Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Rœtt við Sigurbjörn Þorleifsson bónda í Langhúsum í Fljótum „Að sumu leyti er mjög gott að búa hér í Fljótum, en öðrum þræði dálítið erfitt. Kostirnir eru góð sumur og mikil landgæði, og þá er hér sérlega sumarfallegt. Aftur á móti geta verið hér erfiðir vetur vegna mikilla snjóalaga. En það er samt staðreynd að þeir sem eitt sinn tengjast þessari sveit, fara ekki svo glatt héðan. Fólk í Fljótum stendur vei saman í þeirri miklu einangrun, sem hér er oft,“ sagði Sigurbjörn Þorleifsson bóndi á Langhúsum í Fljótum þegar Mbl. heimsótti hann á dögunum. Sigur- björn hefur búið í Fljótum allt sitt Hf, og frá árinu 1965 hefur hann rekið búið á Langhúsum ásamt foreldrum sínum. Er búið ein- göngu kúabú, 41 mjólkandi kýr og 25 kálfar og geldneyti. „Þeir Séð heim að Langhúsum í Fljótum. sem tengjast þessari Ekkert áfall eftir 1971 „Heyskapur hefur gengið nokk- uð vel, við höfum ekki orðið fyrir neinu stóráfalli síðan árin 1970 og 1971, en þá var kal geysimikið. A þessum árum björguðu menn sér með mikilli grænfóðurrækt og síðan hafa margir haldið í græn- fóðrið." — Þú hefur aðeins vikið að miklum söngáhuga fólks í Fljót- um, en hvernig er félagslífið að öðru leyti háttað? „Það er nokkuð gott, hér er haldið árlegt þorrablót, sem er vinsæl samkoma og fólk sækir víða að. Söngfélag starfar hér með miklum blóma. Kirkjukór er hér undir stjórn Önnu Jónsdóttur í Mýrarkoti og þá er oft spiluð félagsvist í félagsheimilinu Ketil- ási. Nú er nýlokið dansnámskeiði, sem var vel sótt, bæði af fullorðn- um og börnum. Söngelskt fólk Það þarf ekki að dvelja lengi í Langhúsi til að sjá, að þar býr söngelskt fólk og í stofunni gat að sjá rafmagnsorgel, harmoníku og gítar og það kom líka fljótt í ljós að húsbóndinn er af þeirri frægu Gautlandsætt, en þaðan er margt góðra söngmanna sprottið. „Ástæðan fyrir miklum söng- áhuga fólks hér í Fljótum, er að áhuginn hefur bókstaflega gengið í ættir,“ segir Sigurbjörn er hann var inntur eftir söngáhuga fólks á þessum slóðum. „Það getur að finna margar góðar raddir hér í kring. Hér nýtur fólk þess að koma saman og taka lagið.“ Af 4 börnum Sigurbjarnar eru 3 í tónlistarskóla og það yngsta er byrjað að leika á orgelið heima. „Það var lengi þannig," segir Sigurbjörn, „að við Fljótamenn vorum vart taldir með Skagfirð- ingum, — heldur aðeins Fljóta- menn en sem betur fer hefur blaðinu verið snúið við nú. Hér varð gjörbylting um og eftir 1960, en þá var byrjað að selja mjólk héðan úr sveitinni." — En hvernig hefur ykkur gengið að heyja í Fljótum? sveit fara ekki svo glatt aftur” Bryndís tekur við mjólkinni af Hauki Björnssyni bflstjóra. Nú kemur mjólkin á bæina með mjólkurbflnum, gerilsneydd og í neytendaum- búðum. í varpið eina nótt. Þá má ekki heldur gleyma hrafni og svartbak sem eru hinir mestu skaðvaldar." Og Sigurbjörn heldur áfram: „Það sem háir okkur kannski hvað mest síðan farið var að flytja mjólkina með tankbílum, er hvað vegirnir eru yfirleitt slæmir. Það hafa engar betrumbætur verið gerðar á veginum, en vegir hér og í Flókadal voru unnir á sínum tíma með haka og skóflu og eru grafnir niður í jörðina. Ný sundlaug Annað sem háir okkur er að skólahúsið að Sólgörðum er orðið allt of lítið. Um tíma var þar heimavistarskóli, en nú er börnun- um ekið í og úr skóla. Bæði þarf að byggja þarna stærra kennslu- húsnæði óg eins kennara- og skólastjóraíbúð. Skólastjóraíbúðin er mjög lítil og kennaraíbúð e engin. Hins vegar erum við að ná þeim áfanga að byggingu sundlaugar er nú að ljúka að mestu og eins er búningsaðstaðan að verða tilbúin. Sundlaugin stendur við skólann að Sólgörðum, en þar er nægjanlegt heitt vatn í jörðu, og er sundlaugin byggð í samvinnu við Holts- og Haganeshrepp og að sjálfsögðu tekur ríkið einnig þátt í kostnaðin- um.