Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1978 25 £T w~; ____________ 'iT5í«ass3»fí8B;; *-«->* bað þætti einkennilegt á íslandi að sjá 10 manns vinna við litla hrærivél. Trésmíðaverkstæðið er að heita qndir berum himni. aðeins smáskýli er yfir smiöaborounum. W / heimsókn hjá Scanhouse í Nígeríu 1. grein Myndir og texti: Þórieifur Ólafsson þetta fólk hefur aldrei fengið nokkra menntun sem heitið getur. Þá verður maður að setja sig inn í kerfið hér eins fljótt og haegt er, annars er voðinn vís,“ segir Magnús. Ráðnir til 3 mán- aða í upphafi Þeir Islendingar, sem starfa hjá Scanhouse, eru ráðnir í fyrstu til þriggja mánaða og ef þeim líkar vel, geta fellt sig við loftslagið, þá eru þeir ráðnir í 1 '/2 ár áfram eða þar til núverandi verk verður búið. Á Bagardy-svæðinu eru fleiri fyrirtæki en Scanhouse að byggja, koma þessi fyrirtæki frá hinum ýmsu þjóðum og eru einkum að reisa opinberar byggingar og alls kyns þjónustumiðstöðvar. Vinna allar helgar „Við höfum yfirleitt unnið allar helgar frá því að við komum hingað og eins um páska og hvítasunnu. Svertingjarnir hafa gert það líka og látið sér það lynda, enda fá þeir greidda alla yfirvinnu að fullu." Þegar ég átti samtalið við Magnús, var hann að ljúka við almennan viðtalstíma, en fyrr um morguninn voru 30—40 manns fyrir utan skrifstofuna í því skyni að selja Scanhouse hinar ýmsu tegundir byggingarvara. Eins og fyrr segir þá vinna nú 230 manns undir stjórn Magnúsar, en að loknum regntíman- um verður starfsfólki fjölgað í 300—400, „og á næsta ári þegar við erum byrjaðir á Ojo-svæðinu verða 600—700 manns í vinnu hjá Scan- house hér á þessu svæði,“ segir Magnús. A Ojo-svæðinu verða reistar íbúðir fyrir sjóherinn eins og fyrr sagði. Nú er verið að ryðja frumskóginn þar og að því loknu verður hægt að hefjast handa við framkvæmdir. Húsin þar verða raðhús og keðjuhús, öli á einni hæð, og flatarmál hverrar íbúðar 70—80 fermetrar. Steypa 2—3 grunna á dag „Það þykir kannski mörgum furðulegt heima, að við skulum þurfa 8—10 manns til að mata þær litlu hrærivélar sem við notum hér nú, en svona er það. Hins vegar fáum við á næstunni stóra steypustöð frá Þýzkalandi og verður hún væntan- lega tekin í notkun jafnhliða mótun- um. Okkur hefur tekizt að undan- förnu að steypa 2—3 grunna á dag, og helzt viljum við vera búnir að ljúka við lagnir í götum og malbika þær áður en við byrjum að steypta upp húsin. Hershöfðinginn sem fylgist með framkvæmdum Scanhouse virðist vera ákaflega ánægður með okkar framkvæmdir því hann^ hefur látið úthluta fleiri byggingarsvæðum til fyrirtækja og stofnana sem ætlunin er að Scanhouse byggi fyrir, en ljóst er að ekki verður gengið frá frekari samningum fyrr en við verðum komnir nokkuð áleiðis með yfir- standandi verkefni." Starfið erfiðara en ég átti von á „Að koma hingað til Nígeríu er eins og að fara út í frumskóg með peningabauk og segja við fólkið: gjörið þið svo vel. Það er talað um að Nígería sé ríkt land, en landið verður það ekki fyrr en það hefur notfært sér auðæfin," sagði Magnús og bætti við: „Sjálfur átti ég ekki von á að starfið hér yrði jafn erfitt og raun ber vitni, ég hafði aldrei ímyndað mér að jafn mikil vand- kvæði og vesen og hér viðgengist í heiminum." Gott að vera hér ef við fengjum fjölskyldurnar „Ég er aö byrja fjórðu vikuna hér í Nígeríu," sagði Marteinn Jóhanns- son. „Hingað ákvað ég að fara, þar sm ég þekkti Mgnús Magnússon vel, en ég var bæjarverkstjóri í Hvera- gerði á sama tíma og hann var tæknifræðingur þar. Það sem dró mig líka hingað var hátt kaup, auk þess sem hér er frítt fæði og húsnæði. Ef sá möguleiki rætist að við getum fengið okkar fjölskyldur til Lagos, þá verður gott að vera hér, en heima á ég konu og tvö börn, og ég vona innilega að fjölskyldan geti komið hingað um áramót.