Morgunblaðið - 15.10.1978, Page 1

Morgunblaðið - 15.10.1978, Page 1
Sunnudagur 15. september Bls. 33-64 Úr bók Agnars Þóröarsonar KALLAÐ í KREMLARMÚR — ferö um Sovétríkin 1956 ásamt Steini Steinar og fleirum. — Þessi bók kemur út hjá Almenna bókafélaginu eftir nokkra daga. Sumarið 195G buðu Friðarsamtök Sovétríkjanna sjö lista- og menntamönnum í Rússlandsferð. Til fararinnar völdu.sti Agnar Þórðarson rithöf.. Hallgrímur Jónasson kennari. ísleifur Högnason alþm.. Jón Bjarnason fréttastjóri. Jón Óskar skáld. Leifur Þórarinsson tónskáld og Steinn Steinarr skáld. Þessi ferð var geysifræg hér á landi á sínum tíma og hratt af stað margvíslegum skrifum í íslenzkum blöðum. Skömmu eftir heimkomuna birti Steinn Steinarr kvæði sitt Kreml. Agnar Þórðarson hélt dagbók í ferðinni og hefur nú unnið upp úr henni þá ferðasögu, sem hér birtist kafli úr. Agnar sendir hókina frá sér í minningu um Stein Steinarr og í tilefni þess að sjötíu ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Kaflinn sem fer hér á eftir segir frá fvrstu dögum þeirra félaga í Moskvu. Agnar Þórðarson Var nú sest að veisluborði hlöðnu alls kyns kræsingum og vínföngum og ekkert til sparað, enda bera Rússar með sér að þeir kunna að meta undirstöðu- mat. Nína hafði Stein við hlið sér, en borðdama Hallgríms var Galína. Júra var þar líka og lék á als oddi og enn einhverjir úr Friðarnefndinni auk formanns Landsnefndar rússnesku friðar- samtakanna Mikail Kotobb. Voru nú fyrst drukkin velkom- andaminni í vodkastaupi. Mikail sló í glas og ávarpaði okkur. Hann ræddi um nauðsyn þess að þjóðir heims gætu komið sér saman um að lifa í sátt og samlyndi, það væri fleira sem sameinaði ólíkar þjóðir en skildi þær að, hnötturinn væri að verða of lítill til að lifa í ósamlyndi. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum. — Við óskum þess að þið hittið sem flesta hér af sem flestum starfsstéttum. Og þið munuð sjá að við viljum frið — umfram allt frið. Gjörið svo vel að sjá allt sem þið óskið og spyrjið um allt sem þið viljið fá að vita. Var þá drukkin skál fyrir heimsfriði. Hallgrímur mælti fyrir okkar hönd. Hann sagði að Islendingar hefðu aldrei verið hernaðarþjóð. Þeir væru friðsamir og vildu ekki eiga i útistöðum við aðrar þjóðir, þeir vildu frið og sáttfýsi meðal þjóða heimsins — Nína Krymova gerði sér títt um Stein og var hann brosleitur við hlið hennar. Hún sagði okkur að hún hefði elskað íslendinga frá fyrstu kynnum, en þau stæðu enn jafn ljóslifandi fyrir henni og þegar þau hófust. Það hafði verið á Rauða torginu fyrsta maí nokkrum árum fyrir stríð. Endalausar raðir verkamanna, hermanna og íþróttafólks undir blaktandi rauðum fánum gengu framhjá grafhýsi Leníns — allir voru í hátíðarskapi, en þá heyrir hún útlenda rödd kalla hátt yfir manngrúann: — Lenge leve Sovjetunionen. Klökknaði hún við að heyra þessa útlendu rödd kalla á máli sem enginn skildi nema örfáir innan um allar þessar þúsundir manna og ruddi sér braut til mannsins sem hafði kallað svo hátt og snjallt, en það var þá Islendingur. — Það hefur verið Kristinn Andrésson, sagði Steinn. — Nei ég segi ykkur aldrei hver hann var, sagði Nína Krymova, en allt frá þeirri stundu hef ég elskað Islendinga. Steinn Steinarr Einhver var svo ósmekkvís að spyrja því maðurinn hefði kall- að á dönsku, enda ansaði Nína ekki þeirri spurningu. Nína sagði okkur að næst á prógrammi okkar þennan dag væri að skoða heljarmikla land- búnaðarsýningu í útjaðri Moskvu. En enn var setið góða stund undir borðum og látið sjatna í sér. Nína Krymova lagði fast að Steini að hann segði nokkur orð, og varð það úr að hann reis úr sæti og sló í glas sitt. Sló þá þögn á mannskapinn við borðið. Steinn byrjaði á því að þakka fyrir góðar móttökur sem Rúss- ar væru reyndar víðfrægir fyrir, þá sagðist hann lengi hafa vitað að rússneskar konur væru mikl- ar hetjur, hefði hann lesið um það á barnsaldri í sveit á Islandi en síst væri það ofsagt — og nú stæði til boða að sjá mikla og og Steinn Steinarr viö líkneski