Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 43 LANDGRUNNS PENINGURINN MINNING UM MLRKAN ÁFANGA MÓTUÐ í SILFUR OG BRONS 193 félög í firmakepprii Mána FIRMAKEPPNI Hestamannaíé- lagsins Mána í Keflavík íór fram sunnudaKÍnn 21. maí s.l. Keppt var á nýju æfingasvæði félagsins og var þátttaka geysimikil, en alls studdu 193 fyrirtæki félagið. Úrslit urðu þessi: í A-flokki sigraði Örvar, Einars Þorsteinssonar, en hann kepptti fyrir Hagtryggingu h.f., umboðið í Keflavík. I B-flokki sigraði Bjarni, Maju Loebellen hann keppti fyrir Hópnes h.f. í Grindavík. í ungl- ingaflokki, en þar voru knapar 13—15 ára, sigraði Gassi, Kristins Skúlasonar, en hann keppti fyrir Garðar Garðarsson lögfræðing. I unglingaflokki 2., en þar voru knapar 12 ára og yngri, sigraði Léttir, Sigurlaugar Auðunsdóttur, en hann keppti fyrir Hitaveitu Suðurnesja. N.k. sunnudag 11. júní heldur félagið sínar árlegu kappreiðar á Mánagrund við Garðaveg og hefst keppni kl. 14.00. 800 félagar í Norræna- félaginu í Kópavogi AÐALFUNDUR Norræna félags- ins í Kópavogi er afstaðinn, en félagar eru nú 800. Formaður félagsins er Hjálmar Ólafsson, en auk hans eru 4 í stjórn. A haustvöku félagsins flutti Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur erindi um Kröflusvæðið. Ferðasaga var flutt og einsöngur sunginn. I marz var vorvaka félagsins en þar flutti Ingeborg Donali erindi á íslenzku um Þrándheim. Félagið sendi fulltrúa á vinabæjamót í Finnlandi og á menningarviku á Fjóni. Einnig tók það á móti skólafólki og stúdenta- kór frá Norðurlöndum. Ný snyrtistofa opnuð: „Markmiðið að gefa við- skiptavinmum nægan tíma” SJÁVARÚTVEGS RÁÐUNEYTIÐ EIGENDUR snyrtivöruverzlun- arinnar Monu Lisu á Laugavegi 19 hafa nú opnað snyrtistofu í sama húsnæði, en snyrtivöru- verzlunina hafa þær starfrækt í þrjú ár. Eigendur Monu Lisu heita Guð- rún Sveinsdóttir og Kristín A. Thoroddsen. Munu þær ásamt Svanborgu Daníelsdóttur fegrunarsérfræð- ingi, vinna á snyritstofunni. Þær stölíur segja það helzta markmiðið hjá sér að gefa viðskiptavinum nægan tíma, hvort sem um er að ræða andlitsböð, snyrtingu, húð- hreinsun, andlitsnudd eða hand- snyrtingu. „Við viljum að fólki líði vel og sé afslappað þegar það kemur í meðferð til okkar. Þá teljum við okkur hafa það fram yfir margar snyrtistofur að hér höfum við mikið vöruúrval til snyrtingar, vegna verzlunarinnar. En þær vörur sem við komum helzt til með að nota við andlis- snyrtinguna eru frá Christian Dior, Phyris og Harriet Hubbard Ayer, sem er þekkt frönsk snyrti- vörutegund en er hvergi á boðstól- um í Reykjavík nema hér. Nú ef fók vill einhverjar aðrar tegundir eru þær algengustu til. Við hyggjumst einnig koma með ýmsar nýjungar á snyrtistofunni og sóttum gagngert alþjóðaþing fegrunarsérfræðinga í Birmingham í apríl s.l. til að kynna okkur helztu nýjungarnar." Meðfylgjandi mynd tók RAX ljósm. Mbl. af þeim Kristínu, Guðrúnu og Svanborgu á nýju snyrtistofunni. M/l Magnússon, teiknari FÍT. Þeir eru 5 sm í þvermál og tölusettir á rönd. Gefnar verða út 750 samstæður silfur- og bronspeninga og 2250 stakir bronspeningar. Verð á samstæðu, þ.e. silfur- og brons- peningi saman í öskju, er kr. 24.000, en verð á stökum bronspeningi í öskju er kr. 6.000. Seðlabanki íslands annast sölu og dreifingu peninganna, en söluaðilar eru: Afgreiðsla Seðlabankans, Hafnarstræti 10, Búnaðarbankinn, Útvegsbankinn, Lands- bankinn og útibú þeirra svo og helstu mynt- salar í Reykjavík. Ath. Til og með 26.júní 1978 miðast afgreiðsla á samstæðum við þrjár til hvers kaupanda, vegna takmarkaðs upplags. í tilefni þess, að 30 ár eru liðin frá setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, hefur sjávarútvegsráðuneytið gefið út minnispening. Á þessum lögum eru byggðar fiskvernd- unaraðgerðir okkar og útfærsla landhelg- innar í áföngum úr þremur í tvö hundruð sjómílur. Peningur þessi er glæsilegur minjagrippr. sem heldur á lofti minningum um skelegga baráttu lítillar þjóðar til sjálfforræðis yfir auðlindum sínum. Baráttu, sem færði okkur íslendingum marga sigra, þann mesta með útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Peningarnir eru slegnir hjá Ís-Spor h.f., Reykjavík, en hönnuður þeirra er Þröstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.