“ — Hvernig hefur þú kunnað við þig? „Ég verð að segja að ég hef kunnað vel við mig, það tekur svona 7—10 daga að átta sig á hlutunum, eða svipað því sem ég hafði gert mér í hugarlund áður en ég fór að heiman. Svertingjarnir finnast mér margir skemmtilegir, þeir taka ávallt í höndina á manni á morgnana þegar þeir mæta til vinnu. Þeir eru líka vandir að virðingu sinni. T.d. má ég ekki skamma verkstjórann þegar hann er nálægt undirmönnum sín- um, heldur verð að draga hann út í horn og skamma hann þar. Síðan fer verkstjórinn út á svæðið aftur og hundskammar undirmennina.“ Marteinn er nokkurs konar yfir- verkstjóri á svæðinu á samt tveimur öðrum íslendingum, þeir ganga á milli vinnuflokkanna og fylgjast með að allt sé rétt gert og oft kemur það fyrir, að ekki er rétt mælt. T.d. kom það fyrir daginn sem ég var á Bagardy, að þeir fundu 60 cm hornskekkju á grunni, sem verið var að slá upp. Marteinn segir að sem betur fer sé þetta þó ekki daglegt brauð, en það þýði ekki að fara hálfsofandi um svæðið. Finnast allir svertingjar eins „Það tók mig meira en vikutíma að þekkja svertingjana í sundur svo að vel væri, í fyrstu fundust mér þeir allir vera eins. Nú finnst mér enginn eins, alveg eins og er með fólk heima. Mér finnst verst að þurfa að vera mjög harður við þá, en ef þeir á annað borð hlýða, þá á maður að þakka þeim fyrir og þá verða þeir ánægðir og leggja sig fram.“ — Gætirðu hugsað þér að vera áfram við störf í Nígeríu? „Ég gæti vel hugsað mér að vera hér í vinnu i 2—3 næstu árin þ.e.a.s. ef ég fengi fjölskylduna og hér eru bæði brezkir og' amerískir skólar, sem hægt er að senda börnin í. Um ástandið hér í Lagos er það að segja, að maður reynir að leiða það hjá sér. Ástand líkt því sem hér er, er að finna í öllum stórborgum." Mataræðið eríitt Mataræði Nígeríubúa getur oft reynst Evrópubúum hættulegt ef þeir gæta sín ekki sérstaklega, og sumar íslendinganna, sem eru við störf, hafa ekki farið varhluta af niðurgangi. Einn þeirra er Gunnar Sigvaldason húsasmiður, sem nú hefur starfað á þriðja mánuð á Bagardy-svæði. „Ég var með eilífan niðurgang í tvo mánuði allt þar til að ég fluttist á þann stað sem ég bý á nú ásamt fimm öðrum íslending- um, en kokkurinn sem við höfum núna er hreint ágætur. Ástæðan fyrir því að ég fór hingað út er fyrst og fremst ævintýraþrá, en peningarnir drógu ekki úr. Hér hef ég kunnað skínandi vel við mig, enda alltaf eitthvað nýtt að gerast á hverjum degi.“ Ekkert stress Gunnar sem er einhleypur segir að lífið í Nígeríu sé eins og annar heimur ef miðað er við ísland. „Þó þeir séu margir sem hafa haldið því fram að það geti á tíðum verið hættulegt að búa hér, hefur Lagos ýmsa kosti fram yfir ísland, einn held ég að sé stærstur og það er að hér þekkist ekki stress. Maður verður að hægja á sér um % þegar maður kemur hingað. Það fylgir bara hitanum að menn taki því frekar rólega, en það er ekki þar með sagt að fólk hér sé latt.“ Steypu komið á eina plötuna. Þótt húsin í Nígeríu séu ekki mikið járnbundin. þá er nauðsynlegt að hafa eitthvert járn í þeim og hér er verið að ganga frá neti í plötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.