Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 25 fólk í fréttum + Ein af mörgum myndum sem birzt hafa úr lífi Páls páfa VI. Hér situr hann í páfastól sínum og blessar lítið barn, sem faðir þess lyftir upp til hans. + Þessi vörpulegi náunni með sólgleraugun á stuttbuxum er fyrrum eiginmaður Kristínar Onassis-Kauzov —. Blaðaljós- myndari tók myndina af manninum, sem heitir Pétur Andreadis. Hann stundar sigl- ingar og er þarna að fara úr höfn nálægt Aþenu. til að taka þátt í kappsiglingamóti. + Góðvinur ísl. sjónvarpsnotenda, Telly Savalas — Kojak — gifti dóttur sína Kristínu, 27 ára gamla, um daginn í grísku kirkjunni í Los Angeles. Það er brúðurin sem gengur á undan gamla manninum. föður sum. er þau komu til kirkjunnar. + Fólk á miðjum aldri man þá tíð á bíótjaldinu, er þessi leikkona skemmti með dansi, söng og léttum skemmtileg- heitum. Hún þótti sæt og var það. — Til dæmis muna hana margir er hún dansaði fimm sinn- um á við tvo á móti þeim snjalla hörkudansara Fred Astaire í dans- og söngmyndinni „Shall We Dance“. Myndin er af leikkonunni Ginger Rogers. Þannig lítur hún út í dag. Veiðarfæri norska hrefnuveiðarans Andfjord. sem tekinn var að ólöglegum hrefnuveiðum norður af landinu á föstudagskvöld. voru gerð upptæk þegar da'mt var í málinu. Aðalveiðarfa-ri hrefnuhátsins var þessi hvalabyssa. sem nú kemst í eigu íslendinga. Ljósm. Ingólfur Kristmundsson. Stonehouse veikt- ist í fangelsinu London. 1 I. átíú.-'t. AI*. JOHN Stonehouse fyrrverandi þingmaður 1 brezka þinginu sem var fangclsaður fyrir tveimur árum ákærður íyrir þjófnað, skjalafölsun og önnur svik var fluttur á spítala í dag eftir að hafa fallið um koll í fangelsinu. að þvf er ástkona hans sagði fréttamönnum. Ástmær hans, þrjátíu og eins árs gömul, heitir Sheila Buckley og hlaut hún skilorðsbundinn dóm við sömu réttarhöld og ráðherrann fyrrverandi sem nú er 53 ára. Tjáði Buckley frétta- mönnum að Stonehouse hefði ekki enn náð sér eftir hjartaáfall sem hann varð fyrir s.l. ár og taldi hún að hann hefði næstum fengið annað við fallið í fangels- inu. Starfsmenn sjúkrahússins í Suffolk á austanverðu Englandi, en þangað var Stonehouse flutt- ur á sunnudag, vildu ekkert gefa upp um líðan hans. Sheila Buckley er fyrrverandi einkaritari Stonehouse. Sagðist hún síðast hafa heimsótt hann í Blundeston fangelsið fyrir tíu dögum og hefði hann verið niðurdreginn og máttfarinn. Stonehouse hvarf umheimin- um í nóvember 1974, þá staddur í sólarferð á Miami Beach. Fannst hann síðar í Ástralíu þar sem hann gekk undir fölsku nafni. Var hann ákærður um að reyna að svíkja tryggingarfélög meí því að þykjast vera dauður Eiginkona hans skildi við- hann nýlega. Stonehouse var dæmdur til fangavistar til ársins 1981 en búizt er við að hann verði ef til vill látinn laus síðar á þessu ári. Hnútukast um kynþáttamál <M-nr. 1 I. úuitsl. Al'. FVRSTA ráðstefna Sameinuði þjóðanna um kvnþátta- og að skilnaðarstefnu hófst í Genf í gæi og setti Kurt Waidheim fram kvæmdastjóri S.Þ. ráðstefnuna. Helztu ásteytingarsteinar þess- arar ráðstefnu, sem standa mur næstu 10 daga, komu fljótt í ljós þar sem fulltrúar Sómalíu lögði fram við setningu hennar yfirlýs ingu þar sem harðlega er mótmæll íhlutunarstefnu Kúbu í Afríku or Kúbustjórn lýst sem handbend sem Sovétstjórnin noti til að vinn; að markmiðum sínum í Afríku. Það þykir setja nokkurn blett í ráðstefnuna, að hvorki Bandaríkir eða Israel eiga fulltrúa þar, er stjórnir landanna höfnuðu þátt- töku á þeim forsendum, að ráð stefnan legði að jöfnu zíonisma of. kynþáttastefnu. Búizt er við að efstu mál á baug verði aðskilnaðarstefna S-Afríki og kynþáttamisrétti í Rhódesíu oj. Namibíu. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir í Kópavogi Sl. mánudag var spilað í tveimur riðlum. 11 og 12 para. Úrslit urðu þessi> A-riðill: Þorlákur Jónsson — Hjörleifur Jakobss. 197 Ester Jakobsd. — Guðmundur Péturss. 196 Einar Þorfinnss. — Sigtryggur Sigurðss. 184 Skafti Jónss. — Helgi Sigurðss. 176 Oli Már Guðmundss. — Þórarinn Sigþórss. 174 B-riðiIh Gísli Hafliðas. — Þorsteinn Erlingss. 188 Ármann J. Láruss. — Guðlaugur Nielsen 187 Jón Páll Sigurjónss. — Oddur Hjaltas. 168 Jörundur Þórðars. — Björn Halldórss. 167 Ómar Jónss. — Jón Þorvarðars. 166 Meðalárangur í A-riðli var 165 en 156 í B-riðli.. Staða efstu manna í stigakeppninnii Sævar Þorbjörnsson 8 Þorlákur Jónsson 7 V> Óli Már Guðmundsson 5 Þórarinn Sigþórsson 5 Ester Jakobsdóttir 5 Guðmundur Pétursson 5 Næst verður spilað á mánu- daginn kemur. Spilað er í Félagsheimili Kópavogs og hefst keppnin klukkan 20. Keppnis- stjóri er Sverrir Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.