Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 63 Umhverfi Flúða — séð yfir Grafarhverfið. (Ljósm. Sigurður Sigmundsson) Sumarhótelið á Flúðum tíu ára Þessa dagana er sumarhóteiið á Flúðum í Hrunamannahreppi að taka til starfa. en hótelið á tíu ára afmæli um þessar mundir. — Nú orðið má heita að hótelið starfi allan ársins hring, en Skjólborg er opin jafnt vetur sem sumar og er rekin í beinum tengslum við hótelið, sagði Tryggvi Guðmundsson hótelstjóri er Mbl. átti tal við hann nýlega. — Aðsóknin að Skjólborg er mjög mikil á sumrin og er yfirleitt fullbókað langt fram í tímann en á öðrum árstíma er þar auðvitað minna um að vera. Þó er það sífellt að aukast að fólk komi og dveljist í Skjólborg um helgar, enda eru kjörin hagstæð' Til samanburðar má geta þess að vikudvöl í Skjólborg kostar á sumrin 32 þúsund krónur. Við höfum mikinn áhuga á að nýta betur það gistirými, sem við höfum til ráðstöfunar, og í því sambandi kemur einkum til greina ráð- stefnuhald. Hér er góð aðstaða til þess konar mannamóta, en við getum hýst hér í einu milli 50 og 60 manns auk þess sem umráð eru yfir flestum stærðum af fundasöl- um, sagði Tryggvi. — Það er óhætt að segja að hér sé mikið um að vera í félagslífinu, hélt hann áfram. — I aprílmánuði voru alls 56 samkomur haldnar í félagsheimilinu hér á Flúðum, og var algengt að þrjár samkomur væru í húsinu sama kvöldið. I febrúar og marz voru samkomurn- ar enn fleiri, og stundum heyrist það hér um slóðir að félagslífið sé eiginlega of þróttmikið. Ung- mennafélagið er stórtækast, og má segja að það sé potturinn og pannan í því sem hér er um að vera. Nei, það er nú öðru nær en að ungmennafélögin séu að verða úrelt, kannski hafa þau aldrei staðið með meiri blóma, og þeir, sem þar eru virkir, eru á öllum aldri. — Ferðamannastraumurinn hingað að Flúðum er alltaf að aukast, og til dæmis má nefna, að yfir sumartímann framreiðum við máltíðir handa 18 þúsund manns. Það er alltaf mest um matargesti í hádeginu. Verulegur hluti eru erlendir ferðamenn, sem hafa skamma viðdvöl á íslandi, en fara meðal annars í hópferð að Gull- fossi og Geysi og snæða hér í leiðinni. Það, sem tvímælalaust er snar þáttur í því hve gestkvæmt er hér á Flúðum, er það hvað staðurinn er miðsvæðis. Héðan er stutt til fjölmargra staða, sem ferðamenn sitja sig ekki úr færi með að skoða, og má þar til dæmis nefna Gullfoss og Geysi, sögustaði Njálu og Skálholt, fyrir utan það að héðan er aðeins um tveggja tíma akstur í Landmannalaugar. Þá er í næsta nágrenni Flúða mikið af skemmtilegum gönguleið- um, sagði Tryggvi Guðmundsson hótelstjóri að lokurn. Tryggvi Guðmundsson hótclstjóri á Flúðum. Myndin er tekin fyrir utan Skjólborg, sem er samstæða átta lítilla húsa. Skjólborg er rekin eftir „móter-fyrirmynd. sem víða tíðkast, og fyllgir fullkomin snyrtiaðstaða hverju herbcrgi, en eldhús er sameiginlcgt. Fyrir framan hvert herbergi er kerlaug með heitu vatni, en á Flúðum og þar í kring er mikið jarðhitasva,ði. (Ljósm. Sigurður Sigmundsson). Æskulýðsstarf skáta að Úlfljótsvatni að hefjast FJÖLBREYTT æskulýðsstarf verður á vegum skáta að Úlfljóts- vatni eins og undanfarin ár. Auk foringjanámskeiða og annarrar starfsemi, sem einskorðast við félaga skátahreyfingarinnar, verða rekin þar útilífsnámskeið og sumarbúðir, sem standa öllum börnum opin, segir í frétt frá Bandalagi fslenzkra skáta. Útilífsnámskeiðin eru ætluð fyrir 11—14 ára krakka. Þátttak- endur fá þar þjálfun í ýmsum undirstöðuatriðum útilífs og ferðamennsku, s.s. meðferð korta og áttavita, útimatreiðslu, nátt- úruskoðun, skyndihjálp o.s.frv. Búið verður jöfnum höndum í skála og tjöldum og borðað í