Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Framboðslisti sjálfstæð- ismanna á Vesturlandi KYNNTUR hefur verið framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi og skipan hans er eftirfarandi: 1) Friðjón Þórðarson, 2) Jósef H. Þorgeirsson, 3) Valdimar Indriðason, 4) Óðinn Sigþórsson, 5) Anton Ottesen, 6) Inga Jóna Þórðardóttir, 7) Egill Benediktsson, 8) Árni Emilsson, 9) Soffía Þorgrímsdóttir, 10) Guðmundur Ólafsson. Fríöjón Þóröarson, alþingism., Stykkishólmi. Jósef H. Þorgeirsson, lögfraaöingur, Akranesi. Valdimar Indriöason, framkv.stjóri, Akranesi. Óóinn SigÞórsson, bóndi, Einars- nesi, borgarhr., Mýrasýslu. Anton Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi, Innri-Akraneshreppi, Borgarfjaröar- sýslu. Guóm. Ólafsson bóndi, Ytra-Felli, Fellsstrandarhr., Dalasýslu. — Eftirspurnir Framhald af bls. 37. aóelns 27% foreldranna teljí pað æskilegt. 44% barnanna er í einka- vistun, sem fjóróungur foreldranna telur heppilegt. Aó lokum segir í könnunninni aö á Því svæði sem könnunin náöi til só nú 121 dagheimillsrými en pörf sé fyrir 276. Vantar Því 155 rými. Nú er hins vegar i byggingu nýtt dagheimili vió Sundlaug Vestur- bæjar, Vesturborg, og er gert ráó fyrir að paö verði opnaó snemma á næsta ári. Verða Þar rými fyrir 34 börn Þannig að eftir sem áður mun vanta 121 dagheimilisrými á svæó- inu. Á svæóinu eru Þörf fyrir 400 leikskólarými en nú eru Það aöeins 194. Þar vantar Því 206 rými upp á og er enginn leikskóli nú i bygg- ingu. — Ferðamanna- þjónustan Framhald af bls. 39 margar feröir að ræða í viku eins og allir vita. Lengja ber ferðamannatímann Nú er ferðamannatíminn fremur stuttur hérlendis, telurðu ráölegt að reyna að lengja hann? — Tvímaelalaust ber að stefna aö því, enda höfum viö lagt á þaö áherzlu aö fá hingað ráðstefnur og má nefna aö hér hafa veriö haldnar t.d. bæöi norrænar og alþjóölegar ráöstefnur, fundir Norðurlanda- ráös og má segja aö landiö liggi vel viö ráöstefnuhaldi. En þaö sem e.t.v. stendur meöal annars í vegi fyrir auknu ráöstefnuhaldi er að aöstaöa er tæpast nógu góö, og tel ég aö heföi átt aö byggja Borgarleikhúsiö þannig aö þaö mætti nýta á sumrin til ráöstefnu- halds. í því sambandi má minna á þaö framtak bændasamtakanna er Hótel Saga var reist, og má segja að þeirra samtök hafi bjargaö frá reginhneyksli í allri gestamóttöku, því áöur en Saga kom til skjalanna voru ekki mörg hótel fyrir í Reykjavík. Bændur hafa líka alltaf gert ráð fyrir gestum, samtök þeirra eiga sitt hótel á Akureyri og þaö er ríkt í hugum bænda aö búa vel aö gestum. Fyrir þetta frarntak eiga þeir þakkir skildar. Ekki hætta af komu erlendra feröamanna Hvers konar feröamenn koma einkum hingaö til lands? — Það er nú erfitt aö flokka það mikiö niður, en ef litiö er á þjóðernið þá eru Bandaríkjamenn fjölmennastir, en Evrópubúar alls um 64%. Noröurlandabúar hafa sótt mjög á um komur hingaö en þeir eru um 24% heildarfjöldans og tel ég þaö fagnaðarefni. Bretar voru lengi fjölmennastir og komu til að veiða lax o.fl. en Vest- ur-Þjóðverjar hafa sótt í sig veðriö, Frakkar og Svisslendingar sömu- leiðis. Þeir sem hingaö koma eru oft aö leita hinnar sérstæöu náttúru sem hér er aö finna og sá litli hluti erlendra feröamanna sem fer um óbyggðirnar er yfirleitt náttúruskoöarar og kannski kennarar og ekki þarf aö hafa áhyggjur af því aö slíkir séu aö skemma landiö. Mér finnst þaö aö nokkru leyti vera ofsatrúarmenn sem halda aö landiö muni kaffær- ast í erlendum ferðamönnum á næstu árum, en í Ferðamálaráöi eru miklir náttúruunnendur en þeir sem eru aö skamma okkur fyrir aö plata erlenda feröamenn inní landiö, og meöan Feröamálaráö ver vígiö stafar landinu ekki hætta af erlendum ferðamönnum. Þetta er blátt áfram hluti þjóðarfram- leiðslunnar og sá þáttur í lífi þjóöa sem jafngildir því aö hafa sýningarglugga í verzlun til þess aö halda viöskiptunum. En hvaö meö stöðu innlendra feröamála, eru þau vel á vegi stödd? — Hvaö varöar móttöku ferða- manna víösvegar um landið tel ég aö landsbyggðin sé oft betur í stakk búin til aö taka á móti okkur Reykvíkingum heldur en viö aö taka á móti landsmönnum öörum og reyndar má segja aö þaö sé aö miklu leyti ónumiö land þaö aö ferðast um sitt eigið land. En nú eiga flestir bíl og vilja gjarnan losna viö streitu borgarlífsins og fara eitthvað, enda ráðleggja læknar þaö stundum. Benda má á þaö aö ekkert flytur