Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 39 30 myrtir 1 Ródesíu Salisbury. Kódcsíu. 3. júlí. Reuter. SVARTIR hryðjuverka- menn myrtu þrjátíu afr- íska borgara, þar af fjórt- án manns í sömu andrá, á búgarði í eign hvítra manna, að því er áreiðan- legar heimildir frá aðal- stöðvum öryggissveitanna í Ródesíu herma. Því fylgdi fréttinni að skæruliðarnir hefðu ráðizt á verkamannabústaði í Kudara um það bil 200 kílómetra suð-austur af Salisbury aðfararnótt Caróline og Junot á Tahiti Papeete. Tahiti. 3. júlí. AP. CAROLINE prinsessa af Mónakó og eiginmaður hennar Philip Junot komu hingað á sunnu- dag í brúðkaupsferð sinni og var fagnað af innfæddum konum á flugvellinum, sem sungu sálma innfæddra og skreyttu hin nýgiftu með blómakrönsum. Caróline og Philip Junot komu til Tahiti um miðnætti en því var haldið leyndu hvert ferð þeirra var heitið frá Mónakó eftir hjónavígsluna sem fór fram í kyrrþey s.l. fimmtudag. Brúðhjónin gáfu engar yfir- lýsingar við komuna til Tahiti og hyggjast þau komast enn lengra í burt úr sviðsljósinu með því að halda flugleiðis til eyjarinnar Moorea í nágrenni Tahiti, að sögn vina þeirra. Á Tahiti gistu þau hjá vini föður Junots. sunnudags og fundust lík sjö blökkumanna, þar af fimm barna í rústum kofa, sem hafði verið kveikt í. Talsmaður hersins sagði það óvíst hvort blökkumennirnir hefðu verið myrtir áður en kofinn var brenndur eða hvort þeir hefðu verið brenndir lifandi. Þá hafði öðrum sjö blökkumönnum verið stillt upp og þeir síðan skotnir og þrír verkamenn særðir. Þá drápu uppreisnarmennirnir sextán blökkumenn á öðrum stað þar sem óeirðir geysa og hvítan bónda úr launsátri í norð-vestur- hluta Ródesíu aðfararnótt sunnu- dags. Enn fremur er upplýst að Ródesíuhermenn hafi fellt fjórtán skæruliða, fjóra samverkamenn þeirra og þrjá hermenn frá Mosambique. Talsmaður skæruliða sagði í tilefni þessara frétta að Ródesía ætti fyrir höndum hræðilega framtíð ef ekki hæfust fljótlega friðarviðræður allra aðila Ródesíudeilunnar. „Því meir sem stríðið dregst á langinn því grimmilegra verður það,“ sagði hann. Ekki virðast allir hlusta jafn agndofa á forseta Bandaríkjanna flytja ræðu í Rósagarðinum við Hvíta Húsið í Washington. Amy Carter dóttir forsetans sem þarna situr við hlið móður sinnar, gat allténd ekki haldið aftur af stórum geispa, sem ljósmyndarinn festi á filmu. Kannski leiðist henni einfaldlega tal föður síns um þátttöku Bandaríkjanna í Alþjóðlega barnaári Sameinuðu þjóðanna árið 1979. (AP símamynd). Blóðsúthellingar í Beirút Bcirút. 3. júlí. Rcutcr. SÝRLENZKAR friðargæzlusveitir skutu eldflaugum á stöðvar hægrisinnaðra falangista í austurhverfum Beirút í dag, á þriðja degi tilrauna þeirra til að brjóta á bak aftur hernaðarmátt falangista. Barizt var í einstökum hverfum. Þrátt fyrir fréttir um að Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti hefði fyrirskipað hersveitum sínum að hætta árásunum. Að minnsta kosti 98 manns hafa látið lifið síðan óeirðirnar brutust út á laugardag. Útvarp hægrisinnaðra falang- ista skýrði frá því, að tveir menn hefðu látizt af völdum sprengikúla og að íbúðarhverfi í borginni hefðu verið aðalskotmörkin. í útvarpi var ennfremur skýrt frá því að fjögur börn hefðu látið lífið af sömu orsökum í einu íbúðarhverf- inu þar sem lítið hefur verið um bardaga. Óeirðirnar eiga rót sína að rekja til versnandi samskipta Sýrlend- inga og hægrisinna í Líbanon, en her þeirra var bjargað frá ósigri þegar Sýrlendingar hófu að styðja hægrisinna á lokastigi borgara- stríðsins 1975—1976. Eilias Sarkis forseti Líbanon ráðfærði sig í dag við leiðtoga kristinna manna og múhameðstrú- armanna i von um að finna lausn sem gæti stöðvað bardagana í borginni. I útvarpinu í Damaskus var sagt að kominn væri tími til að ganga í skrokk á hægrisinnuðum falang- istum