Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 17 berjast gegn hryðjuverkamönnum á þann hátt einan, sem þeir skildu. Það yrðu hörmulegar afleiðingar af ódæðisverkum, ef þróunin yrði slík í lýðræðislöndum V-Evrópu og víðar. Við skulum vona, að þau öfl verði ofan á, sem með lýðræðisleg- um hætti geta unnið bug á hermdar- og hryðjuverkamönnum og öfgamönnum yfirleitt. Aldo Moro og íslendingar Við Islendingar göngum nú senn til kosninga. Við skulum minnast þess, að enda þótt slíkir atburðir, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, séu enn nokkuð fjar- lægir okkur, þá getur leikurinn borizt heim í okkar eigin hlað- varpa, og þá fyrst mundum við e.t.v. sjá okkar sæng upp reidda. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að fjölmiðlamenn hér vita, að ekki alls fyrir löngu var ástæða til að staldra við dálitla fréttatil- kynningu, sem enginn fjölmiðl- anna birti að visu, en allir sáu í hendi sér, sem fengu hana til lestrar, að hún táknaði það fyrst og síðast, að hugir einhverra hérlendra manna hafa sýkzt af þeim hryllilega andlega sjúkdómi, sem kallar á ódæðisverk af fyrr- nefndu tagi. En við skulum vona, að sjúkdómurinn fái enga út- breiðslu hér á landi og eigi ekki eftir að hafa neinar alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo hætt sem mörgu ungu fólki virðist nú um stundir við að gleypa bakteríur öfga og ofbeldis og leyfa þeim að hreiðra um sig í ómót- uðum huga sínum. Islenzk æska ber vonandi gæfu til þess að fordæma atburði í Angólu, Ogaden, Eritreu, Kambódíu og víðar og hrista af sér þau öfgaöfl sem dreifa rauðum sýklum haturs og fyrirlitningar um heim allan. Örlög manna eins og Aldo Moros verða vonandi ekki örlög neinna íslendinga. Anna Moffo til íslands í TILEFNI af tuttugu ára afmæli Fulbright-stoínunarinnar á íslandi hefur Fulbright-nefndin í samvinnu við Iláskóla íslands afráðið að efna til tvennra tónleika í Reykjavík á hausti komanda þar sem hin heimsfræga sópransöngkona Anna Moffo kemur fram. Að sögn Franks Ponzis, formanns Fulbright-nefndar, og Guðlaugs Þorvaldssonar háskóla- rektors verða umræddir tónleikar haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 26. október kl. 20.30 og sunnudaginn 29. október kl. 14.30. Snemma á Iistamannsferli K-dagurinn: Söfnunarféð nam 15 milljónum kr. SÖFNUN Kiwanishreyfingarinn- ar á íslandi er fram fór í október síðast liðnum á svonefndum K-degi nam alls um 15 milljónum króna, en á fundi með frétta- mönnum í gær kynntu Kiwan- is-menn árangur söfnunarinnar. K-dagurinn sem er árlegur söfnunardagur Kiwanishreyf- ingarinnar og fer fram um allt land, var hinn 29. október og var þá undir kjörorðinu Styðjum geðsjúka. Höfuðtilgangur dagsins var að vekja fólk til umhugsunar um vandamál geðsjúkra, sagði Eyjólfur Sigurðsson sem var formaður framkvæmdanefndar og voru þessi vandamál kynnti í fjölmiðlum og leitað til almenn- ings eftir fjárframlögum til fram- kvæmda í þágu geðsjúkra. Merki K-dagsins, lykillinn, var seld um allt land en á landinu eru nú 32 klúbbar með um 1100 meðlimi og þar sem ekki eru starfandi klúbbar voru fengnir t.d. skólanemendur til að annast framkvæmdina. Forráðamenn Kiwanishreyfingarinnar og framkv.nefnd K-dagsins Ráðstöfun fjárins verður ákveð- in á þingi Kiwanishreyfingarinnar í sumar, og verður tíminn fram að því notaður til að kanna hvernig þessir fjármunir koma bezt að notum í þágu geðsjúkra, en könnunina annast félagar Kiwanishreyfingarinnar í samráði við þá aðila er bezt þekkja til vandamála geðsjúkra, sagði Eyjólfur Sigurðsson, og gat hann þess að lokum að þær