Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1978
Næturfundur um Kröfluskýrslu:
Ég skil þá menn mætavel
sem vildu ljúka verkinu
mundir stóð Magnús Kjartansson
í samningum við erlent stórfyrir-
tæki, Union Carbide, um stóriðju
á Suðvesturlandi. Þegar gengið er
á hæstvirtan fyrrverandi ráðherra
vegna hugmynda um Kröfluvirkj-
un, segir hann m.a.: „Iláttvirtur
þingmaður (Halldór Blöndal)
minntist á, hvort það væri stefna
ríkisstjórnarinnar að ekki skyldi
— sagði Lúðvík Jósepsson
— Fjármálamistök og efnahagsáfall,
sagði Sighvatur Björgvinsson
Umræða um skýrslu iðnaðarráðherra um Kröflu-
mál, sem er heimildarit vel yfir 200 bls., stóð lengi
kvölds og nætur á næst síðasta starfsdegi
Alþingis. Mbl. hefur áður birt framsögu Gunnars
Thoroddsen, orkuráðherra, með skýrslunni, í
heild. Hér á eftir verður stuttlega rakinn
efnisþráður úr máli annarra þingmanna, þó
aðeins sé stiklað á stóru í löngum og yfirgrips-
miklum ræðum.
• Fjármála-
mistök — efna-
hagsáfall
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði liðna 6 mánuði og 10 daga
frá því að beðið var um Kröflu-
skýrslu. Nú væri runninn upp
síðasti starfsdagur þingsins. „Það
gekk ekki andskotalaust að fá það
fram, að hæstvirtur iðnaðarráð-
herra mætti hér og mælti fyrir
skýrslu þeirri, sem hann svo
réttilega sagði að hann einn væri
ábyrgur fyrir."
SBj sagði það ástand hafa
skapast, að yfir hörðustu vetrar-
mánuði skorti afl á Norðurlandi.
Úr því var bætt með dieselfram-
leiðslu rafmagns. Samanlagt afl
dieselvéla á Norðurlandi 1974 var
10 mw. Seld orka á því ári nam 20
gigawattst. eða 25% af orku-
vinnslugetu dieselvéla. 75% af
árinu voru dieselstöðvar sem sagt
ókeyrðar. Rafmagnsskortur á
Norðurlandi var því fyrst og
fremst tímabundinn aflskortur.
Þetta sýnir, hver þörf fyrir
raforku á Norðurlandi var í raun
þegar ákvörðun var tekin um
Kröfluvirkjun. Hvaða þörf hafði
norðursvæðið fyrir ellefufalt afl í
stað dieselvélanna? Reynt hefur
verið að réttlæta þetta með
landsþörfinni. I orkuspá Lands-
virkjunar kemur hins vegar í ljós,
að ekki var þörf fyrir afl frá
Kröflu fyrr en árið 1981 og í
hugum sérfróðra hefur verið út frá
því gengið, að þá stæði val á milli
virkjunar Hrauneyjafoss og
Kröflu. Með því að Hrauneyjafoss
hafði í raun verið valinn, hefði átt
að slá Kröfluvirkjun á frest.
Upprunalega hugmyndin var að
leysa orkuvanda Norðlendinga
með fullbyggðri Laxárvirkjun.
Ailir vita, hvern veg sú viðleitni
tókst. Hugmynd fyrrverandi orku-
ráðherra var og að leysa þennan
vanda með gerð flutningslínu frá
virkjunum syðra. I marz 1975
skipaði hann nefnd til að sjá um
byggingu slíkrar línu. Nefndin
lauk tillögugerð og gerð útboðs-
gagna yfir línuefni og sumarið
1974 voru keyptir 1325 staurar til
verksins, þannig að hægt var að
hefja framkvæmdir síðla árs 1974.
Nefndin lét ljúka raftæknilegri
hönnun verksins. Þannig var
staðan er núverandi iðnaðarráð-
herra leysti nefndina upp. Fyrr-
verandi ráðherra hafði valið
byggðalínu. Sá núverandi gerði
undirbúning þess fyrrverandi í því
efni að engu en valdi Kröfluleið-
orðinna atburða, eldgoss og jarð-
hræringa.
