Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGL'R 15. OKTÓBER 1978
r
f
Barna- og fjölskyldusíðan
Þórir S. Guðhcr«sson
Rúna (iisladóttir
Afmælis-
dagurÁma
Árni átti afmæli. Hann varð átta ára. Mörgum var
boðið í afmælið og hann fékk margar afmælisgjafir.
Þegar leið á daginn varð hann þreyttur. Hann
lagðist á gólfið, setti mjúkan bangsann undir höfuðið
og skoðaði allt dótið, sem hann hafði fengið.
Þarna voru trédýrin og fíllinn, apinn og gíraffinn
og...
Rétt í því, sem Árni sofnaði, sá hann undarlega sjón.
Dýrin komu öll gangandi í halarófu og báru hvert sína
gjöf.
Apinn gaf honum banana og fíllinn blómvönd.
Giraffinn gaf honum ávexti, en músin ost — og
hundurinn kom með stórt kjötstykki handa honum!
Næstur á eftir hundinum kom skógarbjörn með
hunangskrukku og síðan hæna með fullan kassa af
eggjum...
Þegar dýrin höfðu afhent honum allar gjafirnar,
byrjaði gleðskapur mikill. Árni gaf öllum gosdrykki
og síðan fóru allir að dansa af fullum krafti.
Allt gekk vel í fyrstu og dýrin virtust skemmta sér
konunglega. Þau dönsuðu af hjartans gleði, þangað til
fíllinn datt niður úr gólfinu! Apinn sveiflaði sér í
gluggatjöldunum og gíraffinn hékk í ljósakrónunni.
Skógarbjörninn klifraði upp í gluggann og hundurinn
þaut upp á borðið. Aumingja Árni vissi ekki sitt
rjúkandi ráð. Hann var alveg viss um, að fólkið í
húsinu yrði fokreitt, og ætlaði því að fara að skamma
dýrin ærlega. En rétt í þann mund vaknaði hann og
skildi undir eins, að þetta hafði verið draumur!
Framhaldssagan
A hættuslód-
um í Afríku
Eftir mörg og hættuleg
ævintýri, tókst Living-
stone loks að komast til
lítillar hafnarborgar, sem
tilheyrði Portúgölum —
þar sem Sambesí-fljótið
rennur út í Indlandshaf.
Brezka herskipið Mauriti-
us v?r þá statt á þessum
slóðum, og dvaldist Liv-
ingstone um borð um
mánaðartíma til þess að
ná sér eftir malaríu og
orðu og Lundúnaborg
gerði hann að heiðurs-
borgara sínum.
Svo mikill var mann-
fjöldinn stundum, að
hann mátti hafa sig allan
við að komast undan.
Að áliti Livingstones
var nauðsynlegt að rann-
saka landsvæðin kringum
Sambesi-fljótið miklu
nánar. Þegar frétt þessi
sem sagt bundinn endir á
þessa erfiðleika.
„Hvaða óskir hafið þér
helstar í huga, herra
Livingstone?“ spurði
Clarendon lávarður, utan-
ríkisráðherra.
Livingstone bað um að
fá sjö sérþjálfaða menn,
sem hver um sig gæti
tekið að sér verkefni á
ferðalögunum.
Ríkisstjórnin ákvað að
önnur veikindi, sem höfðu
herjað á hann í þessari
hættulegu ferð.
Skömmu síðar fór hann
heimleiðis til Englands
eftir sextán ára fjarvistir
frá föðurlandi sínu.
Á þessum árum hafði
Livingston ferðast gegn-
um myrkustu skóga Afr-
íku, lengra en nokkur
annar hvítur maður, og
farið þvert yfir þessa
stóru heimsálfu frá ann-
arri ströndinni til hinnar.
Hann hafði unnið mikið
afreksverk, sem hann var
hylltur fyrir, er hann kom
heim til Englands á ný.
Konunglega landfræði-
félagið sæmdi hann gull-
barst síðan til fólksins,
heyrðust brátt háværar
raddir um að ríkisstjórn-
inni bæri að styrkja Liv-
ingstone til frekari rann-
sókna á þessu sviði.
Ekki leið heldur á
löngu, þangað til Living-
stone fékk boð frá utan-
ríkisráðherra landsins.
Hann var beðinn um að
koma til viðtals.
Þetta var þýðingarmik-
ill dagur í lífi Living-
stones. Áður fyrr hafði
hann ekki haft nærri því
nógu góð verkfæri, áhöld
og útbúnað í ferðum sín-
um, og olli þetta honum
oft miklum vandræðum
og erfiðleikum. En nú var
lokum að greiða 5000
pund í ferðakostnað, og
útnefndi síðan Living-
stone sjálfan sem ræðis-
mann í Quilimane, og átti
hann að fá 500 pund í
arslaun.
Livingstone ákvað því
að taka boði ríkisstjórnar-
innar og hætti því sem
starfsmaður Lundúna-
kristniboðsfélagsins.
Hann var nú betur útbú-
inn til rannsókna og land-
könnunar en nokkru sinni
fyrr og ákvað að helga sig
því verkefni á næstunni,
þó að hann væri jafn-
framt ákveðinn í að boða
fagnaðarerindið hvar sem
hann kæmi.