vaxtatekjur sem af söfnunarfénu fást muni nægja til að standa undir kostnaði við söfnunina þannig að til ráð- stöfnar verði um 15 milljónir króna. Og sagði hann að Kiwanis- mönnum væri það mikil ánægja að svo margar fórnfúsar hendur skildu hafa gengið til liðs við þá í þessu verkefni. sínum hlaut Anna Moffo Ful- brightstyrk til söngnáms á Ítalíu. Islendingum er hún vel kunn fyrir söng sinn af hljómplötum í Ríkis- útvarpinu og fyrir hlutverk sitt í óperunni „La Traviata" eftir Verdi, sem sýnd var í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Þar söng hún hlutverk Violettu, eitt af höfuð- hlutverkum hinnar vinsælu óperu. Þar sem búist er við mikilli aðsókn að tónleikum Önnu Moffo, var ákveðið að efna til tveggja frekar en einna tónleika, þannig að sem flestum gefist færi á að sjá og heyra þessa glæsilegu söng- konu. Aldo Moro Hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum, að maður, sem gegnt hefur forsætisráðherra- embætti í lýðfrjálsu landi fimm sinnum, yrði fjötraður af hermdar- verkamönnum, dreginn fyrir svo- kallaðan alþýðudómstól og dæmd- ur til dauða. Engum hefði getað dottið í hug, að svo hryllileg örlög gætu beðið manns, sem hefur ekki annað til saka unnið en hlotið mikið kjörfylgi í frjálsum, lýðræðislegum kosningum merks menningarríkis og byggt stjórn- málastefnu sína á festu, en um- burðarlyndi. Engum hefði getað dottið í hug fyrir nokkrum árum, að slíkt gæti gerzt. En það hefur nú samt gerzt á Italíu, að Aldo Moro, þessi virti og mikilhæfi stjórnmálamaður og leiðtogi stærsta lýðræðisflokksins þar í landi, Kristilegra demókrata, hefur verið svívirtur með þeim hætti, að óhug hefur slegið á hvern þann mann, sem hefur nokkurn veginn normal tilfinningu. Fyrst er þessum fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu rænt úr bil sínum eftir mikið blóðbað, síðan er honum komið fyrir í greni þeirra blóðþyrstu rauðu úlfa, sem ódæðið frömdu, og loks er því lýst yfir, að hann hafi verið dæmdur til dauða. Hryðjuverkasamtök þau, sem ódæði þetta hafa unnið, eru kennd við Rauðu herdeildina sem telur það hlutverk sitt að fullkomna yfirlýsingar Machiavellis um, að tilgangurinn helgi meðalið. En þeir vesalings ógæfumenn, sem að þessu og öðrum svipuðum ódæðum standa, virðast því miður ekki gera sér grein fyrir, til hvers harm- söguleg framkoma þeirra gæti leitt; hún gæti orðið til þess, að öfgaflokkum til hægri, s.s. nýfas- istum, yxi fiskur um hrygg og fólkinu í Ítalíu þætti það sjálf- sagðasti hlutur í heimi, að slík öfgaöfl hrifsuðu til sín völdin í því skyni að koma á ró og spekt og fjármagnið nokkuð og nam söfnunarfé 1. apríl rúmum 15 milljónum króna. Kostnaður við söfnunina var tæpar 3 m.kr. þar sem um 200 þúsund er söluskattur af framleiðslu lykilsins, sem að líkindum verður endurgreiddur að sögn Eyjólfs. Sérstök söfnun fór fram meðal sjómanna og gaf hún af sér um 1,5 milljónir króna. Einnig var leitað til fyrirtækja um framlög. Samtals söfnuðust tæpar 14 milljónir króna alls auk þess sem vaxtatekjur hafa þegar aukið 9 ■ f , ,M„ III ....................... Hermenn kommúnistastjórnar Kambódiu fylgjast vopnaðir með störfum fólks 6 ökrum. ÁídoMoro fyrir handtokuna * .. **■»!.<■« , m Moro í greipum hryöjuverkamanna •>.w 'Stor *«'• i«0itm t , ' > 'i jí'wRSS , -St'>-#*<! ... a. 1? ,■ . % k imi ’***.... Skæruliöar úr frelsishreyfingu Eritreu Yfirmenn herja Kúbumanna og Rússa í Eþíópíu, Ochoa hershöföingi og Petroy hers- höföingi í Rauöa hernum. Kúbanskir hermenn taka sér hvild frá manndrápum i Angóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.