Sl. haust beitti ég mér fyrir því,
að 10 þingmenn notuðu heimild í
31. gr. þingskapa til að krefjast
skýrslu af ráðherra um Kröflumál.
Var sú beiðni fram sett 7. nóvem-
ber 1977. Júlíus Sólnes lauk
gagnasöfnun. í þessa skýrslu að
mestu fyrir jól. Síðustu hönd lagði
hann á þetta verk, m.a. í samráði
við Orkustofnun, í janúarmánuði
sl. Það er hins vegar ekki fyrr en
24. apríl sem 70 eintök af þessari
skýrslu voru send til Alþingis.
Fjölmiðlar fengu hins vegar engin
eintök né þær stofnanir sem um er
fjallað í skýrslunni. Skýrsluna átti
svo að ræða 25. f.m., án þess að
viðkomandi sérfræðingum, sem
um er fjallað í sk., gæfist kostur
á að kynna sér efni hennar. Þess
vegna bað ég þá um, að umræðu
um skýrsluna yrði frestað. Ég fór
einnig fram á að skýrslunni yrði
útbýtt formlega, sem gert var 25.
f.m., en ekki er í samræmi við
Verkþáttum hefði verið dreift um
of, án samræmingar. Uppgefinn
áætlaður kostnaður væri alltof
lágur. Samtals sé kostnaður vegna
Kröfluvirkjunar 15.6 milljarðar en
ekki 11.2 eins og sagt hafi verið (á
verðlagi 1977).
Ríkustu og fjölmennustu þjóðir
heims hafi efni á mistökum eins og
þeim, sem gerð hafi verið við
Kröflu. En fyrir fámenna þjóð eins
og okkur séu slík fjármálamistök
alvarlegt efnahagsáfall.
• Vitlausast aff öllu
vitlausu...“
Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði
m.a. að umræða um svo síðbúna
skýrslu á næturfundi aðfararnótt
þingslitadags gæti ekki farið fram
með eðlilegum hætti. Slík vinnu-
brögð sem þessi væru því vítaverð.
LJó. sagði ýniis atriði í máli SBj.
fara á snið við staðreyndir mála.
Þegar lögin um Kröfluvirkjun
voru sett, vorið 1974, hefðu allir
Ilér má sjá ýmsa menn, sem komu við sögu Kröfluvirkjunar. Fyrir miðju situr Ragnar Arnaids,
Kröflunefndarmaður. Ilonum á vinstri hönd situr Karl Ragnars, verkfræðingur hjá Orkustofnun. Yzt
til hægri stendur Jón G. Sólnes, form. Kröflunefndar, og að baki honum Jakob Björnsson,
orkumálastjóri. Vinstra megin má m.a. sjá Ingvar Gíslason, varaform. Kröflunefndar.
Einni spurningu er þó ósvarað:
hvers vegna þáverandi iðnaðarráð-
herra (M.Kj.) leggur til á þinginu
1973—74, að reist verði orkuver
(Krafla), sem hann veit að skapar
umframframboð á raforku, hvort
heldur sem um er að ræða
norðursvæðið eða landið í heild.
Skýringin fæst þó e.t.v. í ræðu
ráðherrans, sem birt er í 13. hefti
þingtíðinda, bls. 1876. Um þessar
risa stóriðnaður á Norðurlandi.
Því fer mjög fjarri. Ég tel það
vera ákaflega mikilvægt atriði,
að meiriháttar fyrirtæki af slíku
tagi, þ.e.a.s. stóriðju, rísi ekki
aðeins hér á Suðvesturlandi,
heidur einnig á Norðuriandi og
Austfjörðum þar sem aðstæður
eru vissulega hentugar...“ — Ég
held að það leyni sér ekki, ef menn
athuga þessa tiívitnun, hvað býr
að baki þeirri fyrirætlan fyrrver-
andi ráðherra að virkja Kröflu
árið 1973—1974. Þetta er eina
skýringin á því, hvers vegna
ákvörðun var tekin um Kröflu-
virkjun, án þess að slá virkjun
Hrauneyjafössa á frest.
