Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 21 Fyrsti bæ jarstjórnar- f undur í Bolungarvík NÝKJÖRIN baejarstjórn Bolungarvíkur kom saman til fyrsta iundar síns á fimmtudags- kvöld. Guðmundur Magnússon af B-lista. aldursforseti bæjarfull- trúa. setti fundinn. en síðan skýrði Ólafur Kristjánsson, fyrsti bæjarfulltrúi D-listans, frá viðræðum sjálfstæðismanna og vinstri manna og óháðra og samstarfi þeirra. Þessa mynd tók fréttaritari Mbl. Gunnar Halls- son. á fundinum. Frá vinstri: Guðmundur Agnarsson, fyrsti varamaður D- lista, Katrín Magnúsdóttir og Hörður Snorrason H-lista, Stefán Veturliðason bæjarritari, Guðmundur Magnússon, Guðmundur B. Jónsson og Ólafur Kristjánsson D-lista og Valdimar L. Gíslason H-lista. Fyrsta frímerkjasýningin í Hafnarfirði, Hafnex ‘78, var opnuð í Víðistaðaskóla á föstudag, en sýningin er haldin í tengslum við 11. þing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara. Samþykkt Bandalags kvenna um áfengismál: Vara vid áfengu öli AÐALFUNDUR Bandalags kvenna samþykkti eftirfarandi ályktun um áfengismáb 1. Aðalfundur Bandalagsins skorar á háttvirt Alþingi að samþykkja engin lög, sem heimila sölu á áfengu öli til almennings. Fundurinn leggur þunga áherslu á, að tekið verði fullt tillit til þessarar ábendingar bandalagsins. 2. Aðalfundurinn þakkar borgarstjórn veitta húsnæðisað- stöðu fyrir áfengis- og lyfjasjúkl- inga, svo og aðra þá aðstoð sem hún hefur lagt fram til hjálpar þessu fólki með því að skapa því heimilisaðstöðu og þar með mögu- leika til endurhæfingar. Jafnframt væntir fundurinn þess, að borgar- stjórn auki þessa aðstöðu eftir því sem nauðsyn krefur. 3. Aðalfundurinn þakkar þau miklu upplýsinga- og fræðslustörf sem unnin hafa verið af fjölmiðl- um, samtökum og einstaklingum, til þess að hamla gegn reykingum og eiturlyfja- og áfengisneyslu. Þetta hefur vissulega vakið al- menning til umhugsunar og átaka AIJOI.YSINOASIMINN ER: 22480 J ]H«r0unblabib á þessu böli. Fundurinn væntir þess, að áframhald geti orðið á þessari starfsemi. Jafnframt fagn- ar fundurinn stofnun S.Á.A. og árnar þeim heilla og velfarnaðar í starfi. 4. Aðalfundurinn telur brýna nauðsyn á því að stórauka eftirlit með eitur- og fíkniefnum, sem víða Framhald af bls. 14. uppgjöri reikninga og þekkja til skrifstofustarfa yfirleitt. Þrjár greinar hagfræði. Þjóðhagfræði sem fjallar um helztu hagfræðikenningar, hag þjóðfélagsins og uppgjör þjóðar- reikninga. Fiskihagfræði, en henn- ar svið eru auðæfi hafsins, þ.e. fiskurinn og skynsamleg nýting hans og að síðustu er það rekstrar- hagfræðin. Rekstur framleiðsl- unnar og hagræn stjórnun hennar. Reksturstækn: og stjórnun. Það tekur yfir mjög vítt svið og fjallar m.a. um atvinnurannsókn- ir, afkastaaukningu kaupgreiðslu- kerfi, verksmiðjuskipulagningu og framkvæmdaáætlanir. Fjármál. I þeim er tekið fyrir innkaup birgða, birgðahald, fram- leiðslulotur, fjárfestingarreikn- ingar og greiðsluáætlanir. Þá má að lokum nefna greinar er smyglað inn í landið. Jafnframt vill fundurinn endurtaka þá áskor- un sína, að aukin verði fræðsla í skólum og fjölmiðlum um skað- semi allra fíkniefna. Jafnframt telur fundurinn að auka þurfi sektir og refsitíma og taka skilyrðislaust upp nafnbirtingar við endurtekin brot. er telja verður tengdar reksturs- þættinum, en þær eru lögfræði, tryggingarmál og ensk viðskipta- bréf. Þá er komið að þeim greinum sem snúa beint að útgerð og fiskvinnslu. Veiðarfæri. Þar eru kynnt al- gengustu veiðarfæri og veiðiað- ferðir, viðhald og þjónusta könnuð og verðsamanburður gerður. Fiskvinnsla. Fjallað um fisk- verkun og fiskmat á raunhæfan hátt. Menn úr greinum fisk- vinnslunnar koma og miðla þekk- ingu sinni og nemendur komast í beina snertingu við fiskinn í frystihúsi Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. Veiðiaðferðir. Sú grein tekur fyrir stjórnun veiða og útgerða svo og samskipti við lánastofnanir og fleiri aðila. Skipið, vélin og rafeindatækni, eru þrjár aðskildar greinar er fjalla um skipið tæknilega, þ.e. eðli — Útgerðatækni Allt við sama í BUH-deilunni ALLT var við það sama í hinu svokallaða BÚII-máli í Ilafnar- firði í gær. en sem kunnugt er lagði starfsfólk fiskiðjuversins niður vinnu er starfsmanni. sem unnið hafði hjá fyrirtækinu í mörg ár, var svipt starfi sem hún hafði gegnt. Krefst starfsfólkið þess, að tveimur verkstjórum verði vísað úr starfi og segist ekki hefja vinnu á ný, fyrr en þeir hætti störfum hjá BÚH. Guðmundur Ingvason, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að allt væri