Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
60
i/ 1
KAFF/NU '
GRANI göslari
I»ú verður að sækja mÍK. konan
mun ætla að nota bílinn.
Blessuð jjerðu honum það ekki til jfPðs að taka eftir honum. ina.
Mundu það. að þegar rauða
ljósið kviknar, þá ertu dauðans
matur ef þú veður út í umferð-
BRIDGE
Umsjón: Pá/I Bergsson
Áætlanagerð er öilum fyrir-
tækjum nauðsynieg í einhverjum
mæli. Sama má segja um hridjje.
Munurinn er. að við spilaborðið
Kildir hún aðeins í nokkrar
mi'nútur en verður samt að vera
fyrir hendi.
Spilið í da)í kom fyrir í einum
leikja NoretíS við Finniand á
Norræna Bridgemótinu 1966. Vest-
ur gaf, N—S á hættu.
Norður
S. 84
H. ÁD1098752
T. 3
L. 103
Vestur
S. Á10975
H. K64
T. Á982
L. D
Austur
S. D32
H. G3
T. K75
L. 97642
Suður
S. KG6
H. -
T. DG1064
L. ÁKG85
í opna salnum sátu P’innarnir í
norður—suður og sagnirnar urðu
fáar. Vestur opnaði á einum spaða
off norður stökk beint í lokasögn-
ina, fjögur hjörtu.
Út kom spaðatvistur, gosinn frá
blindum og austur, Norðmaðurinn
Henning Riise, tók á ás. Hann
hugsaði sig vel um og spilaði síðan
laufadrottningu. Eftir það var
útilokað að vinna spilið. Sagnhafi
tók slaginn í borðinu, tók á
spaðakóng, trompaði spaða og tók
á hjartaás. Eftir nokkra umhugs-
un spilaði hann síðan laufi og varð
að lokum tvo niður.
Hugsum okkur, að norður hefði
spilað hjartadrottningu þegar
hann hafði tekið á ásinn. Þá hefði
komið í ljós áætlun vesturs. Hann
hefði tekið á kónginn og spilað
lágum tígli til að geta síðan
trompað lauf. Áætlunin stóðst en
ekki reyndi á hana.
. í lokaða herberginu varð norður
einnig sagnhafi í fjórum hjörtum.
En þar spilaði austur út tígul-
fimmi og voru þá möguleikar
varnarinnar einkum bið eftir því,
að Norðmaðurinn gerði vitleysu.
En það varð árangurslaus bið á því
hann lagði niður hjartaás og síðan
drottningu. Gosinn kom í og spilið
var unnið.
\nn ilnOjdlj0
C05PER 7703
Amma? Á risi heima í þessu húsi?
Hestamennska
- góð íþrótt
Það á ágætlega við að ræða um
útiveru svona á sunnudegi og hér
er spjall um hestamennsku, sem
er orðin nokkuð vinsæl íþrótt víða
um land og fer sjálfsagt vaxandi
að menn leggi stund á þessa
tegund útiveru:
„Varla þarf um að ræða, að
hestamennska er eitt vinsælasta
sportið sem menn taka sér fyrir
hepdur um þessar mundir hér á
landi. Hvar sem menn koma í
stærri kaupstaði eða minni eru til
hestamannafélög og kappreiðar
eru um allt land nokkrum sinnum
á hverju sumri og hestamanna-
mót. Er það raunar ekkert skrítið
að þessi íþrótt skuli vera vinsæl,
því hún krefst í senn hreyfingar
nokkurrar, útiveru og þess að
menn umgangist skepnur, en af
því hafa allir gott eins og flestir
þekkja.
Stundum heyrist að verið er að
hnýta eitthvað í hestamenn, hver
sé réttur bíleigenda fyrir hesta-
mönnum, á ríki eða sveitarfélög
að leggja hestamannafélögum
eitthvað til og á þá kannski að
fara að greiða skatta af hestum
og notkun þeirra á landinu.
Annars eru þessar hnútur í
hestamenn ekkert stórmál og
varla teknar svo alvarlega, hestar
og hestamenn eiga sama og
jafnan rétt og allir aðrir, bílar
aka á sínum vegum og hestar fara
sínar reiðgötur eða bara um
óbyggðir. Og þeir sem eru að
hnýta eitthvað í hestamennsku
ættu bara sjálfir að verða sér úti
um hest og hnakk og fara í
útreiðartúr. Þá myndu þeir finna
það hversu skemmtilegt þetta er.
