Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 31
MORG’JNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
31
Löngu liðið atvik kemur í
hugann. Ég geng inn í gildaskála á
Akureyri ásamt félaga mínum um
hádegisbil 17. júní 1942. Síðar
sama dag eigum við að taka við
stúdentsprófsskírteinum við
skólaslit á Sal. Við borð undir
glugga framarlega í veitingasaln-
um sitja miðaldra hjón. Maðurinn
vörpulegur og fasmikill. Andlits-
drætti hans þekki ég af myndum.
Konan glæsileg, brosmild og svip-
heið. Þetta eru foreldrar félaga
míns, Garðar Þorsteinsson hæsta-
réttarlögmaður og alþingismaður
og kona hans Anna Pálsdóttir. Þau
eru komin norður yfir heiðar
tveggja erinda. Hann er að hefja
framboðsfundi í kjördæmi sínu,
Eyjafjarðarsýslu, og hún fylgir
honum til þeirrar viðureignar í
átthögum sínum. Jafnframt ætla
þau að vera viðstödd og samfagna
elsta syni sínum, Hilmari, við
skólaslitaathöfnina. Bæði eru þau
mér ókunn. Þó er ég hingað
kominn í boði þeirra til hádegis-
verðar. Nýt ég þar vinfengis við
son þeirra.
Löngu er mér nú gleymt allt sem
um var rætt, meðan málsverður
var snæddur. Fráleitt hefur það
verið neitt, sem í frásögur sé
færandi. Hitt þykist ég muna með
sæmilegri vissu, að óframfærni
mín við þetta ókunnuga fólk hafi
horfið sem dögg fyrir sólu við
hispurslausa glaðværð og alúðlegt
viðmót frú Önnu. En langt um
minnisstæðast er mér það þó,
þegar hún í lok máltíðar, er risið
var frá borðum, tók af því rós, sem
hún hafði látið senda sér frá
Reykjavík með flugvél fyrr um
morguninn, og festi í barm mér til
að ég bæri hana við þá athöfn, sem
í vændum var. Þetta gerði hún af
sömu umhyggju, nærfærni og
þokka og hún hafði áður gert við
sinn eiginn son, og frá henni
stafaði þeirri hlýju hjartans, er
snart mig og greypti atvikið í huga
mér.
Síðar átti fyrir mér að liggja að
kynnast frú Önnu miklu nánar. Ég
kom um haustið til Reykjavíkur til
náms í Háskólanum. Þá lá hús-
næði ekki á lausu í miðri heim-
styrjöld, Gamli Garður hersjúkra-
hús, en nýr stúdentagarður ekki
risinn. Þó átti ég vísan samastað.
Fyrir því hafði Anna séð. Engu að
síður atvikaðist það svo, að ég gisti
fyrstu næturnar á heimili þeirra
hjóna á Vesturgötu 19. Það urðu
mín fyrstu kynni af heimili, sem
var sérstætt á sinni tíð, en á sér
varla hliðstæðu lengur. Húsakynni
voru þar bæði rýmri og búnaður
allur ríkmannlegri en ég hafði átt
að venjast. Það var þó ekkert
tiltökumál. Heimili sambærileg í
þeim efnum þekktust vissulega
víðar bæði þá og nú. En fjölmenn-
ið, glaðværðin, gestrisnin og
heimilisbragur allur var einstak-
ur. Þar bjuggu ekki aðeins hjónin
með börnum sínum fjórum, heldur
einnig foreldrar húsbóndans, öldr-
uð hjón en lítt þrotin af sálar-
kröftum. Þar var að staðaldri
vænn hópur ungs fólks, mest
megins námsfólk, sem naut stuðn-
ings húsráðenda. Sumir höfðu þar
bæði fæði og húsnæði, aðrir komu
á matmálstímum eingöngu. Við
þetta bættust svo stúlkur, oftast
fleiri en ein, sem voru húsmóður-
inni til aðstoðar við heimilisstörf-
in. Ótaldir eru þá þeir gestir, sem
hvern dag gengu inn um þær dyr,
en þeim stóðu jafnan opnar til að
leita sér félagsskapar í þessu húsi,
þar sem glaðværðin ríkti óskorað
og afdráttarlaust. I þeirra tölu var
konan mín, sem bjó sem barn og
unglingur í húsi handan götu, en
átti hér því atlæti að mæta, að
vísast vissi hún stundum naumast,
hvort heimilið var hennar eigð.
Það lætur að líkum, að nokkurs
hafi þurft með til forsjár slíks
heimilis af hendi hjónanna beggja.
Húsbóndinn gegndi umsvifamikl-
um störfum utan heimilis og sá vel
fyrir öllu, sem heimilið þarfnaðist.