við það sama í deilunni. Málið hefði verið mikið rætt, en hvorki gengið né rekið. Morgunblaðið spurði Guðmund hvort togarar fyrirtækisins færu ekki að koma inn til löndunar. Kvað hann svo vera og ef vinna hæfist ekki á ný á mánudagsmorg- un, myndu þeir reyna að selja fiskinn annað, og ennfremur taka stærri hluta en venjulega í salfisk- verkun. Ashkenazy væntanleg- ur 1 dag VLADIMIR Ashkenazy er væntanlegur erlendis frá í dag. til listahátíðar, en á þriðjudag stjórnar hann Sinfóníuhljóm- sveitinni á tónleikum Rostrop- ovitch. Níunda júní stjórnar Ashkenazy aftur Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum Itzhak Perlmans og Lynn Harrells og 14. júní leikur Ashkenazy undir ljóðasöng Elísa- bethar Söderström í Háskólabíói. Flugmenn í FÍA sam- þykktu kjarasamninginn FLUGMENN í FÍA samþykktu nýgerðan kjarasamning við Flug- leiðir með öllum greiddum at- kvæðum á fundi í fyrrakvöld. Kjarasamningurinn gildir frá 15. október s.I. til 1. febrúar 1979. Með þessum samningi fá félagar FIA hlutfallslega sömu launa- hækkanir og aðrir launþegahópar hafa fengið. Þá voru gerðar nokkrar breytingar á samningum félagsins við Flugleiðir, t.d. sam- þykktu flugmenn breytingar vegna leiguflugs, sem þýðir að þeir fljúga fleiri tíma en áður ef mikið er um leiguflug. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að alls hefðu verið haldnir 15 samningafundir með FÍA- mönnum og ennfremur hefðu verið haldnir 15 fundir með Félagi Loftleiðaflugmanna, en þar hafa samningar ekki tekizt enn. Næsti samningafundur Loftleiðamanna og samninganefndar Flugleiða verður haldinn síðdegis á mánu- dag. Moro e.t.v. meðvit- undarlaus þegar hann var Milanú. 1. júní. AI*. ALDO Morp fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu kann að hafa verið í dái þegar hann var skotinn til bana. að því er hlaðið II Giorno greindi frá í dag. Blaðið sem iðuleg birti tilkynningar frá fjölskyldu Moros til mannræn- ingjanna. þar sem þeir voru hvattir til að sýna mannúð. sagði að þetta væru niðurstöður krufn- ingar á líki Moros. Krufningin hefði leitt í ljós að lifur hans var sýkt, hann hafði ekki neytt matar um langa hríð og heilabörkurinn í höfði hans hefði verið óeðlilega harður. Blaðið segir að flest bendi til að Moro hafi hrakað mjög vegna þess að ekki skotinn var gert að skotsári sem hann fékk þegar honum var rænt, hann hafi ekki fengið næringu að neinu gagni og sömuleiðis hafi allur sá tími sem hann var í haldi hjá mannræningjunum án þess að ljóst væri framan af hvað þeir hygðust fyrir, átt mikinn þátt í því hversu mjög honum hrakaði síð- ustu dagana sem hann lifði. Niðurstöður krufningarinnar sem sérfræðinganefnd fram- kvæmdi hafa að öðru leyti ekki verið gerðar heyrum kunnar og nefndarmenn sögðu að um sextíu dagar myndu líða unz þeir gætu sent frá sér fullkomna skýrslu, þar sem mikill tími færi í að rannsaka sýni sem taka þyrfti úr líkinu. þess, byggingu, vélabúnað, viðhald þess og tækjabúnað. Þá má að síðustu nefna greinar sem tengja má þessum þætti, en þær eru fiskifræði og matvæla- fræði. Námið er að stórum hluta byggt upp á heimsóknum og skoðunar- ferðum í fyrirtæki og stofnanir sjávarútvegsins, og menn úr grein- um hans koma í hverri viku og miðla af þekkingu sinni. Þannig hafa verið farnar skoðunarferðir í frystihús og fiskvinnsluhús og sölusamtökin kynnt, skipasmíða- stöðvar og slippir skoðaðir, nóta- verkstæði, netagerðir og veiðar- færaframleiðsla heimsótt. Mikilvægasti þátturinn í nám- inu að mati nemenda er svokallað lokaverkefni. Framkvæmdin er sú að hver nemandi eða tveir og jafnvel þrír saman velja sér fyrirtæki, sem starfrækir útgerð og fiskvinnslu. Eiga þeir síðan að fara yfir bókhald fyrirtækisins, reikna út fjárhagsstöðu þess, finna framlegð hinna ýmsu veiða og vinnslugreina, athuga stjórnunar- þætti, vinnslurásir, nýtingu á vinnslu aflans og reyna að benda á leiðir til úrbóta á ýmsum sviðum, ef hægt er að gera betur. Að framansögðu ætti að vera nokkuð ljóst að nám í útgerðar- tækni er ekki þurr bóklestur þar sem nemendur eru lokaðir frá raunveruleikanum, heldur mjög lifandi og fjölbreytt nám þar sem menn með reynslu og lifandi áhuga fyrir útgerð geta komið. Þeim er veitt tilsögn og reynt er að opna augu þeirra fyrir sem flestum greinum útgerðar og fiskvinnslu, og þeir eru í beinum tengslum við atvinnuvegina meðan á náminu stendur. Þá var rætt við tvo nýútskrifaða „útgerðartækna. Þá Sigurð Bergsveinsson og Sigurbjörn Svavarsson. Fara viðtölin hér á eftir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.