Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULÍ 1978
25
ilfum mán-
meðalári
Heldur kuldalegt
hljóö í mönnum
„Það er nú heldur kuldalegt
hljóð í mönnum hér um slóðir.
Spretta hefur verið mjög léleg og
er a.m.k. hálfum mánuði á eftir
tímanum. Hér er auðvitað hvergi
farið að slá og það verður ekki fyrr
en í fyrsta lagi eftir tvær vikur
sem farið verður að slá beztu
bletti. — Nokkuð hefur borið á kali
hér í sveitunum en ég sjálfur hef
sloppið vonum framar í þeim
efnum. Annars má segja að tíðin
hafi ekki verið beint slæm það sem
af er vori heldur hefur verið
óvenju mikill kuldi og það er ekki
útséð með að þetta verði sæmilegt
fari það að hlýna fljótlega. — Lífið
gengur sinn vanagang hér hjá
okkur. Við erum um þessar mundir
að reka fé á fjall,“ sagði Benedikt
Guðmundsson, Staðarbakka í Mið-
firði.
Sláttur tveim
til Þrem vikum
seinna en vant er
„Á stöku svæðum er útlitið með
sprettuna hreint út sagt mjög
slæmt t.d. á Ströndinni en annars
staðar í sýslunni verður áreiðan-
lega viku eða hálfsmánaðarbið
eftir því að menn byrji slátt
eitthvað að ráði,“ sagði Ágúst
Sigurðsson, bóndi Geitaskarði í
Langadal, Austur-Húnavatns-
sýslu.
„Eg heyrði um einn bónda út í
Vatnsdal, sem ætlaði að fara að
byrja slátt en almennt verður
sláttur hér tveimur til þremur
vikum seinna en vant er. Á þessu
stigi þori ég ekki að spá hvað
gerist en menn vona það besta."
Víða kal____________
Ástandið er æði misjafnt milli
svæða hér í Skagafirðinum en
spretta er þó alls staðar heldur
seinni en venjulega. Sláttur hefst
varla almennt fyrr en um miðjan
mánuðinn en í fyrra byrjuðu menn
viku af júlí. Hér í Skagafirði eru
tún einnig víða kalin og það bætir
ekki stöðuna," sagði Sigurður
Sigurðsson Brúnastöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi, Skagafirði.
„Það er sömu sögu að segja af
afréttinum, þar er gróður einnig
heldur seinni til en menn eru þó
byrjaðir að flytja fé frameftir. Það
er þó töluvert færra fé, sem búið
er að fara með heldur en vant er.
Þessir kuldar setja allt úr skorðum
og seinka öllu. I morgun var hitinn
ekki nema tvö stig og í dag fer
hann ekki yfir fjögur stig og ef
þessu heldur áfram eru horfur
hreint ekki of góðar," sagði
Sigurður.
Bændur í Hrafna-
gilshreppnum
geta byrjaö
„Þetta er hreint ekki fallegt.
Hér að norðanverðu við Eyjafjörð
er sprettan mjög léleg nema um sé
að ræða tún, sem hafa verið
alfriðuð. Ástandið er mun skárra
fram í firði s.s. í Hrafnagilshreppi
og Öngulsstaðahreppi en fremst er
hins vegar eitthvert kal,“ sagði
Guðmundur Þórisson Hléskógum í
Eyjafirði.
„Þeir í Hrafnagilshreppnum
ættu að geta farið að byrja og ég
veit að það eru einstaka menn
byrjaðir. Almennt verður þó slátt-
ur álfum mánuði seinna en í
meðalári“.
Kuldarnir lyfta ekki
brúninni á fólkinu
„Það eru alltaf tvær til þrjár
vikur í slátt hjá flestum bændum
hér í Þingeyjarsýslunum en oftast
hafa menn byrjað um mánaðamót-
in júní-júlí,“ sagði Vigfús B.
Jónsson, bóndi Laxamýri í Reykja-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.
Sagði Vigfús að grasspretta
væri mjög lítil vegna kulda og við
þetta bætist kal, sem er verulegt
á sumum bæjum. „Kalið er þó
verst í Köldukinn og Bárðardal en
þessir kuldar eru sannarlega ekki
til að lyfta brúninni á fólkinu.
Bændur eru lítið farnir að fara
með fé í afrétt, því hann er
tæplega gróinn. Að undanförnu
hefur úthaga nánast ekkert farið
fram en sem betur fer var kominn
þar svolítill gróður í vor en það
stoppar allt í þessum kuldum."
