Morgunblaðið - 16.08.1978, Page 17

Morgunblaðið - 16.08.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 17 Þegar taka átti til við mál- efnin sleit Alþýðuflokkurinn Geir Ilallnrímsson forsætisráðherra gekk í gærkvöldi á fund forseta íslands og tjáði honum að hann teldi frekari viðræður undir forystu hans ekki mundu bera árangur að sinni. en í gærmorgun tilkynntu forsvarsmenn Alþýðuflokksins að þcir sæju sér ekki fært að halda áfram viðræðum um myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks en viðræðufundur þessara aðila var áformaður kl. 3 í gærdag. Boðuðu sjálfstæðismenn í kjölfar þessara tíðinda til þingflokksfundar siðdegis í gær. tJtanþi11®8 SSfegSS ' ^ ^ jnokkurii'i' ,^afur yar spuröur ^0,.^ hans um hlutleysistuðning stæði ennþá, ef þannig færi aö yfir- standandi umræðum lyki án stjómarmyndunar. l>ví svaraöi hann: ,,Við þessa tvflembinga, nei ég vil nú ekki segja þaö. Sú ssÆSéJÉ, 3$S£!?átti nU ekki aB gada Ö1J ’*!tabe' hvort honum1 „Á þingflokksfundinum gerðum við Gunnar Thoroddsen grein fyrir gangi viðræðnanna," sagöi Geir Hallgrímsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi, „og ég lýsti þeirri skoðun minni, að mér bæri aö tjá forseta fslands að frekari viðræður af minni hálfu myndu ekki aö svo stöddu bera árangur. Menn ræddu viðhorfin varöandi stjórnarmyndun á þessum þingflokksfundi og féllust almennt á sjónarmiö mitt í þessu efni. Hefi ég þegar tjáö forseta þessa niöurstöðu." Geir Hallgrímsson kvaöst ekki neita því, að honum hefði komiö tilkynning Alþýöuflokksins í gær- morgun á óvart að því leyti að eftir hádeaiö hefði verið ákveöinn fundur flokkanna þriggja og þar gert ráð fyrir umræöum um efnahagsmál. „Hins vegar vissi ég, aö skiptar skoðanir voru meöal alþýöuflokksmanna um þessar umræöur og mögulega stjórnar- myndun þessara þriggja flokka, þannig aö brugöið gat til beggja vona með árangur af viöræöunum og hvort af stjórnarmyndun yrði." AlÞýðuflokkurinn sleit án Þess aö leggja fram _________tillögur__________ Geir var spurður nánar um viðræðurnar fram til þess tíma að alþýöuflokksmenn slitu þeim. „Við fulltrúar Sjálfstæöisflokksins lögö- um fram vinnuplagg um markmiö og stefnu í efnahagsmálum, all ítarlegt, og geröum grein fyrir því í hverju einstök atriöi væru fólgin. Við tókum skýrt fram, að hér væri um sjónarmiö okkar sjálfstæöis- manna að ræða og óskuðum eftir því aö viðmælendur okkar legöu fram sjónarmiö sín en síðan yrði kannað hvort unnt væri að sam- ræma þessi sjónarmið, þannig að sameiginleg niðurstaða fengist — annars vegar sameiginleg niður- staöa um brýnustu aögeröir í efnahagsmálum sem þyrftu að koma til þegar í stað og síðan stefnumótun til lengri tíma. Al- þýöuflokksmenn slitu viöræðunum áður en til þess kom, aö þeir geröu grein fyrir sínum sjónarmiðum að þessu leyti, en framsóknarmenn lögðu fram nokkra punkta, sem þeir vildu leggja sérstaka áherzlu á í tengslum viö lausn efnahags- vandans á óformlegum fundi í dag." Geir Hallgrímsson sagði enn- fremur varðandi vinnuplagg þaö er sjálfstæöismenn heföu lagt fram á þessum fundum, aö þaö væri í samræmi við stefnuskrá flokksins í efnahagsmálum fyrir kosningar og heföi ekki átt aö koma alþýðuflokksmönnum á óvart, þar sem þeir hafi sjálfir ekki verið með ósvipaöa stefnu í efnahagsmálum fyrir