Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Norræna húsið að sprengja utan af sér starfsemina eftir 10 ár Viðtal við Erik Sönderholm UM þessar mundir eru 10 ár liðin síðan Norræna húsið hóf starfsemi sína í Reykjavík og er afmælisins minnst um þessar mundir. Húsið hefur á þessum 10 árum mótast og unnið sér fastan sess í borgarlífinu. Framkvæmdastjórar þess, sem starfa hér að jafnaði í fjögur ár í senn, hafa allfrjálsar hendur um mótun starfseminnar, þó að það hafi annars 7 manna stjórn. ívar Eskeland var hér fyrstu fjögur árin, þá tók við Maj Britt Imnander og nú hefur Erik Sönderholm verið þar húsbóndi í tvö ár. Ástæða þótti til að spjalla við hann á þessum tímamótum. Og var fyrst lögð fyrir hann sú spurning, hvort hann væri ánægður með þá stefnu, sem starfsemin í Norræna húsinu hefði tekið. Forstöðumaður Norræna hússins, Erik Sönderholm, þýðir bækur Halldórs Laxness á dönsku og heíur skriíað stóra bók um skáldið, sem er að koma út hjá Gyldendal. — Já, éfi er vissulega ánægður með það, svaraði hann um hæl. Þegar ég hugsa til þessa tfma, er Norræna húsið var að byrja, man ég að margir töldu að slík starfsemi mundi ekki geta bless- ast. Hingað mundi fólk ekki fara að sækja fyrirlestra og tónleika. Þegar húsið stóð tilbúið 1968, höfðu ráðamenn þess áhyggjur af að svo kynni að fara. En ég er viss um að Ivar Eskeland, sem fyrstur lagði línurnar, tók alveg rétta stefnu. Að reyna að taka í senn tillit til háskólans og almennings í borginni. — Við skulum minnast þess, að í upphafi var Norræna húsið hugsað eins og háskólastofnun. Þess sjást merki í tilhögun húss- ins. Hér er bókasafn og gert ráð fyrir aðstöðu til fyrirlestrahalds. Og sendikennarar Norðurland- anna hafa hér skrifstofur sínar. En ef svo hefði fram haldið, þá hefði starfsemin ekki getað lifað, þetta hefði orðið dauð stofnun. Ivar Eskeland breytti til, og reyndi að gefa Norræna húsinu þýðingu fyrir Reykvíkinga. Hann mótaði þar stefnuna, sem við sem síðar komum, höfum fylgt. Við höfum haft hér eitthvað fyrir vísinda- menn og menntamenn og einnig ýmislegt til gagns fyrir almenning í borginni, sem hingað vill sækja. Sönderholm tekur dæmi af vikunni á undan, þegar í húsinu fluttu fyrirlestra hálærður pró- fessor, frægur vísindamaður og samtímis sænskur trúður. Auk þess sem Nils Mayer flutti stjórn- málafyrirlestur og var húsið þá svo þéttskipað, að varla var hægt að komast að. Þar hefur verið boðið upp á jassista jafnt sem klassíska hljómlistarmenn o.s.frv. — Við reynum að sjálfsögðu að hjálpa íslenzkum stofnunum og félögum, sem vilja fá hingað fólk frá Norðurlöndum. Óski háskólinn eftir því að fá vísindamann, getum við oft greitt fyrir því, alveg eins og eðlilegt er að styrkja það ef náttúruverndarsamtök eða æsku- lýðsfélög, svo eitthvað sé nefnt, leita til okkar. Talið berst að gagnrýni, sem fram hefur komið um val á gestum, þeir taldir of rauðir, og Erik Söderholm svarar því: — Það er alger vitleysa að hér fari fram trúboð af einhverju tagi. Allir geta komið hér og fengið fyrirgreiðslu. Ef ég ætlaði mér að boða einhverja trúarstefnu og messa yfir fólki, þá væri starfsemin steindauð. Islend- ingar eru svo miklir trúboðar sjálfir, að óþarfi væri að flytja hingað slíkt fólk, hvort sem það væru kommúnistar, Glistrupistar eða eitthvað annað. Sandinavíutrú er enda engin til, sem hægt væri að boða, því að annars stað ar á Norðurlöndum er allt til, alveg eins og hér. Þau Ivar Eskeland og Maj Britt Imnander lögðu einmitt áherzlu á fjölbreytnina. Ef íhalds- menn vilja fá íhaldsmenn hingað í Norræna húsið, þá er bara spurt hvort hann sé nógu góður fyrirles- ari. Hverjir koma fer eftir því einu hverjir koma og biðja um fyrir- greiðslu. Bók um Halldór Laxness bíöur útkomu Erik Sönderholm er búinn að vera hér síðan 1976. Við víkjum talinu að honum sjálfum. En hann var ekki ókunnugur á íslandi áður, svo sem heyra má á hans hreinu íslenzku. — Það er rétt. Ég var hér sendikennari á árunum 1955—1962. Þegar Norræna húsið var stofnað hafði ég engan hug á því að starfa þar. Var enda kominn í vísindastörf í Danmörku. En þegar starf forstöðumanns losnaði 1976, var ég búinn að kenna við Hafnarháskóla í 14 ár, og tími til kominn að breyta til. Ég hafði