Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978
29
Musical Express, Evening Stand-
ard og Daily Telegraph. Þá verða
með í förinni menn frá útvarps-
stöðvunum Capitol Radio og Radio
Luxemburg. Auk þess koma
hingað forstöðumenn útgáfufyrir-
tækis Stranglers United Artistis,
þar á meðal forstjóri Evrópu-
deildar U.A.
Forsaga komu Stranglers er sú
að menn frá U.A. hringdu fyrir
skömmu í Steinar Berg og báðu
hann að athuga möguleika á því að
halda hér blaðamannafund í til-
efni nýrrar plötu Stranglers, en
Steinar er einn stærsti inn-
flytjandi hljómplatna frá U.A.
Ástæðan fyrir því að ákveðið var
að halda blaðamannafundinn hér
er sú að U.A. hugðist halda hann
á óvenjulegum og sérstæðum stað,
og varð Island fyrir valinu því
fyrir almenning í Bretlandi er það
að halda blaðamannafund hér
svipað og að halda fund á tunglinu.
Þegar ljóst var að blaðamanna-
fundurinn yrði haldinn á íslandi
var farið að athuga hvort ekki
væri tilvalið að halda einnig
hljómleika í Reykjavík. Varð það
úr að Stranglers munu koma fram
í Laugardalshöllinni hinn 3. maí.
Ásamt Stranglers leika íslenzku
hljómsveitirnar Póker og Þursa-
flokkurinn á hljómleikunum, og
Halli og Laddi skemmta.
Tilgangurinn með hljómleikun-
um er í fyrsta lagi sá að kynna
Stranglers á Islandi, en einnig að
vekja athygli erlendra hljómplötu-
fyrirtækja á því bezta í íslenzku
tónlistarlífi. Nick Leigh umboðs-
maður Stranglers kvaðst telja
líklegt að uppselt yrði á hjómleik-
ana, fólk kæmi af áhuga og svo
einnig af einskærri forvitni. Ef
dæma má af plötusölu Stranglers
hér á landi, hefur Leigh lög að
mæla, því eftir að kunngert var að
Stranglers væru væntanlegir
hingað hafa plötur þeirra selzt i
nær 600 eintökum, og er nú svo
komið að þær eru uppseldar í
flestum hljómplötuverzlunum
Reykjavíkur og þó víðar væri
leitað.
HEIMSÓKN í
HLJÓÐRITA
En Stranglers gera meira en að
halda hér blaðamannafund og
hljómleika. Dagskrá þeirra þá þrjá
daga er þeir dveljast hér er
fjölbreytt og minnist pop-síðan
þess ekki að gert hafa verið eins
mikið fyrir nokkra aðra erlenda
hljómsveit er hingað hefur komið.
Hljómsveitin mun til dæmis halda
í Hljóðrita í Hafnarfirði og kynna
sér allar aðstæður þar, en Sigur-
jón Sighvatsson, einn af eigendum
Hljóðrita, hefur ásamt Steinari
Berg haft veg og vanda af komu
Stranglers hingað. Sagði Sigurjón
að það hefði sýnt sig að þó mikil
gróska væri í íslenzkri hljómplötu-
útgáfu myndi nýting á stúdíóinu
verða mun betri ef hægt væri að
fá erlendar hljómsveitir til að taka
upp plötur í Hljóðrita. Kvaðst
hann vona að koma Stranglers
opnaði augu hljómplötuútgefenda
í Bretlandi fyrir stúdíóinu.
Steinar Berg sagði að það væri
augljóst að peningasjónarmið réði
ekki ferðinni í sambandi við komu
Stranglers, Ekkert hefði'verið til
sparað af hálfu U.A. til að gera
allt eins vel úr garði og frekast
væri kostur, því ætlunin væri
aðeins að kynna Stranglers og
nýbylgjustefnuna á íslandi, Miða-
verði á tónleikana er stillt í hófi
og mun miðinn kosta um 3.000
krónur. Lætur nærri að miða-
verðið sé jafnhátt nú og það var
er Procol Harum héidu hljómleik-
ana um árið ef krónurnar eru
yfirfærðar í sterlingspund. Af
þessum 3.000 krónum sem hver
miði kostar renna um 1.500 krónur
beint í ríkissjóð. Sagði Steinar að
ef U.A. ætlaði sér að koma með svo
sem hálfrar milljón króna gróða
út úr hljómleikunum yrðu miðarn-
ir að kosta um 10.000 krónur, en
þá myndu sennilega næsta fáir
koma á þá. Væri auðsýnt hvers
vegna íslenzkar hljómsveitir sæju
sér ekki fært að halda hljómleika,
þegar um helmingur af andvirði
hvers miða rynni beint til ríkisins.
ur 16. júlí á Kanaríeyjum.