kosningar og sjálfstæðis- menn, þegar til lengri tíma væri litiö. „Að öðru leyti var á þessum fundum gerð grein fyrir öðrum málum en efnahagsmálum af hálfu okkar sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna en á þaö skorti nokkuð af hálfu alþýöuflokks- manna, þannig aö þaö kom aldrei til þess að það reyndi á málefna- legan ágreining." Geir var þá spurður að því hvað hann áliti um framvinduna í stjórnarmyndunartilraununum sem nú tækju við. „Forseti íslands ákveður eöli málsins samkvæmt hvaöa skref veröur stigiö næst til að mynda meirihlutastjórn eða stjórn, sem nýtur stuönings meiri- hluta Alþingis en i bili skilst mér aö Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalag vilji helzt ræðast við tveir saman, en í því sambandi vil ég vekja athygli á, aö þessir flokkar höföu nær tvær vikur til þess strax eftir kosningaúrslitin, og þegar vinstristjórnar viðræðurnar hófust héldu menn, að þessir tveir flokkar heföu náö árangri sín á milli um stefnuna í efnahagsmálum, en vinstri stjórnar viðræðunum lauk um 5 vikum eftir kosningar með algjöru ósamkomulagi þessara tveggja flokka og illvígum opinber- um deilum. Nú reynir á hvort þeir ná saman, en ég taldi mér allsendis ófært aö bera ábyrgö á þeim tíma sem yrði varið til þessara viöræöna meö tilvísun til þess hversu skammur tími er til stefnu til úrlausnar hinum brýnasta vanda." Geir Hallgrímsson kvaöst þó vera eindregiö þeirrar skoöunar, aö þaö væri skylda alþingismanna að mynda meirihlutastjórn. „Sjálf- stæðismenn munu þar ekki sker- ast úr leik og axla þá ábyrgö, sem þeim ber sem stærsti flokkur þjóðarinnar og í samræmi við þingfylgi sitt, en auövitaö hljóta málefnin aö ráöa." Vildu ekki endurreisa frá- farandi stjórn Alþýðuflokkurinn gaf út frétta- tilkynningu árdegis f gær um viöræöuslitin og er hún svohljóð- andi: Fulltrúar Alþýöuflokksins í við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um hugsan- lega stjórn þessara þriggja flokka hafa tilkynnt Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæöisflokksins aö þeir telji ekki grundvöll fyrir slíku samstarfi og sé því ekki rétt að halda viöræðunum áfram. Aö mati Alþýðuflokksins geta þær hugmyndir um lausn efna- hagsvandans, sem fram hafa veriö lagöar í viðræöunum, ekki leitt til nauösynlegs samstarfs við laun- þegahreyfinguna eða tryggt kjara- sáttmála og vinnufrið. Hér mundi aðeins veröa um endurreisn fráfar- andi ríkisstjórnar aö ræða, aö viöbættum Alþýöuflokknum. Flokkurinn er ekki reiöubúinn til að standa að slíkri stjórnarmynd- un, enda væri þaö í ósamræmi viö stefnu hans og baráttu fyrir kosningarnar. Alþýöuflokkurinn er enn fús til að stuðla að myndun starfhæfrar ríkisstjórnar í sem mestu samræmi við úrslit alþingiskosninganna og minnir á þá tvo stjórnarkosti, sem formaður flokksins reyndi, svo- nefnda nýsköpunarstjórn eða vinstri stjórn. Ef þeir hefðu fengiö hljómgrunn, hefði landiö þegar haft meirihlutastjórn í nálega mánuð. Stuðingur Ólafs ekki nauðsynlegur Benedikt Gröndal formaður Alþýöuflokksins sagöi í viötali viö Mbl. í gær, aö enda þótt þaö hafi sem næst legiö fyrir síödegis í gær aö flokkurinn myndi draga sig út úr þriggja flokka viðræöunum, hafi ekki veriö unnt að skýra frá því fyrr en í gærmorgun, þar sem innan flokksins hafi veriö unniö í nefnd