Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
GARÐABÆR hlaut kaupstaðarrétt-
indi 1. janúar 1975. Jafnframt fékk
hreppsnefndin umboð til að stýra
málefnum hins nýja kaupstaðar fram
að bæjarstjómarkosningum á sunnu-
daginn kemur. Bæjarfulltrúar verða
7 í stað 5 hreppsnefndarfulltrúa áður.
Sjálfstœðisflokkurinn hefur haft
meirihluta í hreppsnefnd Garða-
bæjar um árabil. Að þessu sinni
efndu sjálfstæðismenn til opinnar
ráðstefnu um bæjarmál, er mótaði
stefnuskrá flokksins fyrir komandi
kjörtímabil í Garðabæ. í kjölfar
þeirrar stefnumörkunar var síðan
efnt til opins prófkjörs um röðun á
framboðslista, semfylgt var í einu og
öllu varðandi 9 efstu sæti listans.
Þannig var bæði stefnumörkun og
framboð byggt á almannavilja og
breiðu samstarfi. Um helmingur
kosningabærra manna í Garðabœ tók
þátt í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins.
Garðabær er blómleg byggð og vel
i sveit sett. Hér á eftir fer stutt viðtal
við Garðar Sigurgeirsson, bæjar-
stjóra og efsta mann D-listans.
Spurningar blm. komafram i svörum
bæjarstjórans.
• Fræðslumáli Fyrri áfangi
Garðaskóla var tekinn í notkun
og smíði 2. áfanga er hafinn.
Hofstaða^kóli tók til starfa í
Safnaðarheimili Garðakirkju
fyrir yngstu nemendurna.
Rekstur tónlistarskóla var yfir-
tekinn af bæjarfélaginu, skv.
lögum 1975. — Starfsemi hans
hefur vaxið og nemendum fjölg-
að. Bókasafn bæjarins hefur
verið stækkað og eflt. Náms-
flokkar á vegum bæjarins tóku
til starfa á kjörtímabilinu.
• íþrótta- og æskulýðsmáh
íþróttahúsið Ásgarður tók til
starfa. Sundlaug hefur verið
sett upp við íþróttahúsið í
snyrtilegu umhverfi. Knatt-
spyrnuvöllur við íþróttahúsið
hefur verið endurbyggður og
svæðið umhverfis hann lagfært.
Leikskóli tók til starfa við
Bæjarbraut. Gæzluvöllur var
opnaður við Hofstaðabraut.
Siglingaklúbburinn Vogur hefur
með stuðningi bæjarins komið
upp siglingaaðstöðu við Arnar-
nesvog.
• Gatna- og umferðarmáh Unnið
hefur verið við gatnagerð í
nýjum hverfum í Byggðum,
Búðum, Arnarnesi og Móum (á
Viðta! við Garð-
ar Sigurgeirs-
son, bæjarstjóra,
efsta mmn
D-list-ans
í Garðabæ
Garðabyggð er blóm-
leg og vel í sveit sett
Garðabyggð er blómleg byggð og
vel í sveit sett, sagði Garðar
Sigurgeirsson, bæjarstjóri og efsti
maður D-listans, í stuttu viðtali
við Mbl. sl. mánudag. Bæjarlandið
er ákjósanlegt byggingarland í
góðum tengslum við tilkomumikla
og óspillta náttúru. Heiðmörkin er
að stórum hluta í bæjarlandinu,
einnig Búrfellshraun og Gálga-
hraun.
Fagrar og friðsælar göngu-
leiðir eru svo að segja við dyr
okkar. Arnarnesvogur býður okk-
ur beztu aðstæður á höfuðborgar-
svæðinu til siglingaíþrótta. Við
höfum frá upphafi byggðar hér
borið gæfu til þess að nýta land
okkar skynsamlega; síðustu ára-
tugina með markvissri verndun
þess, sem náttúran hefur hér
fegurst skapað. Byggðarlagið, sem
óðfluga er að rísa, er eitthvert
myndarlegasta á landi hér, enda
eftirsótt til búsetu. Byggðin hefur
fengið núverandi svip á fáeinum
áratugum; breytzt úr fámennu
landbúnaðarhéraði í vinalegan
kaupstað.