SBj, sem talaði í 2V4 klst.,
gagnrýndi harðlega ýmis fram-
kvæmdaatriði varðandi Kröflu-
virkjun, sem hér er ekki rúm til að
rekja í örstuttri fréttafrásögn. í
því efni vitnaði hann til fjöl-
margra umsagna, bæði í blöðum
og öðrum heimildum. I því efni
minnti hann á, að hann hefði lagt
fram tillögu á Alþingi um að
iðnaðarráðherra léti kanna, hvort
ekki væri hægt að hægja á
framkvæmdum við Kröfluvirkjun,
m.a. að fresta vélakaupum, í ljósi
þingvenjur að taka þingskj. til
umræðu á sama fundi og þeim er
dreift. SBj. bar það síðan á
hæstvirtan iðnaðarráðherra, að
hann hefði haft í hyggju að vera
fjarverandi fram yfir þinglausnir
og skjóta sér undan því að mæla
fyrir skýrslunni og standa fyrir
svörum hana varðandi.
Þá taldi SBj. Kröfluskýrslu, eins
og hún væri loks lögð fram,
ósanngjarna í garð Orkustofnunar
og vísindamanna hennar, enda
hefði „stjórn Orkustofnunar sent
ráðherra bréf með mótmælum".
Ekki hefði sér þó tekizt að fá
eintak af því mótmælabréfi. Mælt-
ist hann til að þetta bréf yrði birt
opinberlega. I skýrslunni væri m.a.
felldir niður kaflar úr umsögnum
Orkustofnunar.
SRj. taldi Kröflunefnd ekki hafa
farið að ákvæðum í erindisbréfi
sínu um fullnaðaráætlun, byggða á
þeirri hönnun, sem um getur í 1.
lið um stofnkostnað, rekstrar-
kostnað og orkuvinnslugetu. Þetta
hafi aldrei verið gert. Stærstu
verkefni Kröflunefndar séu heldur
ekki unnin samkvæmt útboðum,
eins og lög mæli fyrir um. Hann
gagnrýndi og „flýti viðvélakaup".
þingmenn verið sammála um þá
lagasetningu. Þá lágu þær upplýs-
ingar einar fyrÍT, sem bentu til að
hér væri um úrvalsvirkjun að
ræða. Ráðunautar þáverandi ríkis-
stjórnar, þeir sem réðu fyrir
Orkustofnun, gáfu upplýsingar í
þessa átt, þó þeir gerðu ráð fyrir
því að rannsóknum yrði haldið
áfram og að undirbúningur máls-
ins yrði með eðlilegum hætti.
Engum datt í hug að hér væri um
virkjun fyrir Norðlendinga eina að
ræða, eins og hér hefur verið að
vikið, heldur væri hér um allstóra
virkjun að ræða, sem tengjast ætti
landskerfinu. Þetta kemur raunar
skýrt fram í þeirri stóru bók:
Kröfluskýrslu. — Vitnaði LJó. til
skýrslu Orkustofnunar frá þessum
tíma (bls. 17 í Kröfluskýrslu), þar
sem bent hefði verið á hagkvæmni
virkjunarinnar, sagt að reikna
megi með, að 55 mw-gufuaflsvirkj-
un með framleiðslukostnaði 35
aurar á kwst., og þess getið um
leið, að orkuverð frá Sigölduvirkj-
un yrði 70 aurar.
LJó. sagði þras um ýmis fram-
kvæmdaatriði Kröflumáls heldur
gagnslítil nú, þó færa megi að því
rök, að teknar hafi verið rangar
ákvarðanir varðandi framkvæmd-
ir. Einnig varðandi undirbúning og
sniðgengnar ýmsar ábendingar
sérfræðinga. Skipulagsleysi hafi
vissulega ríkt í sambandi við þessa
stórframkvæmd. Iðnaðarráðu-
neytið hafi falið þremur aðilum
framkvæmdastjórn. Orkustofnun
að sjá um gufuöflun, RARIK að
sjá um stofnlínur frá virkjuninni
og Kröflunefnd að sjá um bygg-
ingaframkvæmdir og vélakaup.
