Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
35
af hráefnum. Annar agnúi er sá að
Austantjaldsþjóðir greiða inn-
fluttar vörur ekki í peningum
heldur vöru. Fólksvagna með
brúnkolum, Coca-Cola með dýna-
míti o.sv.frv. Annaðhovrt tekur þú
þá vöru, sem í boði er, eða ekkert
verður af viðskiptum. Við bætast
einnig erfiðleikar verktaka, sem
reyna að athafna sig í efnahags-
kerfi gerólíkrar tegundar og þar
sem ákvarðanataka á sér stað eftir
allt öðrum boðleiðum, en þeir hafa
átt að venjast. Verða af þeim
sökum margvíslegir árekstrar og
tafir. Viss áhætta er og ávallt
fólgin í spilinu og speglast hún í
dæminu um Fiat-bílaverksmiðj-
una, sem Italir reistu í Togliatti-
grad. Sovétmenn voru fljótir að
tileinka sér tækniþekkingu fag-
mannanna, og von bráðar fóru að
streyma sovéskir bílar inn á
Vestur-Evrópumarkað, sem velgdu
Itölum sjálfum undir uggun.
Kommúnistazarinn
bugtaði sig og beygði
Þessi mikilvægu atriði varðandi
samskipti landanna bregða fróð-
legu en þó e.t.v. ekki óvæntu ljósi
á fund Breshnevs og Sehmidts.
Smám saman fer að skýrast hvað
Bruno Kreisky, kanzlari Austur-
ríkis, átti við í viðtali sínu við
vikuritið „Der Spiegel", er hann
talaði um „Þýzkalandsástríðu"
Sovétmanna. „Vitið þér,“ sagði
hann, „stundum fær maður á
tilfinninguna að fyrir Rússum sé
aðeins um tvö Vesturveldi að
ræða, nefnilega Bandaríkin og
Þýzkaland... Þýzkaland er í aug-
um Rússa eitthvað alveg sérstakt."
Eftirá hefur verið sagt að
fundur leiðtoganna lyktaði miklu
frekar eins og fundur efnahagsfor-
kólfa en stjórnmálamanna. Það er
ekki að ófyrirsynju að Breshnef er
efnahagslega samvinna ofarlega í
huga. Enda þótt kreppur hafi
dunið yfir Vesturlönd á síðustu
tímiim hafa þau þó einatt rétt við
aftur. Sovétmenn hafa á hinn
bóginn ekki átt þeirri gæfu að
fagna og virðist sem skipulagslegt
öngþveiti og vanþrif í efnahagslífi
sökkvi þeim æ dýpra. Þar við
bætist að uppfinningar og tækni-
nýjungar hafa á undanförnum
áratugum heyrt undantekningum
til í Austur-Evrópulöndum ef frá
eru taldar framfarir í vígbúnaði og
geimvísindum. Þótt erfitt sé að
meta áreiðanleika slíkra talna
hafa bandarískir vísindamann
talið að um 90 til 95 af hundraði
allra tækninýjunga, sem Sovét-
menn hafa tekið í þjónustu sína, sé
innflutt frá Vesturlöndum. Og
Þýzkaland, eins og alkunna er,
hefur verið „alveg sérstakt" á sviði
verkmenningar á okkar öld. Hver
hreyfing Sovétleiðtogans var
mæld og íhuguð meðan á heimsókn
hans stóð í Bonn og hinir eftir-
tektarsömu gátu vart orða bund-
izt: „Það er næstum mótsagna-
kennt, hvernig kommúnistazarinn
bugtaði sig og beygði frammi fyrir
þýzku verktakaauðvaldi i Bonn. I
sendiráðsveizlu Rússanna tryggði
framkvæmdastjóratitill meiri
viðingarsess við matborðið en
ráðherradómur". (Frankfurter
Neue Presse).
„Friðarástin er
okkur eðlislæg“
I sjónvarpsávarpi sínu til þýzkra
áhorfenda fór Breshnev lotningar-
fullum orðum um stórfram-
kvæmdir í landi sínu. „Við smíðum
ekki aðeins," sagði hann, „heldur
breytum á skipulagðan hátt
ásjónu lands okkar.“ En til að svo
meigi verða er nauðsynlegt að
friður haldist, bætti hann við.
„Með hliðsjón af þessu er ekki
erfitt að sjá að sú friðarást, sem
er lífsandinn í stjórnmálastefnu
okkar, er ekki bara tilburður,
heldur lífi okkar einginleg."
Fram hefur komið að viðburða-
leysi hafði öðru fremur einkennt
heimsókn Breshnevs til Bonn 4. til
7. maí. I alþjóðastjórnmálum er
það engu að síður svo að litlaus-
ustu fundir stafa oft engu minna
ljósi yfir grunn pólitískra bylgju-
laga en aðrir. í þessu tilviku
Framhald á bls. 62.
Flæddi
í Gróttu
FÉLAGAR í unglingadeild björg-
unarsveitarinnar Alberts undir
stjórn Guðjóns Jónatanssonar
sóttu fjögur börn og fullorðinn
mann, sem flæddi úti í Gróttu á
mánudaginn og tók Kristján
þessa mynd, þegar komið var úr
björgunarleiðangrinum. Maður-
inn hafði verið á gangi í fjörunni
með krökkunum í gærmorgun,
þegar þau hlupu frá honum og út
í Gróttu.
Þegar hann kom þangað
á eftir þeim var svo fallið að, að
börnunum var ekki fært til lands
aftur og þorði maðurinn ekki að
yfrgefa þau. Það var svo um
klukkan sex í gær, að leitað var
til lögreglunnar, sem svipaðist
um eftir fólkinu og sá þá til þess
í Gróttu. Hafði lögreglan þá
samband við björgunarsveitina.
Innflvtjendur rekstrarvöru fyrir iðnaðinn þurfa
að geta treyst því að vörurnar komi á réttum
tíma til landsins, og óskemmdar. Vöntun á
einni tegund hráefnis getur stöðvað rekstur
heillar verksmiðju.
Flugfrakt leitast við að veita þeim öryggi
í þessum efnum.
Hraði skiptir meginmáli hafi hráefni gengið til
þurðar fyrr en ætlað var.
Með þéttofnu flutninganeti Flugfélags Islands
og Loftleiða um öll helstu viðskiptalönd okkar
íslendinga komast vörurnar hingað heim hratt
og örugglega.
SEM SAGT: FLUGFRAKT
FLUGFÉLAG
ÍSLANDS
UOoaffrakt
LOFTLEIOIR
Suöurlartdsbraut 2 Simi 8 48 22 (j Hótel Esju husinu)