Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 11

Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 11 sögöu: „Þökk fyrir matinn, hann var góður“. Svo þustu þær uppá herbergin, því nú var frítími fram til tvö. Tímann notuðu þær til að laga til á herbergjunum eða fóru að gera ýmiss konar handavinnu. Vinsælt er að setja upp snyrtistof- ur þegar veðrið er of slæmt til að vera úti, tímar eru auglýstir á dyrum herbergjanna, og þarf að panta. Stelpurnar eru vaktar klukkan níu og þá þvo þær sér úti í læk, eða inni, og fara svo og hylla fánann þegar hann er dreginn að hún. Að morgunverði loknum er biblíustund og settur fyrir sálmur og vers fyrir næsta dag. Síðan er lagað til og farið út að leika sér. Hvert námskeið er í eina viku, en hægt er að vera eins mörg námskeið og hver og einn vill. Þær stelpur sem við náðum tali af höfðu margar verið áður og þótti svo gaman þá, að þær vildu endilega koma aftur. Ekki sögðust þær vera með neina heimþrá, enda var þetta síðasti dagurinn þeirra flestra. Síðasti dagurinn er með öðru sniði en hinir dagarnir og kallaður veisludagur. Það var mikið skvaldur í mat- salnum og glamraði mikið í diskum og hnífapörum. Stelpurnar í Furuhlíð voru með allan hugann við brenniboltakeppni sem átti að fara fram eftir matinn. Þá áttu konurnar að keppa við það her- bergi, sem bezt var í brennó þessa vikuna, en það voru stelpurnar í Gljúfrahlíð. Keppendurnir í Gljúfrahlíð voru alveg afslappaðar þó úrslitaleikur- inn stæði til. Mest fannst þeim gaman á kvöldvökunum og svo auðvitað að borða. Þær voru rétt búnar að fullyrða að þær borðuðu mest af öllum þegar súpan var Stulturnar eru vinsælar. borin á borð, en þá settu þær upp einhvern vanþóknunarsvip. Ef þær borðuðu mest var kannski engin furða þó þær ynnu flesta kapp- leiki. Daginn áður höfðu þær unnið ratkeppnina, sem var í því fólgin að finna eftir korti þrautir, sem konurnar höfðu komið fyrir, og leysa þær á sem skemmstum tíma. Þegar matnum var lokið stóðu allar upp, tóku saman höndum og Eftir hádegið er síðan farið í gönguferðir eða leiki fram að kaffi. Hvert herbergi sér um eina kvöldvöku og auðvitað þarf tíma til að undirbúa hana. í Reynihlíð sögðust stelpurnar hafa verið mjög stressaðar fyrir kvöldvökuna, en komu þó saman sjónvarpsdagskrá og tízkusýningu. Konurnar áttu að sjá um kvöld- vökuna þetta kvöld og voru Reyni- Framhald á bls. 27 Þessar sögðust borða mest. l.jÓMnyndarii Kmolía lijöru Hjörnsdóttir. Stelpurnar í Lakjarhlíð léku „Tíeyinginn“ á kvöldvöku. Öll heims- horn innan seilingar Sovétríkjanna r Utgjöld þeirra til hermála hafa sexfaldazt síðan í Kúbudeilunni Stóraukinn hernaðar- máttur Sovétríkjanna er tíðum metinn með tilliti til þess hversu skæður andstæðingur þau yrðu ef til átæka kæmi í Vestur-Evrópu. Vert er að hyggja að því, að hið gífurlega vopnabúr, sem Sovétmenn hafa komið sér upp á undanförnum árum gerir það að verkum að hernaðar- máttar þeirra gætir nú í öllum heimshornum, en ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn einir höfðu slíkan her- styrk. Sovétmenn geta nú skákað Vesturveldun- um hernaðarlega en það gátu þeir ekki meðan á Kúbudeilunni stóð árið 1962 þar sem fjarlægðir stóðu þeim þá fyrir þrifum. Síðan í Kúbu- deilunni hefur gjörbreyt- ing orðið á öllum vígbún- aði Sovétmanna, enda er nú talið að þeir verji 12—13% þjóðarfram- leiðslu sinnar til hermála en Bandaríkja- menn verja til þessara þarfa 5—6% þjóðar- framleiðslu sinnar. Á meðfylgjandi töflu, sem nýlega birtist í bandaríska vikuritinu Newsweek, sést annars vegar herstyrkur Sovét- ríkjanna árið 1962, þegar heimurinn rambaði á barmi styrjaldar vegna áforma Sovétmanna um að koma upp eldflauga- stöðvum á Kúbu, en hins Stærri og betri 1962 1978 Mannafli undir vopnum 3.8 milljónir 4.4 milljónir Flugher Uppl. vantar 8.653 orrustuvélar 1.500 flutningavélar 1.300 Aeroflot-vélar Kaupskipafloti 1.200 skip — 4 milljónir smálesta 1.700 skip — 16 milljónir smálesta Herskipastóll 155 orrustuskip 230 stór orrustuskip Kafbátar 430 234 árása- og eldflaugakaf- bátar Lang- drægar eldflaugar 50 1.477 Skrið- — drekar ^THllU 35.000 43.000 Stórskota - vopn 0dffirO Uppl. vantar 19.000 Söluverömæti vopna til „priðja fggm heimsins“ 600 milljónir Bandaríkjadala 4 milljaróar Bandarikjadala ráóunautar í ríkjum „priðja heimsins“ 4.900 9.500 Heildarútgjöld vegna hermála* *Mal Brela og Bandaríkjamanna 20 til 25 milljaróar Banda- ríkjadala 150 milljarðar Bandarikja- dala vegar herstyrkur þeirra um þessar mundir. Meðtaldar eru flugvélar Aeroflot-flugfélagsins, svo og kaupskip, en alkunna er að við smíði skipa og flugvéla, sem notuð eru í friðsamleg- um tilgangi, gera Sovét- menn ráð fyrir því að þessi farartæki geti nýtzt í hernaði einnig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.