Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 í hillunum eru ýmsar gersemar og kistan undir hillunum er Irá árinu 1881 og var óskaplega illa farin pegar Kristín eignaðist hana, en úr pví hefur hún bætt og nú parf bara að finna gamalt mynztur ef einhver á ... „Ég haföi enga tröllatrú á Því aö ég gæti smíðaö“ Nú hefurðu smíðað hellmikið, meira aö segja skorið út í tré. Varst ekkert bangin í byrjun? „Smíðarnar, þú segir nokkuö! Ég hafði nú enga tröllatrú á því aö ég gæti þetta þegar ég byrjaöi, en ég uppgötvaði fljótlega hvað þetta var skemmtilegt viðfangsefni. Það kom eiginlega til af því að mig vantaði sárlega bókahillur og haföi hvorki efni á aö kaupa þær i búö og eg naut þess innilega”. Við Tómasarhaga er lítill, gam- all bær, sem heitir reyndar Litli-Bær, dálítið afdrep frá ys og pys höfuðborgarinnar. Bærinn er hárauður á lit og í kring vaxa sóleyjar og sumarblómum er nosturslega komið fyrir í kerjum við húsið. Bóndinn í Litla-Bæ heitir Kristín Þórðardóttir Ijósmóðir og hjúkrun- arkona, sem í tómstundum „dútl- ar“ við að smíða og vefa, en hún á sér líka geysilega skemmtilegt safn af gömlum munum. Þegar komiö er inn í bæinn og gengiö inn ganginn brakar hlýlega í gólffjölun- um, gömul klukka tifar þunglega og það er hreint ævintýri að skoða sig um. Bóndinn sjálfur stingur svolítiö í stúf viö umhverfið, því það er ekkert fornyrðislag á Kibbu, sem er gælunafniö á Kristínu. Ég spuröi Kristínu fyrst um það hvers vegna hún hefði setzt að í Litla-Bæ. „Ja, það kemur til af því, að hér bjuggu fööurafi minn og amma, hér fæddist pabbi sem nú er látinn og núna leigi ég bæinn hjá mömmu" svaraöi bóndinn bros- andi, en hún er dóttir hjónanna Svanfríöar Kristjánsdóttur og Þórðar Halldórssonar." Bærinn var reistur í kringum aldamótin og eins og sést á stílnum, þá var hann reistur í þremur hlutum og þá fyrst bað- stofan hérna, sem ég hef fyrir setustofu. Eldgamalt borð og gamlir stólar úr sitt hverri áttinni ... „Sólarlag í íslenzkri náttúru". „Mér finnst ,ég vera 200 barna móðir ... “ Spjallað við hagleiks- konuna Kristínu Þórðardótt- ur í LiUa-Bœ og mér var alltaf sagt aö ég fengi aö eiga hana þegar ég flytti í Litla-Bæ, sem var alltaf minn draumur. Ég óskaöi mér þess jafnvel einu sinni aö ég heföi sjálf verið uppi í gamla daga. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af því aö tengja saman nýja tímann og gamla tímann og hér í bænum færi það með allan heildarsvipinn, ef ný- tízkuhúsgögnum væri stráð hér um.“ „Hvernig ég hef orðið mér úti um þessa hluti sem hér eru? Það má segja aö ættingjarnir hafi snemma gert sér grein fyrir þessum áhuga mínum og þeir hafa stungiö aö mér einum og einum hlut í gegnum árin. Þvottakannan þarna er mjög gömul og er fyrirfram afmælisgjöf frá frænku minni. Heima á háalofti hef ég fundiö ýmislegt bitastætt, en á fornsölum hef ég fátt fundið þó ég hafi leitaö. Móðuramma mín lét mér eftir hjónarúmið sitt og eftir aö ég haföi flikkaö upp á þaö hef ég notað það. Annars má það ekki tæpara standa meö lengdina á því, sem er 1.70 cm þar ég er sjálf 1.70 cm á hæö. Stólarnir koma sinn úr hverri áttinni, borðið og krukkurnar og áhöldin, þetta hefur safnazt saman smátt og smátt." né aö láta smíöa þær. Svo ég tók mig til og smíöaöi lítinn bókaskáp og leitaði síöan í blööum eftir hugmyndum að bókahillum. Síðan teiknaöi ég upp fyrirmynd og mældi fyrir hillunum. Þaö tók mig langan tíma að finna út hvað myndi passa þarna undir súöinni og þær uröu aö falla inn í umhverfið. Efniviöurinn var síðan tvær stórar fjalir, sem ég sagaði niöur. Til þess aö ná þessari mjúku áferð bæsaöi ég viðinn fyrst eftir þörfum, lakkaði yfir og pússaöi og lakkaöi svo aftur. Smíðarnar sjálfar gengu prýöi- lega meö tilheyrandi vindhöggum á fingurna, en enduðu síðan með þeim ósköpum að ég lá í heila viku með bakverki, því vinnan undir súðinni var hreint erfiðisverk." Kristín hefur m.a. smíðað gluggatjaldauppsetningu og skorið út og það er rétt eins og færasti fagmaður hafi verið þar að verki. — Nú hefurðu verið í vefnaði. Hvað kallaröu þetta stóra vegg- teppi? „Já, ég kalla þaö „Sólarlag í íslenzkri náttúru", kannski svolítið hátíölegt. Ég fékk eiginlega áhugann fyrir vefnaði í gagnfræöaskóla, þar sem Framhald á bls. 27 Hjónarúmiö er úr búskap afans og ömmunnar. Sjálf flutti ég hingaö á árinu 1974 og tók þá allt húsiö í gegn. Sparslaði sprungur, reif niöur þaö sem laust var og fékk síöan fjalir og spýtur úr hinum og þessum áttum við endurbæturnar. Glugg- ana þurfti aö flikka upp á eins og annaö og ég reyndi eins og ég gat aö gera þetta sjálf og þaö tókst bara vel. Það eina sem e.t.v. er hægt að finna að bænum, er að hérna er svolítill gólfkuldi, en brakið í gólfunum er svo hlýlegt, að það vegur þar upp á móti“. Nú áttu heilmikiö safn af göml- um hlutum, hvenær vaknaði þessi áhugi þinn? „Strax sem smákrakki haföi ég áhuga fyrir gömlu dóti. Þessi gamla klukka svæföi mig á kvöldin „Þá var sköpun- argáfaní hámarkí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.