Kjörtímabilið,
sem er að enda
Jú, margt hefur áunnist í málum
Garðbæinga á iíðandi kjörtíma-
bili. Ég skal reyna að rekja það
helzta.
miðbæjarsvæðinu). — Unnið
hefur verið að síðari hluta
gatnagerðar í eldri hverfum, á
efri Flötum, í Fitjum, Lundum
og Arnarnesi. Götulýsing hefur
verið aukin og bætt. Handstýrð
gangbrautarljós voru sett upp á
Vífilsstaðavegi ofan Hagaflatar
og á Hafnarfjarðarvegi við
Lyngás. Almenningsakstur,
strætisvagnaferðir, voru teknar
upp.
• Skipulagsmál o.fl.t Lögsagn-
arumdæmismörk bæjarins hafa
verið endurskoðuð og lagfærð.
Keyptir voru liðlega 20 ha lands
úr Hofsstaðalandi. Aðaiskipu-
lag bæjarins er nánast tilbúið
til almennrar kynningar. Hafn-
ar eru framkvæmdir á mið-
bæjarsvæði við safnaðarheimili,
benzín og þjónustustöð og smíði
sambýlishúsa með litlum íbúð-
um. Iðnaðarlóðir í Búðahverfi
eru til úthlutunar.
• Ýmis máli Hitaveita hefur verið
lögð í allt þéttbýli bæjarins.
Byggðarlagið fékk kaupstaðar-
réttindi. DAS hóf á Alftanesi
starfrækslu dvalarheimilis fyrir
aldraða úr Garðabæ og víðar að
með fyrirgreiðslu frá Garðabæ
og öðrum nærliggjandi sveitar-
félögum. Áhaldahús bæjarins
og skrifstofur hafa verið endur-
bættar. Búnaðarbankinn setti
upp útibú í bænum.
Opin ráðstefna
um framtíðar-
markmið
Sjálfstæðismenn í Garðabæ
efndu til opinnar ráðstefnu um
bæjarmál og verkefni kaupstaðar-
ins í samtíð og næstu framtíð.
Ráðstefna þessi lagði drög að
starfi og stefnu sjálfstæðismanna
í Garðabæ á næsta kjörtímabili.
Ég nefni nokkur atriði úr þessari
stefnuskrá.
í atvinnu-, gatnagerðar- og
fjármálum mun Sjálfstæðisflokk-
urinn m.a. vinna að þvíi
— að efla iðnað og verzlun í
bænum, m.a. með því að bjóða
á viðráðanlegum kjörum lóðir
fyrir léttan iðnað og þjónustu
við íbúðarhverfin og stærri
atvinnulóðir á sérstökum at-
vinnusvæðum.
— að kanna möguleika á byggingu
og rekstri iðngarða.
— að kappkostað verði að hraða
lokafrágangi gatna og gang-
stétta í eldri og nýrri hverfum
eftir raunhæfum kostnaðar- og
framkvæmdaáætlunum.
— að halda niðri rekstrarkostnaði
sveitarfélagsins og vinna að
hagkvæmni við verklegar fram-
kvæmdir.
— að berjast fyrir endurbótum á
tekjustofnum og verkefnaskipt-
ingu milli ríkis og sveitar-
félaga, þannig að báðir aðilar
verði ábyrgari fyrir sínum
þáttum.
í umhverfis- og skipulagsmál-
um mun Sjálfstæðisflokkurinn
beita sér fyrir þvíi
— að fylgt verði markaðri stefnu
um verndun fagurra og sér-
stæðra svæða víðs vegar í
bæjarlandinu.
— að við alla mannvirkjagerð
verði lögð áherzla á mannlegt
og hlýlegt umhverfi.
— að tekið verði tillit til mismun-
andi húsnæðisþarfa íbúanna.
— að hraðað verði gerð Reykja-
nesbrautar úr Blesugróf að
Keflavíkurvegi við Þórsberg.
— að hraðað verði endurbótum á
Hafnarfjarðarvegi um
Garðabæ.
í löggæzlumálum stefnir Sjálf-
stæðisflokkurinn að þvíi
— að fá lögregluvarðstöð í Garða-
bæ til eflingar umferðar- og
löggæzlu.
í skóla- og menningarmálum
mun Sjálfstæðisflokkurinn áfram
vinna að skipulegri uppbyggingu
skólastarfs m.a. með þvú
— að búa skólana vel tækjum og
styrkja kennara til endur-
menntunar.
— að hraða byggingu Garðaskóla
eftir mætti.
— að efla framhaldsnám í Garða-
skóla, þannig að eftir því sem
nemendafjöldi leyfir gefist þar
kostur á að ljúka fjölbrautar-
námi.