“ — Hvernig er verzlunaraðstöðu háttað hjá ykkur? „Lengi vel var kaupfélag í Haganesvík, og hét Samvinnufélag Fljótamanna. Nú hefur Kaupfélag Skagfirðinga hins vegar yfirtekið rekstur samvinnufélagsins og er nú að byggja nýtt verzlunarhús- næði við Ketilás, en þar eru krossgötur héraðsins. Þar verður bæði verzlun og þjónustumiðstöð fyrir hreppana hér. Sjálfur tel ég að nýja verzlunarhúsnæðið sé á heppilegasta staðnum hér í héraði, en um staðsetninguna hafa verið skiptar skoðanir." — Nú eru fljótin oft einangruð frá þéttbýliskjörnunum hér í kring í langan tíma á vetrum. Er þá ekki öll heilbrigðisþjónusta erfið? „Heilbrigðisþjónustu er okkur ætlað að sækja til Siglufjarðar og kemur læknir þaðan einu sinni í viku og hefur þá viðtalstíma. í þeim tilfellum, sem ófært er í Siglufjörð, leitum við hjálpar hjá læknum á Sauðárkróki, og hefur þetta allt gengið að óskum. Annars tilheyra Fljót undir héraðslæknis- embættið í Siglufirði og er nokkuð síðan það var ákveðið. Ástæðan fyrir því er að héðan er helmingi styttra til Siglufjarðar en inn á Sauðárkrók," sagði Sigurbjörn að lokum. — Þ.Ó. Sigurbjörn Þorleifsson bóndi í Langhúsum og eiginkona hans Bryndís Aifreðsdóttir. Njóta þess að vera á Siglufjarðar- leið Ljósm. Mbl.i Þórleifur Óiafssón Það er líka betra fyrir okkur að geta staðið saman að félagsstarf- inu, þar sem við lokumst oft inni um lengri eða skemmri tíma, t.d. er ekki óalgengt að vegurinn hingað sé lokaður í vikutíma í einu eða svo að vetri til. Þó njótum við þess vissulega, að vera á hinni svokölluðu Siglufjarðarleið, því að jafnaði reynir Vegagerðin að ryðja veginn einu sinni í viku. Síðastliðið vor var byrjað að flytja mjólk héðan á tankbílum og hefur það gengið betur en maður þorði að vona í upphafi." — Nú voruð þið Fljótamenn lengi vel taldir meöal beztu skíöamanna landsins. Hefur áhugi á skíðaíþróttinni dvínað hér? Slæmt að krakk- arnir fari lang- an veg í heima- vistarskóla „Skíðamenn hafa horfið hér að mestu síðan Trausti Sveinsson og félagar hættu að keppa. Að mínu mati er aðalorsökin fyrir því, að skíðamennska hefur mikið lagst niður hér sú, að unglingar fara nú í skóla í Varmahlíð þegar þau eru 12 ára gömul, þ.e. á þeim aldri sem þau eru kannski að fá verulegan áhuga á skíðaiðkunum. Það er slæm þróun að börnin skuli sækja svona langt í skóla og útkoman verður aðeins sambandsleysi milli foreldra og barna." Um þessar mundir er búið á 16 býlum í Vestur-Fljótum og álíka mörgum í Austur-Fljótum, þannig að sveitin getur ekki talizt fá- menn. Lengi vel var mest um að menn stunduðu eingöngu sauðfjár- Minnkurinn eyðilagði æðarvarpið Þá kvað Sigurbjörn æðarvarp hafa verið talsvert í Fljótum og um tíma hefðu þar verið 300—320 hreiður í tveimur varphólmum, en nú væru aðeins 50—60 hreiður í þeim. „Um tíma fór minkurinn mjög illa með varpið, en er nú haldið mikið niðri, hins vegar er nóg ef einum mink tekst að komast Hér er Þorlákur Magnús, sonur Sigurbjörns og Bryndísar, með vikugamlan kálf. rækt, en smám saman fóru menn meira yfir í blönduð bú og kringum 1970 fóru nokkrir bændur að mestu yfir í kúabúskap þegar mjólkursala hófst fyrir alvöru. „Hér í Langhúsum fórum við yfir í kúabúskapinn einfaldlega sökum þess, að jörðin er betur fallin til þess, þar sem hún er öll á flatlendi," segir Sigurbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.