Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
Á s.l. vetri dvöldu tveir nemendur 6. bekkjar Menntaskólans á Akureyri í starfskynningu hjá Morgunblaðinu, þær Erla Jónsdóttir og Rannveig
M. Nielsdóttir. Var þá ákveðið að þær skrifuðu um skólann sinn — og birtast skrif þeirra héri
Menntaskólínn á
Akureyri setur urM
svip á bæinn SmH
Eitt af því fyrsta sem menn
taka eftir er þeir koma til
Akureyrar er hús Menntaskól-
ans á Akureyri. Mörgum finnst
sem einhver sérstakur,
„sjarmerandi", blær hvíli yfir
þessari stofnun.
Skólameistari M.A. er
Tryggvi Gíslason. Við litum inn
á skrifstofu hans og varð hann
fúslega við þeirri bón okkar um
að segja okkur í stuttu máli frá
sögu skólans og lífinu þar.
Menntaskólinn á Akureyri
var stofnaður með sérstökum
lögum árið 1930 en skólinn hafði
fengið leyfi til að útskrifa
stúdenta þrem árum árður. Hét
hann þá Gagnfræðaskólinn á
Akureyri en hann var arftaki
Gagnfræðaskólans á Möðruvöll-
um sem var stofnaður árið 1880.
Þá hafði skólahald legið niðri
síðan 1801 að stólsskólinn á
Hólum var lagður niður en hann
var stofnaður um 1106 og er
fyrsti reglulegi skólinn á Is-
landi. Við rekjum sögu M.A til
hins forna Hólaskóla sem í raun
er elsta skólastofnun sem
traustar heimildir eru um hér á
landi.
Menntaskólinn á Akureyri (gamla skólahúsið)
Nemendur í skólanum voru að
sjálfsögðu mun færri árið 1930,
um 120, og þá var aðeins kennt
í einni deild, máladeild. Höfuð-
greinin var þá latína og er það
forn arfur frá stólsskólanum.
Stærðfræðilegt stúdentspróf,
eins og það var kallað, var fyrst
tekið árið 1932 og þá stofnuð
stærðfræðideild. Arið 1966 var
síðan stofnuð náttúrufræðideild,
mest að áeggjan Steindórs
Steindórssonar fyrrverandi
skólameistara, og félagsfræði-
deild var stofnuð árið 1972. Sú
nýjung var síðan tekin upp árið
1975 að farið var að kenna á
tónlistarkjörsviði í samvinnu
við Tónlistarskólann á Akur-
eyri. Þá var líka árið 1975
stofnuð við skólann Öldungar-
deild. Það má því segja að við
skólann starfi 6 deildir og í
haust voru nemendur alls um
600.
Félagslíf í M.A hefur alltaf
verið mjög mikið. Skólinn var
lengi eini menntaskólinn í land-
inu með heimavist og var að því
leyti frábrugðin MR en fram til
ársins 1952 voru þeir einu
menntaskólarnir á Islandi. Það
var m.a. vegna heimavistarinn-
ar að félagslífið varð svo öflugt
í upphafi og hefur verið það
ávallt síðan. Nú er mjög mikið
félagslíf hér og hefur aldrei
verið meira að ég held. Félags-
lífið er líka mjög fjölþætt, ekki
einungis böll og blaðaútgáfa
eins og margir halda. Við
skólann starfar öflugt íþrótta-
félag sem hefur staðið sig vel á
skólamótum nú í vetur. Einnig
er hér þróttmikið leikfélag,
félag áhugaljósmyndara með
um 100 félaga, tónlistarfélag,
bridgefélag, skákfélag og mál-
fundafélag auk kórs og 8 manna
danshljómsveitar.
í vetur hafa komið út þrjú
blöð í skólanum. Skólablaðið
Muninn sem er 50 ára og
Gambri sem er 25 ára og kemur
út af og til. Þriðja blaðið er
tiltölulega nýtt og heitir Lauf-
blaðið.