í hlut húsmóðurinnar kom að
standa við stjórnvöl á heimilinu
frá því að hún reis úr rekkju að
morgni, uns hún gekk til hvíldar
að kvöldi. Það gerði hún af þeirri
festu og myndarskap, að aldrei
virtist neitt fara úr skorðum á því
heimili, en þó með þeirri mildi, að
hún hafði hvers manns hylli ofar
öllu skilorði.
Er fram liðu stundir hlaut þetta
sérstæða heimili að breytast á
ýmsa lund. Af sjálfu leiddi. Sumt
varð það þó með sneggri hætti og
harkalegri en vænta hefði mátt. I
maí 1947 andaðist tengdamóðir frú
Önnu, þá orðin öldruð kona.
Aðeins örfáum vikum síðar fórst
Garðar maður hennar í miklu
flugslysi í Héðinsfirði. Þarf eigi
mörgum orðum að því að eyða, að
það var henni þungt áfall. Hvorki
bugaði það hana þó né braut, til
þess var hún of sterk og þróttmik-
il. En heimilið varð eigi lengur
með sama hætti og verið hafði,
enda fækkaði nú óðum heimilis-
fólki, þegar börnin stofnuðu eigin
heirriili. En allt um það tókst frú
Önnu, meðan heilsa og kraftar
leyfðu, að halda því andrúmslofti
glaðværðar og hlýju á heimili sínu,
að hver, sem þangað kom, fór
þaðan glaðari og ánægðari en
hann hafði komið.
Á skilnaðarstund erurn við
hjónin henni þakklát fyrir þær
gleðistundir, sem hún hefur veitt
okkur með sínum glaða hug og
góða hjarta. Blómið, sem hún festi
í barm mér forðum daga, átti fyrir
sér en visna á sama degi. En eftir
er minningin um hana, sem það
gerði, minning sem nærst hefir af
löngum kynnum og góðum og
heldur áfram að gróa og vaxa í
huga mínum þó að þessi elskulega
kona sé nú horfin af sjónarsviði.
Magnús b. Torfason.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er áttræður og lullkomlega sæll og glaður. Ég get
ómögulega trúað því, sem þér eruð að predika um að eyða
eilífðinni í víti.
Einkaskoðanir mínar ráða alls engu um predikun
mína. Ég trúi því af öllu hjarta, að Guð hafi gefið
okkur Biblíuna til þess að skýra okkur frá því, sem við
öll þurfum að þekkja og trúa.
Biblían staðhæfir aftur og aftur, að við séum öll
haldin þeim voðalega sálarsjúkdómi, sem heitir synd.
Hún kennir líka, að laun syndarinnar séu dauðinn.
Honum er líst svo, að þetta sé andlegur dauði og
eilífur aðskilnaður frá Guði.
En Biblían segir meira en þetta. Hún boðar, að Guð
elski okkur svo heitt, að hann sendi son sinn í heiminn
til þess að deyja fyrir syndir okkar, í okkar stað.
Allt, sem við þurfum að gera, er að veita því viðtöku,
sem Kristur hefur þegar gert fyrir okkur. Ef við
gerum það, erum við „endurfædd“, eins og Biblían
kallar það. Við verðum nýir menn, því að Kristur
umbreytir hjarta okkar og lífi.
Þetta eru nokkrar einfaldar staðreyndir í boðskap
fagnaðarerindisins, og ég er einungis boðberi, sem
kunngjöri það, er Biblían segir.
Vera má, að þér trúið þessum atriðum nú þegar og
bendið á minni háttar greinarmun, sem er á kristnum
mönnum. En ef þér hafið aldrei veitt Kristi viðtöku
sem frelsara sálar yðar og herra lífs yðar, þá vil ég
hvetja yður til að gera það nú þegar.
Þetta er ekki skoðun manns. Þetta er heilagt,
innblásið orð Guðs, og það snertir eilíf örlög okkar.
Biblían segir: „Hvernig fáum vér undan komizt, ef vér
vanrækjum slíkt hjálpræði?"
Glæpur og refeing
Þessi fyrirsögn er nafn á einni
frægustu skáldsögu heimsins, en
þaö veröur þó ekki efni hennar,
sem rakið verður í eftirfarandi
orðum.
Glæpur er athöfn, sem skapar
einum eða mörgum þjáningu,
böl og eymd.
Og einmitt út frá því þarf að
meta glæpinn. En sé rétt skoðað,
þá er og hefur margt verið
kallaður glæpur,. sem er það
ekki út frá þessu sjónarmiði séð.