líka í nokkur ár verið að reyna að skrifa stóra bók um Halldór Laxness og fannst heppi- Iegt að dvelja hér áður en ég lyki henni. Þarna voru tvær ástæður og báðar góðar. Erik Sönderholm segir okkur að bókin sú sé tilbúin, liggi hjá Gyldendal og komi vonandi út áður en langt um líður. — Þessi bók fjallar um verk Halldórs Laxness fram að bókinni „í túninu heirna", segir Erik Sönderholm til skýringar. Og nú verður hún að fara að koma út, áður en hann skrifar margar bækur í viðbót. Á undanförnum árum hefur Erik Sönderholm þýtt níu bækur Halldórs Laxness, hóf verkið með Vefaranum mikla frá Kasmír. — Ómögulegt var að skrifa bók um hann, án þess að Vefarinn væri fyrir hendi á dönsku, segir hann. Síðan hann kom hingað hefur hann verið að þýða „Ungur ég var“, en bíður með útgáfu eftir Sjömeistarasögunni, svo að ævi- sagan komi út á dönsku í réttri röð. Kvaðst hann reikna með að þýða Sjömeistarasöguna í vetur, eftir að afmælið er búið og það sem því fylgir. — Jú, það reyndist gaman og gagnlegt að vera hér, og í nánu sambandi við Halldór, svaraði Erik Sönderholm, þegar hann var spurður um gagnsemi þess að geta rætt við Halldór Laxness meðan hann lauk bók sinni um hann, svo og þegar hann er að þýða bækur hans. — Það varð m.a. til þess að Halldór fór að hugsa til baka, bætti hann við. Og ég held að það hafi að nokkru leyti vakið með honum löngun til að skrifa endur- minningar sínar. Það væri a.m.k. eðlilegt. — Hvað þýðingarnar snertir er þarna líka mikill munur. Halldór er svo góður í dönsku ritmáli, að hann finnur undir eins ef merk- ingin er ekki rétt. Hann fer jafnan yfir það sem ég hefi þýtt. Ég skrifa alltaf tvö eintök og sendi honum annað. Þegar ég fæ það til baka hefur hann margar uppástungur um lagfæringu, og það er mikið verk að fara yfir þetta aftur. Sjálfsagt er að taka tillit til ábendinga hans þar sem hann veit svo vel hvað hann er að segja. Það væri ekki hægt nema af því að hann hefur danskt mál svo óvenju- lega vel á valdi sínu. Málið hans er e.t.v. svolítið gamalt, eða líkt því sem Georg Brandes og fleiri skrifuðu um 1920, en það er ákaflega fallegt mál. Áður en aftur var vikið að starfseminni í Norræna húsinu spurðum við Erik Sönderholm um framtíðaráformin eftir að starfs- tíma hans lyki í Norræna húsinu eftir tvö ár. — Þá fer ég til baka til minna starfa við kennslu og rannsóknir í bókmenntafræðum við Hafnarháskóla. Ég er bara í fjögurra ára leyfi þaðan. Það viðfangsefni er allt annað en það sem ég er við hér, því að ég er þar að kryfja og kenna miðaldabók- menntir fram til 1800. Þær eru ekki í tízku núna, þegar allt snýst um nútímabókmenntir, félagsleg- ar bókmenntir og stjórnmálabók- menntir, sem ég hefi lítinn áhuga á. Þetta gengur í bylgjum. Áður var varla nokkur áherzla lögð á samtímabókmenntir. Þetta á sjálf- sagt enn eftir að breytast. Þá verð ég til reiðu, þegar önnur áhuga- bylgja sígildra bókmennta rís aftur. Allt frumsamið fyrir Norræna húsið En Erik Sönderholm hefur ekki síður áhuga á tónlist en bók- menntum. — Það er rétt, segir hann. Ég var meira að segja að hugsa um að gera tónlist að ævistarfinu, en þar sem ég var ekki nógu góður á því sviði, þá fannst mér betra að hafa tónlist- ina sem tómstundagaman. Og nú kemur þessi áhugi að góðum notum. Norræna húsið er mjög gott fyrir smátónleika og einnig til flutnings á töluðu máli. Tónlistaráhugi forstöðumanns- ins kemur greinilega fram á afmælishátíðinni, sem efnt verður til á laugardaginn. En þar verða hátíðartónleikar, þar sem frum- flutt verða sex verk eftir norræn tónskáld, sérstaklega samin fyrir Norræna húsið. Þetta hefur að sjálfsögðu verið undirbúið af Erik Sönderholm með löngum fyrir- vara. Flestir gestirnir eða Daninn Vagn Holmboe, Svíinn Ake Her- manson, og Norðmaðurinn Ketil Sæverud hafa allir verið gestir Norræna hússins og dvalið hér í boði hússins í 4 vikur. En um leið bað Erik Sönderholm þá um að semja verk sérsteklaga fyrir af- mælið. Einnig leitaði hann til Bókasafn Norræna hússins byrjaði sem hreint bókasafn, þá bættist við listlánadeild og nú er verið að koma þar upp tónlistardeild. Bókavörðurinn, Þórdís Þorvaldsdóttir, ræður þar rikjum. Ljósm. Emilia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.