fyrir landráð þeirra og þeir m.a. nefndir nöfnum eins og nazistar og fasistar. Ennfremur var sagt að ekki væri hægt að þola það að þeir tefldu öryggi Sýrlands og Líbanon í tvísýnu. Einn leiðtogi kristinna manna hefur m.a. sent orðsendingu til Vatikansins með beiðni um hjálp til að bjarga kristnum mönnum frá „þjóðarmorði" Sýrlendinga, sem stefndu að yfirráðum í Líbanon. Annar leiðtogi kristinna, Pierre Gemayel, sagði óeirðirnar vera sprottnar af undirróðri ákveðinna hreyfinga sem stefndu að því að valda ófriði á milli Sýrlands og Líbanon á tímum þegar þessar þjóðir þyrftu meira en nokkru sinni á friði að halda sín á milli. Walter Mondale varaforseti Bandaríkjanna sagði í ísrael í dag að stjórnin í Washington hefði beðið Líbanonstjórn, Sýrlands- stjórn og stjórnmálahreyfingar í Líbanon um að stöðva þessar -blóðsúthellingar. Sprengja féll í garðinn við forsetahöllina þar sem Sarkis forseti var staddur, og særði einn varðmann. ERLENT Nixon í sviðsljósið á ný Hydcn. Kcntucky. 3. júlí. Rcutcr. RICHARD Nixon fyrrum Bandaríkjaforseti hefur enn skotið upp kollinum f fjölmiðlum og umræðum meðal almcnnings með áskorun sinni um að Bandaríkin efii her sinn til verndar frelsi og lýðræði í heiminum. Þúsundir manna söfnuðust saman í litla námubænum Ilyden til að sýna samstöðu síná með Nixon í áskoruninni, en þar flutti hann í fyrsta sinn ræðu á almannafæri síðan hann lét af forsetaembætti með skömm ,9. ágúst 1974. Áheyrendur stóðu margir upp og hylltu Nixon bæði fyrir og eftir ræðuna og tvisvar var hleypt af tuttugu og einu fallbyssuskoti til heiðurs forsetanum fyrrverandi. Heimsókn Nixons til Hyden sýnir að enn á hann fylgi að fagna meðal ýmissa Bandaríkja- manna, þrátt fyrir Water- gate-hneykslið sem varð þess valdandi að hann neyddist til að segja af sér. Maður að nafni Walker McFadden, sem ók þriggja stunda leið með fjölskyldu sína til að hlýða á ræðu Nixons, sagði að henni lokinni að Nixon væri enn þá einn af merkustu forset- um sem Bandaríkin hefðu átt og hann mundi kjósa Nixon á stundinni ef hann byði sig fram. Nixon minntist ekkert á Wat- ergatemálið í þessari fyrstu opinberu ræðu sinni eftir af- sögnina, né á Carter núverandi forseta eða stjórn hans. í ræðunni, sem var 45 mínútna löng, sagði hann m.a.: „Engin þjóð í hinum frjálsa heimi hefur eins mikinn styrk og völd til að stemma stigu við einræði og ánauð eins og Bandaríkin. Frelsi og heimsfriður komandi tíma hvílir á herðum Bandaríkja- manna.“ Þá var Nixon fagnað með miklu lófaklappi þegar hann sagði sig og stjórn sína hafa bundið enda á Víetnam stríðið og herskyldu, og þegar Nixon hann talaði um nauðsyn Iand- varna til að binda endi á þá ógnun, sem væri hættulegri en stríð, ógnunina við landvinninga án stríðs. Ástæðan fyrir heimsókn Nix- on til Hyden var sú að hann átti að vígja tómstundahöll, sem er skýrð eftir honum. Hann ók um bæinn í lögreglufylgd. Á götum úti stóð fólk með spjöld þar sem á voru letruð slagorð til heiðurs honum, svo sem „Þetta er land Nixons" — engin mótrnæla- spjöld voru á lofti. Nixon, sem nú er hálf sjötug- ur, sagði við þetta tækifæri að hann mundi í framtíðinni flytja ræður um mikilvæg mál hafin yfir flokkadeilur en tók það skýrt fram að hann hygðist ekki hafa bein afskipti af pólitík. Engu að síður hikaði hann ekki við' að þröngva sér inn í mannmergðina á götum Hyden, þar sem hann þrýsti hendur fólks, klappaði því kumpanlega á öxlina og hagaði sér nákvæm- lega eins og hann væri að leggja út í nýja kosningabaráttu að sögn sjónarvotta. Þá hélt forsetinn fyrrverandi til einkamóttöku fyrir stjórn- málaleiðtoga í Memphis í . Tennessee-fylki og síðan til búgarðs síns í San Clemente í Kaliforníu, þar sem hann hefur búið í hálfgerðri einangrun síðan hann hrökklaðist frá embætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.