Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIð! SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978
-
*
'’WB
mmi mm mimi
mum Mnai ‘®i®j'j£
Ljósm. RAX.
SMÍÐI strætisvaKnabiðstöðvarinnar á Hlemmi er langt komin og hefur girðingin, sem umlukti
bygginguna. verið tekin niður. Eftir er að innrétta húsið en þarna verða sem kunnugt er verzlanir
og ýmis þjónusta fyrir strætisvagnafarþega.
Eiga von á 50'þúsund
gestum á bílasýninguna
BÍLASÝNINGUNNI Auto ‘78 lýkur í kvöld kl. 22, en á föstudagskvöld voru gestir orðnir samtals milli
35 og 37 þúsund. Vilhjálmur Kjartansson frkvstj. sýningarinnar sagði að vonast væri til þess að aðsóknin
færi upp í um 50 þúsund og var von á fertugasta þúsundasta gestinum í gær og yrðu þeir vonandi
yfir 50 þúsund er yfir lyki. Vilhjálmur sagði ennfremur að mikið hefði verið af fólki utan af landi
og svo yrði væntanlega um helgina einnig.
21-25% símnotenda greiða
aldrei fyrir umframsímtöl
EINS og skýrt heíur verið frá í
Morgunblaðinu hækkar þjónusta
Pósts og síma hinn í. maí
næstkomandi um 14% að því er
varðar póst, en að því er varðar
síma hinn 20. apríl. Um mánaða-
mótin janúar-febrúar varð
hækkun á þessum gjöldum, sem
nam 30%. og er því hækkunin frá
1. febrúar alls 48,2%.
Morgunblaðið leitaði til Jóns
Skúlasonar, póst- og símamála-
stjóra, til þess að fá skýringar á
þessari miklu hækkun. Jón sagði
að þessi hækkun til Pósts og síma
hefði ekki verið 30% í fyrra
skiptið, þar sem taxtar í dreifbýli
á stytztu langtínuleiðum hefðu
verið lækkaðir um 100 milljónir
króna, en þeim síðan dreift í heild
á símnotendur, þannig að heildar-
hækkunin, sem kom Pósti og síma
til góða, var tveimur prósentum
lægri eða 28%. Nemur þá hækkun-
in, sem kemur Pósti og síma til
góða, 45,9% frá 1. febrúar.
Jón Skúlason sagði að fyrir-
ferðarmikill útgjaldaliður símans
væri launagreiðslur. Milli áranna
1976 og 1977 hækkuðu launa-
greiðslur fyrirtækisins um 1,4
milljarða króna í 4,1 milljarða.
Vörur og orka, sem keypt var,
hækkaði um 113%, úr 265 milljón-
um í 565 milljónir króna, keypt
þjónusta hækkaði um 45% eða úr
670 í 977 milljónir króna. Á sama
tíma hækkaði seld þjónusta pósts-
ins úr 978 milljónum króna í 1.300
milljónir eða um 32,9% og fasta-
gjöld síma hækkuðu um 40% úr 1,5
milljörðum í 2,1 milljarð, seld
umframskref, skeyti og fleira
hækkuðu úr 2,3 milljörðum í 2,8
milljarða eða um 21,7%. Rekstrar-
gjöld símans hækkuðu úr 5,9
milljörðum króna í 8,9 milljarða
króna eða um 49,9%.
I Reykjavík og næsta nágrenni
eru innifalin í fastagjaldi síma 300
skref, en 600 annars staðar á
landinu. Jón Skúlason sagði að í
Reykjavík notuðu 25% símnotenda
símann svo lítið að þeir greiddu
ekki umframskref, en á lands-
byggðinni eru það 21% símnot-
enda, sem ekki ná þessu marki,
þ.e.a.s. að nota 600 skref. Jón kvað
ekki sanngjarnt að. tala um að
síminn hækkaði svo mikið, þegar
stofnuninni væri gert að jafna
gjaldskrám á milli landshluta.
„Við eigum að standa undir okkar
rekstri," sagði Jón Skúlason, „og
okkar eigin fjárfestingu og eigum
þar að auki að innheimta fyrir
ríkissjóð söluskatt, sem fók telur
vera símagjöld. Er það fimmta
hver króna, sem fer til ríkisins.