að athugun á ýmsum þáttum málsins og þaö dregizt fram á kvöld. Hann sagöi, aö yfirstand- andi stjórnarmyndunartilraun heföi verið rædd innan þingflokksins á fimmtudag, föstudag og á mánu- dag og andstaðan gegn því aö fara þessa leið hefði stööugt fariö vaxandi, og kvaö Benedikt að frumkvæöi Verkamannasam- bandsins heföi þar ekki ráðið úrslitum, enda þótt þaö heföi vissulega haft sín áhrif. Benedikt var spuröur álits á horfunum og kvaöst hann helzt ekkert vilja um þær segja meöan málið væri í höndum forseta. Hann sagöi þó aö enn væru nokkrir möguleikar eftir sem eftir væri að reyna eða reyna mætti frekar áður en upp kæmi þaö ástand aö reyna bæri utanþingsstjórn. Hann var spuröur álits á möguleikanum á minnihlutastjórn Alþýöuflokks og Alþýöubandalags í Ijósi þeirra ummæla Ólafs Jóhannessonar, aö tilboö hans um hlutleysi Fram- sóknar viö slíka stjórn væri úr sögunni, og sagöi Benedikt aö hann teldi hlutleysi aðeins einn þátt af fleirum, sem taka þyrfti til greina þegar rætt væri um minni- hlutastjórn og þaö væri þá fyrst og fremst fólgið í því aö verja viðkomandi stjórn vantrausti en í reynd þyrfti minnihlutastjórn að vinna hverri tillögu eða frumvarpi sem hún kæmi fram með þing- meirihluta, svo aö hlutleysi af því tagi sem Ólafur ræddi um væri ekki úrslitaatriöi. Benedikt kvað engar formlegar viöræöur milli Alþýöuflokks og Alþýöubandalags vera ákveönar, en kvaöst ekki geta neitaö því aö forsvarsmenn þessara flokka hefðu verið í sambandi undanfariö. Þingflokksfundur hjá AlÞýðubandalagi Morgunblaöinu tókst ekki í gær aö ná tali af Lúövík Jósefssyni formanni Alþýöubandalagsins en Ragnar Arnalds, formaöur þings- flokks bandalagsins, skýröi Mbl. svo frá aö engar fréttir væri aö hafa úr rööum alþýðubandalags- manna aðrar en þær aö boðaöur væri þingflokksfundur í dag, miö- vikudag. Hann sagöi eins og Benedikt, aö enginn formlegur fundur væri ákveðinn milli Alþýöu- flokks og Alþýöubandalags, enda ráöist þaö nokkuö af því hvaða ákvöröun forsetinn tæki um fram- vindu stjórnarmyndunartilraun- anna, en eins og greinir frá í baksíðufrétt telur Ragnar eölileg- ast aö forsetinn snúi sér næst til formanns Alþýðubandalagsins. Getur endað með utanÞingsstjérn Þegar Ólafur Jóhannesson for- maöur Framsóknarflokksins var spuröur álits á horfunum kvaöst hann ekki vilja taka fram fyrir hendur forsetans, sem væri aö meta þetta, en sagöi þó aö persónulega virtist honum þróunin benda til þess aö þetta gæti endaö meö utanþingsstjórn. Enn væru aö vísu eftir nokkrir fræöilegir mögu- leikar, nú staaöi til aö Alþýöuflokk- ur og Alþýöubandalag færu aö ræöa saman og ef þeir fengju umboðið væri erfitt aö meta hvaö út úr því kæmi. Ólafur var þá spurður hvort hann teldi líklegt aö Lúövík yröi fengiö umboöiö, eins og væri álit margra, og svaraði hann því játandi, því aö varla væri líklegt aö Benedikt fengi þaö á nýjan leik. í Tímanum í gær er haft eftir Ólafi aö tilboö hans um hlutleysi við minnihlustastjórn „tvílembing- anna", eins og Ólafur nefnir þaö, standi ekki lengur og innti Mbl. hann nánar eftir þessu. „Þessu tilboöi var nú ekki vel tekiö á sínum tírna," svaraöi Ólafur „og síöan hefur þaö gerzt aö þeir hafa ræözt viö en þá kom á daginn aö allmikiö viröist bera á milli og þaö er nú hugsanlegt aö þaö hafi áhrif á það hvort rétt er að veita hlutleysi, því aö þaö var alltaf bundiö því skilyröi aö hægt væri aö fallast á þann málefnasamning, er þeir kæmu sér saman um.