Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
53
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Ankor Nostra Zephyr
Permin Zephyr, perlugarn í
ótrúlegu litaúrvali. Sparið ykkur
mikla leit. Komiö eða hringiö í
sima 51314, því úrvalið er hjá
okkur.
Hannyröabúðin, Hafnarfirði.
Muniö sérverzlunina
með ódýran fatnaö.
Verðlistinn, Laugarnesvegi 82,
S. 31330.
25 ára englendingur
óskar eftir atvinnu sem fyrst, er
fjölhæfur, hef bílpróf. Uppl. í
síma 71332.
Atvinnurekendur
24 ára sænskan mann vantar
vinnu. Ar rafteiknari að mennt.
Gjarnan vaktavinnu. Margt
kemur til greina. Upplýsingar í
síma 84048.
Au pair
Au pair óskast til ungra vina-
legra fjölskyldna í London og
París. Góðir skólar í nágrenn-
inu.
Mrs Newman, 4 Cricklewood
Lane, London NW2, England.
Licence GB 272.
Brotamálmur
Er fluttur að Ármúla 28, sími
37033. Kaupi allan brotamálm
langhæsta verði. Staðgreiösla.
Vönduð sérhæö um 130—135
fm ásamt/ meö bílskúr miö-
svæöis í borginni, óskast til
kaups nú þegar. Mikil útb.
Milliliðalaus viöskipti. Uppl. í
síma 42930 og 22848 í dag og
næstu daga.
Húsnæði óskast
Ca. 100 fm. húsnæði óskast á
leigu í iðnaðarhverfi. Þarf að
vera með bílgengum dyrum og
góðri aðkeyrslu. Tilboöum ósk-
ast skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir
n.k. fimmtudagskvöld merkt:
„Húsnæði — 3794".
Kona meö eitt barn
óskar eftir íbúð í Reykjavík
strax. Allt kemur til greina. Sími
53206.
Vantar 2ja—3ja herb.
leiguíbúð í R.vík eöa Hafnarfirði
frá 1. nóv. gegn góðri öruggri
mánaöarlegri greiöslu. Uppl. í
síma 54408.
Vörubílt til sölu
til sölu 10 hjóla bíll MAN 19230,
árg. 1971, nýr pallur og sturtur,
palllengd 5,70. Bíllinn er í góðu
lagi. Skipti koma til greina á 6
hjóla bíl. Uppl. í síma 95-1461.
Fíladelfía Reykjavík
Sunnudagaskólinn er kl. 10.30.
Öll börn velkomin.
ÚTIVISTARFERÐIR
Laugard. 14/10
Kl. 10.30. Kr»klingafjara viö
Hvalfjörö, steikt á staönum.
Fararstj. Einar Þ. Guöjohnsen.
Verö 2000 kr. frítt f. börn
m/fullorönum. Fariö frá BSÍ,
bensínsölu. Útivist.
Sálarrannsóknarfélag
íslands
Félagsfundur verður að Hall-
veigarstöðum mánudaginn 16.
okt. kl. 20.30. Ævar Kvaran
flytur erindi: „Er dýrðlegt að
deyja".
SÍMAR. 11798 og 19S33
Sunnudagur 15. okt.
kl. 10. Móskarðshnúkar, 807 m.
Verð kr. 1500, gr. v/bílinn.
kl. 13. Suöurhliðar Esju. Létt og
róleg ganga við allra hæfi. Verö
kr. 1500, gr. v/bílinn. Fariö frá
Umferðamiðstöðinni að austan-
verðu.
Feröafélag islands.
I.O.O.F. 3 =16010168S8% II.
□ MÍMIR 59781067 — 1 Frl.
I.O.O.F. 10=16010168'/2 = 9. II.
Nýtt líf
kl. 3 í dag að Hamraborg 11
veröur kveöjusamkoma fyrir
Gunnar Þorsteinsson og fjöl-
skyldu. Mikill söngur. Beðið fyrir
sjúkum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Keflavík — Suðurnes
Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11.
Samkoma kl. 2.
Allir hjartanlega velkomnir.
Fíladelfia Keflavík.
Heimatrúboðið
Austurgötu 22 Hafnarfirði.
Almenn samkoma í dag kl. 5.
Allir velkomnir.
Minningarspjöld
Félags einstæðra
foreldra
fást í Bókabúö Blöndals
Vesturveri, í skrifstofunni
Traöarkotssundi 6, Bókabúf
Olivers Hafnarfirði, hjá Jóhönni
s. 14017, Ingibjörgu s. 27441 ot
Steindóri s. 30996.
Hörgshlíð
Samkoma í kvöld, sunnudag kl.
8.
Skíðadeild K.R. auglýsir
Þrekæfingar hefjast nú á þriöju-
dögum og fimmtudögum kl. 6 i
Baldurshaga (íþróttaleikvangin-
um Laugardal) og á sunnudög-
um kl. 10 f.h. við íþróttahúsiö í
Garðabæ (útiæfingar og sund).
Verum öll með frá byrjun.
Skíðadeild K.R.
Fíladelfía Reykjavík
Almennar guösþjónustur veröa í
dag kl. 14 og 20. Dr. Tompson
talar.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Húsbyggjendur
— Arkitektar
Kynning á byggingarhlutum úr álformum
veröur haldin í Byggingarþjónustu Arki-
tektafélagsins aö Grensásvegi 11, þriöju-
daginn 17. október n.k. kl. 16—18. Þar mun
fulltrúi frá Skandinaviska Aluminium
Profiler AB veröa staddur og veita
upplýsingar um framleiöslu á álformum.
Gluggasmiðjan
Síðumúla 20.
