Morgunblaðið - 04.07.1978, Side 29

Morgunblaðið - 04.07.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10-11 FRÁ MÁNUDEGI ^/JATTrf* “ UJJ'/J 11 meirihluti núverandi borgar- stjórnar Reykjavíkur hefur þegar ákveðið að henda út þrjú hundruð milljónum króna til launamanna sem vísitölubótum þrátt fyrir það að enginn peningur er tiltækur í borgarsjóði til þessara hluta. Virðist þetta óþarfa rausn því þetta fé mun verða notað í lúxus, flakk og brennivín, Mallorkaferðir o.fl. Þarna er vinstri fjármála- spekin í algleymingi. Það væri miklu skynsamlegra að verja þessum þrjú hundruð milljónum í þágu borgarinnar sjálfrar svo sem til gatnagerðar og bygginga bið- skýla og annars, borgurum til hagræðis, en henda þessu ekki í eintómar vísitölubætur, sem engin þörf er fyrir því sjáanlega hafa launþegar nóg fé handa á milli og geta veitt sér hvað sem er án sýnilegra erfiðleika. Það sýnir bezt allt listasnobbið sem nýlega er lokið og allur almenningur greiðir fyrir mörg hundruð milljónir króna án þess að blikna eða blána á nokkurn veg. Engin peninga- vöntun er þar sjáanleg, og að sjálfsögðu ber að fagna því. Eg ætla á þessu stigi málsins ekki að hafa upp neinar hrakspár um borgarstjórnarmeirihlutann en einhver óljós grunur, já, meira en það, hrein vissa, læðist að mönnum um að ekki sé meirihluta núverandi borgarstjórnar treyst- andi til að stjórna margvíslegum vandamálum er þar kunna að koma upp í nálægri framtíð. borkell Hjaltason.14 Hér á eftir veltir kjósandi frá Akureyri því fyrir sér hversu mörg atkvæði fari til spillis í kosning- um, þ.e. þau atkvæði, sem skilað er auðum telur hann að falli dauð niður og vill að teknar verði upp ráðstafanir til að þau komi samt sem áður að notum: • Ónýt atkvæði? „Það er ekki undarlegt þó hugurinn reiki eftir kosningar og þá hnýt ég um fjölda atkvæðaseðla sem fram komu auðir. Eg spyr hvaða tilgangi þjónar slíkt, að fara á kjörstað og skila auðu? Bara láta sjá sig, sjá að þeir sóttu kjörstað? Ég legg til að í næstu Alþingis- kosningalög verði sett ákvæði um þessi auðu atkvæði svo eitthvert gagn yrði að þeim, fyrst kjósand- inn hefur enga lausn á málinu, að auðu atkvæðin reiknist þeim flokki er hæsta atkvæðatölu hefur á hverjum stað. Ætli geti þá ekki gerst að menn færu að hugsa og taka ákvörðun? Hvað ætli hafi farið mörg atkvæði til ónýtis yfir allt landið? J.G.P.“ Sjálfsagt má það vera að menn færu að velta betur fyrir sér notkun atkvæðis síns ef þvi yrði ráðstafað fyrir þá, eins og hug- mynd bréfritara gerir ráð fyrir, en hræddur er Velvakandi um að ekki yrði þessi hugmynd samþykkt samhljóða, a.m.k. ekki án átaka. Wisjafnar' álogur? í "flae.gandj. \ t5 «•«! hlin ' 1 he,'Ttf iReykjavík. Er því 1ÍU» is ekið t.d. i K y i gem þannig er réttlæti í ^v'’ -ði h\ð minna gjald ástatt um, g a\\an tímann á mikil breytmg .. hgyrt einhverja reyndaraðeg télaga tjá sig fulltrúa tryggingarf lafga .f þegsi um nauðsyn þess J ^ ég tel að trygginganðöól , þ^. gvo mikili ! raun °f ; Vivort ekið er um í raun og ve,!u ~ort ekið er um munur <» Þ stsern, alls götur smaþorpa j og hröð staðar er mikil um ^ ^ á '--.tt.ur liggJa^.engen á götum ^ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 ------- í»essir hringdu . . . • Jöfnum annan aðstöðumun Bíleigandi frá Skagaströnd hringdi og kvaðst vilja benda á nokkur atriði í framhaldi af bréfi hjá Velvakanda 1. júlí sl. — Það er rétt og sjálfsagt má kalla það réttlætismál að jafna þurfi aðstöðumun bíleigenda hvar sem þeir eru á landinu og í bréfi hjá Velvakanda var t.d. rætt um trýggingamál. Þar var sagt rétt- lætanlegt að hafa eitt og hið sama verð á tryggingum bíla hvar sem er á landinu. Ekki var hugsað út í að fleiri atriði koma til og að bíleigendur úti á landi þurfa að kosta meiru til reksturs sinna bifreiða heldur en þeir sem í Reykjavík búa á ýmsum sviðum. Til dæmis er augljóst mál að bíl sem ekið er á malbiki alla daga þarf ekki að halda nærri eins mikið við og bíl, sem sífellt er ekið á malarvegum eins og við búum við víðast hvar úti á landi. Hjólbarðar, benzíii, allir slitfletir þurfa mun meira viðhald en ef ekið er alltaf á malbiki þannig að tryggingarnar eru sennilega mjög lítill hluti þessa munar og sjálf- sagt er munurinn Reykvíkingum í hag þegar allt er skoðað. Mismunurinn á tryggingunum í dag milli Reykjavíkur og dreifbýl- is munar um það bil einu hjól- barðaverði. Tel ég það segi nokkuð um þennan mun og sé ágætt að hafa þennan mismun á trygging- um til að við fáum nokkuð upp í þann kostnað sem við þurfum að bera umfram þá sem aka alltaf á sléttum vegum. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Le Havre í Frakklandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Ledermans, Israel og Pytels, Póllandi. Heppnin var heldur betur með Pytel í þessari skák, því að í síðasta leik hafði hvítur leikið 36. De3 - c3?? í stað 36. Dcl! 36 .. Df3!! og hvítur gafst upp. Hann á ekkert betra en 37. Rxh3 — Dxc3, 38. bxc3 — Hxel+, og svartur vinnur auðveldlega. HÖGNI HREKKVÍSI „Ilann er búinn að finna eina sem inniheldur hrásalat!“ Qrohe blöndujMmfci eruvbacBtMMftfœrl. Svo auövelt er fyrir frá 09 Þaft hetur verlö hugsaö lyTO'>*UaÖ bömln geti lika notiö Grohe t»k|tuina, og þau þurtfekkl aöstoöar vlö. Ötlit o^hönnun Grohe blöndunartaekjanrta bera af, Grohe er brautryt^andi og leiöandi fyrirtœki á Itwí blöndunarlækja Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgö #Öllum tœkjum. 0 GROHE Hinir vinsælu „dassic-baðskápar nýkomnir kajmar innréttingar hf. SKEIFAN 8. REYKJAVÍK SÍMl 82645 GROHE = VATN + VELLÍÐAN RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AI (ÍLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.