Hér hafi skort á samræmingu í
gjörðum framkvæmdaaðila.
LJó. vék að þeirri hugmynd, að
rétt hefði verið að stöðva þessar
framkvæmdir, þegar gos varð í
Leirhnúk í desember 1975. Aðrir
hefðu talið það mikið fjármagn
komið í verkið, að illt væri að
stöðva það þá. Ég legg engan dóm
á, hvort rétt var að stöðva verkið
þá eða ekki. En ég skil þá menn
mætavel, sem völdu þá leið að
halda áfram og reyna að ljúka
verkinu. En hvað vakir fyrir þeim
mönnum nú, spurði LJó., sem taka
ákvörðun í dag um að stöðva allar
framkvæmdir, nema eitthvert fikt
við einstakar borholur? Það er
ekki aðeins Krafla sem stöðvast.
Það sem nú er að gerast við Kröflu
er einnig að stöðva Orkustofnun.
Vitnaði LJó. síðan til aðstæðna í
Orkustofnun, sem væru varhuga-
verðar, enda hafi ríkisstjórnin
tekið ákvörðun um að ráðstafa
verulegu fjármagni af fram-
kvæmdafé Orkustofnunar til að
greiða óreiðuskuldir vegna Kröflu-
virkjunar. Við verðum að vona að
þetta sé aðeins til bráðabirgða,
meðan ríkisstjórnin leitar fjár-
magns til að borga sínar eigin
skuldir.
LJó. sagði ekki eina báruna
staka um fjársvelti orkustofnana.
Orkustofnun væri ekki ein á báti.
Sömu söguna væri að segja um
Rafmagnsveitur ríkisins. Hér er
ekki við hæstvirtan iðnaðarráð-
herra einan að sakast. Ríkisstjórn-
in sem heild hefur tekið á sig
ábyrgð af þessu ástandi. Ef
einhvern á að hengja — þá er það
ríkisstjórnin í heild.
LJó. sagði að lokum að „það
væri vitlausast af öllu vitlausu að
hlaupa þarna frá verkinu (Kröflu)
á því stigi, sem það er. Og það er
að bæta gráu ofan á svart að ætla
síðan að gera starf Orkustofnunar
óvirkt á öðrum sviðum ..
• Lögin um Kröflu-
virkjun og samstaða
Þingmanna 1974
Jón G. Sólnes (S) vék í upphafi
að ýmsum yfirlýsingum einstakra
ráðherra og þingmanna á þeim
tíma, er frumvarpið að lögum um
Kröfluvirkjun var til umræðu á
Alþingi vorið 1974. M.a. vitnaði
Jón til orða Magnúsar Kjartans-
sonar, þáverandi orkuráðherra, í
marz 1974, þar sem ráðherra sver
af sér, m.a. með tilvitnunum í
orkumálastjóra, að tafir hafi orðið
á undirbúningi Kröfluvirkjunar.
Ráðherra sagði: „Þetta sýnir okkur
einnig, að það þarf að hraða
virkjunum, m.a. Kröfluvirkjun ...
Telja sérfræðingar aðspurðir, að
ekkert eigi að vera því til
fyrirstöðu, að hón geti hafið
starfrækslu 1979 í sfðasta lagi,
jafnvel fyrr.“ Um hugsanlega
erfiðleika, sem kynnu að koma í
ljós á Kröflusvæði, sagði þáver-
andi ráðherra: „Á það er bent, að
erfiðleikar, sem kynnu að koma í
ljós á Kröflusvæði, gætu orðið til
þess að talið yrði hyggilegra að
reisa slíka virkjun við Námaskarð,
en sérfræðingar fullyrða, að á því
séu ákaflega litlar líkur, ef meta
má af þeim mælingum og upplýs-