Morgunblaðið - 26.04.1978, Side 11

Morgunblaðið - 26.04.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1978 \ \ Landspítalanum veitt ar 25 milljónir úr Minningarg j af as j óði 1‘REYTTIR EN ÁNÆGÐIR tóku þeir félagar í tríói danska bassasnillingsins Niels Henning Örsted Pedersens við dynjandi lófataki heillaðra áhorfenda í lok tónleika þeirra í Háskólabíói á mánudagskvöldið. Húsfyllir var á tónleikunum og urðu þremenningarnir að leika tvö aukalög áður en lauk. Nánar verður fjallað um tónleikana í Slagbrandi næstkomandi sunnudag. (Ljósm. Kristinn). Sauðárkrókur: Framboðslisti sjálf- stæðismanna ákveðinn „SANNLEIKURINN er sá að það er erfitt að uppfylla óskir allra um nýjungar og ný tæki á sjúkrahúsum. þó að ríkissjóður veiti Ríkisspítölunum styrk. Því vil ég þakka Minningargjafasjóði Landspítala íslands fyrir gjöf hans til Landsspítalans. en fénu verður varið til kaupa á lækn- ingatækjum.“ Svo fórust Páli Sigurðssyni. formanni stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna. orð. er hann veitti viðtöku 25 milljón króna ávi'sun úr hendi Guðrúnar P. Helgadóttur. formanns Minn- ingargjafasjóðsins. Páll sagði að stjórn Minningar- gjafasjóðsins yrði gerð grein fyrir tækjakaupunum, en hann kvaðst telja líklegt að fénu yrði varið til kaupa á tækjum til nýrnadeildar og jafnvel einnig til kaupa á svonefndum „sónartækjum" sem notuð eru á fæðingardeild. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn afhendir Landspítalan- um fé til tækjakaupa og í fjórða sinn sem Landspítalanum er út- hlutað fé úr sjóðnum. Minningargjafasjóður Landspít- ala Islands var stofnaður árið 1916. Hann var alla tíð aðskilinn frá öðrum sjóði, er kallaðist Landspítalasjóður, en sá sjóður varð til af fé er konur um allt land söfnuðu til væntanlegrar spítala- byggingar fyrir landið. Fé því, sem gefið var til minningar um látið fólk, var alltaf haldið sér í sjóði — Minningar- gjafasjóði Landspítala íslands — og var upphaflega ekki ætlað til styrktar stofnunarinnar, heldur eingöngu til styrktar sjúklingum í fjárhagslegum vandræðum. Fyrsta úthlutun úr þessum sjóði fór fram 28. marz 1931 og nam sá styrkur 84 krónum. Til saman- burðar má geta þess að á þessu ári er þegar búið að veita til sjúklinga fjárhæð sem nemur um einni milljón króna. Fyrstu árin var styrkveitingum aðallega varið til styrktar sjúkl- ingum sem dvöldust á Land- spítalanum, voru ekki í sjúkra- samlagi né nutu styrkja annars staðar frá. En er sjúkrasamlögin náðu almennri útbreiðslu fækkaði umsóknum. Stjórnarnefnd Minn- ingargjafasjóðsins fékk því árið 1952 staðfestan viðauka við 5. grein skipulagsskrár sjóðsins, þar sem heimilað er að styrkja til sjúkradvalar erlendis þá sjúkl- inga, sem ekki gátu fengið full- nægjandi læknishjálp hérlendis að dómi lækna, enda mæli þeir með umsókn sjúklingsins. Síðan hefur styrkjum til einstaklinga verið úthlutað að mestu leyti samkvæmt þessu ákvæði. Fyrsti formaður Minningar- gjafasjóðsins var Ingibjörg H. Bjarnason, en er hún féll frá 1941 tók frú Lára Árnadóttir við formennsku til ársins 1967. Þá tók frk. Sigríður Bachmann við formennsku og hafði hana með höndum til 1971 er Kristín Jóns- dóttir varð formaður Minningar- gjafasjóðsins. 1973 tók núverandi formaður sjóðsins, Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, við for- mennsku. Aðrir í stjórn Minn- ingargjafasjóðsins eru María Sigurðardóttir, gjaldkeri, Hólm- fríður Stefánsdóttir, ritari, og Guðrún Erlendsdóttir og Kristín Framhald á bls. 19 Sauðárkróki 25. apríl. FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar á Sauðárkróki 28. maí n.k. verður ^þannig skipaður: 1. Þor- björn Árnason, lögfræðingur, 2. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, 3. Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir, 4. Björn Guðnason, byggingameistari, 5. Pálmi Jóns- son, verktaki, 6. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri, 7. Birna Guð- F áskrúðsfjörður; Framboðslisti sjálfstæðis- manna birtur FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- manna á Fáskrúðsfirði til sveitar- stjórnarkosninga í Búðarhreppi hefur verið lagður frani og er hann þannig skipaður: l.Albert Kemp, vélv., 2. Stefán Jónsson, iðnnemi, 3. Sigurður Þorgeirsson, afgr.m., 4. Jóhann Antoníusson, framkv.stj., 5. Guð- laugur Einarsson, skipasm., 6. Oddný Jónsdóttir, húsfrú, 7. Agn- ar Jónsson, vélvirki, 8. Ægir Kristinsson, bifreiðastjóri, 9. Bergur Hallgrímsson, framkv.stj., 10. Dóra Gunnarsdóttir, húsfrú, 11. Erlendur Jóhannesson stýri- maður, 12. Heiðar Jóhannsson, sjómaður, 13. Guðmundur Vest- mann, skipstjórk 14. Einar Sigurðsson, skipasmíðameistari. Til sýslunefndar er Már Hall- grímsson, útibússtjóri í framboði og til vara Olafur Bergþórsson, kennari. jónsdóttir, húsmóðir, 8. Sigurður Hansen, lögregluþjónn,9. Guð- mundur Tómasson, hótelstjóri, 10. Kristján Ragnarsson, skipstjóri, 11. Páll Ragnarsson, tannlæknir, 12. María Ragnarsdóttir, verka- kona, 13. Haraldur Friðriksson, bankamaður, 14. Fjóla Sveinsdótt- ir, verkakona, 15. Jón Árnason, bílstjóri, 16. Bjarni Haraldsson, kaupmaður, 17. Jón Nikódemus- son, vélsmiður, 18. Halldór Þ. Jónsson, lögfræðingur. — Jón. Alþjóóleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa BÍLAHAPPDRÆTTI— vinningur MAZDA 323 GESTUR DAGSINS hlýtur utanlandsferó meó Samvinnuferóum GESTAGETRAUN — vinningur Casio tölvuúr TUGÞÚSUNDASTI hver gestur hlýtur Pioneer segulbandstæki í bílinn frá Karnabæ opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22— Simar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.