Morgunblaðið - 15.10.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
57
félk f
fréttum
Smfðum Neon- 09 plastljósaskiltL
Einnig ýmiss konar hluti
úr Acrfl plasti.
Nconþiönmtaff ML Smjðjiwfli 7, Slmi 41777
+ Kraftamaðurinn frá Fukagawa — Austur í Tokyoborg er árlega haldin Tokyo-hátíð
með mjög fjölbreyttri dagskrá. Einn er sá liður dagskrárinnar, sem á sér 200 ára
gamla sögu í þessum hátíðahöldum, er sýning kraftajötunsins frá Fukagawa. —
Hann liggur á bakinu reyndar með strámottu undir sér, en síðan er staflað ofan á
hann ýmis konar dóti og efst má sjá skipslíkan sem „flytur fjársjóði" og ofaná því
standa þrír menn. — Allt vegúr þetta til samans eitt tonn, segir í myndatextanum, en
kraftajötunninn heitir Kenji Kameo og er þrítugur að aldri.
+ Ekki er þetta andlit í auglýs-
ingu fyrir svaladrykki, aukið
ostát eða úr baráttunni gegn
reykingum. — Þetta er andlit
eins af helztu stjórnmálamönnun-
um í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafsins, foringjans
Yasser Arafats, sem er sterkur
meðal stjórnmálamanna í röðum
Palestinumanna. Fyrir nokkru
lét Carter Bandaríkjaforseti þau
orð falla um PLO-samtökin, sem
Yasser stjórnar, að þeim mætti
líkja við KúKlúxKlan,
kommúnistaflokk eða nazista. —
I hinni stríðshrjáðu borg Beirut
lét diplómat frá einu Arabaríkj-
anna fréttamenn hafa það eftir
sér, að svona ummæli væru ekki
samboðin Bandaríkjaforseta.
+ Þessi gráskeggjaði glaðlegi gamlingi er enginn
annar en hinn frægi leikari og grínkarl Mickey
Rooney. Þótt hann sé nokkuð tekinn að reskjast, er
hann enn í fullu fjöri. Það má best sjá á því, að konan
sem er með honum á myndinni er áttunda eiginkona
hans. Hún ber hið frumlega nafn Jan. Myndin var
tekin á Heathrowflugvellinum í London, Þangað kom
Rooney fyrir nokkru til að leika í kvikmynd sem
nefnist „Ævintýri í Arabíu."
EINSTAKT TÆKIFÆRI
KORFUBÍLL
TIL SOLU
Bíllinn er árg. 1975, meö díeselvél, ekinn 36 þús. km. og allur
nýyfirfarinn. Hann er meö nýjan lyftiútbúnaö og körfu. Góöir
greiðsluskilmálar.
Leitið nánari uppiýsinga um bílinn í síma 84202.
pÁLmR/on & vflL//on ud.
W
Háaleitisbraut 42, Reykjavík,
Sími 84202 Pósthólf 4107