Eins og sjá má er hér um
mikið og erfitt hljómleika-
ferðalag að ræða, en athygli
vekur að ekki er farið til
neinna Austur-Evrópulanda.
Sagði Leigh að ekkert yrði átt
við það í bili, fyrst yrði að
koma í ljós hvort einhver
markaður væri fyrir „ný-
bylgjuhljómsveitir" í Austur-
-Evrópu.
HEITT í KOLUNUM
í PHÍLADEPHÍU
Þessa dagana eru Strangl-
ers staddir í Bandaríkjunum
og Kanada, en þar hafa þeir
verið á hljómleikaferðalagi að
undanförnu. Ferðalagið hófst
í Phíladelphíu hinn 16. marz
Er ég nógu vel rakaður undir
hökunni?
og stóð til að halda fyrstu
hljómleikana í „The hot club“.
Það reyndist þó ekki hægt því
klúbburinn reyndist heitari en
nafnið bendir til og brann til
kaldra kola nokkrum dögum
áður en Stranglers voru vænt-
anlegir þangað. Varö því að
færa hljómleikana til og voru
þeir haldnir á öðrum stað í
borginni. Stranglers hafa
haldið flesta sína hljómleika í
Bandaríkjunum á frekar litl-
um stöðum, síðar er ætlunin
að fara aftur til Bandaríkj-
anna og leika þá í stærri
hljómleikahöllum.
Tónlist Stranglers er vönd-
uð „nýbylgjutónlist", en hér á
Fróni hefur henni gjarnan
verið ruglað saman við „punk-
ið“. Leigh tjáði pop-síðunni að
hér væri um mikinn misskiln-
ing að ræða, „punk“ væri
tízka, en nýbylgjutónlistin"
væri stefna, svipað og þungt-
rokk, sýru-rokk og pop eru allt
ólíkar stefnur í tónlistarheim-
inum. Hann bætti við að Sex
Pistols hefðu verið nýbylgju-
hljómsveit, þó þeir hefðu verið
eins og „ræflarokkarar" í
útliti.
Hin nýja plata Stranglers,
„Black and White", mun vera
nokkuð ólík fyrri plötum
hljómsveitarinnar. Tónlistin
er ekki eins grípandi, og í
heild er platan nokkru þyngri
en fyrri plötur Stranglers.
Sagði Leigh að mörg laganna
á plötunni væru undir miklum
áhrifum frá sýru-rokki. Þá er
á plötunni eitt reggae-lag, og
mun það vera í fyrsta sinn
sem Stranglers hljóðrita
þeirrar stefnu lag.
Enn nokkur orð um
íslenzku kílóvöruna
Ég ritaði þátt um íslenzku
kílóvöruna 4. febrúar sl. og gerði
þar grein fyrir athugun á
innihaldi einnar öskju — eða
250 grömmum. Verður að vísa
söfnurum til þess, sem þar
sagði. í niðurlagi þáttarins taldi
ég ekki óhugsandi, að ég birti
niðurstöðu af athugun annarrar
öskju til samanburðar. Því
miður hefur enn ekki unnizt
tími til þeirrar könnunar að
öðru leyti en því að telja þau
merki, sem í henni voru, en þau
reyndust 718 eða 36 fleiri en í
hinni fyrri. Hins vegar verður
ekkert sagt um það, hversu
mörg þeirra eru gölluð og því
ónýt sem skipti- eða söluvara,
fyrr en búið er að leysa þau af
pappírnum.
Nú vill aftur á móti þannig til,
að sænskur maður hefur rann-
sakað eina öskju af sama
árgangi frá íslenzku póststjórn-
inni og birt um það skrá í
sænsku frímerkjablaði, Nordisk
Filateli, nr. 3, 1978 (marzhefti).
Til fróðleiks birti ég hér mynd
af þessari skrá, og mun hún
öllum auðskilin, þótt hún sé á
sænsku. Fer vissulega vel á því,
að lesendur þessara þátta
minna eigi þess kost að kynnast
niðurstöðum annarra kaupenda
kílóvörunnar. Ekki er hægt að
gera mjög nákvæman saman-
burð á niðurstöðu Svíans og svo
minni, enda geta þeir, sem eiga
þáttinn frá í febrúar, sjálfir
borið þessar niðurstöður saman
merki fyrir merki, ef svo má
segja. Engu að síður vil ég vekja
athygli á nokkrum atriðum.
