Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULÍ 1978 GRANI göslari Mundu það drengur minn að sá dagur nálgast. að þetta allt verður þitt! Ætlaðir þú ekki í vinnuna? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft liggur 50% möguleiki of beint við til að litið sé á aðra. En í dag skulum við fylgjast með hvernig ha-gt var að auka vinn- ingslíkurnar upp í 100% þegar sagnhafi nýtti bestu möguleika. Norður gaf, allir á hættu. Norður ' S. D942 H. Á2 T. G6 L. ÁDG72 Vestur Austur S. K87653 S. G10 H. D1076 H. KG953 T. 5 T. 32 L. 102 LK984 Suður S. Á H. 86 T. ÁKD109874 L. 65 •M'- 'l»- COSPER Við verðum að ná í bæinn fyrir lokun, ég verð að kaupa í kvöldmatinn! Reykjavík í klóm kommúnista? „Sá stórfurðulegi og ótrúlegi atburður, er hér segir frá, gerðist öllum að óvörum sunnudaginn 28. maí s.l. Þetta óhapp varð þegar meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkur missti fylgi sitt, en hann hefur haft öruggt fylgi um meira en hálfrar aldar skeið og alltaf stjórnað með festu og öryggi og ávallt haft að leiðarljósi mann- helgi og einstaklingsfrelsi og einstaklingsframtak og hefur gert Reykjavík að glæsilegri nýtízku borg á fjölmörgum sviðum menn- ingar- og listalífs. Hefur stjórn hennar lagt mikla rækt við verzlun og verzlunarfrelsi sem er einn meginþátturinn í velferð borgaranna í nútímaþjóð- félagi. Já, það má með fullum rétti segja, að þá varð svo sannarlega „myrkur um miðjan dag“ hinn 28. dag maímánaðar, þegar svarta- galdurs-áróður kommúnista eða Alþýðubandalags steypti sér yfir borg og bæi þessa lands með sundrungar- og hatursáróður sinn, með þeim afleiðingum að þúsundir kjósenda létu blekkjast og lokuðu alla skynsemi úti og létu lygaáróð- ur kommúnista leiða sig að bálkestinum er leiða mun til sjálfseyðingar á hinum pólitíska vígvelli fyrr eða síðar. Öllum ætti að vera í fersku minni viðskilnaður vinstri stjórnarinnar 1974. Þá var allt efnahagskerfið komið í rúst og kaldakol eftir þriggja ára vinstri óstjórn, en þessi títtnefnda vinstri stjórn hafði tekið við mjög blóm- legu búi viðreisnarstjórnarinnar, en tímabil hennar var eitt hið hagfelldasta í íslenzkri stjórn- málasögu á þessari öld er stóð samfleytt í 12 ár með miklum blóma. Og í lok tímabilsins var efnahagurinn í bezta lagi og allir sjóðir vel stæðir. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir tvö ár vinstri stjórnar voru allir sjóðir þurrausnir og brenndir upp, fjár- lögin hækkuðu um helming á fyrsta stjórnarári hennar, dýrtíðin komin fast að 60% og allt eftir því. Sem sagt ráðleysi og fimbulfamb á öllum sviðum. Ólíklegt er að nokkur þegn í hinu íslenzka þjóðfélagi með nokkurn veginn þroskaða hugsun æski eftir slíkri óstjórn í þriðja sinn. Kastljós almenningsálitsins myndi for- dæma slíkt vel minnugt fyrri ófara og mun enginn maður lá því það. Því það er eins og villi- og eyðingareldur Útgarðaloka tendr- ist í hverju horni þar sem hin sósíalísku öfl eiga að ráða. Nefna má nærtækt dæmi þessu til sönnunar. Hinn sósíalíski Vestur spilaði út hjartasexi gegn sex tíglum. Sagnir spilaranna eru gleymdar en gætu hafa gengið þannig: norður 1 lauf, suður 2 tíglar, norður 2 spaðar, suður 4 tíglar og norður sex tíglar. Gegn öðru útspili væri spilið sjálfspilandi. En eftir hjarta út virðist laufsvíning þurfa að takast. Sagnhafi gerði sig ekki ánægðan með það. Útspilið var tekið með ás og spaða spilað á ásinn. Hugmynd- in var að reyna að ná kóngnum með spaðatrompun væri með honum aðeins eitt smáspil. Og suður varð vongóður þegar austur lét tíuna. Tígulfjarkinn var nú tekinn með sexi blinds og spaði trompaður. En þegar gosinn kom í var spilið skyndilega orðið upplagt. Síðasta