Ekki mikil ástæöa til
of mikillar svartsýni
„Vor hefur verið hér ákaflega
kalt, þó aldrei verulega illviðra-
samt. Spretta hefur verið léleg það
sem af er, en kal í túnum er alls
ekki þannig að orð sé á gerandi.
Sömu sögu er reyndar ekki að
segja úr nágrannasveitunum, þar
hefur töluvert borið á kali,“ sagði
Sigurjón Friðriksson, Ytri-Hlíð,
Vopnafirði.
Þá sagði Sigurjón ennfremur, að
ef ekki færi að hlýna fljótlega
myndi sláttur dragast verulega.
„En ef hlýnar á næstu dögum
getum við sjálfsagt farið að slá
15.—20. júlí beztu bletti. Ég held
þó að ekki sé hægt að vera of
svartsýnn, í ljósi þess að kal er hér
nánast ekkert og við bíðum því
bara eftir hlýindunum. Sauðburð-
ur gekk mjög vel og er allt fé þegar
komið á fjall.“
Tún meira og minna
rósótt vegna kals
„Tún eru hér um slóðir mikið
skemmd vegna kals og sprettan er
mikið léleg. Kalið er þó ekki eins
slæmt og það var á seinni helmingi
sjöunda áratugsins. Nú eru ekki
heilu hektararnir hvítir, heldur
eru öll tún meira og minna rósótt.
Af þessum kalblettum fæst aldrei
nema í mesta lagi hálfur heyfeng-
ur. Ástandið í þessum efnum er
víst heldur verra í Jökulsárhlíð-
inni og yst á Jökuldalnum," sagði
Sævar Sigbjarnarson, bóndi
Rauðsholti Hjaltastaðahreppi á
Héraði.
„Ef það kæmu einhver hlýindi
næstu daga verður sjálfsagt farið
að slá milli 15. og 20. þessa
mánaðar en sum staðar verður
vart byrjað fyrr en mánaðamót.
Undanfarin ár hefur sláttur yfir-
leitt hafist hér í fyrstu og annarri
viku júlí og þetta er því viku til
hálfum mánuði seinna en í meðal-
ári og auðvitað nær mánuði seinna
en í góðum árum,“ sagði Sævar.
Einn og einn
farinn aö slá bletti
„Grasspretta er talsvert mikið
seinni hér en vant er. Við höfum
oft byrjað að slá hér í byrjun júlí
en það verður vart fyrr en undir
miðjan mánuðinn að þessu sinni.
Einn eða tveir eru byrjaðir að slá
bletti, sem hafa verið friðaðir. “
sagði Eiríkur Guðmundsson bóndi
Brimnesi í Fáskrúðsfirði.
„Utlitið með heyfeng er ekki of
bjart nema þá að það breytist
verulega til batnaðar með tíðar-
farið. Uthagi hefur heldur versnað
aftur í kuldunum en hann var
álitlegur í vor en síðan hefur hann
lítið sprottið. Sauðfé er þó allt
farið inn á afréttinn," sagði
Eiríkur.
Spretta tæplega
jafnvel á vegi
eins og ætla mætti
„Það er skemmst frá því að
segja að júnímánuður hefur verið
fremur kaldur og úrkomulítill og
spretta er tæplega jafnvel á vegi
stödd eins og ætla hefði mátt
miðað við, vorið. Það var aftur
vætusamt í maí og erfitt að koma
áburði á tún og vinna hlöð. Það
hefur svo haft sín áhrif til að
seinka sprettu," sagði Egill Jóns-
son á Seljavöllum í A-Skaftafells-
sýslu.
„Hins vegar eru nokkrir bændur
byrjaðir að slá hér á mýrar- og
valllendistúnum og verður ekki
annað séð en að spretta verði þar
alveg með eðlilegum hætti. Hins
vegar er þessi veðrátta of þurr-
viðrasöm fyrir sandana. Það vant-
ar snerpu í sandana til að þeir
spretti vel. Þeim hættir í þessari
veðráttu til að þorna um of.
Það eina sem ég hef áhyggjur af
í sambandi við sprettu almennt
um þetta leyti, það er að sandarnir
þola ekki þennan þurrk eins og ég
sagði áður. Þá má geta þess að
kartöflur eru með svipuðum hætti
og var í fyrra," sagði Egill að
síðustu.
Sláttur veröur
með seinna móti
„Spretta hefur verið óvenju léleg
það sem af er sumri, vegna þeirra
miklu kulda sem ríkt hafa. Svo
hefur ekki bætt úr skák að þurrkar
hafa verið hér miklir," sagði
Siggeir Björnsson Holti, Síðu.