Úr öskju Svíans komu 704
frímerki, og fer það mitt á milli
þess merkjafjölda, sem kom úr
öskjum þeim, sem ég hef haft
aðgang að. Aftur á móti stingur
það mjög í stúf við niðurstöðu
mína, hversu fá gölluð merki
Svíinn fékk úr sinni öskju,
einungis 15 merki — eða 2.1%
af öllum merkjum. Hjá mér
varð niðurstaðan að þessu leyti
13.6%. Þetta er vissulega grun-
samlega mikill munur. Hef ég
enga skýringu á þessu aðra en
þá, að Svíinn hafi ekki verið eins
vandlátur við flokkun merkj-
anna og ég. Ég fullyrði að
niðurstaða mín hafi verið rétt,
en vitaskuld táldi ég allt gallað,
sem ég hvorki treysti mér til að
láta í skiptum við aðra safnara
né selja frímerkjakaupmönn-
um.
Þá verð-ég að segja eins og er,
að Svíinn hefur verið mjög
heppinn með sín 250 grömm, þar
sem hann fékk 24 250 króna
merki af Herðubreið og öll heil.
Ég fékk aðeins fimm slík merki
og raunar öll einnig heil. I þeirri
öskju, sem ég á eftir að kanna,
voru líka fimm merki af Herðu-
breið, svo sem ég greindi frá í
þætti mínum, og sennilega öll
heil. Af því dró ég þá ályktun,
að hér væri reynt að jafna
hæstu verðgildum nokkurn veg-
inn jafnt niður í öskjurnar. Því
miður hlýt ég að falla frá þeirri
skoðun eftir reynslu Svíans. Þá
bætir það ekki heldur minn hag,
að Sviinn fékk 56 heil 100 króna
merki með mynd Tryggva
Gunnarssonar frá 1971 (Þjóð-
vinafélagið), en ég aðeins 25 heil
merki af því verðgildi. Var þetta
þó bezti bitinn úr minni ijskju.
Hér er þó rétt að geta þess, að
í þeirri öskju, sem ég hef
lauslega farið yfir, voru 44
merki af Tryggva Gunnarssyni.
Eins og raunin varð hjá mér,
fékk Svíinn mest af 50 króna
merkinu frá 1970, þ.e. Listahátíð
— eða svipaða tölu og ég.
Að lokum er rétt að taka það
fram, að Svíinn miðar verðlagn-
ingu sína auðsæilega við Facit
1977/78, en ekki næsta ár á
undan eips og ég gerði í minni
athugun. Hækkun hefur ekki
Frimerki
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
orðið mikil milli ára, en samt
nokkur, og verður við það
nokkurt misræmi í samanburði
okkar. Svíinn fær þannig út
verðlistaverð 3.77 s.kr. fyrir
hvert merki, en beiti ég sömu
aðferð, fæ ég 3.32. Lesendur
hljóta svo að veita því athygli,
að hinn sænski kaupandi greinir
ekki frá kaupverði sínu, svo sem
ég gerði. Fyrir bragðið verður
ekkert sagt um raunverulegan
kostnað á bak við hvert heilt
merki hjá honum og mér. Þá má
ekki heldur gleyma því, að
Svíinn slapp við hinn illræmda
söluskatt, sem ég varð að greiða
fjármálaráðuneytinu sem ís-
lendingur.
Stimplun
frímerkja
í sambandi við þætti okkar
orðabókarmanna um íslenzkt
mál í Ríkisútvarpinu fáum við
fjölda bréfa víðs vegar að af
landinu. Þar sem ég hef sjálfur
áhuga á frímerkjum og fallega
stimpluðum bréfum, getur ekki
farið hjá því, að ég veiti
því athygli, hvernig póststöðvar
ógilda merkin með stimplum
sínum og þá um leið, hversu
greinilegir þeir eru. Því miður
verð ég að segja eins og er, að
hér er of víða pofctur brotinn.
Allt of margar póststöðvar
halda stimplum sínum ekki
nógu hreinum eða greinilegum,
svo að oft er bæði staðarnafn og
dagsetning lítt eða ekki læsilegt.
Það er engan veginn nægilegt að
ógilda merkin með einhverri
stimpilklessu, því að stimpillinn
hefur einnig öðru hlutverki að
gegna, sem sé því, að skýrt komi
í ljós, hvaðan bréfið er sent og
hvenær. Hér er vissulega hlut-
verk Póst- og símamálastofnun-
ar að kenna starfsfólki sínu
rétta aðferð við þetta verk og
um leið vandvirkni -í hvívetna.
E.t.v. hugsár einhver sem svo,
að þetta skipti ekki miklu máli,
þar sem aðalatriðið sé að ógilda
merkin með stimpli, svo að þau
verði ekki notuð aftur til burð-
argjalds. En málið er alls ekki
svona einfalt, þegar öllu er á
botninn hvolft.
