Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 12

Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Númer eitt HAMILTON Alexander Hamilton Eftir að ótvíræð reynsla hefur sýnt óhagkvæmni núverandi sam- bandsstjórnar eruð þið nú til þess kvödd að íhuga nýja stjórnarskrá fyrir Bandaríki Norðurameríku. Mikilvægi viðfangsefnisins er ljóst af því sjálfu; niðurstöður þess spanna tilveru Sambandsveldisins, ör.vggi og velferð meðlifna þess, örlög stórveldis sem í mörgu tilliti er hið merkilegasta í heimi. Það hefur oft verið sagt að lýö þessa lands virðist fengið það hlutverk að skera með hegðun sinni og fordæmi úr þeirri mikilvægu spurningu hvort samfélögum manna er kleift eða ekki að koma á fót góðri stjórn af ráðnum hug og frjálsu vali, eða hvort þau eru um allan aldur dæmd til að lúta stjórnskipulagi er mótast af til- viljun og ofbeldi. Ef sannleikskorn er fólgið í þessum athugasemdum, má með réttu líta svo á að með núverandi vandamálum sé upprunninn sá tími að þessum spurningum verði svarað og að jafnframt megi líta á það sem almenna ógæfu alls mannkyns ef við veljum okkur nú rangt hlut- verk. Þessi hugmynd bætir hvata mannúðarinnar við hvata ættjarðarástarinnar til að auka þá alúð sem allir gerhugulir og góðir menn hljóta að bera í brjósti í þessum vanda. Vel væri ef val ykkar nú réðist af réttlátu mati á sönnum hagsmunum okkar en ruglaðist hvorki né skekktist af tilliti til atriða sem ekki snerta almenningsheill. En þótt þessa sé óskað af einlægni verður þess varla vænst af alvöru. Tillagan sem fyrir okkur er lögð snertir of marga sérstaka hagsmuni, byltir of mörgum einstökum stofnunum, til þess að unnt sé í umræðunni að sneiða hjá fjölda atriða sem eru kostum tillögunnar óviðkomandi og fjölda sjónarmiða, sannfæringa og fordóma sem lítt samræmast leit að sannleikanum. Meðal óárennilegustu tálma í vegi hinnar nýju stjórnarskrár má augljóslega greina í bersýnilegum hagsmunum einstakra stétta vegna þess að aðstæður þeirra kynnu að varpa á þá grun) til skoðana sem reistar eru á sérhags- munum og framavonum einum. Hreinskilni skuldbindur okkur til að viðurkenna að jafnvei slíkir menn geta fylgt heiðarlegum hvötum, og ókleift er að efast um að ýmiss þau andmæli, sem þegar hafa komið fram eða kunna að koma fram síðar, muni eiga rætur að rekja til skoðana sem ekki eru ámælisverðar þó þær kunni ekki að vera lofsverðar — til heiðar- legrar villu hugsana sem glapist hafa af fordómum, öfund og ótta. Reyndar eru þær orsakir sem halla réttri dómgreind svo margar og máttugar að við finnum oft vitra menn og góða á rangri skoðun engu síður en á réttri skoðun um hin mikilvægustu málefni samfélagsins. Þessar aðstæður, ef þeirra er gætt sem skyldi, ættu að kenna þeim hóg- værð sem eru þess fullvissir að þeir hafi ævinlega rétt fyrir sér í deilum. Enn frekari ástæðu til varúðar í þessu efni má finna í því að við getum ekki verið viss um að þeir sem mæla fyrir sannleikanum séu undir ahrifum hreinni sjónar- miða en andstæðingar þeirra. Framagirni, fégræðgi, persónuleg óvinátta, flokksrígur og aðrir hvatar engu lofsverðari verka jafnan á þá sem fylgja réttu máli og en hina sem fylgja röngu máli. Jafrível þótt þessar ástæður til hógværðar væru frá taldar væri ekkert verra merki um dóm- greindarleysi en sá skortur á umburðalyndi sem ævinlega hefur einkennt stjórnmálaflokka, því í stjórnmálum, eins og í trúmálum, er heimskulegt að ætla að boða rétta skoðun með eldi og vopnum. I hvorugum málanna verða skoðunarvillur upprættar með ofsóknum. Þrátt fyrir þetta og hvernig svo sem athugasemdirnar hér að ofan verða metnar, sér þess þegar merki að nú muni hið sama verða uppi á teningnum og ævinlega áður þegar rætt hefur verið um sé ekki annað en tilgerð og tilbúningur, rotin beita til