Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 17
álfstæðisflokksins:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
49
frjálslynd viðhorf,
ngnum og athafnafrelsi
Frjálsrœði í
menningarmálum
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir
nokkrum höfuðverkefnum komandi ára og
stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim.
Um stefnu sína í öðrum málaflokkum vísar
Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst til
tillagna þingmanna hans á Alþingi og ályktana
Landsfunda flokksins. Á eftirfarandi atriði má
þó minna:
Sjálfstæðisflokkurinn vill efla rannsókna- og
vísindastarfsemi í landinu,' sem meðal annars
mun stuðla að betri nýtingu auðlinda og
uppbyggingu atvinnustarfseminnar í landinu.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í menningarmál-
um á rætur í víðsýnni þjóðernishyggju og
virðingu fyrir einstaklingnum. í menningar-
málum vill flokkurinn stuðla að því að fólk fái
tækifæri til að skapa og njóta frjálsra lista og
menningar í daglegu lífi. Sköpunargleði
listamannsins, rannsóknarþörf vísindamanns-
ins og starfsvilji athafnamannsins eru greinar
á sama meiði. Starf af þessu tagi þróast aðeins
í lýðræðisríkjum. Sósíalisminn krefst þess
hins vegar að listin lúti vilja valdhafanna. Því
hafnar Sjálfstæðisflokkurinn.
Sjálfstœði
sveitarfélaga
Sjálfstæðisflokkurinn vill fela sveitarfélög-
um fleiri og stærri verkefni en þau hafa nú.
Meðal verkefna sem flokkurinn vill færa til
sveitarfélaga er, rekstur og uppbygging
grunnskólans, heilsuvernd utan sjúkrahúsa og
umönnun yngstu og elztu borgaranna. Til þess
að sveitarfélögin geti sinnt þessum verkefnum
þarf að tryggja þeim tekjustofna.
Eign fyrir alla
í húsnæðismálum leggur
Sjálfstæðisöflokkurinn áherzlu á að fólk með
almennar tekjur eigniist eigið íbúðarhúsnæði.
í þessum tilgangi þarf að tryggja rífleg
stofnlán til handa fólki sem reisir eða kaupir
sína fyrstu íbúð. Jafnframt verði lánafyrir-
greiðslu beitt til betri nýtingar eldra húsnæðis,
eins og ríkisstjórnin hefur nýlega beitt sér
fyrir með stórhækkun lána til kaupa á eldra
húsnæði.
Eflum einkaframtakið
Stefna flokksins í verzlunar- og viðskipta-
málum er að efla frjálst framtak einstakling-
anna og samtaka þeirra. Frjálst hagkerfi
hagnýtir frumkvæði, hugkvæmni og atorku
einstaklingsins, lætur hann njóta eigin verka
en bera jafnframt ábyrgð gerða sinna. Það
beinir atorku manna til þeirra verka, sem þeir
vinna bezt, fjármagni landsmanna til þeirra
framkvæmda, sem gefa mestan arð og færir
neytendum þá vöru og þjónustu, sem þeir vilja
helzt. Markaðshagkerfið samrýmir bezt
atvinnustarfsemi einstaklinga óskum þjóðar-
heildarinnar án þess að skerða rétt þeirra til
að ráða eigin málum.
Iðnaður — atvinnu-
vegur framtíðarinnar
Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að eflingu
íslenzks iðnaðar sem í framtíðinni mun verða
æ stærri þáttur í atvinnulífi landsmanna.
Nauðsynlegt er, að iðnaðurinn njóti að fullu
sömu aðstöðu og kjara við fjármagnsfyrir-
greiðslu og aðrir atvinnuvegir gera. Efla þarf
sölu og markaðsstarfsemi sérstaklega á sviði
útflutningsiðnaðar og skapa þarf Iðntækni-
stofnun Islands góð starfsskilyrði. Nauðsynlegt
er að gæta þess vandlega að lönd sem Island
hefur markaðssamstarf við fari í hvívetna eftir
gerðum samningum. Reynist svo ekki vera,
verða íslendingar að grípa til viðeigandi
gagnráðstafana.
