Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 25

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978' 57 fclk í fréttum Margt er sér til gamans gert + Cris Stone er 11 ára gamall, og það skemmtileg- asta sem hann gerir er að standa á höfði og spila á píanó samtímis. Hann spilar sjaldnast nokkurt lag. Því það er ekki beint þægilegt að sjá nóturnar í þessari stöðu. + Hundurinn Boohoo gengur aðeins á framfótunum, og getur auðveldlega komist allra sinna ferða. Kona nokk- ur fann Boohoo úti á götu í San Pedro í Kaliforníu. hún tók hann með sér til Los Angeles og afhenti hann heimili fyrir flækingshunda. Fólk, sem frétti af hundinum, var skiljanlega mjög undr- andi yfir þessu hátterni hundsins, en það átti sér sínar ástæður. Boohoo hefur greinilega orðið fyrir áverka á hryggnum þegar sem hvolp- ur og hefur aldrei getað notað afturfæturna. Þessi litli hundur hefur nú fengið heimili og fjölskyldan sem keypti hann vonast til að hægt verði að hjálpa honum með því að skera hann upp. Fjölskyldan hefur fengið bréf víðs vegar úr heiminum. og er fólk afar hrifið af heimilis- hundinum. Og dýralækna- deiid Kaliforníuháskóla hefur boðist til að reyna að hjálpa þessum litla hundi og það ókeypis. + Þessi risavaxna eik stendur við Norra Kvill í nágrenni Rumskulla í Svíþjóð. Hún er þekkt undir nafninu Rumskulla-eikin. Sérfræðingar álíta hana elsta og stærsta tré í Evrópu. Þjóðsagan hermir að tréð sé yfir 2000 ára gamalt. En að sögn sérfróðra manna er hún sennilega um 1000—1500 ára gömul. Eikin er 16 metra há og ummálið niðri við jörð er hvorki meira né minna en 14.33 metrar. Niður við jörð er stórt op, sem fullvaxinn maður getur hæglega farið í gegnum. Rumskulla-eikin hefur oft verið að falli komin. Á 4. áratug aldarinnar voru maurar langt komnir með að éta stofninn í sundur og á 5. áratugnum kom stór sprunga í stofninn. En þá létu yfirvöld setja sterka járnspöng utan um stofninn og Rumskulla-cikin stendur enn. — Þeir sem sáu kvikmygþina „Ég er forvitin-gul,“ sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum muna e.t.v. eftir þessu risavaxna tré, en hluti þeirrar myndar var tekinn við tréð. Eggert Þorleifsson jámsmiður—Minning Þann 16. maí síðastliðinn andað- ist á Borgarspítalanum Eggert Þorleifsson, járnsmiður, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Eggert var fæddur 13. júlí 1920 að Hafrafelli í Reykhólasveit. Hann lauk námi í rennismíði og stundaði þá iðn lengst af hjá Kristjáni Gíslasyni og Hamri h.f. 1. .maí 1948 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Magðalenu Andrésdóttur, ættaðri af norðan- verðu Snæfellsnesi. Eignuðust þau 4 börn: Guðrún Kristín. f. 11. sept. 1950, gift Sigurði Péturssyni og eru þeirra börn Þorgeir Helgi og Magðalena; Bjarni, f. 26. marz 1954; Sveinbjörg Hólmfríður, f. 18. nóv. 1960, og Þorleifur, f. 4. jan 1963. Eggert þurfti að hverfa frá iðn sinni sem rennisniður vegna veik- inda í baki. Festi hann kaup á verzluninni Geislanum og rak hana í Reykjavík í nokkur ár. Seinustu árin hefur Eggert unnið hjá RAFHA í Hafnarfirði. Kallið kom snöggt og allt of fljótt. Eggert Þorleifsson var burt tekinn frá fjölskyldu sinni, að- standendum og vinum, þegar síst grunaði. Á þrjátíu ára brúðkaups- dag sinn þann, 1. maí sl. var hann lagður á spítaia, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Þegar frá- fall ber að höndum eins snögglega og fráfall Eggerts heitins reynir maður ávallt að finna einhverja ástæðu. Hvers vegna? Þessari spurningu hafa menn reynt að svara í gegnum ár og aldir. Hver er tilgangurinn með þessu lífi og þá með dauðanum um leið. Þessu verður ekki reynt að svara hér heldur setzt niður og rifjaðar upp þær minningar er lifa um Eggert heitinn. Þar sem Eggert var kvæntur föðursystur minni þá ólst ég upp með því að þekkja Lenu og Eggert og þeirra börn. Þær voru ófáar heimsóknirnar sem voru farnar, þegar þau bjuggu á Lindargötunni og á Öldugötunni. Mér er það minnisstætt, þegar ég kom með föður mínum að rennibekknum hans Eggerts í vélsmiðju Krist- jáns Gíslasonar á Nýlendugötunni. Þessi vél, sem spændi upp málma, snerist og hafði hátt var mér framandi. En allt þetta lék í höndum Eggerts því hann var hinn sannkallaði meistarasmiður. Það sýna verkin hans. Dugnaður, eljusemi og snyrtimennska ein- kenndu öll hans verk. Alltaf gat hann lagað það sem aflaga fór, bætt og gert betur. Hugur og hönd unnu ávallt vel saman svo honum reyndust verkefnin auðveld. Nú þegar Eggert er farinn minnist ég þeirra stunda, sem fereldrar mínir og Eggert og Lena áttu saman meðan ég var í föðurhúsum. Þau voru ófá kvöldin sem setið var og spilað bridge. Nú þegar ég rita þessar línur koma mér fyrir sjónir tveir bræður, þeir Ólafur og Magnús Andréssynir, og Eggert, sem kvæntur var systur þeirra. Nú eru þessir menn allir farnir og við sem minnumst þeirra finnum að þeir áttu svo margt sameiginlegt. Brosandi gengu þeir að verki og voru ávallt tilbúnir að rétta hvor öðrum hjálparhönd. Um leið og ég minnist Eggerts Þorleifssonar þá fer ekki hjá því að ég minnist á þann lífsförunaut Eggerts, Magðalenu konu hans, sem búið hefur honum hamingju- ríkt heimili, þar sem börn þeirra hafa dafnað vel. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta Magðalenu og börnum þeirra samúð mína. Guðjón Magnússon. Til sölu bílasala á mjög góöum staö í fullum rekstri. Stór sýningarsalur, góö útiaöstaöa. Afhendingartími samkomulag. Gott tækifæri fyrir samhenta menn. Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og símanúmer ásamt frekari upplýsingum inn á afgr. Morgunblaösins sem allra fyrst merkt: „Bílasala 4275“. Starf Organleikara við Hallgrímskirkju í Reykjavík er laust tif umsóknar. Starfiö veröur veitt frá 1. júlí nk. og ráöningartími 2 ár. Umsóknir sendist fyrir 20. júní til Sóknarnefndar Hallgrímssafnaöar P.O. Box 1016, Reykjavík. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al''GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.