Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.08.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 31 • Er Mac Wilkins var staddur hér á landi íyrir nokkrum dögum, leit hann við í sportfatagerðinni HENSON og við brottför þaðan leysti Ilalldór Einarsson hann út með gjöfum. (Ljósm. Guðm.) M£§r MAC Wilkins, fyrrum heimsmethafi í kringlukasti er væntanlegur aftur hingað til lands á morgun til þess að taka þátt í alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem fram fer í Laugardalnum annað kvöld. Eins og kunnugt er náði Wilkins kasti í upphituninni á Reykjavíkurleikunum sem hafnaði 72,32 m frá honum. Er það mun betri árangur heldur en nýsett heimsmet og er Wilkins ákveðinn í að endurheimta titil sinn í Laugardalnum að þessu sinni. Wilkins er eini erlendi keppandinn á mótinu, sem hefst klukkan 18.30. f----------------------------------> Markahátíð og veizlustjórinn ÞAÐ IIEFUR verið sannkölluð markahátíð í knattspyrnunni undanfarna daga og í síðustu umferðinni í 1. deild voru skoruð 24 mörk í lcikjunum fimm eða tæplega 5 mörk í leik. Minna hefur verið skorað í 2. deildinni, en í úrslitaleikjum yngri flokkanna hrönnuðust mörkin upp. Ekki er of mikið að scgja að Arnar Einarsson, dómari frá Akureyri, hafi verið veizlustjóri á þessari hátíð. Ilann dæmdi 7i5 leik Þórs og KA í Akureyrarmótinu í síðustu viku. Sömuleiðis dæmdi hann 5.0 leik ÍBK og KA á föstudaginn. Loks var hann línuvörður í 4.4 leik Fram og FH á sunnudaginn. 25 mörk hjá Arnari í þremur leikjum — nánast eins og í handboltanum. - áij ESKFIRDINGAR héldu sitt meistaramót í golfi fyrir nokkru síðan og var kcppt um verðlaun, sem Hlíðarskáli á EskifiFði gaf til keppninnar. Sigurvegari varð Ævar Auðbjörnsson og hafði hann nokkra yfirburði í mótinu. í næstu sætum urðu þeir Bernharð Bogason og Bogi Nilsson. Sérstök verðlaun voru veitt þeim kylfingi, sem næstur varð holu á 5. braut vallarins og hlaut þau Guðmundur Gíslason. Lánið lék ekki við Guðmund í mótinu og varð hann síðastur í mótinu, en sýndi þó meiri nákvæmni en aðrir á þessari braut. Sá hlær bezt, sem síðast hlær, höfðu menn á orði er Guðmundur tók við verðlaunum sínum. - áij UTANHUSSMOTIÐIHAND- KNATTLEIK AÐ HEFJAST ÍSLANDSMÓT í handknattleik utanhúss 1978 verður haldið við Melaskólann í Reykjavík og hefst á morgun. fimmtudaginn 17. ágúst. og lýkur mótinu sunnudaginn 27. ágúst. Mótið verður í umsjá handknattleiksdeildar KR. Keppt verður að venju í mfl. karla. mfl. kvenna og 2. fl. kvenna. I mfl. karla hafa 11 lið tilkynnt þátttöku og verður keppt í tveim riðlum. I A-riðli keppa: Valur, KR, Fram, HK, ÍR og Ármann. í B-riðli keppa: Víkingur, Haukar, Fylkir, FH og Stjarnan. I mfl. kvenna tilkynntu 6 lið þátttöku og er skipt í 2 riðla. í A-riðli leika: Fram, KR og Völs- ungur. í B-riðli leika: FH, Haukar og Víkingur. I 2. fl. kvenna tilkynntu einnig 6 lið þátttöku. I A-riðli leika: ÍR, Haukar og Víkingur. I B-riðli leika: Valur, Fram og FH. Leikdagar Islandsmótsins í handknattleik utanhúss. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 18.15 A IIK - KR Kl. 19.30 A. FRAM - ÁRMANN Kl. 20.45 B. VÍKINGUR - IIAUKAR FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST Mfl. karlai KI. 16.00 A. ÍR - ÁRMANN Kl. 17.15 B. FYI.KIR - FII Kl. 18.30 B. VÍKINGUR - STJARNAN MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 18.15 A. HK - ÁRMANN Kl. 19.30 A. KR - ÍR Kl. 20.45 A. VALUR - FRAM ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST Mfl. karta, KI. 18.15 B. IIAUKAR - FYLKIR Kl. 19.30 A. VALUR - ÍR Kl. 20.45 B. FII - STJARNAN MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 18.15 B. VÍKINGUR - FYLKIR Kl. 19.30 A. FRAM - IIK Kl. 20.45 A. KR - VALUR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 18.15 B. IIAIJKAR - FII KI. 19.30 A. VALUR - HK Kl. 20.45 A. KR - ÁRMANN FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 18.15 A.FRAM - ÍR Kl. 19.30 B. FYLKIR - STJARNAN Kl. 20.45 A. VALUR - ÁRMANN LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 13.30 A. KR - FRAM Kl. 14.45 A. IIK - ÍR Kl. 16.00 B. IIAUKAR - STJARNAN KI. 17.15 B. VfKINGUR - FII SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST Mfl. karla, Kl. 14.00 3.-4. sæti Kl. 15.20 1.-2. sa'ti - Úrslit Kæruleysi grípur um sig í 3. deildinni ÚRSLIT eru ráðin í ílestum riðlum í 3. deildinni. Það sést best á því að í þremur tilvikum gáfu mótherjar leiki sína. Það sést einnig á því, að yfirburðalið í deildinni eins og Víkingur Ól. og KS unnu nauma sigra, sem bendir til þess, að þau taki hlutunum rólega þar til að úrslitakeppninni kemur í haust. Þrír leikir fóru fram í A-riðlin- um, Víðir vann öruggan sigur yfir Þór á Þorlákshöfn. Sigurinn var stór, 4-0 og þeir Tómas Þorsteins- son (2), Gísli Eyjólfsson og Guð- mundur Knútsson skoruðu fyrir Víði. Hekla og Grindavík skildu jöfn, 2-2, í leik sem Hellubúar áttu frekar meira í. Hekla náði tvívegis forystu í fyrri hálfleik, með mörkum Olafs Sigurðssonar og Árna Lárussonar, en Símoni Alfreðssyni og Ragnari Ævarssyni tókst að jafna fyrir Grindavík. Þá vann Selfoss öruggan sigur eins og vænta mátti yfir USVS. Sumarliði Guðbjartsson skoraði tvívegis, Stefán Larsen og Tryggvi Gunnarsson skoruðu mörk Sel- fyssinga, eftir að Þorkell Ingi- marsson hafði náð forystunni snemma leiks fyrir USVS. I B-riðli fóru fram tveir leikir og átti Stjarnan hlut að þeim báðum. Á laugardaginn léku þeir gegn Bolungarvík í Garðabæ og sigruðu 2-1. Hermann Þórisson náði for- ystu fyrir Bolana, en Óskar Ársælsson og Ingólfur Ingólfsson tryggðu Stjörnunni verðskuldaðan sigur. Síðan lék Stjarnan gegn Stefni frá Súgandafirði og tapaði 1-3. Arabinn Mohammed, sem áður hefur verið getið um, skoraði eitt mark og Kjartan Ólafsson tvö, en fyrir Stjörnuna svaraði Kristján Sigurgeirsson. í C-riðli vann Víkingur nauman sigur gegn Óðni og kom frammi- staða gestanna verulega á óvart. Jónas Kristófersson skoraði eina mark leiksins og tryggði Víkingi sigur. Leik Leiknis og Afturelding- ar í sama riðli var frestað, vegna þess að dómara vantaði. KS vann nauman sigur yfir Tindastóli í D-riðli. Það