Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 í vor hefur verið mikið rætt og ritað um varðveislu gamalla húsa og hverfa. Langar mig því til að gera grein fyrir nokkrum Brund- vaiiarreKÍum þar að lútandi og þá fyrst skýra hugtökin friðun húsa og húsvernd. Húsafriðun Hér á landi fer friðun húsa fram skv. þjóðminjalögum frá 1969 en þar segir að friða megi hús eða húshluta sem hefur menningar: sögulegt eða listrænt gildi. I húsafriðun eru falin ákvæði um að hvorki megi breyta upphaflegum svip eða gerð húss, né flytja það eða rífa. Menntamálaráðherra eða sveitarstjórn getur ákveðið friðun að fengnum tillögum húsafriðun- arnefndar og er friðun þinglýst sem kvöð á fasteign. Friðun er skipt í tvo flokka. Ef hús er friðað að hluta, þá oftast miðað við ytra borð þess, er það talið til B-flokks, en í þeim flokki eru t.d. Stjórnar- ráðið, Menntáskólinn í Reykjavík og Iþaka. Friðun getur þýtt að viðeigandi viðhald verði dýrara en ella því bæði vinnubrögð og efni sem verður að nota eru orðin sjaldgæf og kostnaður því meiri. Húsa- friðunarnefnd getur veitt styrk til endurbóta úr húsafriðunarsjóði sem var stofnaður 1975. Nú nemur hann 14,3 millj. kr. og má líta á styrk úr honum sem viðurkenn- ingu. I þjóðminjalögunum eru almenn ákváeði um að eigandi eigi rétt til skaðabóta ef hann verður fyrir fjártjóni vegna friðunar, en óljóst er hvernig á að meta það. Svipuð ákvæði eru t.d. í húsafriðunarlög- um í Svíþjóð enda eru friðaðar byggingar þar aðallega almenn- ingseign auk þeirra sem eru svo menningarlega verðmætar að hinu opinbera ber að standa undir viðgerðarkostnaði að hluta. Húsakönnun Um sama leyti og lögin um friðun húsa gengu í gildi hér á landi unnu þeir Hörður Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson að at- hugun á verðveislugildi einstakra húsa, gatna og jafnvel heilla hverfa í Reykjavík (Reykjavík, gamli borgarhlutinn, varðveisla, 1967—70). Könnunin var gerð með hliðsjón af Aðalskipulagi Reykja- víkur 1962—83 (staðfest 1967) og hefur verið notuð í skipulagsvinnu síðan þó að hún hafi ekki verið formlega samþykkt. Þau hús í eigu Reykjavíkurborgar sem borgar- stjórn hefur nýlega látið friðlýsa eru flest hús sem Hörður og Þorsteinn töldu hafa varðveislu- gildi og endurbætur á þeim húsum undanfarin ár hafa miðast við mat þeirra. Hörður og Þorsteinn lögðu til að umhverfi Tjarnarinnar yrði varð- veitt sem heild og tel ég víst að allir séu ánægðir með að svo verði. Önnur svæði sem þeir mæltu með að varðveitt yrðu eru nefnd verndunarsvæði í tillögum að endurnýjun eldri hverfa í endur- skoðun aðalskipulags 1976. Húsvernd Lögin um friðun húsa ná til húsa sem hafa einstætt menning- arsögulegt gildi en varla til nafnlausra húsa þótt þau eigi sér hefð og móti heilu hverfin. Þá ætti heldur að nota hugtakið húsvernd en í því er fólgin varðveisla þannig að notkun, eðlileg endurnýjun og viðhald taki tillit til gerðar hússins og umhverfisins. Það viðhorf kemur í raun fram í byggingarsamþykktinni. Hún hvílir á þeirri forsendu að allar byggingar komi samfélaginu við og skorður eru settar