Morgunblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. A.rvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstrætí 6, simi 10100.
Aðaistræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. ó mánuöi innanlands.
i lausasölu 100 kr. eintakiö.
Afnemum
gjaldeyrishöftin
Rætt við bændur um heyskaparhorfur
Sláttur víðast há
uði seinna en í
EINSTAKA bændur eru þessa dagana að hefja slátt en almennt er ekki gert ráð fyrir
að bændur geti hafið slátt fyrr en um miðjan þennan mánuð og á einstaka svæðum
kemur sláttur vart til með að hefjast fyrir alvöru fyrr en um mánaðarmótin
júlí—ágúst. Grasspretta hefur verið mjög hæg að undanförnu vegna kulda og sömu
sögu er að segja af afréttum. Morgunblaðið ræddi í gær við bændur víðs vegar um
land og leitaði frétta hjá þeim af heyskaparhorfum. Fara viðtölin hér á eftir.
Fyrir nokkrum vikum var
frá því skýrt, að dagpen-
ingar opinberra starfsmanna
í ferðum erlendis hefðu verið
hækkaðir nokkuð — væntan-
lega vegna aukins ferða-
kostnaðar erlendis. Morgun-
blaðið spurðist þá fyrir um
það hjá gjaldeyrisyfirvöld-
um, hvort vænta mætti sam-
svarandi hækkunar á gjald-
eyrisyfirfærslum til ferða-
manna og fékk þau svör, að
slík hækkun hefði ekki verið
rædd. Það liggur þó í augum
uppi, að ef nauðsynlegt er að
hækka dagpeninga opinberra
starfsmanna vegna aukins
tilkostnaðar á ferðalögum
erlendis, á það ekki síður við
um almenna ferðamenn.
Þeirra ferðakostnaður hlýtur
að hafa hækkað ekki síður en
opinberra starfsmanna.
r
Það er hins vegar í fullu
samræmi við þá stjórnar-
hætti, sem hér hafa ríkt í
gjaldeyrismálum alltof lengi,
að almennir borgarar sitji
ekki við sama borð og opin-
berir starfsmenn í gjald-
eyrisyfirfærslum. Hafta-
stefnan, sem ríkt hefur í
gjaldeyrismálum almennra
borgara sem fara til útlanda
í sumarleyfi, er bæði ranglát
og fáránleg. Hún hefur leitt
til þess að myndazt hefur
„svartur markaður" með
gjaldeyri, sem við eðlilegar
aðstæður hefði átt að koma
fram í bönkum en gengur
kaupum og sölum milli fólks,
sem er að reyna að bjarga sér
undan haftastefnu gjald-
eyrisyfirvalda. I gjaldeyris-
höftum felast í raun átthaga-
fjötrar — þessar leifar hafta-
stefnunnar eru sambærilegar
við það, að fólki væri bannað
að ferðast til útlanda. Það
dugar skammt að geta keypt
farseðil með flugvél til ann-
ars lands, ef fólki er gert
ókleift að ferðast um önnur
lönd með gjaldeyrisskömmt-
un.
Því hefur jafnan verið
svarað til, að takmörkun
væri á gjaldeyrisyfirfærslu
til ferðamanna vegna þess, að
gjaldeyrir sé af skornum
skammti. Þetta eru engin
rök. Gjaldeyrissala til ferða-
manna er svo lítill hluti af
gjaldeyriseyðslu lands-
manna, að hún skiptir engum
sköpum um gjaldeyrisstöðu
þjóðarbúsins út á við. Hið
eina, sem gjaldeyrishöftin
gera er að ergja fólk og neyða
það til þess að brjóta gjald-
eyrislög með því að kaupa
gjaldeyri á „svörtum mark-
aði“.
Molbúaháttur af þessu tagi
tíðkast ekki lengur í nálæg-
um löndum. Við íslendingar
erum eina þjóðin í Vest-
ur-Evrópu, sem búum við
átthagafjötra af þessu tagi.