Og það sem ég vildi einkum
benda á með þessu rabbi, sem
hefur að öðru leyti engan sérstak-
an tilgang, er hversu ánægjulegt
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simeeon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði
64
mér að sjálfsagt hefði einhver
séð okkur Louis saman og
myndi kjafta því í lögregluna.
Það er einmitt fólk eins og ég
sem er tortryggt.
— Datt þér ekki í hug að
rcyna að stinga af?
— Nei. nei, ég var bara
heima og vonaðist til að enginn
myndi eftir mér. En í morgun
þegar ég heyrði í fulltrúanum
yðar þóttist ég vita að nú væri
gamanið búið.
— Veit Francoise eitthvað?
— Nei.
— Hvaðan heldur hún að
peningarnir komi?
— I fyrsta lagi sér hún nú
litið af þeim, því að ég á ekki
mikinn afgang eins og þér
getið ímyndað yður. Og þar
fyrir utan hugsa ég hún telji
víst ég stundi smáveskjaþjófn-
að.
— Hefurðu gert það?
— Ég vona þér ætlist ekki til
að ég svari þcssu? Segið mér,
eruð þér ckki þyrstur?
Maigret hcllti á ný í giasið.
— Hefurðu fleira að segja
mér? Ertu alveg viss?
— Eins viss og ég sé yður
sitja hér.
Maigret opnaði dyrnar inn í
skrifstofuna við hliðina á og
sagði við Lucasi
— Farið með hann í gazlu-
varðhald.
Og meðan hann horfði á
Schrameck sem reis stynjandi á
fætur bætti hann viði
— Og látið handjárn á hann
til vonar og vara.
En þegar fimleikamaðurinn
sneri sér við og horfði á hann
með angurværu brosi bætti
hann við»
— Verið nú ekki slæmir við
hann samt sem áður!
— Þakka yður fyrir lög-
regluforingi. Og ég bið yður að
segja henni Francoise ekki frá
því að ég hafi veðjað svona
háum upphæðum. Þá gæti hún
aJveg gengið af göflunum og
velgt mér duglcga undir ugg-
um.
Maigret fór í frakka og setti
upp hatt og ákvað að fara
niður í Brasserie Dauphnine til
að borða. Þegar hann var á
leiðinni niður heyrði hann
hávaða og hallaði sér út yfir
handriðið.
Ungur maður með úfið hár
sló óspart frá sér og barðist um
en mynduglcgur lögrcgluþjónn
hélt honum í heljargreipum.
Hann sá að lögregluþjónninn
var blóðugur á kinninni og
endurtók í sífellui
— Gcturðu rcynt að vera
rólegur. strákur! Ef þú heldur
svona áfram enda ég með því að
gefa þér duglega á hann.
Lögregluforinginn varð að
stilla sig um að hlæja ekki. Það
var sem sagt verið að færa
Albert Jorisse til hans á þenn-
an hátt. Og Albert hélt áfram
að reyna að spyrna á móti og
hrópai
— Sleppið mér! Ég var búinn
að segja ég skyldi koma aí
frjáslum vilja...
Loks komust þeir upp til
Maigret.
— Ég var að handtaka hann
á Saint Michelbrúnni. Ég
þekkti hann strax. Þegar ég
ætlaði að grípa hann reyndi
hann að taka til fótanna.
— Það er ekki satt! Þetta er
haugalygi!
Ungi maðurinn stundi og
blés og hann var orðinn eld-
rauður í framan. en liigreglu-
maðurinn greip í jakka hans og
lyfti honum upp eins og hann
væri tuskubrúða.
— Segið honum að sleppa
mér!
Hann sparkaði frá sér en
hitti hvergi.
— Ég er búinn að segja að ég
skal tala við Maigret lögrcglu-
foringja. Ég var meira að scgja
á leiðinni hingað. Ég kom af
fúsum vilja...
Fötin hans voru krumpuð og
illa farin. Hann hafði dökka
bauga undir augunum.
— Ég er Maigret lögreglu-
foringi.