einstakling- um til að auka öryggi og skapa gott húsnæði. Byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík var sett þegar 1839 og síðan hafa reglugerðir um legu, stærðir og efnisval húsa átt sinn hlut að því að móta svip bæjarins. Enginn má reisa hús, breyta því eða notkun þess, gera girðingu eða önnur mannvirki á lóð sinni nema með leyfi byggingarnefndar. Ef byggingarsamþykktin væri tekin bókstaflega gæti hún stuðlað að húsvernd. „Dct fagre nye Köben- havn“. Linan 1967, úr bókinni „Köbenhavn" eftir Steen Eiger Rasmussen (bls. 251). Nanna Hermans- fasteignum á verndunarsvæðum hefði hækkað örar en á nálægum svæðum. Reynslan sýndi einnig að það kostaði oft jafnmikið að gera upp gamalt hús og að byggja nýtt og stundum jafnvel meira. Gamalt hús og gróin hverfi eru þó gædd eiginleikum sem ekki eru til í nýrri byggð. Hann taldi helstu orsök fyrir framgangi húsverndar verða að margir borgarkjarnar hefðu breyst með stórum nýbyggingum á sjöunda áratugnum og að menn hafa orðið fyrir vonbrigðum. Það umhverfi sem hafði verið skipu- lagt af hugsjón reyndist ekki betra en það sem fyrir.var og samhengið við fortíðina var rofið. Nú verða ekki fleiri háhýsi reist í Danmörku því viðhorf hafa breyst og skv. skipulagslögum 1977 hefur nýting- arhlutfall verið lækkað í gömlum borgarkjörnum. Robert Egevang hafði kynnt sér Aðalskipulag Reykjavíkur 1962 —■ ‘83. Hann hafði gengið um miðbæ- inn og séð nýbyggingarnar við Laugaveginn. Hann hafði séð ljósmynd af hugmyndalíkani minjavörður: Friðun húsa og húsvernd hér og erlendis Á meðan byggingarsamþykktin segir til um einstök hús ,er heildinni stjórnað með skipulags- lögum sem fyrst voru sett 1921. í skipulaginu eru ákvæði um megin- þætti byggðarinnar og notkun lands, þá er og sagt til um staðsetningu byggðar og umferðar. Við húsvernd í gömlum hverfum getur sveitarfélag stuðst við deili- skipulag skv. reglugerð frá 1966 og í því geta verið nánari ákvæði um nýtingu lóða, húsahæðir svo og notkun húsnæðis. Þannig sýnist mér ramminn fyrir verndun húsa vera til ef almennur áhugi væri fyrir hendi. Dönsk húsvernd Húsvernd ætti að vera eðlilegur þáttur í skipulagsvinnu hér eins og hún hefur orðið sumsstaðar á Norðurlöndum. Bæði í Svíþjóð og Danmörku eru það sveitarfélögin sem eiga frumkvæðið að húsvernd en ríkið stendur að friðun húsa. Danir hafa lengst unnið að hús- vernd og þess vegna kom hingað Robert Egevang, forstöðumaður húsverndunardeildar þjóðminja- safnsins í Kaupmannahöfn, í boði Árbæjarsafns og Þjóðminjasafns Islands. Hann er sagnfræðingur og hefur unnið að verndun gamalla hverfa í fimmtán ár. Þar sem óvissa ríkir hjá okkur um aðferðir við „verndunarsvæðin" var hann beðinn um að segja frá lögum og reglugerðum, framkvæmdum og reynslu sinni af starfinu. Hann sagði að mörg sveitarfélög hefðu beðið þjóðminjasafnið um að gera úttektir á menningarsögu eldri byggðar þeirra og þessar kannanir hefðu síðan verið notaðar sem grundvöllur í skipulagsvinnu. Síð- an hafa kvaðir verið þipglýstar á eignir á verndunarsvæðum og þá hefur t.d. ekki mátt auka nýtingu lóðar. I