Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 41 Konsept nýlist 1978? - Nei, hér er um að ræða myndaröð ónaíngreinds ljósmyndara af Jane Morris, gerða að undir- lagi málarans Dante Gabriel Rossetti, árið 1865. kennara. Hafi menn til að bera frumleika kemur hann fram með öllu áreynslulaust, og menn skulu sem minnstar áhyggjur hafa af því. Gleymum því og ekki, að listin hefur yfirleitt á öllum tímum þróast á allt annan veg en ýmsir kenningasmiðir hafa prédikað, og sá framsláttur að eitt eða annað gildi sé dautt og úrelt, hefur jafnan misst marks. Menn eru stöðugt að leita til fortíðarinnar, meðvitað sem ómeðvitað, um myndefni — og þannig mætti ætla, í mörgum tilvikum, að ljósmyndir á myndlistarsýningum í dag hafi verið teknar af myndlistarmönn- um á síðustu öld og stundum brugðu þá á leik með hið optíska ljósop. Þess er vert að geta að myndlistarmenn hafa að jafnaði verið mjög góðir ljósmyndarar og fundvísir á fyrirmyndir, (mótív) hafi þeir á annað borð lagt slíkt fyrir sig, og mætti hér greina langan lista. Á síðari árum hafa komið fram raddir um að t.d. Poppið sé dautt í i myndlist- og þó vafalaust sé rétt að blómaskeið þess sé á enda, þá hefur sú stefna víðtæk gildi enn þann dag í dag, og mun lengi gera, enda losaði það listina úr viðjum á sínum tíma — og víkkaði sviðið til allra átta. Greinarhöfundi var það til mik- illar raunar að sjá heimsþekkta — pop-Iistamenn á Dokumenta- sýningunni í Kassel sl. haust, er remdust í verkum að losa sig úr viðjum pop-listarinnar — og leitast við að vera nýtískulegir með því einu að fara inn á svið er þeir auðsjáanlega höfðu ekki vald á. Ég álít þá hvergi nærri hafa tæmt þá möguleika er pop-sJiðið býður. Menningararfur Árið 1927 heimsótti indverskur guðspekingur Island, — hann var mjög hrifinn af alþýðumenntun og menningararfi þjóðarinnar. En hann sagði: Gleymið ekki einu — munið að brýna það fyrir löndum yðar að spilla ekki framtíð þjóðar- innar með þaulsetum á skóla- bekkjum, — ég þekki hvernig uppeldismálin eru á Norðurlönd- um. Börnin eru kvalin á skóla- bekkjum, flest frumlegt er kæft, sjálfstæði og skapandi afl er kyrkt og svæft... — Ef hin litla skáldhneigða þjóð villist inn á glapstigu evrópskra uppeldismála á hún mikið í hættu.“ — Það er auðvelt að misskilja þennan fram- slátt og gera hann tortryggilegan, en óneitanlega er hér að mörgu leyti skarplega mælt. Það er t.d. lítilsvert að kenna fólki að lesa til þess eins að eiga auðveldara með að heilaþvo og það í gegnum lesefni og kæfa þar með allt það frumlega, — sjálfstæði og heil- brigða dómgreind. Á sama hátt er það til lítils að halda uppi listaskólum til þess að misvitrir sérvitringar eigi auðveldara með að boða trú sína. Listaskólar eru einfaldlega ekki stofnanir til að útbreiða og rækta ómeltar kenningar né „isma“, hvorki Fauv- isma, Fútúrisma — Kúbisma né Kommúnisma... Rainer Maria Rilke reit eitt sinn: „List er bernska — listin heldur því fram, en veit ekki með vissu, að veröldin sé fögur og skapar sinn heim. Ilún fær aldrei séð, að allt sé harla gott. óánægja er æska. Ég hcld, að Guð hafi verið of gamall í upphafi. Annars hefði hann ekki hætt að kvöldi hins sjötta dags. — Og ekki heldur á þúsundasta degi. — Né heldur í dag...“ — Óánægjan með lista- skóla — og vissan um, að jafnan sé hægt að gera betur, á að mínu mati meiri rétt á sér en sú yfirdrifna ánægja og vissa um óskeikulleik kennslunnar, sem margir fræðarar eru haldnir — og í raun og veru gefa sjálfum sér einkunnir á ári hverju í stað nemendum sínum. Allt telst gott og óaðfinnanlegt — engin vanda- mál, sem orð er á gerandi. Slíka afstöðu er mér fyrirmunað að skilja. í erlendum listaskóla rakst ég í haust er leið á veggspjald i einni kennslustofunni með svo- hljóðandi áminningu til nemenda: „Það er hámark leti, að álíta allt gott þegar fyrst er gert.“ — Hér var að sjálfsögðu verið að höfða til Framhald á bls. 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.