af Lenin og Stalín í Kákasus. vildi sjá kapital- istískt hœnsnabú merkilega landbúnaðarsýningu. Hann sagðist oft hafa heyrt að Rússar héldu stórkostlegri sýn- ingar en flestir aðrir, og væri þessi sýning áreiðanlega mjög merk og lærdómsrík, en þó væri það nú svo, að það sem hann helst hefði áhuga á að sjá myndi ekki fyrirfinnast þar, nefnilega lítið kapitalistískt hænsnabú. Því að svo væri mál með vexti að hann og kona hans hokruðu með nokkrar pútur fyrir utan höfuð- borgina og ættu þau í smáerfið- leikum með sumar þeirra þó hann vildi ekki vera að klaga þær fyrir ókunnugum, en óneitanlega virtust þær vera komnar í hálfgert verkfall með að verpa og myndu því allar leiðbeiningar frá sérfræðingum vera þakksamlega þegnar — en sem sagt þetta væri kapitalist- ískt hænsnabú og því sennilega ekkert ráð við þessum vand- kvæðum að finna á þeirri stórkostlegu sýningu sem okkur væri nú boðið á. Bæði formaður landsnefndar- innar og Nína Krymova lýstu því yfir að það væri á misskiln- ingi byggt hjá hinu merka íslenska skáldi að hænsnabú hans með fáum hænum gæti kallast kapitalistískt, hjá þeim væri hjónum leyft að eiga nokkrar hænur og hirða af- raksturinn til eigin þarfa, en hitt sennilega rétt að svo lítið bú myndi ekki vera þar til sýnis — og hlógu við þá tilhugsun að slíkt bú gæti verið til sýnis. Var þá ekki rætt meira um landbúnaðarmál og staðið upp frá borðum. Jón Óskar baðst undan því að fara á landbún- aðarsýninguna, sökum þess að hann væri ekki vel fyrir kallað- ur í maga, en hann hafði þá lengi átt að stríða við óþægindi í meltingarfærum. Vildi hann heldur hvila sig á herbergi sínu en að ganga lengi dags með okkur um sýningarsvæðið. Samþykkti Galína undanþágu hans með því skilyrði að læknir yrði kvaddur til að fylgjast með líðan hans á meðan og varð hann að hlíta því, þótt hann teldi þess enga þörf. Héldum við svo hinir á sýninguna. Það var heitt í veðri þennan júlídag sem við gengum um sýningarsvæði landbúnaðarins og við vorum orðnir göngumóð- ir. Linnulaust var þulinn yfir okkur alls konar fróðleikur úr hagskýrslum og áætlunum. Þó kom þar að lokum að þessari síbylju og skoðunarferð var lokið og við gátum farið heim á hótelið, klyfjaðir alls konar bæklingum og pésum. Við litum til Jóns Óskars strax eftir að við komum á hótelið. Frammi á ganginum var líflæknir hans sem vaktaði upp á hann, en leyfði okkur þó að fara inn til hans. Var þetta kona á miðjum aldri, heldur óhraust- lega í framan, og héldum við í fyrstu að Jóni Óskari hefði versnað undir handleiðslu henn- ar og opnuðum hurðina varlega inn til hans. Jón Óskar var háttaður í rúmi og reyndi að brosa til okkar, en við sögðum honum að hann hefði misst af miklu að fara ekki með okkur. Fékk hann nokkra pésa hjá okkur í sárabætur. Jón Óskar sagðist sjá eftir því að hafa ekki harkað af sér og farið með okkur á sýninguna, því að hann hafði verið drifinn í rúmið með það sama, látinn mæla sig með stuttu millibili og fengið ströng fyrirmæli um að bragða ekki annað en þurrar tvíbökur og sykurlaust tevatn. Hresstist hann nú mjög við komu okkar. Var þá brátt tekinn tappi úr flösku sem við höfðum haft með okkur tollfrítt úr Brynhildi. Leifur komst fljótt í vígahug og byrjaði að kyrja þýskt hergöngulag af tómum stráks- skap. Báðum við hann fýrir alla muni að stilla sig á þessum stað og gerði hann það, en daginn eftir heyrðum við það á Galínu og Hallgrími að kvartað hafði verið yfir okkur. Yfir morgunmatnum á hótel- inu daginn eftir sagði Jón Bjarnason okkur tíðindi frá íslenska sendiráðinu í Moskvu sem hann hafði sett sig í samband við til að hafa fugl og hval af landinu. Vinstri stjórn hafði þá ekki enn verið mynduð, og kenndi hann Ameríkönum mest um seinaganginn. Þeir myndu reyna að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að spilla fyrir sam- vinnu vinstri flokkanna, en dómur þjóðarinnar væri eins skýr og ótvíræður og frekast yrði á kosið: Herinn yrði að fara Sjá nœstu síðu A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.