at- kvæðaveiða á kostnað almennings- heilla. Það mun gleymast, annars vegar að ofurnæmi er fylgikvilli ofurástar og að göfugur áhugi á frelsi smitast oft af anda þröng- sýnnar tortryggni. Hins vegar mun það jafnframt gleymast að styrk stjórn er nauðsynleg öryggi frelsisins. Við skynsamlega og upplýsta íhugun verður gildi þeirra aldrei aðgreint, því að hættuleg valdagræðgi felur sig oftar af sýndardyggð bak við umhyggju fyrir rétti fólksins fremur en bak við óárennilega umhyggju fyrir styrk og velvirkni stjórnarinnar. Sagan kennir okkur að hið fyrra hefur oftar verið greið leið að gerræðisvaldi en hið síðara og að þeir menn, sem umbylt hafa frelsi lýðvelda, hafa flestir byrjað feril sinn með því að smjaðra fyrir lýðnum, byrjað sem lýðskrumarar en endað sem harðstjórar. I ofansögðu hef ég, kæru meðborgarar, haft það augnamið að hvetja ykkur til að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraun- um, hvaðan sem þær kunna að koma, til að hafa áhrif á ákvörðun ykkar í þessum mikilvægustu velferðarmálum ykkar með öðrum framburði en þeim sem sprottinn er af vitnisburði sannleikans. Þið munuð án efa þegar merkja á almennum anda athugasemdanna að höfundur þessa er ekki óvin- veittur hinni nýju Stjórnarskrá. Já kæru samlandar, að velhugsuðu máli viðurkenni ég fyrir ykkur að ég er ótvírætt þeirrar skoðunar að það væri ykkur hagur að taka við henni. Eg er sannfærður um að þetta er öruggasta leiðin til frelsis ykkar, sæmdar ykkar og gæfu. Eg bar ekki við neinum efa sem ég ekki hef. Ég mun ekki skemmta ykkur með því að þykjast íhuga málið þegar ég hef í raun gert upp hug minn. Ég viðurkenni fúslega fyrir ykkur sannfæringu mína og mun opinskátt leggja fyrir ykkur rökin sem hún er reist á. Asetningur um góðan vilja hafnar allri tvöfeldni. Ég mun hins vegar ekki hamra á játningum í þessu efni. Hvatir mínar hljóta að felast með mér einum. Rök mín munu verða öllum opin og allir geta dæmt þau. Þau munu að minnsta kosti borin fram í anda sem ekki saurgar málstað sannleikans. Það er ætlun mín að ræða í röð blaðagreina eftirfarandi íhugun- Alexander Hamilton fæddist í Vestur-Indíum 1755 og var af skoskum og frönskum ættum. Hann flutti þó snemma til New Yorkborgar og stundaði þar verslunarstörf í æsku. Undir tvítugt settist hann í King’s College þar í borg,. en sá skóli breytti síðar um nafn og heitir nú Columbia Háskóli. Hamilton gekk í herinn þegar Frelsisstríð- ið hófst, en þar hlaut hann skjótan frama og var orðinn náinn samstarfsmaður Georges Washingtons hershöfðingja þegar stríðinu lauk. Að stríðinu loknu nam hann lög í Albany í New Yorkríki og hóf síðan lögfræðistörf í New York en tók jafnframt þátt í stjórnmálalífi Ríkisins. Hann var einn fulltrúa New York á stjórnarskrárþinginu í Phila- delphiu 1787 en tók fremur lítinn þátt í störfum þess. A þinginu hélt hann fyrst fram þeirri skoðun að stjórn Sam- bandsv'eldisins ætti að vera sem allra líkust stjórnum konungs- ríkja. Þessar hugmyndir fengu lítinn hljómgrunn og mun það ásamt ágreiningi við hina full- trúa New Yorkríkis hafa ráðið afskiptaleysi hans á þinginu. Re.vndar fóru allir hinir full- trúar New Yorkríkis heim af þinginu og lýstu því yfir að þeir væru mótfallnir stjórnar- skránni sem verið var að semja. Það var einkum af þessum sökum að ólíklegt þótti að New York búar myndu samþykkja Stjórnarskrána. En það varð aftur til þess að Alexander Hamilton réðst í að skrifa Greinar Bandalagsmanna með James Madison og John Jay. Hamilton var lang mikilvirk- astur af þeim félögum þremur. Hann mun hafa skrifað um sextíu af greinunum áttatíu og fimm. En það er reyndar ekki vitað með fullri vissu hver þessara þriggja manna skrifaði einstakar greinar. Það liðu nokkur ár frá því að greinarnar birtust þar til það kom fram opinberlega hverjir