“ Þess má geta aö í forystugrein í Tímanum í gær reifar annar ritstjóri blaðsins, Þórarinn Þórarinsson, hugmyndina um ný- sköpunarstjórn og segir hann þar, aö þessi hugmynd sé ekki ný undir svipuöum kringumstæöum og nú er heldur hafi hún veriö mjög rædd á árunum milli 1946—50 þegar hugur var í mönnum að taka stjórnarskrána til heildarendur- skoðunar en binda sig ekki viö kjördæmamáliö eitt eins og nú væri. Rifjaöar eru upp samþykktir flokksþinga í þessa veru, en síöan segir: „Síðan þetta var hefur stjórnarskrármáliö legiö í salti, þegar kjördæmaskipunin ein er undanskilin. Nú viröist risinn áhugi á aö taka þaö til heildarathugunar og þá hljóta þessar fyrri ályktanir flokksþingmanna aö koma til athugunar." Ilópurinn sænski er um þessar mundir sýnir í Norræna húsinu. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON vinna, eru fíngerðar, litirnir mettaðir, yfirvegaðir og sam- ræmdir. Minnisstæðar verða myndir svo sem nr. 16 „Vind- orka“ og 20 „Frumkraftur", en í þeim þykir mér samræmast bestu eðliskostir hans. Lars Lindbcrg vinnur í dúkristu. Enginn skyldi vanmeta dúkrist- una, því að hún býr yfir miklum möguleikum sem tjáningarmið- ill og er mjög kröfuhörð gagn- vart iðkendum sínum í öllum sínum einfaldleika. Dúkristan og tréristan hafa í raun verið sagðar erfiðastar hinna grafísku greina, en málmgrafíkin auð- veldust tækni til árangurs hve undarlega sem það hljómar. Af myndum Lindbergs fannst mér Piéta II (23) og „Uppvakning Lasarusar“ (27) sterkastar. Nils Stenqist vinnur í stórar trérist- ur, e.t.v. of stórar, hér þótti mér mynd nr. 57 „Lífvera í hug- leiðslu" virka sterkast og skila sér best til áhorfandans. Göran Nilsson virðist vera mikill náttúrustemningamaður, það sýna steinþrykkmyndir hans, sem eru flestar hugleiðingár um skóglendi. Ljóðræn, stemninga- rík „erótík" birtist okkur í m.vndum Alí Olsson, og eru myndir hans mikið augnayndi. Að öðrum ólöstuðum þótti und- irrituöum þeir Philip von Schantz og Per Gunnar Thel- ander bera af á þessari hópsýn- ingu. Báðir hafa þeir mjög ríka tilfinningu fyrir því efni, er þeir vinna í og eru þó gjörólíkir listamenn. Litógrafíur Schantz eru unnar af frábærri tækni- snilld en án þes&þó að listamað- urinn missi mið af aðalinntaki myndheildarinnar hverju sinni. Hér er um afar efniskennd vinnubrögð að ræða. Thelander, sem vinnur í málmgrafík, virð- ist vera húmoristinn á sýning- unni jafnframt hefur hann mjög næmt auga fyrir hinu saklausa og undirfurðulega í „erótíkinni". Naumast verður sagt, að hér sé um mjög samstæðan hóp listamanna að ræða enda er slíkt ekki markmiðið. Þeir eiga fátt sameiginlegt annað en að vinna í grafík og vera um leið starfandi málarar, teiknarar og (eða) myndhöggvarar. Þá eru þeir hver á sinn hátt góðir fuljtrúar þjóðar sinnar og tjá sig í heildina skoðað á breiðu sviði grafískrar listar. Hér er um mjög góða gesti áð ræða og væri vel ef Norræna húsið stofnaði til fleiri svo gildra sýninga og efndi um leið til persónulegra kynna milli íslenzkra og norrænna starfs- bræðra þeirra. Framtak í þessa átt verður seint fullþakkað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.