Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 23 Gróskumikið félagsstarf í Golfklúbbi Reykjavíkur / • Pétur InRvason leggur and stæðing sinn. Pétur Yngvason sigraði BIKARGLÍMA Glímusambands- ins fór fram í nýja íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjasýslu 10. júní s.l. Glímustjóri var Þormóður Ast- valdsson, formaður Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga. Hann afhenti einnig verðlaun og sleit mótinu. Sigtryggur Sigurðsson var yfirdómari en meðdómarar voru þeir Arngrímur Geirsson og Haukur Aðalgeirsson. Úrslit urðu þessi í flokki fullorð- inna: vinningar Pétur Ingvason HSÞ 5 Ingi Þ. Ingvason HSÞ 4'/2 Kristján Ingvason HSÞ 4 Eyþór Pétursson HSÞ 3% Halldór Konráðsson Víkv. 3 Hjörleifur Sigurðss. HSÞ 1 Björn Ingvason HSÞ 0 Úrslit í flokki unglinga og drengja: Auðunn Gunnarsson UIA 4 'k Helgi Bjarnason KR 3 Ólafur H. Ólafsson KR 2'/2 +V2 unnið hlutkesti Marinó Marinósson UÍA 2V2 + V2 Kári Friðriksson HSÞ IV2 Gústaf Ómarsson UIA xk A FUNDI með íÞróttatréttamönnum síöastlióinn fimmtudag, sem stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur boöaði til í hinum glæsilega golfskála félagsins í Grafarholti, kynnti formaöur klúbbsins Ari Guömundsson starf- semi Golfklúbbsins. Fram kom aö geysimikil gróska er í golfíþróttinni, og er hún í stööugri sókn. Golfíþróttin er sérlega hentug fjölskylduíþrótt, þar sem öll fjölskyld- an getur fariö saman á golfvöllinn og leikiö sér til ánægju og heilsubótar. Enda kom þaö fram aö þaö eru sífellt fleiri fjölskyldur sem leggja leið sína í golfskála félagsins aö Grafarholti. Félagar í Golfklúbbnum eru nú um 420 talsins og fjölgar stööugt. Ekki er óalgengt aö allt upp í 150 manns sæki völl félagsins á góöviðrisdögum og er leikiö á vellinum frá kl. 8 aö morgni og fram undir miðnætti. Völlur klúbbsins er eini 18 holu völlurinn á landinu. Þaö kostar því mikla vinnu aö halda slíkum velli vel viö og eru alls 11 menn í föstu starfi hjá klúbbnum. Kostar þetta óhemju fé, jafnt því sem miklu fé hefur verið variö á undanförnum árum í þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér staö á vellinum. Félagar klúbbsins hafa unniö óhemju mikiö og óeigingjarnt starf í sjálfboöavinnu, völlur klúbbs- ins og golfskálinn skapa án efa bestu aöstööu til golfiökana á landinu. Þá hafa eiginkonur manna í klúbbnum unnið geysimikiö og gott starf, og ófá eru þau hlaöboröin sem þær hafa útbúiö í sambandi viö kaffisölur ofl. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofn- aöur 1934, svo aö hann verður 45 ára á næsta ári. Það voru framsýnir menn, er áttu hlutdeild í stofnun Golfklúbbs Reykjavíkur á sínum tíma, menn er höfðu áhuga á útiveru og sameinuöu hana í leik. Skilyrði þessara manna voru held- ur léleg til íþróttaiökana á þeim tíma. Höföu þeir smá spildu í Laugardal til ráöstöfunar, nánar til tekiö þar sem stúka Laugardalsvallar stendur núna. Síöar fengu þeir til afnota svæöi í Eskihlíö. Þaö svæöi var síðan tekiö af Golfklúbb Reykjavíkur um 1962—63 og félagiö fékk hjá Reykja- víkurborg svæöi í Grafarholti. Þetta svæöi var ekkert nema grjót og aftur grjót er félagsmenn tóku viö því. Félagsmenn hafa unnið mikið starf í sjálfboöavinnu til þess aö koma þessu svæöi í þaö horf, eins og þaö er í dag. Jafnframt hafa félagsmenn lagt mikla peninga af mörkum, til þess aö gera aðstöðuna Nýr formað- KKÍ ur KÖRFUKNATTLEIKSÞING 1978 var haldið að Hótel Esju 9.—10. júní 8.1. í skýrslu fráfar- andi stjórnar kom fram að þröngur fjárhagu.r sambandsins setti mjög mark sitt á starfsem- ina s.l. ár. Stjórninni tókst þó að rétta fjárhaginn nokkuð og skilaði starfsemi sfðasta árs rúmum 900 þús. kr. tekjuafgangi. Stærsta verkefni síðasta starfs- árs var Norðurlandamót í körfu- knattleik sem haldið var hér dagana 21.