Morgunblaðið - 24.05.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 24.05.1978, Síða 15
ingum, sem þeir hafa þegar samþykkt." Ekki var sá ljóti maður Jón Sólnes kominn í málið þegar þessi orð féllu, sagði JGS. Þá vitnaði JGS til orða Stein- gríms Hermannssonar (F) í þess- um umræðum (1974). „Eg efast persónulega um, að það geti orðið 1976 (að Krafla komist í gagnið) og met það fyrst og fremst af þeim langa afgreiðslufresti, sem er á vélum. Ég held að 1977 sé það fyrsta og það væri ágætt, ef hún yrði tilbúin þá.“ Ennfremur: „... Ég veit að þeir sérfræðingar, orkumálastjóri og hans menn, vinna að þessu máli með forgangshraði, ef ég má orða það svo og með þeirri þekkingu og þeim krafti sem þeir geta ...“ Og enn: „Sem sagt, ég vildi fyrst og fremst leiðrétta að í þessu tilfelli felist nokkur tilraun til að fresta Kröfluvirkjun, alls ekki... Það er hins vegar vilji stjórnvalda að gera þetta á þann hátt til þess að þarna þyrfti engin töf á að verða og panta mætti vélar þegar á næsta hausti, jafnvel áður en þing kemur saman að nýju.“ Þannig voru allir á einu máli 1974 og það eina, sem menn höfðu áhyggjur af, var, að ekki væri hægt að flýta framkvæmdum nægilega. Þingmenn Alþýðu- flokks höfðu hér um enga sér- stöðu. Ég kom inn stutta stund sem varaþingmaður á þessu þingi, sagði JGS. Ég lagði þá m.a. til að Laxárvirkjunarstjórn yrði falið að vera framkvæmdaaðili í sambandi við þetta mál. Þá vitnaði JGS enn til ummæla M.Kj. orkuráðherra: „Um hitt er ég alveg sammála JGS, að fram- kvæmdatöf á þessu skipulagi má ekki verða til að draga úr þeim undirbúningshraða, sem hafa þarf til þess að þessi virkjun geti sem allra fyrst komið að gagni. Ég skal vissulega huga að leiðum til þess að hægt sé að flýta framkvæmd- um, þannig að þær tefjist ekki...“ Eitt af síðustu verkum M.Kj. sem ráðherra var síöan að skipa svokallaða Kröflunefnd, sem hafði þann verkþátt með höndum, að sjá um byggingaframkvæmdir og vélakaup, að ábendingu ráðgjafar- fyrirtækja, er búa að sérþekkingu í þessum efnum. JGS sagði að Kröflunefnd hefði talið það skyldu sína, og í samræmi við það erindisbréf, er henni var sett, að haga störfum á þann veg, að virkjunin gæti sem fyrst og bezt komizt í gagnið. Ákvarðanir um allar framkvæmdir og vélakaup hefðu verið teknar að ábendingum ráðgefandi aðila, sem nefndin hefði leitað til um sérfræðilegar leiðbeiningar. JGS fjallaði nokkuð um verkþátt Kröflunefndar en vék þó nokkrum orðum að verksviði Orkustofnun- ar. Sagði hann íslendinga standa vel að vígi varðandi vísindamenn og sérfræðiþekkingu á sviði jarð- vísinda, hvort heldur sem litið væri til Háskóla eða annarra stofnana. Þetta hafi komið fram í störfum ýmissa sérfræðinga, sem starfað hafi að Kröflumálum, en því miður gæti hann ekki sagt það um þá alla. JGS sagði það trú sína, þrátt fyrir ófyrirséðar náttúruhamfarir, og þrátt fyrir æsikennda gagnrýni, að gufuaflsvirkjun við Kröflu yrði merk nýjung í orkumálum okkar. • Langtíma áætlun í orkumálum Steingrímur Hermannsson (F) sagðist ekki hafa tekið þátt í umræðum um Kröfluvirkjun á þessu þingi. Mér hafa þótt þær á heldur lágu plani. Þær hafa einkennst af því að „finna ein- hvern sökudólg, einhvern til að hengja, ef ekki háttvirtan þing- mann Jón G. Sólnes, þá hæstvirtan iðnaðarráðherra, eða ríkisstjó'rn- ina alla, eins og fram kom hjá háttvirtum 2. þingmanni Austfirð- inga.“ Það er rétt sem fram kom hjá JGS, að 1974 voru allir þingmenn á einu málí um Kröfluvirkjun. Ég fagnaði því 1974 að ákveðið var að ráðast í gufuaflsvirkjun og ég fagna því enn. Ég er enn þeirrar skoðunar að í jarðgufu landsins sé ein okkar dýrmætasta orkulind, sem við hefðum fyrr átt að ráðast í nýtingu á. Hins vegar hefi ég orðið fyrir vonbrigðum með fram- komna skýrslu um Kröflumál. Hún er ekki þann veg úr garði gerð að auðvelt sé að byggja á henni ákveðnar niðurstöður eða að hún dragi saman marktækan lærdóm af þessari meginframkvæmd okk- ar á sviði orkuöflunar úr jafðgufu. Mér finnst heldur tilgangslítið að rifja upp margendurtekna atburði úr sögu Kröfluvirkjunar. Spurningin, sem leitar svars í dag, er einfaldlega sú, hvað getum við lært af reynslunni, einnig