Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórí Auglýsingastjóri Rítstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, aími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. 6 mánuöi innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakiö. Á tófugreni Þaö hefur ekki fariö framhjá nokkrum manni, að Alþýðuflokkur og Alþýöubandalag eyddu u.þ.b. fjórum vikum eftir kosningar til aö ræða um þaö, hvort flokkarnir gætu náö samkomulagi um stjórnarmyndun eða ekki. Alþýöubandalagiö mun að vísu hafa veriö reiðubúið aö kyngja ýmsum baráttumálum sínum, s.s. kröfunni um brottflutning varnarliösins, en aftur á móti fór allt í hnút, þegar flokkarnir tveir reyndu aö sameinast um úrlausn í efnahagsmálum. Þeir þóttust samt hafa ráð undir rifi hverju fyrir kosningar. Sigurvegararnir eyddu löngum tíma í bollaleggingar um stjórnarmyndun, en í Ijós kom, aö þeir höföu einungis gefiö kjósendum falskar vonir. Og þegar slitnaöi upp úr viöræöunum, sauö upp úr milli krata og komma og hófust þá einhverjar illvígustu pólitísku deilur og hatursskrif, sem hér hafa oröiö lengi, milli sigurvegaranna. Kommarnir lýstu því raunar strax yfir, aö þaö væri hlægilegt að fela Benedikt Gröndal stjórnarmyndun, enda elur Lúövík Jósepsson þá von í brjósti, aö hann verði forsætisráöherra landsins og má marka þaö af ýmsum viðbrögðum hans, ekki sízt meðan á viöræöunum við Alþýöuflokkinn og Framsóknarflokkinn stóö. En hvaö sem því líöur, þá hafa íslendingar enga löngun til þess, aö fyrrverandi formaöur kommúnistadeildarinnar á Noröfiröi taki vió forsætisráöherraembætti landsins, þó aö einn helzti baráttumaður Alþýöubandalagsins í borgarstjórn Reykjavíkur hafi gengið á kommissaraskóla í Moskvu og láti nú Ijós sitt skína, ásamt ýmsum öörum kommum, í endurkasti af sovézkri Gulag-sól. Þaö er ekki sízt munaö, að Lúövík Jósepsson kvaöst nýlega ekki hafa fylgzt með réttarhöldum yfir andófsmönnum í Sovét(!) Treystir forseti íslands sér til aö láta stjórnmálamann meö slíka afstööu móta stjórn landsins? Treysta kratar sér til þess? Því veröur ekki trúaö aö óreyndu. En þaö væri svo sem eftir öðru að minnast 10 ára afmælis innrásarinnar í Tékkóslóvakíu meö því aö afhenda kommúnistadeildinni á Noröfiröi stjórn íslands. Alþýöubandalagiö ætlaði sér aldrei annaö í upphafi en rayna aö koma „kaupráns“-orði á Alþýöuflokkinn og undir lokin sáu kratar, að hverju kommarnir stefndu og áttuöu sig á því, að nauösynlegt var aö taka fast á móti þeim. Þaö geröu þeir og má nú ekki á milli sjá, hvor hefur betri stööu, kratar eða kommar, en búast má frekar viö því, aö til uppgjörs komi milli þeirra, ekki sízt í verkalýðshreyfingunni, en aö þeir nái saman um nauðsynlegar aögerðir í efnahagsmálum og þjóöarsátt, sem mjög hefur veriö til umræöu. Alþýðuflokkurinn hefur oröiö ber aö einstökum hringlandahætti í þessum stjórnarmyndunarviðræðum og hefur það ekki sízt komið fram í þessari viku. Þeir eru ekki fyrr gengnir til viðræöufunda viö Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn um myndun þriggja flokka stjórnar en þeir berast eins og lauf fyrir goluþyt, þegar Verkamannasambandið gerir óvenjulega og heldur vafasama ályktun, svo aö ekki sé meira sagt, um þaö, aö Alþýöuflokkur og Alþýöubandalag, sem notaö hafa nær fjórar vikur til árangurslausra viöræðna, hefji nú aftur samskraf um stjórnarmyndun, á sama tíma og allt stefnir í strand vegna þess, aö enn hefur ekki tekizt aö mynda ríkisstjórn aö kosningnum loknum, sem leggja á línur um lausn þess mikla efnahagsvanda, sem viö blasir. Nú hefur þaö jafnvel komið í Ijós. aö Magnús Kjartansson skilur ekki efnahagstillögur samherja sinna í Alþýöubandalaginu, og enda þótt enginn frýi honum vits, segir hann í Þjóöviljagrein nýlega, aö sig skorti „greind til þess aö skilja þaö, hvernig 4.500 milljóna króna rýrnun sparifjár og 5% almenn verðbólga geti tryggt, aö spariféö haldi „raungildi" sínu, og væri fróðlegt aö fá skiljanlegar skýringar á því.