Morgunblaðið - 26.04.1978, Page 3

Morgunblaðið - 26.04.1978, Page 3
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 3 Afli togaranna undan Austfjörðum: Þorskurinn svo til eingöngu frá 1973 „ÞORSKURINN, sem togararnir hafa fengið sem mest af undan Austfjörðum að undanförnu. er að mestu 5 ára, þ.e. fiskur af stóra árganginum frá 1973, en hins vegar er þorskurinn sem Hornafjarðarbátar hafa fengið síðustu vikur mikið af árgangin- um frá 1970, þannig að þessi aflabrögð þurfa ekki að koma neinum á óvart, því þetta er fiskur af þeim tveimur árgöng- um, sem við höfum reitt okkur mest á til uppbyggingar íslcnzka þorskstofninum“, sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur í viðtali við Morgunblaðiið í gær. „Allt að 90% af þeim fiski, sem togararnir fá úti af svo nefndum Fæti, er 5 og 6 ára, eða frá 1972 og ,73. Þorskstofninn frá 1973 er enn efnilegur, þó svo að mikið hafi saxast á hann, en á þennan árgang reiðum við okkur mest til upp- byggingar þorskstofninum. Þessi þorskur er nú almennt orðinn 60—70 sm og þeir fiskar sem hafa haldið sig í hlýja sjónum hafa jafnvel eitthvað hrygnt í vetur og eitthvað af þessum fiski mun Stálvík með 140 lestir Siglufirði, 24. apríl SIGLUVÍK landaði hér í dag 140 tonnum af þorski, en góður afli hefur verið hjá togurum að undanförnu. Stálvík seldi 135 lestir af fiski í Grimsby á sumardaginn fyrsta fyrir 72.398 sterlingspund. Meðal- verð á kíló var kr. 253. - mj Þrjú íslenzk tilboð í Rauðanúp Þrjú íslenzk tilboð bárust í gærmorgun í viðgerð á skuttogar- ánum Rauðanúp frá Raufarhöfn, en frestur til að skila inn tilboðum rann út kl. 10 árdegis. Ólafur Á. Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Almennum tryggingum, tjáði Morgunblaðinu, að nýtt tilboð hefði borizt frá Stálvík, Bátalóni og Skipasmíðastöð Njarðvíkur, eitt hefði komið frá Stálsmiðjunni, Héðni og Hamri og eitt frá Herði í Sandgerði. Ólafur kvaðst ekki geta tjáð sig um tilboðin, þar sem nú ætti eftir að bera þau saman við erlendu tilboðin, sem áður höfðu borizt. En hann kvað þó ljóst, að hið endurnýjaða tilboð frá Stálvík, Bátalóni og Skipasmíðastöð Njarðvíkur væri langtum hag- stæðara en áður. Morgunblaðið fregnaði í gær- kvöldi, að íslenzku tilboðin væru öll hærri en erlendu tilboðin, en þar væri ekki mikill munur á, sérstaklega ef tekið væri tillit til kostnaðar við að sigla togaranum til viðgerðar erlendis og heim úr viðgerð. hrygna næsta vetur, en það er ekki fyrr en 1980, sem þessi þorskur hrygnir í verulegum mæli,“ sagði Sigfús. Sigfús sagði að þess mætti geta, að sá þorskur, sem línubátar hefðu fengið við Suður- og Suðvestur- lands í vetur, væri svo til eingöngu frá árinu 1973. Þegar Sigfús var inntur eftir þeim fiski, sem Hornafjarðarbátar hafa verið að fá í net að undan- förnu sagði hann, að þeir væru að fá leifarnar af stofninum frá 1970, en sá árgangur hefði verið góður. Þessi þorskur er nú 90—100 sm langur. Annars væri það hending ef menn fengju eldri þorsk en frá 1970 í net nú. „Það hafa því ekki Komið neinar leynigöngur á miðin í vetur", sagði Sigfús. Sigfús Schopka var fyrir skömmu í þriggja vikna rann- sóknaleiðangri á rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni, og hvað hann þá hafa rannsakað svæðið frá Mýrabugt vestur að Látra- grunni, og lítið hefði orðið vart við fisk á vestanverðu svæðinu þ.e. frá Selvogsbanka að Látragrunni. „Mér sýnist því að útkoman á þessari vertíð ætli að verða svipuð og við áttum von á. Annars virðist þorskurinn ekki hafa gengið mikið vestur á bóginn i vetur, en hitaskylirði í vetur tel ég svipuð og á 8.1. vertíð, þannig að fiskurinn hefði allt eins átt að geta gengið vestur með landinu. Það má hins vegar benda á að loðnan gekk ekki heldur vestur á bóginn og því getur verið að þorskurinn hafi haldið sig að mestu á slóðum loðnunnar." Vegaskemmdir með minnsta móti VEGASKEMMDIR hafa verið með minnsta móti á þessu vori og þakka vegagerðarmenn það góðri tíð, að sögn Hjörleifs Ólafssonar Aurbleyta er mjög víða á vegum og er öxulþungi takmarkaður á flestum vegum við 5—7 tonn. Sagði Hjörleifur að náið væri fylgst með því af hálfu lögreglunn- ar að reglum um þunga- takmarkanir væri fylgt. Sagði hann að mjög góð samvinna væri um það milli vegagerðarinnar og eigenda stórra flutningabifreiða að þungatakmarkanir væru virtar svo að komast mætti hjá skemmd- um á vegum. Á söguslóðum , íhiarta Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborg- arinnar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þá finnur þú hvort tveggja í Luxemborg, þessu litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland Þýskaland og Belgía - og fjær Holland Sviss og Ítalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir tveggja helmstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða. FLUGFÉLAC ÍSLAIMDS LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.