—23. apríl. Voru þingfulltrúar á einu máli um að framkvæmd mótsins hefði tekist mjög vel. Voru Polar Cup-nefnd sem annaðist alla framkvæmd mótsins færðar sér- stakar þakkir. Nefndina skipuðu: Helgi Ágústsson formaður, Einar Matthíasson og Þorsteinn Hall- grímsson. Á þinginu voru samþykktar umfangsmiklar breytingar á lög- um sambandsins og • reglugerðum. Þær miða einkum að því að auðvelda framkvæmd komandi Islandsmóts, en eins og kunnugt er verður keppnin mun flóknari en áður með tilkomu hinnar nýju Úrvaldsdeildar. Samkvæmt fjár- hagsáætlun sem þingið samþykkti fyrir komandi starfsár verður velta sambandsins 9,2 millj. Stærstu útgjaldaliðir eru skrif- stofukostnaður 2,85 milljónir og greiðsla upp í skuldir 2,0 millj. í stjórn næsta ár voru kjörnir: Stefán Ingólfsson, formaður, Helgi Árnason, Páll Júlíusson, Sigurður Jónsson og Þórdís Kristjánsdóttir. sem besta, bæöi í félagsheimili og úti á velli. Framtíðin: Nú hefur stjórn Golfklúbbs Reykja- víkur fullan hug á því að komast sem næst því aö fullgera völlinn. í því sambandi hefur stjórn G.R. haft samráö viö stjórn íþróttahreyfingar- innar í Reykjavík og Reykjavíkurborg, svo sem borgarstjóra og íþrótta- fulltrúa Reykjavíkurborgar og hafa þessi yfirvöld tekiö mjög vel í málaleitan G.R. Þaö er mikið átak aö fullgera golfvöllinn þó lágmarkskröfur séu aðeins haföar í huga. Verða margar fiatir endurbyggðar, nýir teigar settir upp og ýmsar sandglompur settar. Kennslumál: Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ráðið til sín kennara í sumar. Þaö er John Nolan, breskur golfkennari er starfaöi hér á vegum Golfsambands íslands s.l. sumar og náöi mjög góðum árangri. Áður hafði hann starfaö bæði í Danmörku og Bret- landi. Hugmynd stjórnar G.R. og John Nolan er að byggja upp sérstakt unglingastarf innan G.R. og hefur hann alla forgöngu um þaö mál. Nú í sumar veröur tekið í notkun sérstakt æfingasvæöi, sem hefur veriö í undirbúningi s.l. ár, er þaö svæöi um 9000m2 aö stærð og veröa leigöir út boltar til æfinga. Þaö hefur komiö mjög til álita aö Golfklúbbur Reykjavíkur tæki að sér Evrópumeistaramót 1980 í golfi. Hefur Golfsamband íslands haft milligöngu um þaö mál við Evrópu- golfsambandiö. En þaö stendur og fellur meö því hvort G.R. tekst aö framkvæma þá hluti, sem fyrirhugaö- ir eru á þessu sumri. Slíkar fram- kvæmdir er ekki hægt aö gera nema meö stjórn Reykjavíkurborgar og ríkisins. Þaö væri óneitanlega skenmtilegt fyrir golfíþróttina að halda fyrsta Evrópumeistaramót hér á landi og þaö í golfi. Svæöi þaö er Reykjavíkurborg hefur úthlutaö G.R. er kjöriö útivist- arsvæöi innan borgarmarkanna og ekki nema 10 mín. keyrsla frá hjarta borgarinnar. Þarna sér hver og einn yfir borgina frá einhverjum fegursta sjónarhóli innan borgarmarkanna. Vill stjórn Goffklúbbs Reykjavíkur hvetja alla þá, er unna útivist og leik, aö koma og skoöa þá aöstööu er vér höfum upp á aö bjóöa, félagslega sem aöra. Mikiö er um golfmót á vegum GR og hér fara úrslit í nokkrum þeirra. Fimmtudagskeppnirnar 72 holur Án forg. 1. Eiríkur Þ. Jónsson '4 75 — 74 — 78 — 74 = 301 2. Sigurður Hafsteinsson 72 — 77 — 79 — 79 = 307 3. Ragnar Ólafsson 85 — 74 — 78 — 72 = 309 M. forg. 1. Eiríkur Á. Jónsson 279 2. Elías Kárason 286 3. Stefán Unnarsson 288 Þjóöhátíöarmót 15. júní 46 keppendur ’. forg. 1. Guðmundur Hafliðason 83 + 15 =68 An forg. 1. Ragnar Ólafsson 72 2. Eiríkur Þ. Jónsson 74 3—4 Óskar Sæmundsson 75 3—4 Einar Þórisson 75 5—7 Stefán Sæmundsson 79 5—7 Hannes Eyvindsson 79 5—7_ Siguröur Hafsteinsson 79 8. Ólafur Skúlason 80 9. Jón Þór Ólafsson 81 10. Sveinn Snorrason 82 Jónsmessukeppni 24. júní 54 keppendur. 