trompið var tekið af austri með gosanum og spaðadrottningunni spilað frá borðinu en af hendinni lét suður þá seinna hjartaða. Vestur tók á kónginn en þar með var spaðanían orðin hæsta spil og gerði laufsvíninguna ónauðsyn- lega. I upphafi hafði sagnhfi ekki trú á, að spáðalegan gæti verið nógu hagstæð til að hann kæmist hjá því að treysta á laufleguna. En það kostaði ekkert að reyna væri þess nokkur kostur skipti meira máli að vinna spilið örugglega en að fá hugsanlegan yfirslag. ■ m* ** ■ ■ m Framhaldssaga eftir Mariu Lang Ir'k I j ^| | | | J III I^F I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 4 að... að það hafi verið hún sem stússaði þetta með kirsuberin. — Hún, sagði Helena þurr- lega — eða einhver vina henn- ar. - Og svo læturðu HANA búa hér undir sama þaki! Ég fcr að skilja af hvcrju þú virðist vera svona óstyrk og æst. u k: • — Hvað á ég að gera, Christ- er? — bú gætir til dæmis byrjað með að segja mér allt af létta, sagði hann alvarlegur. — Þar með talið allt hversu smávægi- legt sem það virðist. Og gefðu þér góðan tíma. Reyndu að kalla fram andrúmið í kring- um það scm gcrðist — þá. Niðri í forstofunni létu Judith og fyiginautur hennar dyrnar standa galopnar andar- tak svo að dragsúgurinn lék um húsið. bau heyrðu að kirkjuklukkan á torginu sló níu þung högg. — bað get ég sjálfsagt, sagði Hclenda Wijk — því að ég man allt svo greinilega. Já, ég fæ eiginiega ekki skilið hvað ég man vel. En það er eins og ég heyri klukknahringinguna. bað haust hringdu klukkurnar stöðugt til útfarar. — — — með gömlum augum horfi ég um öxl, svo langt er nú liðið síðan ... 2. kafli Litla búðin — E^ nokkur sem veit hvar Matti er? Klemens Klemensson stóð kyrr í búðardyrunum eins og hann ætti of annríkt til að rcka nefið allt inn fyrir dyrastafinn. Ilann var um það bil hálfþrí- tugur, hár, Ijóshærður og ber- höfðaður og var kheddur hné- síðum. grænum ullarfrakka. Glaðlyndisleg augu hans virt- ust festa sig við allt sem var að sjá í þessari dimmu búðarholu — til vinstri útsýnisglugginn sem sneri út að götunni, tii hægri tjaldið inn í afdrepið inn af og beint á móti honum búðarborðið og hillurnar með litskrúðugar og girnilegar kon- fektöskjur og brjóstskykurs- stampar. Sú sem innanbúðar var í þessari litlu búð var líka lítil. Lítil vinaleg og gráhærð. — Nei, svaraði hún — Sú lukka hefur nú ekki fallið okkur í skaut í dag. En við gefum ekki vonina upp á bátinn. Klukkan er ekki tólf enn. Ef hún hcfði ekki verið ögn veik fyrir þessum glaðsinna bóhemapilti og ef hún hefði ekki verið jafn vinalcg og raun bar vitni um, hefði hún sjálf- sagt haft upp kveinstafi um að kalt haustloftið streymdi inn í búðina meðan hann hélt dyrun- um upp á gátt og fauk síðan upp með gisnum gólffjölunum. Dyrnar á sælgætisbúðinni sneru að vísu ekki heint út að götunni, en hvað stoðaði það, fyrst dyrnar voru opnar og gestur hennar gat ekki komið lengra en á þröskuldinn. — Suss, sagði Lisa Billkvist og setti í brýnnar. Ilann leit forvitinn á tjaidið sem skildi af búðina og litla afdrepið fyrir innan. — Þú segir að ÞIÐ hafið ekki glatað voninni. Eru kannski fleiri en þú sem eru haldin þrá eftir þessum sæta- brauðsdreng? Er nokkur falinn þarna hjá þér bak við tjaldið? Fröken Billkvist kinkaði kolli og glæsilega klædd kona kom í ljós og hélt tjaldinu upp að höku. — Ég cr hérna, sagði Helcna Wijk og við erum að sálast úr löngun eftir að verða á vegi þessara glaumgosa bæjarins. En Matti er auðvitað sá nýjasti og þar af leiðandi er hann líka mest spennandi. Það er bara sárgrætilegt að við skulum ekki vera tuttugu, þrjátíu árum yngri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.