voru mörk þeirra ÓJafs Kárasonar og Bjarna Sveinssonar sem tryggðu þeim sigurinn, en Karl Ólafsson svaraði fyrir Tindastól. Höfðstrendingar gáfu leik sinn við Leiftur og voru það því með léttari stigum sem Leiftur hefur krækt í í sumar. Tveir leikir áttu að fara fram í E-riðli, en aðeins einn þeirra var leikinn, þar sem Reynir mætti eigi til leiks gegn Magna. En viðureign Dagsbrúnar og HSÞ fór fram og lauk með sigri HSÞ, Björgvin Steindórsson og Ægir Þorláksson skoruðu fyrir heimaliðið, en Jónas Hallgrímsson, Gunnar Bóasson og Kristján Ingvason tryggðu HSÞ sigur. Þá er aðeins eftir að geta um úrslit í F-riðli. Hrafnkell gaf leik sinn gegn Einherja, en á Seyðis- firði vann Huginn Leikni frekar óvænt í slagsmálaleik. Huginn komst í 3-0 með mörkum Magnús- ar Guðmundssonar, Olafs Más Sigurðssonar og Péturs Böðvars- sonar, en Leikni tókst að minnka muninn með tveimur mörkum Svans Kárasonar. — gg. Glæsilegt met hjá Vilmundi AFMÆLISMÓT Ármanns í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Ágætis árangur náðist í mörgum greinum. Eitt íslandsmet var sett. Viímundur Viihjálmsson bætti sitt fyrra met í 200 metra hlaupi. hljóp á 21.1 sek. en gamla metið var 21.2. Þá setti Sigurður Sigurðsson nýtt unglingamet í 200 metra hlaupinu. hljóp á 21.5 sek.. gamla metið átti Haukur Clausen og var það sett 1948. ÞORUNN KEPPIR Á HM í SUNDI STJÓRN SSÍ hefur ákveðiö að senda Þórunni Alfreðsdóttur til keppni á Heimsmeistaramótið í sundi. Mótiö er að Þessu sinni haldið í V-Berlín, dagana 18.—28. ág. Þór- unn mun keppa í 100 og 200 m flugsundi á mótinu. Með Þórunni fer Guðmundur Harðarson, Þjálfari hennar. Nú hafa tilkynnt pátttöku 56 Þjóöir. Reiknað er með að um 1500 ípróttamenn og konur taki Þátt í Þessu móti. Hreinn Halidórsson sigraði í kúluvarpi, kastaði 20.06 metra. Óskar Jakobsson varð annar með 18,37 og Guðni Halldórsson þriðji með 17.90 m. Ágúst Ásgeirsson sigraði í 800 m hlaupi á 1.53.2 mín og Gunnar Páll Jóakimsson varð annar á 1.53.6 mín. Jón Diðriksson hætti í hlaupinu. í 4x100 metra boðhlaupi karla náði sveit Ár- manns besta tíma sem náðst hefur hér á landi, hljóp á 43.3 sek., íslandsmetið er 42.8 sek., sett erlendis. I hástökki sigraði Stefán Frið- leifsson, stökk 1.94 m, annar varð Stefán Þ. Stefánsson ÍR, stökk 1.91 metra sem er góður árangur hjá aðeins 15 ára gömlum pilti. Ágætis árangur var í 100 metra hlaupi kvenna, þar sigraði Lára Sveins- dóttir á 12.1 sek. 12 ára gömul stúlka, Jóna B. Grétarsdóttir Á, hijóp á 13.6 sek, sem er frábær árangur hjá svo ungri stúlku. - þr. • EINN leikur fer fram í 2. deiidar keppninni í knattspyrnu í kvöld og hefst hann klukkan 19.00. Þá mætast á Laugardals- velli lið KR og ÍBÍ. Leik þessum var frestað á sínum tíma vegna Grikklandsferðar ísfirðinga. • Minningarleikur um Jakob Jakobsson knattspyrnumann fer fram á Akureyri í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Þetta er árlegur viðburður og að þessu sinni verða það leikmenn ÍÁ sem leika gegn KA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.