12 holur + 3 verstu = 9 holur. 1. Egill Ólafsson 45+15=30 2—5 Hannes Eyvindsson 33+2=31 2—5. Stefán Sæmundss. 35+4=31 2—5. Hanna Gíslad. 46+15=31 2—5. Jóhannes Árnason 46+15=31 Hæsta skor: Hrólfur Hjaltason 68+8=60. Opin unglingakeppni 21. árs 25. júní 18 holur 27 keppendur. Án forg. 1. Hannes Eyvindsson GR 73 2. Óli Laxdal GR 74 3. Stefán Sæmundss. GR 77 M. forg. 1. Óli Laxdal GR 74+7=67 2. Hannes Eyvindsson GR 73+4=69 3. Stefán Sæmundsson 77+8=69 Hjóna og parakeppni 25. júní 12 holur 19 pör 1. Ingólfur Isebarn + Ósk Isebarn 58+13/9 = 49 2. Kormákur Geirharösson + Halldóra Geirh. 68+24/16 = 52 3. Guömundur Ófeigsson + Kristín Guömundsdóttir 62+15/10 = 52 Fæst Pútt: Laufey Karlsdóttir 20 pútt (fékk putter í veröl.) Undirritaöur vill aö lokum hvetja Reykvíkinga til aö gera sér ferð upp í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur skoöa þær miklu framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað, og kynnast golfíþróttinni. Hægt er aö fá leigð golfáhöid á staðnum og unglingar fá ókeypis kennslu hjá hinum breska golfkennara. Þá er veitingasalan opin alla daga og hægt aö fá veitingar á vægu verði. l>r. • Vafalaust munu golfmenn fjölmenna á opna mótið hjá GR. Opna G.R. mótið næstu helgi AO TILHLUTAN kennara Golfklúbbs Reykjavíkur, John Nolan, ákvaö stjórn G.R. aö stofna til opins móts fyrir alla kylfinga landsins meö veglegum verölaunum, svipaö og gerist erlendis í opnum golfmótum. Stjórn G.R. hefur leitaö til nokkurra fyrirtækja um aö þau aöstoöuöu G.R. aö gera þessa keppni mögulega og hafa 12—15 lyrirtæki tekið þessari málaleitan mjög vel og lagt fram mjög vegleg verölaun. Heildarverð- mæti verðlauna eru um 5 milljónir króna, stærstu verölaun, er nokkurn- tíma hefur verið keppt um á íslandi fram til þessa. Stærstu verölaunin eru bifreiö frá FORD-umboöinu Sveini Egilssyni h.f. — FORD-Fair- mont 1978 — Þessi verðlaun getur sá unniö sem fer holu í teighöggi á 17. braut, annan hvorn daginn. Ef fleiri en einn fara teighögg í holu, þá veröur dregið úr spilum til vinnings- hafa. Bifreiðin veröur til staðar viö holuna, þannig aö vinningshafi getur ekiö á honum frá Grafarholti heim til sín og glatt fjölskylduna. Flugleiöir hafa lagt fram tvo farmiöa Reykjavík-London-Reykja- vík. Feröaskrifstofan Úrval h.f. hefur gefiö tvær sólarlandaferöir og ótal marga aöra aöra vinninga. Auk þess veröa ýmiss konar aukaverölaun, sem koma á óvart fyrir hvern og einn. Keppnisfyrirkomulag: Er svokallaö stableford, forgjöf %, þannig aö tveir og tveir leika saman og betri bolti gildir, þannig aö annar sem leikur viökomandi holu á pari fær tvo punkta, ef leikiö er einu höggi undir pari, þá fær viökomandi þrjá punkta. Ef svo sami leikur á einu höggi yfir pari þá fær hann einn punkt. Forgjöf: „Stableford" keppnisfyrirkomulag gefur V» forgjöf, þannig að hæsta forgjöf er gefin 21 sem þýöir 18 eöa eitt högg á hverja holu. Þegar tveir menn eða konur, svo og kona og maður, leika saman þá hafa báöir leikmenn möguleika á því aö bæta hvorn annan, þannig aö góö samvinna þarf aö vera á milli leikmanna. Leikið veröur af hvítum teigum, eöa klúbbteigum, nema konur leika frá rauðum teigum. Þátttökugjald veröur 12.500,- krónur á mann eöa 25.000,- krónur fyrir par. Allir hafa jafna vinningsmöguleika, hvort leikmenn hafa lága eöa háa forgjöf. Væntir stjórn Golfklúbbs Reykja- víkur aö sem flestir kylfingar mæti til leiks og njóti góörar keppni og vinni sér inn vegleg verölaun. Þátttaka tilkynnist á lista, sem liggur í skála G.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.