur ekki lengur. Hann býr einsamall í íbúð á Quai de la Megisserie. — Á hann peninga? — Nei. hann er fátækur maður. — Hvaða skoðun hafið þér á þessu máli Louis Thouret? Saksóknarinn lét málið í hend- ur mér f morgun og sagði að þér önnuðust rannsókn þess. Er þetta bara eitt af þessum ieiðindamálum sem alltaf eru að koma upp þarna í hverfinu? Maigret gaf frá sér eitthvað óákveðið hljóð sem gat bæði þýtt já og nei. — Fjölskyldan óskar eftir því að fá líkið afhent en ég vildi ekki gera neitt í málinu fyrr en ég hefði ráðfært mig við yður. Þuríið þér á því að halda? — Er Paul læknir búinn að kryfja hann? — Já, hann hringdi áðán og gaf mér munnlega skýrslu og sendir mér síðan skriflega skýrslu. Hnffurinn heíur geng- ið inn f hjartað og maðurinn hefur dáið samstundis. — Og engin merki um átök eða áílog.? — Nei, alls engin. — Þá sé ég ekkert sem madir gegn því að fjölskyldan fái líkið. En þó vildi ég óska eftir því að fötin hans verði send í rannsóknarstofuna. Ágætt. Og svo látið þér mig vita um gang mála. Það var óvenjulegt að Come- liau dómari væri svona sam- vinnuþýður og notalegur. Kannski var það vegna þess að blöðin höfðu varla minnst á málið og hann bjóst þvf við að þetta væri hversdagslegt fyller fsmorð sem enginn hefði áhuga á. Maigrct skaraði í ofninn og fékk sér f pfpu og næsta klukkutfmann sökkti hann sér ofan f skjalalestur, gerði at- hugasemdir út á spássfur, hringdi nokkrum sinnum og ekkcrt sérstakt bar tii. — Má ég koma inn hús- bóndi? Það var Santoni, puntaður eins og venjulega og angaði langar leiðir af kölnarvatni svo að starfsbræður hans gátu stundum ekki orða bundizti — Þú angar einij og gleði- kona. Santoni skalí af æsingi. — Ég held ég hafi fundið spor, tilkynnti hann. Án þcss að sýna nein merki um viðbrögð horfði Maigret á hann háifluktum augum. — Ég verð fyrst að segja ykkur að þessi verzlun sem dóttirin vinnur í heitir Geber og Bachelier. Verulegur hluti af því starfi sem þar fer fram felst í alls konar innheimtu- störfum. Fröken Thouret er aðeins á skrifstofunni fyrir hádegið en síðdegis fer hún í innheimtuferð. — Jæja einmitt það. — Venjulega er ekki um háar upphæðir að ra>ða og það endar með því að flestir borga. Ég hef ekki talað. við neinn yfirmann hjá fyrirtækinu. Ég beið þangað til fólk fór í mat um tólfleytið. Ég sneri mér til konu sem vinnur á sömu skrifstofu, miðaldra mann- eskju og ég býst ekki við að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.