Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 45 — segir Tómas Tóm- asson, efsti madur Sjáifstædisfíokksins til bæjarstjórnar- kosninga í Kefíavík fjölgað örlítið meira en lands- meðaltal á síðustu árum. Um þessar mundir er verið að ganga frá nýjum íbúðarhverfum. Aðalskipulag hefur verið gert sameiginlega fyrir Keflavík, Njarðvík og Keflavíkurflugvöll og er það nú í endurskoðun. Nokkuð hefur þegar verið byggt á sérstöku iðnaðarsvæði og síðustu átta ár byggst upp ný hverfi, Garðabyggð, Eyjabyggð og Heiðabyggð, sem nú er í byggingu. Eru í þessum hverfum milli 500 og 600 íbúðir alls. Að sögn Tómasar er lögð áherzla á að haga skipulagi þannig að ekki hindri eðlilegan vöxt bæjarins og sérstaka áherziu þurfi nú að leggja á atvinnuhúsnæði. — í eldri hverfum þarf að huga að þéttingu byggðarinnar, sagði Tómas, og nýtt skipulag elzta hluta bæjarins hefur lengi verið í deiglunni og með það í huga að þar rísi væntanlegur miðbær. Því máli þarf að koma í höfn. Þáttaskil með íþróttahúsimi Keflvíkingar hafa oft átt góða íþróttamenn, er ekki svo? — Jú, það er mikið rétt og fyrst var það einkum í sundi, en síðari árin hafa knattspyrnumennirnir einkum borið hróður byggðar- lagsins víða, bæði hérlendis og ytra. Þá hafa æskumenn héðan náð ágætis árangri í júdó, svo að ég nefni dæmi, þannig að æskan er mannvænleg hér ekki síður en annars staðar. Er góð aðstaða fyrir flestar íþróttir? — Bærinn hefur reynt eftir megni að styðja við bakið á íþróttahreyfingunni enda lítum við svo á að íþróttastarf sé eitt hollasta og bezta tómstunda- og æskulýðsstarf sem unnið er. Sund- aðstaða hefur verið góð í sundhöll bæjarins, en fyrirhugað er að hefja byggingu útisundlaugar í Heiðabyggð og að þar rísi önnur íþróttamannvirki eins og skipulag segir til um. Mjög glæsileg íþrótta- mannvirki hafa verið reist á íþróttasvæði bæjarins, malar- völlur endurbyggður, grasvöllur, einn sá bezti á landinu og ágætir áhorfendapallar. — Þá er ekki sízt að geta að langþráð stórt íþróttahús er nú risið af grunni. Þar er gert ráð fyrir fullkominni keppnisaðstöðu, íþróttasalurinn af fullkomnustu gerð, 45x22 m, og honum verður unnt að skipta í 4 sali til kennslu. Þegar húsið verður fullbúið má vænta þáttaskila í íþróttastarfi í bænum. Stefnt er að því að húsið verði að hluta til tekið-í notkun á næsta vetri og er áætlað að vinna fyrir um 90 m. kr. á þessu ári, en fokhelt kostaði húsið um 70 m.kr. — Um annað æskulýðsstarf er það að segja að á s.l. ári var tekið upp samstarf bæjaryfirvalda og skólanna og tekinn hluti Gagn- fræðaskólans fyrir æskulýðsstarf. Hefur það gefið mjög góða raun og ber að fagna því og verður vonandi framhald á. Barnaheimili — elliheimili Þá er spurt hvernig sé háttað málefnum yngstu og elztu borgar- anna: — Málefni yngstu borgaranna og hinna öldruðu eru vitaskuld hér sem annars staðar ávallt í brenni- depli, þau verða aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll. — Aðstaða hefur verið stórum bætt í barnaheimilinu Tjarnarseli, og nýtt verið reist, Garðasel. Þörfinni er þó ekki fullnægt. Barnaleikvellir, með og án gæslu, eru starfræktir. Nú eru uppi hugmyndir um að koma upp leikskólum við Garðasel og á Baugholtsvelli. Það er eins og að leggja í sjóð til síðari tíma að hlúa vel að börnum og æskufólki. Þvi er áhersla aldrei of rík á þessi mál. — Um árabil hefur Keflavíkur- bær rekið elliheimili í húsnæði, sem bænum var á sínum tíma gefið til þeirra starfa. Húsnæðið er og hefur ugglaust ætíð verið óhentugt til þessara nota, en hefur þó bætt úr