fyrstu höfðu eigendur óttast þessa skerðingu á eignar- réttinum en eins og aðrar reglur samfélagsins verja þau gegn ágangi nágrannans. (Benti hann á að útlit húss nábúans skipti meira máli en útlit húss þíns). Húsvernd- in tryggir að umhverfið breytist lítið. Það þýðir ekki að breytingar á húsum sé bannaðar, en að þær fari fram eftir strangari reglum en ella. Það þýðir ekki að ekki megi reisa ný hús í stað lítt nothæfra húsa, en þegar nýtt hús er reist í stað gamals verður það svipað að stærð. Hlutföll og byggingarefni falla að því sem fyrir er án þess að stefnt sé að eftirlíkingu. Robert Egevang sagði að hús- vernd í Danmörku hefði ekki gengið slysalaust fyrir sig en þegar litið væri til baka væri heildarútkoman mjög jákvæð. Það hefði t.d. sýnt sig að verð á „Hallærisplansins" og heyrt að yfirleitt ætti að auka nýtingu í gömlu hverfunum. Aðspurður svaraði hann að nú á dögum myndu slíkar hugmyndir ekki hljóta samþykki í Danmörku. Robert Egevang kom ekki til að segja okkur hvernig við eigum að leysa vandamál okkar og mér þykir leitt ef erindi hans — það að segja frá reynslu sem enginn hefur hér — gleymist vegna ummæla hans um skipulagshugmyndir í Reykjavík og að þau orð verði notuð sem flokkspólitískt verkfæri sbr. grein Sigurðar Harðarsonar í Þjóðviljanum 18. maí. Eins og verndun og ræktun lands og sjávar og allrar menning- ar er húsafriðun og húsvernd auðvitað þjóðfélagsleg og þar með pólitísk mál. Verndun lifandi menningarsögulegs umhverfis verður þó ekki raunhæf án skiln- ings og áhuga almennings. ORÐ í EYRA KERMIT — Jæja, þú hefur væntanlega tekið þátt í prófkjörunum eins og ég? spurði Sjönni upp úr káss- unni og gaut á mig fránum íþróttamannsaugum. — Mátti ekki vera að því, svaraði ég. — Ekki vera að því! Ha? — Þú ættir heldur að taka þátt í kjörum okkar listamanna og' snillinga, sagði ég ofboð virðu- lega. Eða þykist þú hafa gefið þér tíma til að sinna pólitík? Var ekkert um að vera í ensku knattspyrnunni? Voru öngvir að bursta einhvurja? — Hvaða spurningar eru þetta, maður? sagði Sjonni. Ertu með snert af fjölmiðlun eða hvað? Reyndu að halda þig við kássuna meðan ég geri þér grein fyrir hvernig sönnum framfara- sinnum og spillingarfjendum er best að verja atkvæði sínu. — Þú hefur lært ýmislegt upp á síðkastið, skaut ég inn í. — Ég fór sko til Alþýðuflokks- ins því hann vill opið lýðræði og er skítsama hvaðan atkvæðin koma. — Mér var strax boðið inn og spurður um nafn og númer. Ég sagðist vera kominn til að kjósa hann Kermit. — Kermit? sögðu þeir eins og fávísar konur. — Já, hann Kermit, sagði ég. Ég er sko nútímamaður og vil fjölmiðla- garpa á þing og allt það sko. Eru þeir ekki alltaf með sinn gamla Kermit í Kópavognum og kalla hann Bjarnleif eða eitthvað svoleiðis sko? spurði ég. Ég heimta að fá að kjósa Kermit. Annars kalla ég bæði í línuvörð- inn og dómarann. — Þú hefðir sko átt að sjá upplitið á höfuð- óvinum spillingarinnar þegar ég minntist á dómarann, maður. — Kermit er ekki kjörgengur hér, sögðu þeir. Hann er ekki á kjörskrá. — Það þykir mér nú skrýtið, sagði ég. Þið eruð