„Það eru bara einstaka menn
sem þegar hafa hafið slátt og það
er alveg ljóst að sláttur verður hér
með seinna móti. Þá erum víð
byrjaðir að reka fé á fjall," sagði
Siggeir ennfremur
Bullandi purrkur
en mikiö vantar
á aö tún séu nógu
vel sprottin
„Það er vitanlega bullandi
þurrkur og fínt veður en það
vantar mikið á að tún séu nógu vel
sprottin. Hér í lágsveitunum eru
þau tún, sem voru friðuð, orðin
sæmilega sprottin og einstaka
menn eru byrjaðir að slá bletti,"
sagði Eggert Haukdal bóndi á
Bergþórshvoli í Vestur-Landeyj-
um. „I lágsveitunum er sláttur
ekki mikið seinni en t.d. í fyrra en
ástandið er mun lakara í uppsveit-
unum. Almennt hefst sláttur ekki
fyrr en um miðjan júlí, og það er
hreinlega ekki of bjart útlit vegna
þessara kulda, þegar komið er
fram í júlí,“ sagði Eggert.
Útlitiö
er hreint ekki
efnilegt
„Útlitið er hreint ekki efnilegt
og það er alltaf hálfur mánuður
þar til menn fara eitthvað að slá
fyrir alvöru. Ég veit að hér í
sveitinni eru tveir bændur búriir
Framhald á bls. 26.
írt ad marka almannakið”
Sigsteinn Pálsson á Blikastööum með hrífuna og
Rauöahafshúfuna. Ljósmyndir: RAX.
Gunnar Þórisson bóndi að Fellsenda að slá á
Leirvogstungu.
nóg að atvinna sé skemmtileg. Núna
læt ég öðrum eftir aö sla túnin hérna,
þau eru yfirleitt vel sprottin, enda
engum skepnum beitt á þau.“
Þaö va einmitt veriö aö slá túnið á
leirvogstungu þegar okkur bar aö
garði. Sá sem þar var að verki var
Gunnar Þórisson bóndi aö Fellsenda í
Þingvallasveit.
— „Já maður má ekki sleppa
þurrkinum, þó grasiö sé ekki fullsprott-
iö. Kuldinn í vor hefur haldið sprettunni
mjög mlkiö niöri. Þaö er til dæmis
ekkert gras heima á Fellsenda. Þaö er
nú reyndar von, þar sem það er svo
hátt yfir sjó, eöa í u.þ.b. 240 metra
hæö. Annars hefur ekkert veriö aö
marka almanakiö í langan tíma. Hvaö
um það, þetta verður úrvalshey ef
maöur nær því þurru. Ég ætla aö
vélbinda þetta og flytja þetta uppeftir.
Þaö ætti að vera hægt eftir svona þrjá
daga. Þá veröur rokið gengið niður svo
þaö er bara spurningin um þerrinn."
— „Ég heyja talsvert hér niöur frá,
enda er sprottiö hér mánuöi fyrr en
heima. Þar hef ég verið aö byggja upp
undanfarin ár svo ég hef lagt minni
áherslu á túnin þar. Ég er meö um
fjögur hundruð kindur og tvær kýr fyrir
heimilið. Þaö er ómögulegt aö vera
meö mjólkursölu þarna og við erum
ekki meö samveiturafmagn, svo við
verðum aö hafa þetta svona."
„Það er kannski ótrúlegt, en við
erum án rafmagns í þrjátíu og átta
kílómetra fjarlægö frá Reykjavík. Viö
erum nátturulega meö Ijósavél, en það
vantar sex hundruö metra upp á aö viö
fáum línu að bænum.“
Við Leirvogstungu voru einnig stödd
fjögur ungmenni, sem vinna hjá
Reykjavíkurborg. Þau voru þó ekki að
vinna. Þaö haföi veriö ætlunin aö bera
á í grenndinni, en sökum roks var það
ekki mögulegt. Þau sátu því í skjóli viö
vinnuvélarnar og biöu þess að veröa
sótt.
Eftir þessa viödvöl aö Leirvogstungu
héldu „sum^-útsendarar" Morgunblað-
sins loks aö Blikastööum, enda sást
þar til manna í heyskap. Þar hittum við
Sigstein Pálsson bónda meö hrífu í
hönd og húfu sem hann sagöi okkur aö
væri frá Rauöahafinu.
Aö loknu rabbi viö Sigstein á
Blikastööum héldum viö Morgunblaðs-
menn í bæinn, ánægöir meö aö hafa
þó allténd uppgötvað sumariö á
almanakinu
Aburöarfólkiö úr bænum, sem rokið gaf frí.