brýnni þörf. Samstarf hefur nú tekist um vistun aldraðra með uppbyggingu elliheimilis í Garði. — Jafnhliða þessu hafa lengi verið uppi hugmyndir um bygg- ingu smáíbúða fyrir aldraða og öryrkja hér í bæ, og voru fyrir nokkru ákveðnar framkvæmdir i þeim efnum, í samræmi við tillögur nefndar, sem bæjarstjórn kaus s.l. vetur. Furðulegt hnútukast Hvað er að segja um atvinnumál nú þegar erfiðleikar steðja að t.d. í sjávarútvegi? — Það er mikið rétt að talsverðs uggs hefir gætt hér'um Suðurnes vegna þess hvernig mál hafa þróazt hér í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þegar vel áraði hér um slóðir var svæðið blóðmjólkað. Aðalupp- spretta þjóðarinnar voru fiskimið- in við Suður- og Vesturland. Afraksturinn var notaður til að skapa hið svokallaða „jafnvægi" í byggð landsins. En vegna ofur- kapps var þess ekki gætt að veita nægilegt fé til nauðsynlegs við- halds og uppbyggingar fiskiðnað- arins og verkunarstöðva hér um slóðir. — Það er furðulegt að Suður- nesjabúar hafa orðið fyrir hnútu- kasti frá nokkrum mönnum víðs- vegar á landinu nú þegar fór að ganga verr hér og menn meira að segja notað til þess ríkisfjölmiðla. Þetta er nokkuð sem ég man ekki eftir að héðan hafi heyrzt þegar mjög hallaði undan fæti víða um land. Ég man ekki heldur til þess að Suðurnesjamönnum væri núið um nasir að reka illa fyrirtæki sín, sýna slæm vinnuafköst eða lélegar afurðir né hafa of margar fisk- verkunarstöðvar á meðan allt lék hér í lyndi og unnt var að mjólka það. Þá fyrst fór þessi söngur að heyrast þegar Suðurnesjamenn fóru að knýja dyra opinberra sjóða og stofnana sem aðrir töldu sig eiga einkarétt á. Tómas sagði ennfremur að fram til þessa hefðu sveitarstjórnar- menn ekki þurft að hafa veruleg afskipti af atvinnumálum, en síðustu misseri hefðu þau tekið meiri tíma og nokkur árangur náðst á sviði þeirra. Sagðist hann vera bjartsýnn þrátt fyrir að syrt hefði í álinn í bili, hann hefði óbilandi trú á fólkinu. Um leið og undirstöðuatvinnuvegunum væri búinn áframhaldandi starfsgrund- völlur þyrfti að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf, stórauka hvers konar iðnað og margir litu á orkulindir við Svartsengi og Reykjanes sem framtíðargrund- völl. Sérstakt kjördæmi? — Við Suðurnesjamenn og allir íbúar Reykjaneskjördæmis höfum verið beittir miklu misrétti hvað snertir áhrif á gang þjóðmála. Það er óþarft að rekja þetta mál, það vita allir um hið stórkostlega misvægi atkvæða í kjöri til Alþingis, allt að fimmföldu. At- kvæðisréttur er mannréttindi og hér er mismunun orðin slík að leiðrétta verður. Við sjálfstæðis- menn í Keflavík leggjum á það áherzlu að Suðurnes verði gerð að sérstöku kjördæmi. Að lokum sagði Tómas Tómas- son að Keflavík hefði á stuttum tíma vaxið úr litlu sjávarpláSsi í fimmta stærsta kaupstað landsins. Hefði íbúatala þrefaldast á þeim 29 árum sem liðin væru frá því Keflavík fékk kaupstaðarréttindi. — í 24 ár hafa sjálfstæðismenn verið í forystu um stjórn bæjar- málefna, ýmist með hreinan meiri- hluta eða í samstarfi við aðra flokka. Höfuðmarkmið alls starfs sjálfstæðismanna að bæjarmálum hefur verið og verður áfram bættur hagur bæjarbúa — betri búsetuskilyrði í Keflavik. Þetta er grunntónninn í starfinu. — Ég vil þakka bæjarbúum það mikla traust sem þeir hafa sýnt Sjálfstæðisflokknum undanfarin ár og vænti þess að þar verði áframhald á þegar þeir leggja nú dóm sinn á þau störf sem unnin hafa verið í málefnum bæjarfé- lagsins undir forystu fulltrúa flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.