Byggung Kópavogi
Fundur veröur haldinn í þriöja byggingar-
áfanga mánudaginn 16. þ.m. aö Hamraborg
1, 3. hæö kl. 20.30.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna í Háaleitshverfi
Aðalfundur
félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi, verður haldinn
miðvikudaginn 18. okt. í Valhöll Háaleitisbraut 1.
Fundurinn hefst kl. 18.
Dagskrá
Venjuleg aöalfundarstörf.
Miðvikudaginn 18. okt. kl. 18 í Valhöll.
Stjórnin.
Aðalfundur
Kjördæmasamtaka ungra sjálfstæöismanna í suðurlandskjördæmi
veröur haldinn í verkalýöshúsinu á Hellu sunnudaginn 22. okt. og
hefst hann*kl. 15.
Stjórnin.
Aðalfundur
Kjördæmasamtaka ungra djálfstæðismanna í vesturlandskjördæmi
verður haldinn að Borgarbraut 3, Borgarnesi sunnudaginn 22. okt. kl.
15.
Stjórnin.
Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins
13.—18. nóv. n.k.
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 13.—18. nóv.
n.k.
Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum aukna fræðslu
almennt um stjórnmál og stjórnmálastarfsemi. Reynt verður að veita
nemendum meiri fræðslu um stjórnmálin en menn eiga kost á
daglega og gera þeim grein fyrir bæöi hugmyndafræðilegu og
starfrænu baksviöi stjórnmálanna. Mikilvægur þáttur í skólahaldinu
er að þjálfa nemendur í að koma fyrlr sig orði og taka þátt í
almennum umræðum.
Meginþættir námsskrár verða sem hér segir:
1. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköp o.fl.
2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja.
3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmálabaráttunni.
4. Hvernig á að skrifa greinar.
5. Um blaöaútgáfu.
6. Helstu atriði íslenzkrar stjórnskipunar.
7. íslenzk stjórnmálasaga.
8. Um Sjálfstæðisstefnuna.
9. Skipulag og starfshættir Sjálfstæöisflokksins.
10. Stefnumörkun og stefnuframkvæmd Sjálfstæðisflokksins.
11. Marxismi og menning.
12. Utanríkismál.
13. Sveitarstjórnarmál.
14. Vísitölur.
15. .Staða og áhrif launþega- og atvinnurekendasamtaka.
16. Efnahagsmál.
Ennfremur verður farið í kynnisferðir í nokkrar stofnanir.
Þeir, sem hug hafa á að sækja Stjórnmálaskólann, eru beðnir um
að skrá sig sem allra fyrst í síma 82900 eða 82963.
Allar nánari upplýsingar um skólahaldið eru veittar í síma 82900.
Skólinn veröur heilsdagsskóli meðán hann stendur yfir, frá kl.
09:00—18:00 með matar- og kaffihléum.
Vestmannaeyjar
Arshátíð Sjálfstæöisfélaganna í Vestmannaeyjum verður haldin 1.
vetrardag 21. okt. n.k. í Samkomuhúsinu og hefst með borðhaldi kl.
19.30.
Dagskrá:
1. Borðhald.
2. Hátíðin sett, Gísli Gíslason.
3. Ávarp, Guömundur Karlsson alþm.
4. Einsöngur, Guömundur Jónsson óperusöngvari. Undirleikari
Ólafur V. Albertsson.
5. Gamanmál, Sigurbjörg Axelsdóttir.
6. Tískusýning: hausttískan.
7. Dans, hljómsveitin London leikur.
Veislustjóri Jóhann Friðfinnsson.
Miðaverð kr. 4000 — gildir einnig sem happdrættismiði.
Miöasala og borðapantanir í Samkomuhúsinu föstudaginn 20. okt.
n.k. kl. 16—19.
Sjálfstæöisfélögin.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags
Akureyrar
veröur haldinn mánudaginn 16. okt. n.k. í Sjálfstæðishúsinu kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Jón G. Sólnes alþingismaöur og Gísli Jónsson bæjarráösmaöur flytja
stutt ávörp og svara fyrirspurnum.
Félagar mætiö vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Félag sjálfstæöismanna i Hlíða- og Holtahverfi
Aðalfundur
félagsins veröur haldinn mánudaginn 23. okt. í Vaihöll, Háaleitisbraut
1.
Fundurinn hefst kl. 20.30.
Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræða: Gunnar Thoroddsen, Vafaformaður Sjálfstæöisflokksins.
Mánudaginn 23. okt. — kl. 20.30 — í Valhöll.
Stjórnin
Sjálfstæðisfélag
Kópavogs
fundur veröur haldinn í Sjálfstæðishúsinu
Hamraborg 1, fimmtudaginn 19. okt. kl.
20.30. Styrmir Gunnarsson ræöir stjórn-
málaviðhorfið.
Stjórnin.
Vestmannaeyjar
Aðalfundur Eyverja verður haldinn mánudaginn 16. okt. kl. 20.30 í
Eyverjasalnum (í samkomuhúsinu).
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Eldri og yngri félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfélögin
í Breiðholti
BINGÓ
Fyrsta sunnudagsbingó vetrarins veröur í dag 15. okt. kl. 14.30 í
félagsheimili sjálfstæðismanna að Seljabraut 54, (Kjöt og fiskur).
Mjög góðir vinningar
Spitaðar 12 umferðir.
Sjálfstæöismenn, mætiö vel. Takiö börnin með — vini og kunningja.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda, Kópavogi
heldur aðalfund þriðjudaginn 17. okt. 1978 kl. 2100.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Veitingar.
Önnur mál.
Innritun á námskeiö er haldin verða í vetur fer fram á fundinum.
Stjórnin.