peninga örar milli landshluta en einmitt feröamenn og ég verö aö segja aö mér finnst áberandi meiri áhugi fyrir ferðamannaþjónustu úti á landi og henni meira sinnt þar en hér í Reykjavík og þyrfti aö gera þar bragarbót á. Ferðalög hafa menningarlegt gildi Að lokum, hvað er helzt framundan hjá Feröamálaráöi? — Nú stendur fyrir dyrum feröamálaráðstefna og veröur hún n.k. föstudag og laugardag í Reykjavík. Ráöstefnur um ferða- mál var reglulegur þáttur í starf- seminni hér áður fyrr og nú er ráögert að halda ferðamálaráð- stefnur annaö hvert ár. Á ráöstefnuna nú eru boðaðir ýmsir aðilar er fjalla um feröamál, þar eru haldin framsöguerindi, sam- þykktar ályktanir og sumum málefnum t.d. vísaö til okkar umsagnar eöa afgreiöslu. — Segja má aö sá dagur sé ekki enn runninn upp að yfirvöld og almenningur geri sér skýra grein fyrir gildi feröaþjónustunnar í þjóöarbúskapnum, en það er ánægjulegt hve margir hafa sýnt aukinn vilja til aö laða feröamenn til landsins og auka þjónustu viö þá, jafnframt því sem þjónusta viö landsmenn fer batnandi. Nægir hér aö minnast á Fjórðungssam- böndin, sem sýnt hafa feröamálum virkan áhuga. Nú gerir almenningur auknar kröfur til feröa til annarra landa. Slíkt er tímanna tákn og ekki annað en sjálfsagt og eðlilegt. Feröalög hafa eins og allir vita mikiö menningarlegt gildi. En til þessara feröa þarf aö afla fjár. Þetta gerir íslenzk feröamanna- þjónusta um leið og hún skapar fjölda manna atvinnu í landinu. — Það er einnig ánægjuefni hve Ferðamálasjóði hefur vaxiö fiskur um hrygg á siöustu árum. Nýlega kynnti forsætisráðuneytiö breyt- ingar á lánakjörum og vöxtum sjóösins lánþegum til hagsbóta. Þetta gerir sjóönum kleift aö efla atvinnugreinina í ríkara mæli en áður var unnt. Samgönguráöuneytiö hefur eftir því sem geta og ástæöur leyfa veriö feröamálunum haukur í horni og ber aö þakka það. Hitt verða menn að skilja aö í landi þar sem uppbygging er jafn hröö og á íslandi eru öumflýjanlega geröar meiri kröfur en hægt er aö fullnægja. — Að lokum skal þaö staöhæft að full ástæöa er til að líta björtum augum á framtíö íslenzkra feröa- mála. Skilningur á gildi þeirra vex jafnt og þótt og æ fleiri veröa til aö leggja hönd á plóginn til aö hagur þessarar atvinnugreinar batni enn landi og þjóö til heilla, sagði Lúövíg Hjálmtýsson að endingu. — Sjálfsagt þótti Framhald af bls. 42. sóknum, tilraunum og prófunum, tækni- legu eftirliti og stöðlun. Það sem ég held að verði þróun þessa máls, er að okkar stærstu iðngreinar muni eignast hver sína sérdeild innan stofnunarinnar, þar sem sérmenntaður starfskraftur muni helga sig alfarið vandamálum þeirra. Hvaða álit hefur þú á stöðu og framtíð íslenzks iðnaðar? Vaxtarmöguleikar þjóðarbúsins eru fyrst og fremst í fiskvinnslu og iðnaði. — Nú orðið er þessi skilningur orðinn nokkuð almennur, en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum. Þá er farið að fjá í verki viðurkenningu stjórnvalda á þessari staðreynd. Þú áttir nokkurn þátt í mótun atvinnumálatillagna borgarstjóra nú nýverið, hvert er álit þitt á þeim? „Lengst af hefur atvinnumálum okkar Reykvíkinga verið þannig háttað, að um ekkert sérstakt áhyggjuefni var að ræða. Það höfðu allir nóg að bíta og brenna". Hér hefur síðan orðið nokkur breyting á, hin seinni ár, þannig að nú er augljóst að tímabært er orðið, að Reykjavíkurborg taki upp virka stefnu í þá átt að hlúa að atvinnulífinu í borginni. Beinlínis að beita sér fyrir leit að nýjum atvinnutæki- færum. , I atvinnumálatillögum borgar- stjóra er einmitt gert ráð fyrir slíku og segir þar m.a. að þetta verkefni skuli nálgast á skipulegan hátt, t.d. með því að sérstök könnun fari fram á því hvort mögulegt sé og hagkvæmt að framleiða innanlands ýmsar rekstrarvörur og fjárfestingarvörur, sem nú eru fluttar inn í þágu borgarfyrirtækja. En leitað skal samstarfs við reykvísk iðnfyrirtæki í þessu skyni, sagði Sveinn að lokum. Hvað með áhuga þinn og þátttöku í pólitík? Ég hef alla tíð fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum. Kemur þar einkum þrennt til, uppeldisáhrif, skapgerð og lífsskoðun. Raunveruleg þátttaka mín í stjórnmálum hófst 1969. Það ár verð ég varaformaður fulltrúaráðsins og árið eftir varaborgar- fulltrúi. Ég vildi fyrir engan mun hafa fárið á mis við þá lífsreynslu að taka þátt í borgarmálastarfi, sagði Sveinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.