þó alltaf með myndir af honum og sendið hann í sjónvarpið til að salla á Kröfluljónið og kynorku- málastjórann. Og þar hitti ég sko beint í mark þegar ég minntist á kynorkuna. Ásjónur krossriddar- anna gegn Kröflu og spillingunni uppljómuðust eins og þær hefðu verið lostnar háspennu frá þeim bölvaða stað. — Hann Vimmi, sögðu þeir skælbrosandi. Þú ætlar að kjósa hann Vimma. Þó það nú væri. Önnur eins Vallar- gersemi. — Engan andskotans Vimma, sagði ég. Kermit. Hann heitir sko Kermit að mér heilum og lifandi og er grænn. — Stendur heima, sögðu þeir. Hann er grænn eins og þeir í Kópavogn- um sem þú vart að tala um. Gerðu svo vel, vinur. — Og ég fékk miða og var troðið bak við tjald og skrifaði KERMIT með stórum stöfum fyrir ofan hin nöfnin. — Og nú er sko Kermit kominn á lista. Þeir eru farnir að kalla hann Vilmund. Bölvuð sérviSka. En mér er sko sama fyrst þeir endilega vilja það. Og af því sem að að að... Bréfaskólinn: Stærsti aldurshópur nemenda 16-20 ára KONUR eru í merihluta nemenda Bréfaskólans að þvf er segir f frétt í Sambandsfréttum' um aðalfund fulltrúaráðs skólanst eru 58% nemenda en karlar 42%. Stærsti hópurinn eru húsmæður rúm 32% en í karlahópnum eru verkamenn og sjómenn flestir, eða 28%. Flestir nemenda búa á Reykjavíkursvæðinu, en fæstir á Vestfjörðum og Austfjörðum. Langstærsti aldurshópur nemendanna er á aldrinum 16—20 ára, en röskur helmingur er 25 ára og yngri. Meðalaldur kvenna er 28,3 ár og karla 25,4 ár, en nemendur eru allt frá 11 ára upp í 75 ára. Á síðasta ári innrituðust 973 nemendur í bréfanámskeið hjá skólanum og fyrstu fjóra mánuði þessa árs innrituðust 448 manns. Hjá skólanum er nú boðið upp á um 40 námskeið auk tungumála- námskeiða á snældum, sem seld eru án kennslu. í skólastjórn Bréfaskólans eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim félagasamtökum, sem nú eiga eignaraðild að skólanum. Stjórn- ina skipa nú þessir menn: Kjartan P. Kjartansson, formaður, Gunn- laugur P. Kristinsson og Ólafur Sverrisson frá Sambandi ísl. samvinnufélaga, Bolli B. Thoroddsen frá Alþýðusambandi íslands, Guðjón B. Baldvinsson frá Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Árni Jónasson frá Stéttar- sambandi bænda, Sigríður Thorlacius, varaformaður, frá Kvenfélagasambandi Islands, Ingólfur S. Ingólfsson frá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands, og Ólafur Oddsson frá Ungmennafélagi íslands. — Skóla- stjóri er Esther Guðmundsdóttir þj óðfélagsf ræði ngur. Friðrik með 3 vinninga úr 3 umferðum FRIÐRIK Ólafsson er nú efstur á skákmótinu í Las Palmas á Kanaríeyjum með þrjá vinn- inga eftir þrjár umferðir. Hann vann Padron í 29 leikjum í fyrstu umferð, Rubio í 40 leikjum í annarri og Perez í 21 leik í þriðju umferðinni. Næstir eru Rodriguez og Cson með 2 vinninga og biðskák, Medina og Padron eru með tvo vinninga, Westerinen er með 114 vinning, Tatai og Mestres með einn vinning og biðskák, Lezcano hefur einn vinning, Cabrera er með hálfan vinning og Perez og Rubio reka lestina vinnings- lausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.