mötuneyti staðarins, nema að sjálfsögðu í gönguferðunum. Sumarbúðirnar eru nú orðnar hefðbundinn þáttur í sumarstarf- inu að Úlfljótsvatni. Þær eru ætlaðar 7—11 ára börnum. Þar er lögð áherzla á útiveru, jafnt gönguferðir og náttúruskoðun, sem íþróttir og leiki. Innritun er þegar hafin á útilífsnámskeiðin og sumarbúðirn- ar og eru allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu BtfAd&lags íslenzkra skáta, segir að lokum í fréttinni. SUMARBÚÐIR SKATA ÚLFLJbTSVATNI — Um hlutverk Framhald af bls. 41. þess, að þá sé hámark leti að álíta að ekki sé hægt að gera betur. Málarinn Eugene Delacroix, sem óþarft er að kynna, en miklu færri vita þó, að hann skrifaði meira um listir en flestir málarar er lifað hafa — og var einn hinn djúpvitrasti á slík mál, — átti raunar gáfurnar ekki langt að sækja þar eð hann var talinn launsonur Talleyrands, stjórn- vitringsins franska. Sú list sem Delacroix boðaði var dýrkun ein- staklingsins, frelsi snillingsins til að tjá sig, án nokkurra fjötra. Raunveruleikinn væri fyrst og fremst hinar innri tilfinningar mannsins, heimurinn og sálarlífið — Enn heyrum við rödd þessa snillings er hann talar til okkar: „Ó. ungi listamaður — þú sem leitar að viðfangsefnum — allt er efniviður — efnið ert þú sjálfur, þínar kenndir frammi fyrir náttúrunni, — horfðu fyrst inn í sjálfan þig og síðan á umhverfið. afneita henni. Við getum t.d. slegið því föstu sem sannreynd að Grikkir lærðu af Egyptum og Rómverjar af Grikkjum. ítalir á 15. og 16. öld — og Frakkar 19 aldar, kenndu allri Evrópu að líta hlutina í nýju ljósi. Margir eru blindir fyrir þessum staðreyndum — og lögmálum þróunarinnar, — ferils listar og telja sig hafa fundið flest upp sjálfir, en ekkert fæst án rökréttra vinnubragða og eðlilegra svara gagnvart því sem lífið og náttúran kennir. Ymsir, og þar á meðal ég hallast að því í sambandi við framtíð slíkra stofnana, að þær eigi öðru fremur að miðla tæknikunnáttu til nemenda sinna — loka ekki dyrum fyrir neinum nýjungum, en leggja þó ekki stofnanirnar alfarið þeim á vald, að hver skóli hafi sitt tilraunasvið sem rekið sé á breiðum grunni, því að enginn geti sagt með vissu hvað raunverulega sé nýlist hverju sinni. Hið fagra er alltaf ávöxtur af ómótstæðilegum innblæstri, sem á hinu harðasta að mæta — það brýst fram úr hinu innra með sársauka, eins og allt sem krefst þess að lifa“. — Einn víðsýnasti listamaður aldarinnar, Henri Matisse, er hélt nafntogaðan skóla í París á fyrsta áratug aldarinnar, — gafst upp með skóla sinn og fróðleiksmiðlun vegna þess að nemendur hans flestir urðu einungis vasaútgáfur lærimeistarans. — En í dag er þessu öðruvísi farið hjá mörgum listamönnum er kenna í listaskól- um eða utan veggja þeirra — þeir hugsa einungis um fjölföldun eigin skoðana og myndlistar, og prédika þær jafnvel á torgum og á hinum stóru myndlistarsýningum — og hér er fáránleikinn ósjaldan í fyrirrúmi. Þptt þetta séu á stund- um gildir listamenn, virðast þeir engar eða litlar kröfur gera til tæknikunnáttu nemenda sinna — en aðalatriðið að þeir útbreiði skoðanir meistarans, — og eru þannig komnir í föt postula frelsarans — enda álíta margir slíkir sig frelsara listarinnar. Nytsöm vandræðabörn Þá má slá því fram, að mynd- listaskólar hafi frá upphafi verið nytsöm vandræðabörn — þeir hafa ekki útskrifað listamenn, enda var það, og er, naumast tilgangur þeirra, — og hafi þeir reynt að gera það hefur allt farið úr böndum, því ekki er hægt að framleiða slíka — þeir ryðja sér einfaldlega braut sjálfir og ekki síður utan veggja skóla en innan. — En þó er sú menntun er þeir bjóða af slíku gildi fyrir þjóðfélög- in, að fæstir