Okkur hefur verið skipað á
bekk með A-Evrópuþjóðum
— sem að jafnaði mega ekki
ferðast nema innan
A-Evrópulanda — með þeirri
haftastefnu, sem ríkir í
gjaldeyrismálum. Þessi
haftastefna í gjaldeyrismál-
um býður heim spillingu,
grunsemdum um spillingu,
„svörtum markaði", ranglæti
og aðstöðumun þjóðfélags-
þegna. Opinberir starfsmenn
fá meiri yfirfærslu en
almennir borgarar. Kaup-
sýslumenn, sem ferðast í
viðskiptaerindum, fá meiri
yfirfærslu en almennir ferða-
menn. Þetta ranglæti verður
að afnema.
Yfirleitt virðast stjórn-
málaflokkarnir lítinn áhuga
hafa á að afnema gjaldeyris-
höftin og sumir þeirra hafa
beinlínis lýst því yfir, að þeir
vilji taka upp innflutnings-
höft á ný, eins og Alþýðu-
bandalagið.. Framsóknar-
flokkurinn hefur stjórnað
gjaldeyrismálum síðustu
fjögur árin og Alþýðubanda-
lagið þar áður um þriggja ára
skeið og þess hafa engin
merki sézt, að Framsóknar-
flokkurinn hafi viljað afnema
þetta ranglæti. Hins vegar er
frjáls gjaldeyrisverzlun í
fullu samræmi við grund-.
vallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins og ætla verður, að
sá flokkur vilji standa við þá
stefnu sína.
Þess vegna vill Morgun-
blaðið vænta þess, að eigi
Sjálfstæðisflokkurinn aðild
að myndun nýrrar ríkis-
stjórnar muni flokkurinn
leggja áherzlu á afnám síð-
ustu leifa haftatímans, gjald-
eyrishaftanna, nú þegar. Til
þess þarf í raun ekkert annað
en jákvæða afstöðu þeirra
embættismanna og stjórn-
málamanna, sem hlut eiga að
máli. En það er óþolandi
fyrir almenning í landinu að
sitja lengur við annað borð
en embættismenn, stjórn-
málamenn og kaupsýslumenn
í gjaldeyrismálum.
Ekki um annaö aö
ræöa en fara aö slá
um miöjan mánuöinn
„Það er einn og einn bóndi
farinn að slá hér og það er þá helst
undir Akrafjallinu og í Melasveit-
inni en ég á ekki von á því að
almennt byrji sláttur fyrr en um
miðjan mánuðinn," sagði Sigurður
Sigurðsson, bóndi Stóra-
Lambhaga í Skilmannahreppi í
Borgarfirði.
„Þegar komið er fram í miðjan
mánuðinn er ekki um annað að
ræða fyrir menn en byrja að slá,
því það er varla hægt að bíða
lengur eftir grasinu
Hafa ekki
fariö meö fé í afrétt
vegna kulda
„Horfurnar hér um slóðir eru
heldur slæmar vegna þessara
miklu kulda en þetta er þó
misjafnt eftir bæjum. Þeir, sem
eru með tún, sem ekki voru beitt
í vor, og báru snemma á ættu að
geta byrjað að slá fljótlega en enn
sem komið er hef ég ekki heyrt um
neinn hér uppfrá, sem er byrjaður
að slá,“ sagði Sævar Guðmunds-
son, Arnarholti Stafholtstungum
Borgarfirði.
„I heildina verður sláttur hér
hálfum mánuði seinna en í meðal-
ári. Fram að þessu hefur verið svo
kalt að menn hafa ekki getað
komið fé í afrétt en menn eru rétt
að byrja að fara með það“.
Spretta er mjög
stutt á veg komin
„Veðrátta hefur verið hér ákaf-
lega köld í vor og fáar sólskins-
stundir komið. — Spretta er mjög
stutt á veg komin og sláttur aðeins
hafinn á örfáum bæjum. Ég held
þó að ef að veður fer að hlýna ættu
ekki að verða teljandi vændræði
hér í sveitinni. Sérstaklega þegar
þess er gætt að kal hefur verið
mjög lítið í túnum," sagði Asgeir
Bjarnason, Ásgarði, Dölum.
Þá sagði Ásgeir ennfremur að
allt fé þeirra færi á fjall snemma
á vorin og væri ekki smalað til
rúnings, þar sem tekinn hafi verið
upp svokallaður vetrarrúningur.