Því hafa sumar kynslóðir, þjóðir
og þjóðflokkar dæmt hart og
refsað fyrir ýmislegt, sem varla
átti skylt við glæp, með þessari
skilgreiningu. Þar réðu og ráða
fordómar og erfikenningar, sem
síðar féllu úr gildi eða fólk fór
að líta allt öðrum augum, með
breyttum aðstæðum.
Tökum þar til dæmis ýmiss
konar matarhæfi, sem talið var
og talið er glæpur og refsivert
athæfi. Það mun t.d. hafa
varðað dauðarefsingu einhvers
staðar, meira að segja talið
samkvæmt Guðs boði, ef einhver
varð sannur að sök um að eta
hrossakjöt. Sama mátti segja
um ýmiss konar sifjaspell,
ástarsamband og kynsambönd,
að ógleymdum öllum galdra- og
trúmálaglæpum liðinna tíma.
En þeir birtast enn í breyttri
mynd í mörgu, sem nú eru
nefndir stjórnmálaglæpir og
skoðanaskekkja í einveldislönd-
um og liggja þar við hin
hörðustu viðurlög og refsingar,
þótt margsannist síðar að
„glæpamennirnir“ dauðadæmdu
voru jafnvel mestu og beztu
synir þjóðar sinnar og jafnvel
plls mannkyns á jörðu. Er þar
skemmst að minna á Krist, sem
dæmdur var til dauðarefsingar
fyrir glæpi gagnvart trú og
siðum þjóðar sinnar og uppreisn
gegn ríkjandi hefðum. Én þús-
undir, já, hundruð þúsunda
svokallaðra glæpamanna hafa
hlotið svipuð örlög fyrir svipað-
ar sakir eða glæpi.
í slíkum tilfellum er í raun-
inni skipt um hlutverk og
refsingin, dómurinn verður
versti og mesti glæpurinn og
samfélagið, sem ber ábyrgð á
refsingunni, ógeðslegasti morð-
inginn.
Það má því gjarnan gæta sín,
og sumir, sem eru fastir í
fordómum gagnvart glæpum og
refsingum gera ósjálfrátt Guð
sinn að grimmasta dómaranum
og mesta glæpa- og grimmdar-
seggnum. Samanber hina ógeðs-
legu útskúfunarkenningu
sjálfrar kirkju Krists.
En af hverju stafa glæpir og
glæpahneigð, sem margir telja
nú aukast hraðfluga, jafnvel í
þeim löndum, sem talin eru bezt
kristin og á hæstu menningar-
stigi?
Glæpir stafa af meðfæddri
ofbeldishneigð, löngun til að
ráða umhverfi sínu, innibyrgðri
minnimáttarkennd, hatri,
grimmd. heimsku og
fordómum, sem oft er saman-
blandað á hinn furðulegasta
hátt og hitað upp með öfund og
illgirni.
Nútíma þjóðfélag, ekki sízt
hin háþróuðu, kynda undir
þessum kenndum bæði beint og
óbeint og efla þannig glæpa-
hneigð og glæpi. í fyrsta lagi
óbeint með því að láta ofbeldis-
hneigðina ekki fá rétt viðfangs-
efni til að glíma við. Maðurinn
og þá ekki sízt æskumaðurinn í
vanþróaða samfélaginu, þar sem
enn þekkist varla vél né þæg-
indi, fann ærin viðfangsefni til
að láta ofbeldishneigð sína og
umframorku bitna á. Hann fann
þetta í átökum við höfuðskepn-
urnar, baráttu upp á líf og
dauða við æstar öldur á smá-
fleytu sinni, eða við stórhríðar
og hættur um fjöll og firnindi,
bardögum við villidýr og ímynd-
aða drauga og vofur, anda og
örlög, ef ekki vildi betur til með
áþreifanlega vætti.
Þetta dró að vissu leyti úr
ofbeldishneigð, hún fékk útrás
. án þess að verða öðrum til
þjáningar, böls eða hættu.
Það væri því nauðsyn í upp-
hafi fyrir nútímaæsku í tækni-
þróuðu samfélagi, að gefa ungl-
ingum kost á að beita ofbeldis-
hneigðum sínum á svipaðan
hátt, gefa þeim útrás án þess að
öðrum yrði að meini. Láta þau
erfiða, lenda í hættum og
vanda, en veita þeim samt vernd
til að standa. Til þess væri
svonefnd þegnskylda
bráðnauðsynleg, ekki sízt hér á
Islandi.
En auk þess er svo margt
óbein útlausn ofbeldishneigða
og öfl til að hindra að þær verði
að voða, þótt við tökum ekki
eftir því.
