Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Fáskrúðsfjörður: Á síAastliðnu kjörtímabili var mikiil uppgangur á Fáskrúðs- firði og var sérstök áherzia lögð á hafnarmáiin en þau hafa verið 1 miklu ólagi. Á kjörtímabilinu sem er að ljúka mynduðu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarf lokksins meirihiuta í sveitarstjórn Búðahrepps, höfðu þar fjóra fulltrúa af sjö. Albert Kemp skipar nú efsta sæti á lista sjálfstæðismanna til sveitar stjjórnarkosninganna á sunnu- dag. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við Albert um máiefni hreppsins á kjörtímabilinu og hvað væri framundan í þeim málum. Fer samtalið hér á eftir. Sjávarútvegurinn er lífæð okkar Fáskrúðsfirðinga, því var hið slæma ástand hér í hafnarmálum farið að há okkur nokkuð nú hin verður sett í hann dekk fyrr en á næsta ári. Þá er jafnframt fyrir- hugað að hefjast handa við varan- lega bryggjugerð fyrir framan Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar. Bryggjan þar er mjög illa farin og er þvi nauðsynlegt að þessum framkvæmdum verði hraðað sem auðið er. Að síðustu skal þess getið að áætlað er að ljúka öllum hafnarframkvæmdum hér fyrir árslok 1981. Hugsanlegt er einnig að ráðist verði í byggingu dráttarbrautar og smábátahafnar, innan ramma þessarar áætlunar, en þau mál hafa verið mikið til umræðu hér á undanförnum árum. Skólamál Bygging nýs skólahúss grunn- skólans hefur staðið yfir allar „Varanlegri hafnargerð verður lokið á komandi kjörtímabili" síðari ár. Því var það eitt aðalmál- anna á kjörtímabilinu að leita eftir fyrirgreiðslu fyrir varanlegri hafnargerð. Sú fyrirgreiðsla fékkst í byrjun árs 1977 og var þá varanleg hafnargerð hér sett inn á framkvæmdaáætlun hjá Vita- og hafnamálastofnuninni. Henni var valinn staður á svæði hér í bænum sem er lítt byggt. í áætluninni um hafnargerðina er stefnt að því að þetta verði fullkomin vöruhöfn þannig að hún ætti að nýtast íslenzku skipafélögunum vel. Einnig ætti að skapast hér aðstaða til að byggja upp aðstöðu fyrir fiskibátana. Síðan er áætlað að endurnýja að hluta til gömlu bryggjurnar þann- ig að þar skapist aðstaða fyrir smærri báta. I sumar er áætlað að dýpka fyrir framan bryggjustaéði og nýta það efni sem upp kemur í uppfyllingu nýs svæðis og þá er einnig stefnt að því að ljúka við gerð hafnar- garðsins í sumar, nema hvað ekki götur frá árinu 1971 og stefnt er það því að ljúka um 70% fram- kvæmdanna á þessu ári, svo að hægt verði að hefja þar kennslu í haust. — Til þessa höfum við verið í bráðabirgðahúsnæði, sem reist var 1930, þegar þáverandi kennslu- húsnæði brann. Raunar er það ekki fyrr en á s.l. ári að verulegur skriður komst á málið og unnið var upp í fjárveitingu ríkisins. Til þess tíma höfðu erfiðleikar verið svo miklir heima fyrir í fjármálum að ekki var gerlegt að hefja framkvæmdir og ná út þeirri „hungurlús“ sem ríkið leggur í framkvæmdirnar. Að mínu mati er alveg nauðsynlegt að það takist að ljúka þessu á næstu 2 árum, því ástandið er orðið mjög alvarlegt í gamla húsnæðinu. Við höfum jafnvel þurft að kenna í félags- heimilinu og í kjallara slökkvi- stöðvarinnar. Þetta hefur og valdið kennurunum miklum erfið- leikum, þar sem ekki hefur verið hægt að halda uppi nægum aga vegna . þess að nemendur bera eðlilega ekki næga virðingu fyrir húsnæðinu. Við höfum starfrækt hér í vetur fyrsta og annan bekk Iðnskóla, en það hefur verið nokkurs konar útibú frá Neskaupstað. Það ræðst síðan af fjölda nemenda hvert framhald verður á því. Heilbrigðismál Þegar hefur fengist fjárveiting til byggingar heilsugæzlustöðvar. Fyrir allnokkru átti að vera búið að taka ákvörðun um útboð á grunnplötu, en það hefur dregist á langinn vegna þess að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu hafa ekki séð sér fært að koma hingað austur til að ráðgast við heima- menn um staðsetningu stöðvarinn- ar og fleira. — í gamla læknisbú- staðnum var útbúin aðstaða, sem er langt frá því að vera fullnægj- andi en við verðum að notast við hana, þar til nýja heilsugæzlustöð- in verður komin upp. Samkvæmt lögum höfum við rétt á að fá svokallaða H 1, heilsugæzlustöð sem þýðir að við höfum rétt á að hafa einn lækni, hjúkrunarkonu og ljósmóður. I dag höfum við hins vegar aðeins lækni og ljósmóður í hálfu starfi. Það sem hefur háð okkur við að ráða hingað hjúkrun- arkonu er að okkur hefur vantað húsnæði fyrir hana, en nú ætti það mál að leysast þar sem innréttað hefur verið húsnæði fyrir hana í nýju læknisbústaðnum. Saga tannlækninga hér er mikil raunasaga. Sveitarfélaginu voru gefin fullkomin tannlækningatæki og réðst þá hingað tannlæknir í 1 'k ár, en síðan ekki söguna meir, utan þess að undanfarin tvö sumur hafa komið hingað tannlæknar um skamman tíma. Okkur þykir því súrt í broti að enginn ungur maður skuli vilja koma til okkar, þar sem aðstaða er hér öll fyrir hendi. — Það hefur einnig haft verulegan kostnað í för með sér fyrir íbúana að hafa þurft að ferðast langar leiðir til að fá gert við tennur sínar. Félagsmál í vetur hófst hér nýr þáttur félagsmála. Tvær konur skrifuðu sveitarstjórninni bréf þar sem þær báðu um aðstoð og aðstöðu til að hefja unglingastarf, s.s. ýmsa tómstundavinnu, myndakvöld, málfundi og fleira. Þetta var strax samþykkt og gekk starfið mjög vel fyrir sig. Það ber sérstaklega að þakka þessum framtakssömu kon- um þeirra þátt. Þá er starfandi hér Lionsklúbbur, slysavarnadeild og björgunarsveit og er mikið starf í þeim öllum. Eitt brýnasta verkefn- ið hjá okkur í dag á þessu sviði er að gera eitthvað fyrir gamla fólkið. Það er því að mínu áliti verðugt verkefni væntanlegrar sveitarstjórnar að taka þessi mál föstum tökum. Það býr allnokkuð af öldruðu fólki í bænum í eigin húsnæði, en því er ekki veitt nein þjónusta í dag. Mjög gott væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.