Afkoma bœnda tryggð
Landbúnaður á íslandi er og verður einn af
undirstöðuatvinnuvegum landsmanna. Tryggja
verður bændum sambærilega afkomu miðað
við aðrar atvinnugreinar og sjá þarf til þess
að lánafyrirgreiðsla og niðurgreiðslur nýtist
þeim eins og til er ætlazt, jafnframt sem
neytendum sé tryggt hagstætt verð land-
búnaðarvara. Flokkurinn leggur áherzlu á að
við endurskoðun laga um framleiðsluráð
landbúnaðarins verði reynt að leysa vanda
offramleiðslu í landbúnaði m.a. með heimild til
flutninga fjármagns milli framleiðslugreina og
ákvörðunar mismunandi Verðlags eftir árs-
tíma. Efla þarf markaðsrannsóknir og vinna
þarf að gerð víðtækra framleiðsluáætlana í
landbúnaði.
Nœg og ódýr orka
Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja íslending-
um næga og ódýra orku. Á síðustu árum hefur
mikið áunnizt í hitaveituframkvæmdum sem
hafa haft í för með sér stórkostlegan sparnað
fyrir þjóðina. Áframhaldandi nýting orkunnar
í almenningsþarfir er brýnt hagsmunamál.
Skipulag orkumála verður að stefna að auknum
áhrifum einstakra landshluta á ákvarðanir í
orkumálum. Jafnframt skal stefnt að samteng-
ingu rafveitna landsins sem tryggi rekstrar-
öryggi og hagkvæmni. Tryggja þarf að
innlendur atvinnurekstur fái raforku á sem
bestum kjörum. Við alla nýting'u auðlinda sem
felast í fallvötnum og jarðvarma skal jafnan
gætt náttúruverndarsjónarrniða.
Náttúruvernd
Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir
verndun náttúru- og umhverfis í landinu.
Stuðla verður að uppgræðslu og gróðurvernd.
Efla verður virðingu þjóðarinnar fyrir
íslenzkri náttúru og stórauka fræðslu um
vistkerfi landsins. Til þess að ná þessum
markmiðum hefur flokkurinn m.a. beitt sér
fyrir samningu frumvarps til laga um
umhverfisvernd sem lagt var fram á síðasta
þingi.
Heilsugœzla
Fullkomin heilbrigðisþjónusta fyrir alla lands-
menn er ein af undirstöðum nútíma þjóðfélags.
Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja öllum lands-
mönnum góða heilbrigðisþjónustu og heilsu-
gæzlu. Leggja verður áherzlu á áframhaldandi
uppbyggingu heilsugæzlustöðva og skipuleggja
þarf sérfræðiþjónustu á sem flestum sviðum
fyrir allt landið. Auka þarf starf á sviði
heilsuverndar og ' fyrirbyggjandi aðgerða og
efla starf sem snýr að hollustuháttum
almennings.
Almannatryggingar og
lífeyrisréttindi
Sjálfstæðisflokkurinn styður eindregið
endurskipulagningu lífeyriskerfis landsmanna,
sem tryggi að öllum lífeyrisþegum sé tryggður
viðunandi heildarlífeyrir, sem fylgi þróun
kaupgjalds á hverjum tíma.
Þá þarf almannatryggingalöggjöfin að vera
í stöðugri endurskoðun sem miði að því, að
aðstoð almannatrygginganna nýtist fyrst og
fremst þeim sem raunverulega þurfa á henni
að halda.
Sjálfstæðisstefna —
vinstri stefna
I Alþingiskosningunum verður skýrar en
oftast áður tekizt á um tvær gerólíkar
meginstefnur. Annars vegar sjálfstæðisstefn-
una, sem byggir á frelsi og framtaki
einstaklinganna og hins vegar ríkisforsjár-
stefnu vinstri flokkanna, sem lýsir sér bezt í
vantrú þeirra á getu einstaklinganna til að
ráða málum sínum sjálfir. Stefna vinstri
flokkanna leiðir óhjákvæmilega til síaukinna
ríkisafskipta, sem lama framtak einstakling-
anna og þrengja kosti þeirra til frjálsra
athafna.
Sjálfstæðisstefnan er frjálslynd stefna. Með
framkvæmd hennar fæst sú dreifing þjóð-
félagsvaldsins, sem er forsenda lýðræðislegra
stjórnarhátta. Sú stefna ein getur tryggt
Islendingum hagsæld og frelsi.
Sjálfstæðisflokkurinn heitir því á alla, sem
unna lýðræði og frelsi, að veita sér stuðning
í komandi kosningum og hefja þannig nýja
sókn til sigurs.
£ ríkisforsjá sósíalismans