Morgunblaðið - 23.04.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978
21
hins vegar ekki margra kosta völ.
Við eigum engan gjaldeyri og þar
af leiðandi verðum við að minnsta
kosti um sinn að beina meginhluta
viðskipta okkar til þeirra sem vilja
eiga við okkur skipti. Ég veit hins
vegar að saltfiskur frá Islandi
stendur að mörgu leyti betur að
vígi en til dæmis frá Noregi.
Vegna verkunar á íslenzka fiskin-
um. Hann er seldur ekki fullverk-
aður hingaö og það skapar aftur
atvinnu fyrir á annað þúsund
manns, svo að það vegur nokkuð,
og við leggjum töluvert upp úr því.
En hvað verður ofan á í þessu efni,
treysti ég mér ekki til að spá um.
Það er í rauninni afar margt
sem við verðum að snúa okkur að.
Við getum ekki aðeins talað um að
bæta efnahagsástandið og gert
efnahagsráðstafanir. Við verðum
að vinna að því að hugarfarsbreyt-
ing verði í þá átt að vekja með
Portúgölum meiri vinnugleði og
samvizkusemi. Því að framleiðsl-
una þarf að auka í nánast öllum
greinum og við eigum að hafa til
þess möguleika ef rétt er að
staðið."
Ættaður frá
Angola og áður
forstjóri Gulbenkian
Victor Sa Machado er fæddur í
Angola en kom til Portúgals ungur
og stundaði síðan laganám í
háskólabænum Coimbra. Hann tók
síðar doktorsgráðu í lögum og varð
forstjóri Gulbenkian stofnunar-
innar í Lissabon. Eftir byltinguna
í Portúgal 1974 tók Sa Machado
þátt í stofnun Miðdemókrata-
flokksins ásamt Freitos do Ameral
og nokkrum fleiri og var kjörinn
á stjórnlagaþingið fyrir flokkinn í
Aveiro 1975. I kosningabaráttunni
þá sættu margir fylgismenn hans
miklum ofsóknum og má segja að
flokkurinn hafi nánast verið skor-
inn niður við trog. Þá náðu nokkrir
fulltrúar hans kosningu þar á
meðal Sa Machado eins og áður
segir. Sumarið 1975 sem nú er
kallað „heita sumarið 75“ manna á
meðal voru það þó ekki miðdemó-
kratar einir sem áttu í erfiðleik-
um, fylgismenn bæði alþýðudemó-
krata (sem nú heita sósíaldemó-
kratar) og PS-flokks Mario Soares
Form. miðdemókrata í Portúgal do Amaral ásamt Mario
Soares.
„Hefði verið
auðveldara fyrir
CDS að vera
utan við stjórn ...“
Ég spyr Victor hvort það sé ekki
nokkuð merk þróun miðað við
atburðarás síðustu ára að mið-
demókratar skuli vera komnir í
ríkisstjórn? Og hvernig má ætla
að það stjórnarsamstarf gangi?
— Það er miklu meira en
athyglisvert. Það er stórkostlegur
móralskur sigur, og má mjög
þakka það formanni flokksins
Freitos do Amaral, hversu traust
og tiltrú á Miðdemókrataflokknum
hefur vaxið. Það er okkur ráðherr-
um CDS líka mjög verðugt verk-
efni að takast á við þessi mál til
að við getum sýnt að fulltrúum
flokksins sé treystandi. Það er
áreiðanlega kappsmál þeirra sem
sitja í þessari ríkisstjórn að henni
takist það metnaðarsama verk
sem hún stefnir að. Staða hennar
er sterk á þingi, svo að ekki þarf
að hafa áhyggjur af því. Ég held
mér sé óhætt að taka undir það
sem Basilio Horta viðskiptaráð-
herra hefur áður sagt við þig, að
í þessari stjórn er ekki unnið eftir
flokkspólitískum línum. Við reyn-
um að vinna að málum með
þjóðarhagsmuni í huga. Hins
vegar er því ekki að neita að það
hefði verið auðveldari kostur fyrir
CDS að vera utan ríkisstjórnar.
Sitja á þingi og segja nei við öllu
sem ríkisstjórn hefði lagt til
málanna. En forysta flokksins leit
á það sem móralska skyldu að taka
þátt í að leysa vandamál Portú-
gals, og við teljum það vissulega
meira en verðugt verkefni."
urðu fyrir hvers kyns aðkasti og
ofsóknum þann tíma sem komm-
únistar voru allsráðandi. Sa
Machado var þá einn af mörgum
sem var sagt upp starfi sínu og olli
það fjölskyldunni bæði fjárhags-
erfiðleikum og almennum mann-
eskjulegum vanda eins og gefur að
skilja. Það mál er nú fyrir
dómstólum og verður að telja það
býsna ótrúlegt að Sa Machado sem
hefur verið falið forsjá utanríkis-
mála Portúgals teljist hafa verið
óhæfur til að gegna starfi for-
stjóra Gulbenkian.
Þegar erfiðleikar fjölskyldunnar
vegna þessa voru hvað mestir
sumarið 1975 kom um tíma til tals
að þau reyndu að komast úr landi
og þá væntanlega til Brasilíu, en
þangað flúðu þúsundir, einkum úr
röðum menntamanna þegjir
kommúnistar fóru að herða tökin.
Nú hefur þetta smám saman
breytzt og CDS hefur vaxið
ótrúlega ásmegin. í kosningunum
síðustu vann flokkurinn umtals-
verðan kosningasigur og Freitos
do Amaral formaður flokksins
virðist að Mario Soares ólöstuðum,
vera sá stjórnmálamaður sem
menn hafa mesta framtíðartrú á í
Portúgal. Do Amaral er rétt
hálffertugur maður, lagaprófess-
or. Þau orð létu margir falla í mín
eyru að hann væri eini portúgalski
stjórnmálamaðurinn sem kalla
mætti „statesman". Það orð er
erfitt að þýða svo merking náist en
mætti kannski skýra það svo að
það orð notuðu útlendir stjórn-
málamenn og sérfræðingar um
íslenzk mál um Bjarna heitinn
Benediktsson.
Vinnujakkar og
sportjakkar kr
7.900.
Rúllukragapeysa kr.
Kuldaúlpur kr.
nuiiumayapvjoa wi.
_ 2.900.- 6.900,
Storkostlegur
afslattur
Mikið
vöruurval
Vinnuskyrta kr.
1.800-
Wranglerbuxur
frá kr.
3.900-
Sjóliðaskyrtur
2.900-
iVinnufatabúðin