Bithagi ekki gert
betur en draga
„Hér er komið harla lítið gras en
svolítið hefur það þó lagast síðustu
dagana. En það er langt í slátt hér
enda,“ sagði Grímur Arnórsson,
Tindum í Geiradalshreppi, Aust-
ur-Barðastrandasýslu. „Það má
verða góð tíð ef við getum farið að
slá um miðjan þennan mánuð en
það er ekki neitt verulega seinna
heldur en síðustu árin. Við höfum
oft byrjað um þetta leyti en
sprettan er heldur hægari nú. Hér
er ekki neitt kal og ég hef því trú
á að heyfengur verði ágætur, ef
tíðin setur ekki strik í reikninginn
meir en orðið er. Við getum hins
vegar þurft að bíða eitthvað eftir
því. Bithagi hefur verið frekar lítið
sporttinn og það er ekki meir en
svo að þar sem eitthvert beitar-
álag hefur verið, hefur haginn ekki
gert betur en rétt duga,“ sagði
Grímur.
Fara ekki
aö slá á næstunni
„Grasspretta er langt á eftir því
sem venjulegt er en það lifnaði
heldur yfir henni í lok síðustu viku
og það verður ekki á næstunni,
sem menn fara að slá hér í
Djúpinu," sagði Helgi Þórarinsson
í Æðey, ísafjaðardjúpi.
„Venjulega hafa menn byrjað að
slá hér um miðjan júlí en það
verður eitthvað seinna að þessu
sinni. Bithagi hefur einnig verið
mjög á eftir en hann er heldur að
gróa núna.“
Tún víöa dauö-
kalin á Ströndum
„Sprettan hér er vægast sagt
mjög léleg og ástandið er mun
lakara en í venjulegum árum, því
tún eru víða dauðkalin. Það legst
allt á eitt, bæði kalið og kuldinn
og það hefur lítið sem ekkert
sprottið. Útlitið er ljótt og eitt er
víst að hér verður ekki farið að slá
í þessum mánuði nema tíðarfar
breytist verulega og það fari að
hlýna,“ sagði Guðmundur Jónsson,
bóndi á Finnbogastöðum í Árnes-
hreppi á Ströndum en bændur þar
hafa undanfarin ár hafið slátt upp
úr miðjum júlí.
„Eins og staðan er nú þá er
útlitið með heyfeng ekki gott en
við erum ekki vonlausir enn.
Úthagi er hins vegar betur sprott-
inn og fénaður hefur alveg sæmi-
lega beit,“ sagði Guðmundur.
99
Ekk(
EF FOLK hefur litiö i almanakið í
gær, hefur Þaö væntanlega upp-
götvaö aö komið er fram í júlímánuð,
en Þá á sumarblíða aö vera í hámarki
á norðurhveli jarðar. Það er hins
vegar mjög sennilegt, ef fólk hefur
ekkí kynnt sér almanakið, að Það hafi
ekki áttaö sig á hvar viö erum stödd
í árinu Þar sem hálfgert apríl-veður
hefur veriö ríkjandi hér í marga
mánuði.
Að hætti athugulla blaðamanna litu
Morgunblaðsmenn á almanakið sitt í
gær og Þar með varð uppvís hin mikla
óreiða í málum veðurguðanna og
sumarið sjötíu og átta fannst.
Að Þvi tilefni var ákveðið að kann,
hvernig búskapur gengi í sveitun
landsins og m.a. sendir menn út a
örkinni til pess að spjalla viö bændu
í nágrenni höfuðborgarinnar og fe
hér á eftir afrakstur blaðamanns oj
Ijósmyndara af Þessari könnun.
Fyrst var ekið að bænum Leirvo
tungu og þar hittum við að r
Guðmund Magnússon, er þar býr.
Guðmundur Magnússon ásamt syninum Bjarna Sveinbirni.
— „Ég hef átt hér heima frá því ég
opnaöi fyrst augun. Faöir minn þjó hér
og stundaði búskap og ég tók síöan
við, en nú er hér aflagöur búskapur og
ég ek vörubíl í staöinn. Það borgar sig
mun betur. Það er nóttúrulega
skemmtilegra að búa, en það er ekki