Samtals fékk ríkisvaldið um 1.200
til 1.300 milljónir króna vegna
þjónustu Pósts og síma. Ef stofn-
unin fengi að ráðstafa þessum
tekjum, myndi það alveg rétta við
fjárhag hennar."
Jón Skúlason kvað stofnuninni
gert að halda uppi ýmissi
þjónustu, sem ekki væri arðbær.
Sveitasímar kostuðu fyrirtækið
400 milljónir króna á ári í beinum
útgjöldum, en hins vegar myndi
kosta um 4 þúsund milljónir að
breyta þeim í sjálfvirkan síma.
Tap væri á strandstöðvaþjónust-
unni, loftskeytaþjónustu við skip
og tilkynningaskyldunni og póst-
dreifing út um sveitir kostaði um
30 þúsund krónur á hvern sveita-
bæ o.s.frv. Allt þetta yrðu símnot-
endur að greiða. Að magni til væru
dagblöð V5 af pósti út um land og
burðargjald þeirra greiddi ekki
dreifingarkostnaðinn.
Jón Skúlason kvað Póst og síma
hafa þurft að gera ýmsar sparn-
aðarráðstafanir, loka fyrir
ákveðna þjónustu, sem lítið væri
notuð á laugardögum og sunnu-
dögum. Kvað hann fólk sætta sig
við þetta og ennfremur væri þetta
mikið fagnaðarefni starfsfólks,
sem vildi eiga frídaga eins og
annað fólk. Sagði Jón, að takast
ætti að spara með þessu um 300
milljónir króna til viðbótar, en
samkvæmt fjárlögum nægja þau
14%, sem síminn og póstþjónustan
hækka nú um, ekki til þess að
endar nái saman.
Myndabrengl
Þau leiðu mistök urðu í Morgun-
blaðinu í ga r. að í grein eftir dr.
Braga Jósepsson um Snorra
Sigfússon birtist mynd af Þór-
arni Ilelgasyni og í bókmennta-
gagnrýni Guðmundar G. Hagalín
um bók Þórarins Helgason birtist
mynd af Snorra Sigfússyni. Eru
viðkomandi beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Snorri Sigfússon
Þórarinn Helgason
Eðlilegast að söluskatt-
ur sé greiddur um leið
og pemngamir koma inn
„ÞAÐ ER ekki sanngjarnt, að ríkið
eigi alltaf að vera frjálst og frítt og
ávallt á lygnum sjó, en síðan sé öll
áhættan hjá þeim, sem selur,“ sagði
Gunnar Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtaka íslands, í gær, er
Morgunblaðið bar undir hann þau
Hreppsnefnd
Borgarness
ekki í V.M.S.S.
í FRÉTT af viðra>ðuin Verka-
mannasambands íslands og
vinnuveitenda í Morgunhlaðinu í
gær kom fram, að fulltrúar VMSÍ
hefðu lýst furðu sinni á því, að
Vinnumálasambandið hefði sýnt
efnislega samstöðu með VSÍ, þar
sem hreppsncfnd Borgarness
hefði þá um svipað leyti og
viðræðufundurinn stóð yíir geng-
ið frá samningum við Verkalýðs-
félag Borgarness um að bæta
vísitöluskerðinguna, en varafor
maður Vinnumálasambandsins er
hreppsnefndarmaður í Borgar
nesi.
Morgunblaðið bar þetta undir
Hallgrím Sigurðsson, formann
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna. Hallgrímur sagði að
hann hefði skýrt frá því á
fundinum, að hreppsnefnd Borgar-
ness væri ekki aðili að Vinnumála-
sambandinu, auk þess sem óljóst
væri, hvort Olafur Sverrisson
hefði á nokkurn hátt komið nálægt
þessari samningsgerð. Um það
kvaðst hann ekki vita, enda ekki
fengið neitt um þessa samnings-
gerð.
Leiðrétting
I frétt í Morgunhlaðinu í gær, þar
sem sagt var frá komu Twin
Ötter-vélar Vængja úr skoðun, var
sagt að Islander-vél félagsins væri
að fara í skoðun eftir tvær vikur,
en hið rétta er að Islander-vélin
kemur úr skoðun eftir tvær vikur.
reglugerðarákvæði, sem gilda um
innheimtu söluskatts, þegar um er
að ræða afborgunarskilmála í
viðskiptum.
