Morgunblaðið - 26.04.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.04.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 13 Islenzku matreiðslumennirnir með viðurkenningarspjöld og verðlaun er þeir hlutu í keppninni í Bella .Center. íslendingar fjórðu beztu kokkarnir ALÞJÓÐLEG keppni í matreiðslu fór fram í Bella Center í Kaup- mannahöfn í byrjun apríl og var bæði keppt f framleiðslu heitra og kaldra rétta, samhliða tækja- og vörusýningu fyrir hótel og veit- ingahús. Klúbbur matreiðslumeistara á íslandi var meðal þátttakenda í þessari keppni. Fyrir hönd ís- lands tóku þátt þeir Sigurvin Gunnarsson, yfirmatreiðslumað- ur Hótel Sögu, Gísli Thoroddsen yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ, og Ililmar B. Jónsson veitinga- stjóri á Ilótel Loftleiðum. Sigurvegarar í keppninni urðu Norðmerfn og þá Austurríki og Svisslendingar og í fjórða sæti komu íslendingar með gullverð- laun. Vantaði Islendinga 6 stig í að ná þriðja sætinu í keppninni. Næstir á eftir íslendingum urðu matreiðslumenn frá Danmörku, Vestur-Þýzkalandi, Ungverja- landi, Svíþjóð, Kína og Indlandi. íslenzku matreiðslumennirnir hlutu einnig sérstaka viðurkenn- ingu fyrir bezta kalda fatið á sýningunni sem var lundi í hlaupi. Hilmar B. Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vildi þakka sérstaklega veitinga- húsunum Hótel Sögu, Brauðbæ, Hotel Loftleiðum og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga fyrir veitta aðstoð í sambandi við undirbúning keppninnar. Enn- fremur Hótel- og veitingaskólan- um fyrir að hafa útvegað húsnæði fyrir æfingar undir keppnina. Þá tók Hilmar fram, að þetta væri í fyrsta sinn, sem íslendingar tækju þátt í slíkri keppni sem A-listinn á Akranesi FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks- ins á Akranesi hefur verið birtur. Hann skipa eftirtaldir menn: 1. Ríkharður Jónsson málara- meistari, 2. Guðmundur Vésteins- son tryggingafulltrúi, 3. Rannveig Edda Hálfdánardóttir húsmóðir, 4. Sigurjón Hannesson bygginga- meistari, 5. Önundur Jónsson prentari, 6. Arnfríður Valdimars- dóttir húsmóðir, 7. Haukur Ár- mannsson framkvæmdastjóri, 8. Erlingur Gissurarson tæknifræð- ingur, 9. Guðrún Jónsdóttir hús- móðir, 10. Guðmundur Rúnar Davíðsson trésmiður, 11. Valentín- us Ólason stýrimaður, 12. Guð- mundur Páll Jónsson nemi, 13. Þórólfur Ævar Sigurðsson íþrótta- kennari, 14. Jóhannes Jónsson bakarameistari, 15. Kristín Ólafs- dóttir ljósmóðir, 16. Hallgrímur Árnason byggingarmeistari, 17. Svala ívarsdóttir húsmóðir og 18. Sveinn Kr. Guðmundsson banka- útibússtjóri. þessari og hefði það verið mjög ánægjulegt að þeir félagar hefðu komizt á blað. Þá eru sýningar sem þessi í Bella Center mjög mikil landkynning, þar sem þús- undir manna komu til þess að skoða keppnisfötin. Að lokum má geta þess, að meðal dómaranna á sýningunni var Ib Wessmann, yfirmatreiðslu- maður í Nausti. í Siglufirði Siglufirði, 25. apríl BIRTUR hefur verið framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í Siglufirði. Listann skipa: 1. Björn Jónasson bankaritari, 2. Séra. Vigfús Þór Árnason, 3. Runólfur Birgisson fulltrúi, 4. Árni V. Þórðarson iðnverkamaður, 5. Steingrímur Kristinsson verka- maður, 6. Ómar Hauksson skrif- stofustjóri, 7. Markús Kristinsson verksmiðjustjóri, 8. Steinar Jónas- son hótelstjóri, 9. Páll G. Jónasson byggingarmeistari, 10. Óli J. Blöndal bókavörður, 11. Jóhannes Þ. Egilsson iðnrekandi, 12. Soffía Andersen húsfrú, 13. Matthías Jóhannsson kaupmaður, 14. Ásgrímur Helgason sjómaður, 15. Hreinn Júlíusson byggingarmeist- ari, 16. Kristinn Georgsson vél- stjóri, 17. Þórhalla Hjálmarsdóttir húsfrú og 18, Knútur Jónsson framkvæmdastjóri. Fréttaritari o. INNLbiuT Loftið skipti um eigendur NÝLEGA urðu eigendaskipti á gjafa- og listmunaverzluninni að Skólavörðustíg 4, svo og „Loftinu", sem er sýningarsalur í sama húsnæði. Nýju eig- endurnir eru hjónin Jósefína Pétursdóttir og Sverrir Krjstjánsson. Keyptu þau húsnæðið af Helga Einarssyni sem opnaði gjafa- og listmunaverzlun þar árið 1974 og „Loftið ári seinna. Húsið að Skólavörðustíg 4 er byggf um sama leyti og Alþingishúsið að því er eigendur sögðu. Mun Jósefína reka gjafa- og listmunaverzlunina áfram undir nafninu „Loftið“ og hefur á boðstólum m.a. Feneyja krist- al og handunnið keramik. Einn- ig mun hún reka sýningarað- stöðu fyrir listamenn eins og áður hefur verið gert. Meðfylgjandi mynd tók ljósm. Mbl. Friðþjófur af nýju eigend- ýoMuhu TOSHIBA SM-2700 Stereo-samstæðan Verð kr. 162.800- Stórfallegt hljómflutningstæki ó einstaklega góóu veröi Allt í einu tæki: Stereo-útvarp, cassettusegulband, plötuspilari og 2 stórir hátalarar. Magnarinn er 28 wött. Tveir hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm plötudiskur. Útvarpið er meö langbylgju, miöbylgju og FM Stereo. CR 0 Selektor. Komiö og skoöiö þetta stórfallega tæki og sannfærist um aö SM 2700 Toshiba-tækiö er ekki aöeins afburöa stíthreint í útliti heldur líka hljómgott. SM 2700 gefur yöur mest fyrir peningana. Háþróaöur magnari, byggöur á reynslu Toshiba í geimvísindum. EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTAOASTRATI I0A ■ SlMI I6995 UtsölustaAir: Akranes: Bjarg h.f. Borgarnes: Kaupf. Borgf. Bolungarvík: Verzl. E.G. Hvammstangi: Verzl. S.P. Sauöárkróki: Kaupf. Skagf. Akureyri: Vöruhús KEA. Hljómver h.f. Húsavík: Kaupf. Þing. Egilsstööum: Kaupf. Héraösb. Ólafsfiröi: Verzl. Valberg. Siglufiröi: Gestur Fanndal. Hvolsvelli: Kaupf. Rangæinga. Vestmannaeyjum: Kjarni s.f. Keflavík: Stapafell h.f. Listi Sjálf- stæðisflokks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.