hefðu staðið að greinunum. Skömmu eftir dauða Hamiltons 1804 komu upp miklar deilur um það hver væri höfundur einstakra greina, þótt höfundarnir allir þrír hefðu þá löngu viðurkennt hlut sinn að greinasafninu. Þegar George Washington, nýkjörinn fyrsti forseti Banda- ríkjanna, skipaði fyrstu stjórn sína sumarið 1789 valdi hann Hamilton sem fjármálaráðherra og gegndi hann því embætti til 1795. Hamilton kom fjármálum og peningamálum Bandaríkj- anna aftur í viðunandi horf en Frelsisstríðið hafði raskað þess- um málum mjög. Hamilton var vel að sér í hagfræði og skrifaði nokkrar ágætar ritgerðir um þau efni. Eftir að Hamilton lét af embætti fjármálaráðherra kom hann tvisvar til greina sem forsetaefni. Árið } 799 studdi hann Thomas Jefferson til forsetakjörs og þá lenti honum saman við annað forsetaefni, Aaron Burr, sem var flokks- bróðir Hamiltons. Þeir Burr höfðu lengi elt grátt silfur saman en urðu nú fullir fjand- menn. Samskiptum þeirra lauk með því að Burr skoraði Hamil- ton á hólm 1804 og skaut hann til bana. Ilalldór Guðjónsson. Greinar Bandalagsmanna manna að hamla gegn sérhverjum breytingum sem hætta er á að feli í sér rýrnun valda, þóknana eða embættisáhrifa þeirra í ríkis- kerfinu; og í öfugsnúinni frama- girni annarra stétta manna sem annað hvort gera sér framavonir í glundroða lands síns eða telja upphefð sína líklegri sé stórveldið limað sundur í minni sambönd ríkja en sé það sameinað undir einni stjórn. Það er þó ekki ætlun mín að dvelja lengi við athugasemdir af þessu tagi. Ég veit mæta vel að það væri fals að rekja ágreining sérhvers hóps manna (aðeins mikilvægustu málefni þjóðar- innar. Flóðgáttir reiði og ill- viljaðra ástríðna opnast. Ef dæma má af hegðun andstæðra flokka hljótum við að álykta að þeir reyni hver um sig að sanna réttmæti skoðanna sinna og auka fylgi sitt með háreysti í fullyrðingum og hörku í svívirðingum. Menn munu segja að velupplýstar óskir um styrka og virka stjórn séu and- stæðar frelsi og sprottnar úr brjóstum manna sem þyrstir eftir gerræðisvaldi. Menn munu segja að ofurnæmi fyrir hættum er steðja að réttindum lýðsins, sem er oftar villa hugans en hjartans, arverðu atriði; — Nytsemi Sam- bandsveldisins fyrir stjórnmála- lega heili ykkar. — Vanmátt núverandi Bandalags til að varð- veita Sambandsveldið. — Nauðsyn stjórnar sem er að minnsta kosti eins styrk og nú er lagt til. — Samræmi tillagðrar stjórnarskrár og sannra hugsjóna lýðveldis- stjórnar. — Hliðstæða hennar við ykkar eigin ríkisstjórnarskrá. — Aukið öryggi sem samþykkt stjórnarskrárinnar mun veita þeirri tegund stjórnar, frelsi og eignarrétti. Á meðan þessi greinaröð stendur mun ég reyna að svara skilmerkilega öllum andmælum sem koma fram og virðast svara- verð. Það kann ef til vill að virðast óþarfi að færa rök fyrir nytsemi Sambandsveldisins, atriði sem án efa er djúpt greypt í hjörtu þegna allra Ríkjanna, atriði sem ætla mætti að enginn andmælti. En staðreyndin er sú, að þegar hefur heyrst hvíslað í hópum þeirra sem andsnúnir eru nýju Stjórnar- skránni að Ríkin þrettán séu of víðlend fyrir eitt stjórnarkerfi og að nauðsyn reki því tjl að sett verði á stofn aðgreind sambönd ólíkra hluta landsins alls. Þessi kenning verður ef að líkum lætur boðuð í kyrrþey í fyrstu þar til hún hefur svo marga fylgismenn að óhætt verði að bera hana fram opinberlega því ekkert er ljósara þeim sem geta skoðað þessi mál frá víðara sjonarhorni en það að sundurlimun sambandsveldisins er eini úrkosturinn verði Stjórnar- skránni hafnað. Því mun það verða gagnlegt að skoða kosti þessa Samvandsveldis annars vegar en hins vegar vísa ókosti og hættur sem blasa munu við hverju Ríki, verði það leyst upp. Þetta verður því efni næsta ávarps. Publius.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.