Ég gat þess hér að framan, að
mörg bréf bærust til okkar
orðabókarmanna. Flestir bréf-
ritarar gæta þess vel og vand-
lega að setja bæði stað og
dagsetningu á bréf sín, en þó
ekki allir. Þar sem þetta vill
gleymast, kemur sér einmitt
mjög vel að hafa póststimpilinn
til leiðbeiningar og viðmiðunar.
En sé hann hins vegar illlæsi-
legur — eða jafnvel ólæsilegur
— verður allt mjög torvelt.
Alveg nýlegt dæmi í þessa átt
varð í rauninni til þess, að ég
minnist loksins á þetta hér í
frímerkjaþættinum.
Fyrir nokkru fékk ég greinar-
gott bréf frá konu, sem kýs að
vera nafnlaus og nefnir sig því
aöeins sveitakonu. Vitaskuld er
ekkert að segja við þessu, þótt
oft hafi verið tekið fram í
þáttum um íslenzkt mál, að
nafnleynd manna verði virt, ef
þeir óski þess sérstaklega. Hins
vegar er æskilegt, að bréfritarar
trúi okkur fyrir hinu rétta nafni
og greini um leið frá heimilis-
Framhald á bls. 31
sammansuuiiung av zou gr. Islándsk Kilovara inköpt 1977.
Fadt Nr Motiv valör antal trasiga a-pris totalt "SL]
395 Universitet (otand) 10:- 4 - -:60 2:40
401 Europa III 5:50 4 - -:70 2:80 ff
408 Frihet fr&n hunger 7:50 2 - -:80 1:60
410 Europa IV 6:- 8 - 1:- 8:- M
421 Blommor III 2.- 1 - .60 6° m
424 OS i Tokyo 10:- 3 - 2:50 7:50
436 Havsöm 50:- 1 - 16:- 16:-
453 Blommor IV 2:50 8 -• -:60 4:80 ■
455 Europa IX 10:- 3 - 3:- §f
458 Fridrik Fndnksson 10- 9 ■- 1:50 13:50 fe
459 NationalbibUoteket 5:- 1 - -:60 -:60
462 Jón Magnusson 50- 1 - 9:- 9:- 1
463 Norden 6:50 1 1 -:70 -:70 1
464 Norden 10- 3 - -:80 2:40 fe
465 Europa X 13- 1 - 1:25 1:25 1
467 RepubUkens 25-ársdag 25:- 3 - 2:50 7:50 t
468 RepubUkens 25-&rsdag 100: 2 - 14,- 28:-
471 Landskap II 1: 15 - -:60 9:-
472 Landskap II 4:- 5 - -.60 3:-
473 Landskap II 5:- 21 1 12:60
474 I^andskap II 20: 27 - 1:65 44:55
475 Högsta Domstolen 50 Ar 6:50 2 - -:60 1:20
476 Gamla Handskrifter II 5:- 1 1:- 1:-
477 Gamia Handskrifter II 15:- 10 - 1:75 17:50
478 Gamla Handskrifter D 30: 8 - 3:50 28:-
479 Europa XI 9:- 3 - -:70 2:10
480 Europa XI 25: 57 - 2:75 156:75
481 Sjuksköterska 7:- 1 - .60 -:60
482 Grimur Thomsen 10: 12 2 1:25 15:-
483 Konstfestivalen 1970 50: 103 3 6:50 669:50
484 Naturv&rd 3: 12 :60 7:20
485 Naturv&rd 15: 16 1 1:30 20:80
486 F.N. 25 &r 12: 7 1:75 12:25
487 Flykting 71 10:- 17 - - :85 14:75
488 Europa XII 7:- 1 - -60 60
489 Europa XII 15:- 15 - 1:30 19:50
490 Pö8t«irot 5:- 10 - -.60 6:-
491 Poatgirot 7:- 12 1 -:75 9:- f
492 PaLsállskapet 100 &r 30:- 78 3 3:50 273:-
493 I’at.sallskapet 100 &r 100:- 56 - 12:- 672:-
494 Fiskindustri 5: 23 1 -Æ0 13:80
495 Fiskindustri 7:- 5 1 -:75 3:75
496 Fiskindustri 20: 60 1 2:20 132:-
497 Herdubreid 250:- 24 - 10:- 240:-
498 Europa XIII 9:- 8 - 1:- 8:-
501 VM i schack 15:- 7 - 1:70 11:90
504 Drivhus 40:- 17 - 4:75 80:75
505 Kontinentalsockeln 9:- 1 “ 1:- 1:-
48 olika motáv/valörer 689 st + 15 - 704 st 2.596:75 -
3:77/st i snitt
Redaktionen tackar fór den hár aammanstallningen som gjorta av Stellan Aaklund,
Bostállsgatan 14 i Norrköping. —
24 NORDISK RLATCU - Mars