En hvað með gamlar venjur
og hinar svo svo nefndu tradi-
sjónir?
Hér í skólanum hefur veriðj
reynt að halda í gamla siði.
Tolleringar eru hin gamla að-
ferð við vígslu nýnema. Undan-
farin ár hafa þær þó orðið
heldur svipmeiri en áður tíðkað-
ist.
Söngsalur er annað veifið
þegar nemendur fylla aðalgang
skólans og „syngja á Sal“. Þá
eru sungin gömul og ný lög og
reynt að syngja sem lengst.
Stundum er einnig kallað á Sal
af ýmsu öðru tilefni, t.d. vegna
gestakomu, fyrirlestra, tilkynn-
inga sem þarf að koma á
framfæri o.s. frv.
Árið 1934 teiknuðu listamenn
skólans skopmundir af verðandi
stúdentum með sönglagatextum
sem notaðir voru á dimmissio.
Síðan hafa verið teiknaðar
myndir af dimittentum. Bók sú
er þessar myndir eru í heitir
Carmína (ljóð). Að öðru leyti er
dimissio hér eins og í öðrum
skólum.
Auk þess eru hér fastar
hátíðir í skólanum sem eru þá
orðnar hluti af „tradisjónunum"
og fyrir nokkrum árum var
endurvakin sú venja að verðandi
stúdentar gengju síðasta próf-
dag upp á -hæsta hluta Vaðla-
heiðar að Skólavörðunni, sem
þar stendur, og legðu stein í
vörðuna sem tákn um hlut sinn
í starfi Menntaskólans á Akur-
eyri.
Bilið á milli símhringinganna
styttist óðum og spyrjandi hefur
það á tilfinningunni að það bíði
fleiri eftir því að fá að tala við
skólameistarann svo hann sér
þann kost vænstan að biðja um
lokaorð.
Ég vildi þá helst að það kæmi
fram hversu mikinn svip
Menntaskólinn á Akureyri hefur
sett á Akureyri. Ekki aðeins
þetta gamla hús, sem byggt er
árið 1904 og skólinn starfar í,
heldur og skólastarfið allt.
Áhrif skólans á bæinn og sveitir
hér norðanlands eru mikil og
góð.
R.M.N.
Hver leikur í
og víðar
Það er varla hægt að heim-
sækja Menntaskólann á Akur-
eyri án þess að rabba örlítið við
meðlimi hljómsveitarinnar
„HVER“. Hljómsvbeitin byrjaði
að spila opinberlega haustið
1976 og var þá skipuð þeim
Baldri Péturssyni og Hilmari
Þór Hilmarssyni frá Bakka-
firði, Leifi Hallgrímssyni og
Þórhalli Kristjánssyni úr Mý-
vatnssveit og Jóni Sigurjónssyni
frá Vopnafirði. I fyrstu spiluðu
þeir aðallega á skólaböllum og
nokkrum mánuðum síðar voru
akureyrsku söngkonurnar Eva
Albertsdóttir, Erna Gunnars-
dóttir og Erna Þórarinsdóttir
inniimaðar í hljómsveitina og
þótti það mikil búbót. Krakk-
arnir voru öll nemendur í
menntaskólanum og auk þess að
spila á skólaböllum spiluðu þau
á nokkrum sveitaböllum og í
Sjálfstæðishúsinu.