Þar mætti t.d. nefna
bítlaöskrin og
hljóðfæraglamrið, meira að
segja búninga unga fólksins,
afkáraskapinn í listum,
skeggjúðann, hársíddina og
mínípilsin. En samt er fleira
alveg hefðbundið og sjálfsagt,
sem haft er til að lina ofbeldis-
hneigð og glæpsemi. Allir
þekkja hin friðandi áhrif söngs
og tóna, predikana. hljómleika
og helgisamkoma, þetta eru
einnig nokkurs konar óbeinar
girðingar gegn yfirflóði ofbeldis,
grimmdar og heimsku að
ógleymdum boðorðum og regl-
um, sem stundum geta þó gert
illt verra.
I öðru lagi kynda nútímasam-
félög mörg undir ofbeldishneigð
og glæpsemi með sífelldum
áróðri og stanzlausri áreitni af
glæpasýningum og frásögnum í
öllum sínum fjölmiðlunartækj-
vió
gluggann
eftirsr. Árelíus IMielsson
um, blöðum, útvarpi og sjón-
varpi, kvikmyndum og listum.
Þar er yfirleitt sýnd önnur hlið
þjáningarinnar eða ofbeldisbeit-
ingar. Það er stungið, lagt,
skotið, sprengt og misþyrmt
eins og ekkert sé eðlilegra. En
stunur og vein, afskræming og
andstyggð, ótti og kvalir fórnar-
dýrsins, það er ekki sýnt, nema
eins og í leik. Að vísu kann slík
sýningastarfsemi að veita vissri
tegund ofbeldishneigðar og
grimmdarlosta útrás að vissu
marki. En hún gerir samt miklu
meira í því að efla
glæpahneigðina og kenna tökin
á viðfangsefnum
ofbeldsins.
Þessu þarf kristinn dómur að
berjast gegn sem einni mestu
viðurstyggð vorra tíma. Ekki
getur meiri synd en þá að auka
þjáningar og hættu á þjáning-
um. Þess vegna eru styrjaldir
mesti glæpur allra tíma. En þar
eru mestu gla'pamennirnir
verðlaunaðir og morðingjar af
djöfulsins náð settir á tignar-
trón.
Um refsingar er hægt að vera
fáorður. Allar refsingar eru
sama eðlis og glæpir, og sumar
hefðbundnar, lögfestar refsing-
ar eru svörtustu glæpir. Engum
verður refsað til þroska og
batnaðar og sízt í fangageymsl-
um og svartholum sem enn
tíðkast víða um lönd.
Glæpamanni á ekki að refsa í
venjulegri merkingu þess orðs.
Það á að meðhöndla hann sem
vanþroska eða sjúkling á háu
stigi. Að vísu þarf að takmarka
frelsi hans að vissu marki, svo
að hann ekki vinni umhverfi
sínu mein eða gefist tækifæri til
þess. En jafnframt verður að
gera allt, sem unnt er til þess að
losa hann við sjúklega ofbeldis-
hneigð og árásaráráttu, en gera
hann sem fyrst færan um að
komast inn í raðir samfélagsins
á ný.
Það er t.d. stórglæpur samfé-
lags og dómara, en kannski
skylda ennþá í heimsku þjóðfé-
lagi og vanþróuðu félagslífi, að
dæma morðingja í ævilangt
fangelsi. Maður, sem er 'morð-
ingi, getur verið fyllilega jafn-
snjall til að lifa og starfa til
gagns og hamingju sjálfum sér
og öðrum, þegar hann er laus við
þá fjötra eða það brjálæði, sem
hann var í þegar glæpurinn var
framinn, eins og einhver, sem
aldrei hefur gert flugu mein.
Og það á að vera auðvelt fyrir
sálfræðinga og presta nútímans
og annað menntað sálgæzlufólk
að dæma um, hvenær glæpa-
maður er laus úr sínu andlega
fjötri. Og eftir það er honum og
öllum bezt, að hann sé frjáls,
hvort sem það eru tveir
mánuðir eða 20 ár frá því að
hann framdi sinn glæp. Eitt er
víst, mörg fangelsisár gera hann
hvorki betri né hæfari til
skyldna sinna eða göfugs lífs að
nýju, sá tími er refsing en
jafnframt glæpur þess samfé-
lags, sem dæmdi hann, kannski
verri glæpur en hann framdi.
Það almenningsálit sem ríkir
gagnvart glæpum og refsingum
enn í dag er ókristilegt og eykur
glæpi og þjáning. Refsing er
alltaf þjáning og því oftast
hryllilegur glæpur. Munið, að
Kristur sagði: Þér skuluð ekki
rísa gegn meingjörðamannin-
um. Og hann sagði einnig: Faðir
fyrirgef þeim, þeir vita ekki,
hvað þeir gjöra.
Arelíus Níelsson.