“ Þessum oröum beinir hann til Svavars Gestssonar, ritstjóra Þjóðviljans, en auövitaö er þetta harkaleg gagnrýni á efnahagsmálastefnu Alþýðubandalagsins í heild — og þá ekki sízt niðurlægjandi andsvar viö yfirlýsingu Lúövt'ks Jósepssonar, formanns Alþýöubandalagsins, um efnahagsmál. Það má segja um Svavar Gestsson, að þaö, sem belzt hann varast vann, varö þó aö koma yfir hann — því aö sízt af öllu kysi hann aö vera í hlutverki Albaníu í átökum stórveldanna í Alþýöubandalaginu! En Magnús Kjartansson hefur ekkert svar fengiö. Aö öllum líkindum mun hann ekkert svar fá, því aö Lúövík Jósepsson gerir bara grín aö Magnúsi í samtali við Morgunblaðiö í gær og segir, aö vextir hafi aldrei verið eins neikvæöir og nú og sjónarmiö Magnúsar séu gamlar lummur. Lúövík lýsir því yfir, að þaö sé ekki verið að vernda sparifjáreigendur með því að æöa upp með vextina, eins og hann kemst að orði, og segir aö hávaxtasinnar eins og Magnús Kjartansson „fari mjög villir vegar, þegar þeir halda, að sú stefna bjargi sparifjáreigendum“. Hann bætir því viö, aö menn geti svo sem haft ýmsar skoöanir á þessu, en „ættu þó að líta á þessar staöreyndir" — og gefur Lúðvík þannig í skyn, aö Magnúsi sé einkar lagið að horfa framhjá staðreyndum! í grein Magnúsar Kjartanssonar haföi hann einmitt talað um neikvæða vexti og sagöi m.a.: „Síðan samfelld verðbólga hófst á íslandi fyrír rúmum aldarþriöjungi hafa vextir veriö neikvæðir hérlendis og eru þaö enn, þótt þeir séu hrikalega háir samkvæmt prósentureikningi." Magnús bendir réttilega á, að þeir fjármunir „sem þannig hafa runniö til skuldara hafa að sjálfsögöu verið teknir frá þeim sem hafa reynt aö spara, frá því fólki sem hefur ætlað að „ávaxta" fé sitt í lánastofnunum eöa frá sjóöum eins og Atvinnuleysistryggingarsjóöi, lífeyrissjóðum, byggingarsjóðum, o.s.frv." Magnús bendir einnig réttilega á, aö háir vextir séu eina leiðin til þess aö fjármunir sparifjáreigenda brenni ekki upp í óðaveröbólgu, en Lúövík Jósepsson siglir aftur á móti undir merki stórútgeröarmanns, sem kýs helzt „aö gera út“ á lága vexti af sparifé landsmanna. En naprasta háöiö í grein Magnúsar Kjartanssonar eru lok greinar hans, þegar hann segir að sér þyki vænt um, eins og hann kemst að orði, „aö forystumenn Alþýöubandalagsins og Þjóöviljinn hafi ekki enn lagt til þaö „bjargráð" aö lækka vísitölubætur á kaup, þótt hægt sé að styöja slíka tillögu nákvæmlega sömu rökum og hugmyndina um vaxtalækkun". En þá ber þess að gæta, að Magnús gleymir því, aö kommarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki treyst sér til aö greiða fullar vísitölubætur á laun bæjarstarfsmanna, eins og margoft hefur komiö fram. Forystumenn Alþýðubandalagsins og Þjóðviljinn hafa ekki einungis „lagt til“ þetta „bjargráö", heldur framkvæmt þaö í höfuöborginni. En þrátt fyrir hringlandaháttinn, var krötunum vorkunn, þegar þeir fengu efnahagsmálatillögur Alþýðubandalagsins um millifærsluna og höftin í könnunarviðræðum um vinstri stjórn fyrst Magnús Kjartansson hefur ekki gréind til aö skilja þær. Lúövík Jósepsson kallar stefnu Magnúsar Kjartanssonar „vaxta-okursleiöina" en talar annars eins og véfréttin í Delfíu, fullyrðir aö Framsóknarflokkur, Alþýöuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hljóti aö geta komið sér saman um efnahagsmálatillögur, svo líka afstööu sem þeir hafi í þessum málum. En Alþýöuflokkurinn hættir í miöju kafi viðræöum um myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka og rennur á hljóðiö frá Verkamannasambandinu. Nú reyna sigurvegararnir væntanlega aftur aö gagga sig saman