vilja án þeirra vera — og kom t.d. hið fyrsta fram á stefnuskrá menningarríkis svo sem Israel, að stofna sem flesta fagurlistaskóla, tónlistarskóla og hverskonar menningarmiðstöðvar — og hafa slíkir reynslð aldanna og þróaðan skilning á þýðingu slíkra stofnana sem kjölfestu menningarríkis. — Komast hvar- vetna stórum færri inn fyrir dyr þessara stofnana en vilja. Líkt og ég hef áður vikið að, hafa listaskólar frá upphafi verið frekar íhaldssamar stofnanir fram til vorra tíma, — innan veggja þeirra vildi myndast ýmis gervi- mennská, — víðast hvar voru þetta stofnanir sem auðugt fólk og valdamikið sendi börn sín til — og þótti upphefð að. En einnig voru þetta stofnanir, sem hæfileika- miklir skjólstæðingar ríkra manna sóttu menntun sína til og gerðu þeir þá ósjaldan góða för. I dag er þetta gjörbreytt — að sinni, og víðast hvar gengur frjálsræðið jafn langt og íhaldsemin áður fyrr, og er mönnum ljóst að hér á milli beri að þræða. Við getum alls ekki kastað frá okkur reynslu fortíðar- innar, enda leita þeir menn í raun einna mest fortíðar, er í orði Ný löggjöf Það sem öðru fremur liggur til grundvallar nýrri löggjöf fyrir myndlista- og handíðaskóla Is- lands er að efla og styrkja þessa stofnun á framtíðarbraut hennar. Starfssvið skólans hefur vaxið og- hann er orðinn viðamikil stofnun er styðjast þarf við raunsæa og framsýna löggjöf og reglugerð. Flestar deildir skólans hafa frá upphafi og fram til þess dags verið í mótun — og á það svo að vera að ýmsu leyti, en það er leitt að verða að viðurkenna að ekki hefur t.d. tekist að koma á fót grund- vallaðri „skúlptúrdeild" innan skólans í nær 40 ára starfsemi hans og hefur slíkt vissulega sagt til sín. I grafik hefur einungis málmgrafík verið sýndur viðhlýt- andi sómi, og frumgrein svo sem trérista, hefur verið vanhaldin, að ekki sé talað um „litógrafíu". Á sama tíma hafa þó verið stofnaðar nýjar og fjárfrekar aðrar kennslu- deildir. Skóli þessi hefur því þróast þannig, að fæst er heilt en flest hálft — og þaðan af minna, — forskólinn hefur einnig þróast í smáskammtaskóla og mætti hér enn minnast þess, er Stephen G. kastaði fram — „List er það líka og vinna / lítið að tæta upp í minna / Alltaf í þynnra að þynna / þynnkuna allra hinna" ... Enginn skóli getur starfað og dafnað án kennara og hér vil ég skjóta því inn, að þeir hafa að miklu til gleymst í þróuninni. — aðstaða þeirra hér er sú alversta er ég þekki til um opinberan listaskóla, og til stórskaða — þeir þurfa að geta starfað að rannsókn- um innan veggja skólans jafn- framt kennslunni, líkt og alls- staðar þar sem ég þekki til. Það þarf sem sagt einnig að rækta kennara. ekki síður en nemendur. Aðkallandi er því að gerð verði framtíðaráætlun um rekstur skólans, og að hér verði stigin stór skref til aukinnar reisnar hans. Margt það, sem gert hefur verið í þessum efnum á síðustu árum, er spor í rétta átt, og-mikilsvert að fast sé fylgt eftir. En hér eru úrelt lög í dag fjötur um fót — og er horft til þess. að ný framsýn löggjöf nái sem fyrst að marka verðskuldaða stöðu skólans innan ramma menntakerfis þjóðar vorr- ar í sókn að gildisríkum auðæfum og leit að sannri lífshamingju. — Bragi Ásgeirsson. r — Ognarstjórnin Framhald af bls. 35 Uruguay, t.d. með fjárframlögum, bréfaskriftum o.fl., til þess að hafa samband við stjórnarmenn í ís- landsdeildinni. Þeir munu veita allar tiltækar uppiýsingar og aðstoða þá sem kynnu að vilja skrifa bréf til stjórnvalda í Uruguay t.d. vegna stéttarbræðra sinna, eða til að mótmæla mann- réttindabrotum á annan hátt. (Frá íslandsdeild Amnesty International).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.