Morgunblaðið - 24.05.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.1978, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 {/ 7 Jj “> MOBöUKí-ýV^ MrtiNU V, • ^ (Mr -te>' c 0 • 2_ GRANI göslari £ — S o ? # l/< Cd *At ÍA* || — - !=■ ^ r— Það eina, sem þér þurfið að muna, er að þér verðið að muna, að þér getið ekkert munað. Ég held að stærðin þín sé 46! Hvað hrjáir veröld? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Slæm spilamennska eer ástæða taps við nræna borðið þegar til lengdar lætur. Því ætti ekki að hugsa um heppni eða óheppni. Heldur einbeita sér að og finna réttar leiðir. Gjafari suður, norður-suður á hættu. Norður S. 9542 H. 7632 T. 862 L. GIO Vestur S. 63 H. DG854 T. Á1095 L. Á7 Austur S. G1087 H. 10 T. 743 L. 96432 77/3 COSPER Heppileg diskastærð þetta! Suður S. ÁKD H. ÁK9 T. KDG L. K 1)85 Suður var hæstánæ>;ður með sín át;ætu spil o>; varð saj;nhafi í oimunarsöt;n sinni, þremur grönd- um. Vestur spilaði út hjartafimmi. Suður tók slat;inn með kóngi ot; ætlaði að stela sér slat; og tempói þet;ar hann spilaði tíguldrottningu í næsta siag. En vestur lét ekki biekkjast. Hann tók á ásinn og spilaði hjartadrottningunni til að fría lit sinn. Þar með var suður kominn í vonlausa stöðu. Þegar hann reyndi að ná slögum á lauf tók vestur á ás og hjartaslagina. Einn niður. Ságnhafi kvartaði þá mikið yfir óheppni sinni. Hjörtun gátu legið 4—2 eða vestur átt aðeins einn ás í staðá tveggja. Þar að auki gat vestur átt hendi austurs en þá hefði útspilið verið annað og spilið unnist auðveldlega. Ekki var sagt orð um heppnina, að fá 27 punkta hönd. Og ekki var hugsað um né minnst á'hvað olli tapinu í þetta sinn. Allt sem gera þurfti var að gefa fyrsta slaginn. Gæti austur spilað aftur hjarta var engin ógnun í litnum. Gefa mátti tvo slagi á hjarta og á ásana tvo. Og skipti austur í annan lit var nægur tími til að reka út báða ásana. „Það var verið að fræða mann í útvarpinu á því að rithöfundur nokkur í Bandaríkjunum hefði skrifað bók um McCarthy tímabil- ið og lýsingin íéti kalt vatn renna niður- hrygginn á manni. Það hlýtur að vera forvitnilegt að lesa eitthvað eftir rithöfund sem getur búið til stærsta úfalda úr sára- lítilli mýflugu. Maður kallar ekki allt ömmu sína nú til dags þegar núna er búið að dæma Orlov í þyngstu refsingu og handtaka sjálfan Sakarov. Þótt lítið hafi farið fyrir höfundum sem skrifað hafa á móti Marx-Leninismanum í íslenzku fjölmiðlunum þá hefur maður getað lesið 1984 og félaga Napóleon. Orwell trúði á Marx og þess vegna fór hann með félaga sína í Spánarstyrjöldina þar sem félagar hans voru strádrepnir af þessum sem þóttust vera að frelsa Spán. Þá hætti George Orwell að trúa. Ríkisútvarpið mætti lofa manni að heyra bók Fredu Utley. Hún lifði í Rússlandi ekki sem gestur Stalíns heldur með alþýð- unni í 6Vfe ár þangað til að maður hennar var tekinn. Þvílíkar lýsingar á kjörum almennings — og sjúkrahúsin, sem voru fyrir alþýðu, þau fyrirfinnast hvergi og allra sízt í Bandaríkjunum. Hér hefur verið hægt að lesa Myrkur um miðjan dag og þýtt hefur verið Gulag að hluta þó að enn sé ekki búið að þýða og sýna leikrit Solzhenitsyns, sem er frábært listaverk. Bókin sem allra bezt lýsir stjórnarfarinu í Rússlandi er bók sem Helgafell gaf út eftir Arnór Hannibalsson og heitir Valdið og þjóðin. Þá bók ættu allir að lesa. Því að í henni er ekki hægt að rengja nokkurt orð. Hún er með tómum tilvitnunum í þessa og hina ræðu Lenins og Stalíns og þó er hægt að lesa hana bæði sér til undrunar og hryllings. Arnór er einsog Freda Utley, þau kenna í brjósti um fólkið. Eg hjó eftir því að einhver sem er nýkominn frá námi í Rússlandi kvartar undan því að öll bréf hans hafi verið skoðuð, en