í frétt í Morgunblaðinu í gær —
í viðtali við Garðar Valdimarsson,
skattrannsóknastjóra — kemur
fram að samkvæmt reglugerð eigi að
skila söluskatti af viðskiptum strax
og varan er afhent án tillits til þess,
hvort kaupmaðurinn fær allt and-
virði vörunnar eða hvort hann lánar
í formi afborgana hluta söluverðs.
Gunnar Snorrason sagði:
„Innheimtuaðferð söluskatts hafa
Kaupmannasamtökin alltaf mót-
mælt á þeim forsendum, að skil séu
nú orðin of ör. Krafa okkar er að við
fáum að hafa söluskattinn lengur
undir höndum. í stað þess að skila
janúarsöluskatti fyrir 25. febrúar,
vildum við skila honum fyrir 25.
marz — þá verði eindagi fyrir janúar
og svo koll af kolli. Fengi þá
kaupmaðurinn að hafa hann mánuði
lengur undir höndum en nú er.
Ástæðan er, að sé um afborgunar-
skilmála að ræða eða lánaviðskipti
þá er von til þess að einhver hluti
hins útgreidda söluskatts sé kominn
til baka. Er það í hæsta máta
óeðlilegt að greiddur sé söluskattur
af allri upphæðinni, þegar húsgögn
eða heimilistæki eru seld með
afborgun. Getur þá verið svo að öll
útborgunin færi í söluskattinn. Sé
hins vegar um vanskil að ræða á
hlutnum og hann alls ekki greiddur,
þá er ekki nóg með að kaupmaðurinn
tapi því sem hann lánar frá sjálfum
sér, heldur tapar hann einnig því
sem hann greiddi ríkinu.
Kaupmenn innheimta söluskatt-
inn fyrir ekki neitt, sagði Gunnar,
leggja út vinnu og peninga við að
innheimta hann, en óeðlilegt er að
þeir þurfi einnig að leggja hann út
fyrir viðskiptavininn. Hann kvað
eðlilegast að greiddur yrði 20%
söluskattur af útborgun og síðan
20% af hverri afborgun. Söluskattur
sé greiddur af viðkomandi sölu um
leið og peningarnir koma inn „en
ekki að leggja út allan söluskattinn
til þess að gera ríkið alveg frjálst og
frítt og hafa það alltaf á lygnum sjó,
en svo er öll áhættan hjá þeim sem
selur. Þetta er að því er ég held
skoðun okkar allra.“
„Ruddust inn í fyr-
irtækið án leyfís
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
um heimsókn fulltrúa frá Græn-
höfðaeyjum. sem hér cru staddir
til að kynna sér fslenzkan sjávar
útveg, var sagt að þeim hafði verið
varpað á dyr, er þeir ætluðu að
skoða Vinnslustöðina í Eyjum.
Stefán Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar, sagði í gær, að þessir menn
hefðu komið öllum að óvörum og án
þess að biðja um leyfi til þess að
fá að skoða fyrirtækið. Verk-
stjórarnir hafa fyrirmæli um það
frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, að ekki megi hleypa óviðkom-
andi mönnum inn í húsin og allra
sízt útlendingum. Var verkstjóran-
um ekki kunnugt um, hvaða menn
voru þarna á ferðinni. „Eg vil að
það komi skýrt fram,“ sagði Stefán,
„að þeir ruddust inn í fyrirtækið án
þess að tala við nokkurn mann og
biðja nokkurn um leyfi. Þeir hefðu
verið boðnir velkomnir, ef þeir
hefðu talað-við einhvern — en voru
komnir inn — meira að segja með
menn til að taka myndir og enginn
verkstjóranna vissi, hverjir þarna
voru á ferðinni. Þeir menn eru
dónar, sem koma þannig án þess að
hafa samband við nokkurn mann.
Yfirleitt eru menn það kurteisir að
þeir biðja um leyfi, en kannski
telur Baldvin Gíslason skipstjóri,
fylgdarmaður útlendinganna, sig
yfir það hafinn?“ sagði Stefán
Runólfsson.