Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 63 Kanaríeyjar: 3 létu líf- ið í eldi Santa Cruz, Kanaríeyjum, 9. júní. — AP. ELDUR kom upp í stóru f jölbýlis- húsi í Santa Cruz á Kanaríeyjum en upphaf hans má rekja til næturklúhbs í kjallara hússins þó upptökin séu enn ókunn. Þrír menn, ung hjón og brezkur ferðamaður létu lífið úr reykeytr- un og 18 manns meiddust. Það tók um 3 klst. að vinna á eldinum en lögreglan hefur skýrt frá því að í þessu sama húsi hafi fjórir bandarískir ferðamenn látið lífið í mars s.l. úr gaseitrun. Utankjörstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er Valhöll, Háaleitisbraut 1 — Símar 84751,84302,84037. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudagakl. 14—18. Veitingastofan Þrastalundur v/Sog Stangaveiðimenn Nokkur veiöileyfi laus í Soginu. Allar nánari upplýsingar í síma 99-1111. Sigur and- stæðinga reykinga Lyon. Frakklandi. 9. júní. Reuter. DENIS Valet, einn sterkasti baráttumaðurinn gegn reyking- um í Frakklandi, höfðaði á sínum tíma mál gegn frönsku járnbrautunum þar sem hann taldi sig ekki hafa verið nægi- lega verndaður gegn reykingum samferðamanna sinna. Járn- brautafélagið var sektað um 2000 franka fyrir að ekki hafði verið komið í veg fyrir að ferðamaður kveikti sér í vindl- ingi í klefa þar sem reykingar voru bannaðar. Þegar ferðamað- urinn kveikti í vindlingnum greip Valet í neyðarhemilinn og stöðvaði lestina og fékk fyrir vikið 500 franka sekt. Marx-leninistar mótmæla akvörð- un útvarpsráðs í fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd miðstjórnar Ein- ingarsamtaka kommúnista (marx-leninista) segir, að samtök- in mótmæli harðlega þeirri ákvörðun útvarpsráðs að tak- marka þann tíma, sem flokkar og samtök, sem ekki bjóða fram í öllum kjördæmum, hafa til ,um- ráða í sjónvarpi og útvarpi til að kynna stefnu sína. Samtökin telja að ákvörðun þessi sýni að útvarps- ráð styðji fullkomlega þá stefnu þingræðisflokkanna að hindra aðra flokka og samtök í að kynna mál sín og geri fólki því erfiðara að taka afstöðu. Einingarsamtök kommúnista (marx-leninistar) vilja því einnig hvetja einstaklinga og samtök til að berjast gegn þessari ákvörðun útvarpsráðs. Erfðaskrá- in fölsuð Las Veiías. Nevada. 9. júní. Reuter. KVIÐDÓMUR úrskurðaði í gær að crfðaskrá sem haldið hefur verið fram að væri rituð aí milljónamæringnum Howard Hughes.þar sem hann arfleiddi bensínafgreiðslumann frá Utah að hluta af eignum sínum, sé fölsuð. Stuttu eftir að Hughes lézt 1976 birtist Melvin Dummar í höfuð- stöðvum mormónakirkjunnar í Salt Lake City með handskrifaða erfðaskrá sem dagsett var 1. mars 1968 og kvað á um að hann skyldi erfa um 10 milljónir dollara eftir Hughes, en ókunnur maður hefði skilið hana eftir á bensínstöðinni þar sem Dummar vann. Saksóknari í málinu sagði að nafnritunin í skránni hefði verið léleg tilraun til eftirlíkingar á rithönd auðmannsins. Allt er enn á huldu um hver kemur til með að erfa eignir Hughes. Blöndumrtœki fyrir böö, eldhús, la’huistofu/; rannsókmrstofur, Byggingavörur Sambandsins Suóurtandsbraut 32 • Símar82033 • 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.