samt sem áður vogar hann sér að segja að margt gott hafi komið frá Karli Marx. Hvað hrjáir mest veröldina í dag? Ber ekki Marx ábyrgð á morðsveitum Castro, Baader-Meinhof fyrirtækinu, Rauða hernum á Italíu, Kambódíu og svo útþenslustefnu Rússa, sem kallar á vígbúnað hjá okkur í hinum frjálsa heimi? Arnór kvartar aftur á móti ekki sjálfur nema þegar hann mátti ekki ganga í hlýrri kuldaúlpu frá Vinnufatagerðinni því að úlpan minnti á Vesturlönd. Hvað miklar sannanir þurfa kommúnistar að fá til þess að hætta að trúa á ófrelsið og ofbeldið? Húsmóðir.“ • Klukkan enn „Kæri Velvakandi. Eg er einn af þeim sem á öllum virkum dögum þarf að MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Sirnenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 48 — Og þér höíðuð kannski í hyggju að fara fljótlega? — Eins fljótt og unnt cr. — Höfðuð þér rætt það við foreldra yðar? — Nei. til hvers hefði það nú átt að vera? — Svo að þér ætluðuð að fara án þess að kveðja kóng eða prest? * — Því ekki það. Hvaða máli hefði það skipt þau? Ilann horfði á hana með vaxandi áhuga. Hann gleymdi meira að segja að halda logandi í pfpunni og varð að kveikja í henni aftur. — Hvenær komust þér að því að faðir yðar vann ekki lengur í Rue de Bondy? spurði hann hlátt áfram. Ilann hafði búizt við ein- hverjum viðbrögðum hjá hcnni, en þau voru engin að sjá. Hún hafði augljóslega búizt við þessari spurningu og svörin voru tilbúin. Það var eina skýringin á framkomu hennar. — Fyrir tæpum þremur ár um. geri ég ráð fyrir. í janúar eða íebrúar. Það var frost, ég man það. Kaplanfyrirtækinu hafði ver ið Iokað um mánaðamótin október—nóvember. í janúar og febrúarmánuði var Thouret enn að lcita sér að vinnu. Um það leyti voru peningar hans til þurrðar gengnir og hann varð að fá lánaða peninga hjá fröken Leone og bókhaldaran- um gamla. — Sagði faðir yðar frá því sjálfur? — Nci, það var nú ekki. Þegar ég var úti að rukka dag einn... — Þér unnuð sem sagt í Rue de Rivoli þá? — Já. ég var aðeins átján ára þegar ég hyrjaði þar. Ég þurfti að fara inn í húsið sem ég hélt pabba vinna í af því að þar er hárgreiðslustofa og ég átti að rukka eigandann um dálitla peninga. Þá sá ég að allt var tómt. Eg spurði húsvörðinn og hún sagði mér frá því. að fyrirtækið hefði hætt starf- rækslu sinni. — Sögðuð þér móður yðar frá því þegar þér komuð heim? — Nei. — Og sögðuð ekkert við fiiður yðar? — Nei. Hann hefði sjálfsagt ekki sagt mér sannleikann. — Eigið þér við að hann hafi átt vanda til að segja ósatt? — Það er erfitt að skýra þetta svo vel sé. Heima reyndi hann af fremsta megni að komast hjá rimmum og svaraði alltaf á þann hátt sem hann vissi að mamma vildi. — Var hann hræddur við hana? — Hann vildi að minnsta kosti frið. Það var fyririitning í rödd hcnnar þegar hún sagði þetta. — Svo að þér eltuð hann? — Já. Ekki daginn eftir, ég gat það ekki. Nokkru síðar. Ég fór inn til borgarinnar fyrr undir því yfirskini að það biði mín svo mikil vinna. Síðan beið ég eftir pabha á járnbrautar- stöðinni. — Hvað gerði hann þann dag? — Ilann gekk á milli verzl- ana og fyrirtækja eins og menn gera sem eru að leita að vinnu. Um hádegið borðaði hann brauðsneið á lítilli veitinga- stofu og keypti sér blað og sökkti sér ofan í að lesa auglýsingarnar. Þá skildi ég þetta. — Og hvernig brugðust þér við? — Ilvað eigið þér við? — Brutuð þér aldrei heilann um hvers vegna hann hefði ekki sagt neitt heima? — Nei. Hann hefði aldrei þorað að ía að því. Það hefði allt orðið vitlaust. Móðursystur mínar og mennirnir þeirra, að ég nú ekki tali um mömmu. heíðu ráðist að honum og sagt honum hann vantaði allan viija og metnað. Ég veit ekki hvað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.