— Við spiluðum á 17 dans-
leikjum í fyrravetur og þá
vorum við með mjög léleg
hljóðfæri og söngkerfi sem við
fengum lánað og gátum því svo
að segja gefið vinnuna. Um
sumarið spiluðum við svo ekkert
þar eð við vorum sitt á hverju
landshorninu. Trommuleikarinn
okkar Jón Sigurjónsson hætti,
en haustið 1977, þegar skólinn
hófst, byrjuðum við aftur með
nýjum trommuleikara Stein-
grími Óla Sigurðssyni frá Akur-
eyri. Þá um haustið voru gerðar
endurbætur á hljómsveitinni ný
hljóðfæri voru keypt og nýtt
söngkerfi. Við höfum því í allan
vetur verið að borga skuldir með
þeim peningum sem við vinnum
okkur inn. Við fáum álíka mikið
og fjögurra manna hljómsveitir
en við erum átta. Sú stefna er
farin að ríkja, bæði innan
skólans og utan, að fá sem
ódýrastar hljómsveitir, hversu
lélegar sem þær eru, og ef það
tekst ekki þá er það bara
diskótek.
— I vetur höfum við spilað
minna í menntaskólanum en í
fyrra því að við viljum ekki
útiloka aðrar hljómsveitir frá
skólanum og svo er líka allt of
einhæft að spila alltaf sömu
lögin fyrir sama fólkið og við
gætum ekki æft nýtt prógramm
fyrir hvert ball. Við höfum
spilað í Sjálfstæðishúsinu og í
samkomuhúsunum hér í kring.
— Að sjálfsögðu fer mikill
tími í æfingar. Við æfum svona
fjórum sinnum í viku. Annars
fer þetta eftir skólanum, prófum
og öðru. Allur okkar frítími fer
í æfingar en skólinn verður að
vera númer eitt. Við höfum
aðstöðu til æfinga í skólanum og
hefur skólameistari, Tryggvi
Gíslason, verið okkur mjög
hjálplegur. Annars virðist fólk
ekki gera sér fullkomlega grein
fyrir hversu mikið við þurfum
að æfa og hversu mikill tími og
vinna fara í þetta því auðvitað
viljum við skila vinnu okkar sem
bestri. Menn vilja ekki trúa því
að við þurfum peninga fyrir en
einhvern veginn verðum við að
borga hljóðfærin og þau voru
dýr t.d. kostaði söngkerfið tæpa
milljón.
— Tónlistin hjá okkur er
mikið miðuð við söngkonurnar
og við leggjum mest upp úr
góðum söng. Á prógramminu
hjá okkur eru t.d. lög með Diönu
Ross, Thelmu Houston og
Minnie Riperton. Einnig æfum
við lög með Climax Blues Band
og Billy Joel. Svo erum við með
tvö lög eftir einn nemanda hér
í skólanum, Hafþór Helgason.
— Jú, jú það var spennandi
að koma fram í sjónvarpinu þó
að margt hefði mátt fara betur.
Þetta var á vegum skólans, hver
skóli átti að leggja til skemmti-
atriði í þáttinn „Menntaskólar
mætast" við vorum beðin um að
fara og slógum til.
— Fyrst við erum nú farin að
tala um sjónvarpið, hvað finnst
ykkur þá um þáttinn „Hér sé
stuð“?
— Hann er sæmilegur en þó
svolítið einhæfur og gefur ekki
rétta mynd af getu hljómsveit-
anna. Þetta eru bara hljóm-
sveitir úr Reykjavík og
nágrenni; það væri skemmti-
legra og fjölbreyttara að sjá og
heyra í hljómsveitum utan af
landi, bæði þekktum og óþekkt-
um. Við erum þá ekki endilega
að meina í þessum sérstaka
þætti, heldur í sjónvarpinu
yfirleitt.
— Nafnið? Nei, það liggur
alls ekkert á bak við það.
Upphaflega var þetta bara
brandari það var gaman að sjá
Framhald á bls. 55.
Illjómsveitin „IIver“. — Fremri röð, talið frá vinstrii Söngkonurnar
Erna Gunnarsdóttir, Eva Albcrtsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. —
Aftari röði Baldur Pétursson, hljómborð, Leifur Ilallgrímsson, bassi,
Ililmar Þór Ililmarsson, gítar og söngur, Þórhallur Kristjánsson,
gítar og söngur og Steingrímur Oli Sigurðsson trommuleikari.