og líklega veröur mikið um aö vera í „vinstri flokka“-greninu á næstu dögum. En veganestiö í umræöurnar er þetta: Alþýöubandalagiö er óskiljanlegt, Alþýöuflokkurinn er strá í vindi, Guömundur J. Guömundsson reynir aö stjórna landinu — en flest bendir þó til, að allt muni sitja viö þaö sama og áöur: nú er eins og hundur hund/ hitti á tófugreni. Eöa hvernig eiga Benedikt Gröndal og Lúövík Jósepsson aö ná saman fyrst Magnús Kjartansson treystir sér ekki einu sinni til aö skilja Lúövík? Stjómarmyndun eda skemmtifarsi eftir Ellert B. Schram alþingismann Á hverju götuhorni, þar’ sem tveir menn hittast eiga þeir orðaskipti um þann skemmti- farsa, sem nefnist stjórnar- myndunarviðræður í daglegu tali. Gallinn er aðeins sá, að þessi farsi kallar fram hlátur háðs og hneykslunar. Stjórn- málamenn eru orðnir að at- hlægi. Frystihúsin stöðvast, kaupæði geisar, bankarnir eru nánast lokaðir, gengið er fallið og verðbólgan dansar dátt. Á meðan Róm brennur sitja kjark- lausir sigurvegarar síðustu kosninga og tefla refskák af litlu hyggjuviti og ennþá minni manndómi, allri þjóðinni til undrunar og hneykslunar. - O - Þeir menn, sem öðluðust skjótfenginn frama með háværu tali um siðleysi í pólitíkinni, baktjaldamakk og laumuspil „gömlu flokkanna", stunda nú þá iðju af meira kappi en áður hefur þekkst hér á landi. Allir þeir, sem til stjórnar- myndunarviðræðnanna þekkja, vita að allt frá upphafi, einnig í þeim viðræðum, sem Geir Hallgrímsson hefur staðið fyrir, hefur ráðið ferðinni afstaða Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags til hvors annars. Hvorugur vill gefa hinum höggstað á sér, en koma höggi á hinn. Strax eftir kosningar gaf Forseti íslands þessum tveim flokkum tækifæri til að ræða sín mál í rúmar tvær vikur. Því næst var efnt til formlegra viðræðna í aðrar tvær vikur. Þegar upp úr slitnaði fór viðureign þessara flokka og hugarfar þeirra hvors til annars ekki fram hjá neinum Islend- ingi. Og nú síðast hefur Alþýðu- flokkurinn tekið þátt 1 stjórnar- myndunarviðræðum Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar með hangandi hendi og notar fyrsta tækifæri til að draga sig út úr þeim viðræðum, enn á ný, með hliðsjón af stöðunni gagn- vart Alþýðubandalaginu. - O - Og hvert er tilefnið? Jú, Verkamannasamband íslands sendir frá sér yfirlýsingu, þar sem sett er fram sú fróma ósk, að „verkalýðsflokkarnir", Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag eigi að starfa saman. Öll þjóðin veit, að Verka- mannasambandið er pólitískt fjarstýrt, sem hefur virt lög landsins að vettugi, haldið uppi útfiutningsbanni að geðþótta formanns þess, og tekið þátt í þeirri fáránlegu kröfugerð, að staðið yrði við samninga um að fullar verðbætur komi á öll laun. Og hvaðan kemur forystu þessara samtaka vald til þess, að gefa út yfirlýsingar um að tveir stjórnmálaflokkar í þessu landi geti betur unnið að hags- munum verkamanna heldur en aðrir flokkar? Það hefur aldrei verið í verkahring hagsmuna- samtaka, né heldur opinber stefna þeirra, að lýsa yfir stuðningi við einstaka stjórn- málaflokka. Launþegasamtök eru stofnuð til að þjóna fagleg- um og félagslegum hagsmunum umbjóðenda sinna, en ekki að taka þátt í flokkslegri stjórn- málabaráttu. Það er rétt að vekja athygli á því, að yfirlýsing Verkamanna- sambandsins getur valdið þátta- skilum. Við því verður að bregðast hart og ákveðið. - O - Völd verkalýðsforystunnar eru mikil hér á landi. Sumum hefur þótt nóg um. En ef það á að beita verkalýðshreyfingunni grímulaust fyrir vagn útvalinna flokka, þá er stutt í það, að óvandaðir verkalýðsforingjar beiti sér leynt og ljóst með eða móti rétt kjörnum ríkisstjórn- um hér á landi. Yfirlýsing verkamannasambandsins er reyndar staðfesting á því, sem margir hafa haldið