þeim mistökum, sem þarna hafa orðið. Það er að vísu fásinna að kenna Kröflunefnd um gos eða jarðhrær- ingar á virkjunarsvæðinu. Ég á hins vegar við mistök miðað við eðlilegar virkjunaraðstæður. Ég áfellist hvorki Kröflunefnd né Orkustofnun, viðkomandi ráðgjaf- arfyrirtæki eða aðra. Það liggur ljóst fyrir að Alþingi samþykkti lög um þessa virkjun og að Kröflunefnd var skipuð af fyrrver- andi ríkisstjórn og fengið í hendur skýrt afmarkað erindisbréf, þar sem m.a. var lögð áherzla á að hraða virkjuninni sem kostur væri, Orkustofnun að vinna að gufuöflun og RARIK að sjá um línulögn. Það sem við getum fyrst og fremst lært að mínum dómi er, að Alþingi á ekki að samþykkja heimildarlög til virkjana fyrr en ítarlegar grundvallarrannsóknir liggja fyrir. í annan stað þarf að liggja ljóst fyrir, hver á að annast rekstur og orkudreifingu frá hverri virkjun. Virkjunarfram- kvæmdir þurfa að haldast í hendur við orkueftirspurn. Að minni hyggju fer og bezt á því að einn aðili sjái um alla orkuöflun í landinu, þó að fleiri annist dreif- ingu hennar. StH sagði að lokum sitt mat að Kröflunefnd hefði unnið að mikilli samvizkusemi að þessari virkjun og gert það, sem hún vissi bezt, en samræming heildarþátta í orkumálum okkar hefði þurft að vera meiri. Ég legg áherzlu á, að gerð verði langtíma áætlun i orkumálum. Bæði um orkuöflun og nýtingu orkunnar, þannig að þjóðarbúinu nýtist fjárfestingin sem bezt. • Þáttur Orku- stofnunar Ingvar Gíslason (F) sagði Kröflumál hafa verið móðursýkis- mál í fjölmiðlum um missera skeið. Fyrsta stig Kröflusýkinnar hafi gert vart við sig í „blaðsnepli" Alþýðuflokksins á Akureyri 1975. Hann sjái fáir. En ritstjórinn hafi komið boðskapnum á framfæri við alþjóð í útvarpi í þætti um dag og veg. Boðskapurinn væri sá, þegar grannt væri gáð, að Kröflunefnd ynni hlutdrægt að útboðum og/eða vali verktaka og hunzaði þá, sem stæðu nefndarmönnum fjær. Kröfluvirkjun væri „prívat" fyrir- tæki nefndarmanna. Leirhnúksgos hafi síðan ýtt undir áróðurinn og gefið honum fætur, sem hlaupið hafi um land allt. IG sagði Kröfluskýrslu iðnaðar- ráðuneytisins greinargóða lýsingu á því, sem gerzt hafi í þessu máli • öllu. Hún færði heim sannin um það, að Kröflumóðursýkin sé bábiljan ein. IG vék síðan að fundi um orkumál sem haldinn var á Norð- urlandi í nóvember 1973 og Fjórð- ungssamband Norðlendinga stóð að. Þar fluttu erindi um orkumál: Magnús Kjartansson, orkuráð- herra, Jakob Björnsson orkumála- stjóri og Sveinbjörn Björnsson, þá forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar. Þar er fyrst kunn- gjörð hugsanleg jarðgufuvirkjun við Kröflu á þann hátt að náði til almennings. Orkuráðherra sagði þar í ræðu (30. nóv., 1973)“.... þessar virkjan- ir verða þeim mun hagkvæmari, sem þær eru stærri, og nú nýlega hefur verið skilað áætlun um 55 mw. virkjun... og skv. þessari athugun á orkuverð þarna aðeins að vera 39 aurar á kwst. Mér finnst þetta að vísu ótrúlega lág tala.“ Ennfremur: „Ég held að öruggara sé að hafa vélasamstæð- urnar tvær, m.a. af öryggisástæðum... Eftir er að framkvæma vissar rannsóknir, en ef hámarkshraði verður hafður á þessum, þá ætti slík stöð að geta tekið til starfa 1978 eða ári fyrr. Unnið er að því í iðnaðarráðuneyt- inu í samvinnu við Orkustofnun að ganga frá frumvarpi um heimild til slíkrar virkjunar og ég held að það sé skynsamlegt að fá slíka heimild nú þegar vegna þess, að ' hún gerir okkur kleift að ráðast í þann undirbúning, sem þarna þarf að ráðast í. Ef Alþ. lýsir yfir jákvæðum vilja, þá höfum við möguleika á að hraða öllum undirbúningsframkvæmdum eins og unnt er... Ég er þeirrar skoðunar, að þessar stöðvar eigi að vera í eign Orkuöflunarstofnunar Norðlendinga...“ Þá vitnaði IG einnig til ræðu Jakobs Björnssonar, sem sagði m.a.. „Það athyglisverðasta við niðurstöður af þessari áætlun um jarðgufuvirkjun er eins og bent hefur verið á, að þarna virðist mega fá svipað orkuverð á 55 mw. stöð eins og hægt er að fá frá vatnsaflstöð, sem er stærri." Ennfremur: „Svipuð sjónarmið gætu þá farið að koma inn þannig, að frá varfærnissjónarmiði má Framhald á bls. 62.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.