fram, að aðgerðir Verkamannasam- bandsins nú í vetur og vor, höfðu það að aðalmarkmiði, að koma fráfarandi ríkisstjórn frá. Ekki af faglegum ástæðum, heldur flokkspólitískum. Á þessu er mikill munur. — O - Hámark þessa skrípaleiks, sem þjóðin hefur orðið vitni að undanfarnar vikur, er að Al- þýðuflokkurinn lætur stjórnast af óskhyggju Verkamannasam- bandsins og leikbrögðum AU þýðubandalagsins. Eftir margra vikna þóf og síðan hatursskrif í garð Alþýðubandalagsins, hyggst Alþýðuflokkurinn taka heljarstökkið aftur á bak, og láta teyma sig enn á ný út í vafasamar viðræður við Alþýðu- bandalagið. Það er mál Alþýðuflokksins ef hann vill halda þannig á spilun- um, að hann glati því trausti, sem honum hefur verið sýnt í síðustu kosningum. Það er mál Alþýðubandalagsins hvort það vill snúa upp á hendina á þeim Alþýðuflokksmönnum, þannig að alþjóð sjái hver sé sterkastur í slagnum milli þessara tveggja flokka. En það er ekki prívatmál þessara flokka, hvort þjóðin stefni stjórnlaust fram af hengi- brúnni. Fólk ætlast til þess, að stjórnmálamenn sýni manndóm en standi ekki í maraþonumræð- um um ekki neitt. Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur eiga báðir sínu hlutverki að gegna. Báðir geta átt erindi í ríkisstjórn. En það er þá til að stjórna og bera ábyrgð gagnvart öllum kjósendum, en ekki til að stunda flokkadrætti á kostnað alþjóðar. Þeir eiga að hætta atkvæðaveiðum og hefja það starf, sem þeir hafa boðið sig fram til að taka að sér. Almenningur er orðinn þreyttur á pólitískri refskák kokhraustra loddara. Ef stjórn- málaflokkarnir vilja ekki stuðla að endanlegri upplausn og leiða Glistrupa til valda á Islandi, þá eiga reyndari og ábyrgari menn í öllum flokkum, að taka hönd- um saman og binda endi á þann farsa, sem hefur nú staðið alltof lengi yfir. IX-hópurinn Það hlýtur að teljast hinn merkasti viðburður, er velkunn- ur hópur myndlista- og grafík- listamanna frá Svíþjóð heim- sækir Island og efnir til sýning- ar á sýnishorni verka sinna í sölum Norræna hússins. Mín skoðun er þó sú, að sýning þeirra sé tímaskekkja í sjálfu sér, þótt þeir á hinn bóginn geti auðvitað ekki óskað sér betri tíma til að ferðast um og skoða landið! Grafíksýningar eru fjarri því að vera sú nýlunda hér í borg sem áður var og þegar þess er og gætt, að þær njóta yfirleitt ekki mjög mikillar aðsóknar á bestu sýningartíma- bilum ársins þ.e. að vori eða hausti, er það óneitanlega bjart- sýni að setja þessa sýningu upp á jafn óhentugum tíma, á agúrkutíma sýningarhalds hvar sem er í Evrópu. Sýningin sjálf er fyllilega frambærileg svo sem ætla mátti þó að óneitanlega komi til nokkurra vonbrigða, sennilega vegna þess, að fyrirfram hefði mátt vænta jafnvel enn meira. Myndirnar hefðu að ósekju mátt vera fleiri, því að hálf tómlegt yfirbragð er yfir sýningunni, hér spila hinar grófu ómáluðu plötur — sem myndirnar hanga á, mikið inn í heildarsvipinn, einkum þegar um fíngerðari myndirnar er að ræða. Hinir níu grafíklistamenn vinna í flest efni listgreinarinn- ar, dúk, tré, málm og stein og Karl Erik Ilággblad hefur meira að segja að sögn fundið upp nýja tækni, „logsuðuþrykk“, er gefur ýmsa möguleika á óvæntri og skemmtilegri áferð ásamt karlmannlegum tjáning- armáta. Andstæðu hans mætti nefna Gösta Gierow, er vinnur á fínlegan hátt í steinþrykk, myndir hans virka líkast teikn- ingum á pappír, eins konar margföldun teikningar, fremur en að eiginleikar þessarar sér- stöku tækni séu virkjaðir. Ein mynda hans nefnist „Feimnis- lega stigið í vænginn“ og ef til vill er það réttnefni um vinnu- brögð hans, svo sem þau eru kynnt á þessari sýningu. Myndir Bengt Landin búa yfir miklum og sérstæðum þokka, litografíur hans, sem e.t.v. eru zinkplötu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.