Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Sovézkir ki dagar 1 Re j SOVEZKIR kvikmyndadagar vorða haldnir í Reykjavík nú fram að helgi og hefjast með sýningu á myndinni Eigin skoðanir í Laugarásbíó í kvöld kl. 8.30. Auk hennar verða sýndar tvær nýjar myndir næstu tvo daga — Ástarsaga aí skrif- stofunni og ívan grimmi sem er hallctt-mynd með Bolshoj-ballett- inum heimsfræga. Allar sýningarnar verða í Laugarásbíó. Myndirnar þrjár lýsa hver um sig ákveðna hlið á sovézkri kvik- myndagerð og fléttast þar saman gaman og alvara í viðfangsefnum. Fyrsta myndin, Eigin skoðanir, gerist í stórri verksmiðju og fjallar um efni sem löngum hefur verið áleitið viðfangsefni sovézkra kvikmynda, þ.e. sem Rússar kalla sjálfir framleiðslumyndir og greina frá vandamálum sem upp koma manna á milli vegna skipu- lags- og framleiðslutilhögunar. Ilópatriði úr hallcttmyndinni Ivan grimmi. Með eitt af aðalhlutverkunum í þessari mynd fer leikkonan Ljud- mila Churshina og er hún hingað komin í tilefni þessara kvik- myndadaga. Ástarsaga af skrifstofunni er á hinn bóginn gamansöm mynd, þar sem gert er grín aö skriffinnsk- unni sem hefur löngum verið alræmd í Rússlandi. Myndina gerði Eldar Risanov. ívan grimmi er eins og áður segir ballettmynd frá Bolshoj-leikhúsinu, og er tónlistin eftir Sergei Prokovief en dansahöfundur er Juri Grigorovits og helztu dansarar þau Juri Vladimirov, Natalia Déssmért- nova og Boris Akimov. Listasafn íslands: Sýning Snorra Arinbjarn- ar framlengd um eina viku VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að fram- lengja yfirlitssýningu á verkum Snorra Arinbjarnar í Listasafni íslands um eina viku, og mun hún því standa til sunnudagsins 29. októ- ber. Snorri Arinbjarnar — sjálfs- mynd. Frá mánudegi 23. október til sunnudags 29. október verður sýningin opin kl. 13.30 til 16, en um næstu helgi, 21. og 22. október, verður sýning- in opin milli kl. 13.30 og 22. Skólum er sérstaklega bent á að utan venjulegs sýningar- tíma stendur nemendum til boða að skoða sýninguna í fylgd kennara. Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag lauk 3 kvölda tvímenningskeppni hjá Bridge- félagi Kópavogs. Úrslit urðu þessi: Jónatan Líndal — Þórir Sveinsson 544 Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 532 Óli M. Andrasson — Guðmundur Pálsson 531 Birgir Isleifsson — Karl Stefánsson 509 Barði Þorkelsson — Júlíus Snorrason489 I kvöld hefst hraðsveita- Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON keppni, sem jafnframt verður undankeppni fyrir aðalsveita- keppni félagsins, sem haldin verður eftir áramót. Stjórnin mun freista þess eftir því sem mögulegt er að mynda sveitir ef einstök pör vantar mótspilara. Þátttaka tilkynnist í síma 41794. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Árangur eftir 3. umferð tvímenningskeppni félagsins. Stefán Eyfjörð — Gunnlaugur Þorsteinss. 383 Ari Þórðarson — Díana Kristjánsson 357 Helgi Einarsson — Erla Lorange 357 Ragnar Þorsteinsson — Eggert Kjartansson 353 Þórarinn Árnason — Finnbogi Finnbogason 348 Isak Sigurðsson — Árni Bjarnason 343 Sigurður Kristjánsson — Hermann Ólafsson 334 Albert bið- ur að heilsa Stundum er veruleikinn svo óbærilegur, að best er að gleyma honum. Þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins reynir greinilega þessa dagana á þolrifin í heit- trúuðum lesendum Morgun- blaðsins. Þar sitja allir á svikráðum við alla og Alþingi er gert óstarfhæft meðan verið er að slátra Albert. Síðustu daga hefur þjóðin rætt fátt meira en óöldina í Sjálfstæðisflokknum og skepnuskap flokksklíkunnar í garð prófkjörssigurvegarans, 1. þingmanns höfuðborgarinnar. Jafnvel glíma okkar í stjórnar- liðinu við að koma saman fjárlögum hefur bliknað í sam- anburði við aftökuna á Albert í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þegar allt er í háalofti á eigin heimili er stundum gripið til þess ráðs að segja óþekktarorm- unum skröksögur í þeirri von að það iægi í þeim rostann. I Morgunblaðinu í gær var gripíð til þessa gamla húsráðs. í því skyni að sætta hina óbreyttu við aftökuna á Albert, var birt „frétt“ um „baráttu" og „tog- streitu“ innan þingflokks Al- þýðubandalagsins um sæti í utanríkismálanefnd og var und- irritaður aðalpersóna þessa harmleiks. „Morgunblaðið hefur fregnað" var upphafið og svo var útlistað á stuttan en dramatísk- an hátt, að Ólafur Ragnar Grímsson hefði „sótzt mjög eftir“ að fá sæti í utanríkis- málanefnd og fallið í kosningu innan þingflokks Alþýðubanda- lagsins, bæði sem aðalmaður-og varamaður. Það skemmtilegasta við þessa frétt var, að hefði staðið Albert Guðmundsson í stað Ólafs Ragnars Grímssonar, Ragnhild- ur Helgadóttir í stað Svövu Jakobsdóttur, Friðjón Þórðar- son í stað Gils Guðmundssonar, Eyjólfur K. Jónsson í stað Jónasar Árnasonar og Geir Hallgrímsson í stað Kjartans Ólafssonar — þá hefði verið hægt að heimfæra fréttina orðrétt upp á Sjálfstæðisflokk- inn. En, elskurnar mínar, var einhver óþokki að plata ykkur á erfiðum tímum eða eruð þið að reyna að plata fólkið með alþekktum Albaníuvinnubrögð- um. Þið hafið ruglast á flokkum í þessari ágætu „frétt“. I þing- flokki Alþýðubandalagsins voru og eru engin átök. Þar vinna menn einhuga að málefnum þjóðarinnar og hagsmunum launafólks. Þar sækjast menn ekki éftir setu í nefndum, heldur sinna þeim skyldum, sem að kalla hverju sinni: Þar eru engar kosningar urft sæti í nefndum, heldur öllu ráðstafað á markvissann hátt. „Fréttin" í Ólafur Ragnar Grímsson Morgunblaðinu í gær er því öll í plati.\Undirritaður sóttist ekki eftir sæti í utanríkismálanefnd. Það fór engin kosning fram og enginn féll. Það er, því miður fyrir ykkur, aðeins einn þingmaður á Alþingi íslendinga, sem hefur fengið svo kaldar kveðjur frá flokksbræðr- um sínum (og einnig hatrammri flokkssystur) að vera meinað að sitja í þeim nefndum, sem hann óskaði. Þetta fórnarlamb öf- undarinnar í eigin flokki er ekki í Alþýðubandalaginu. Hann er í Sjálfstæðisflokknum. Hann sigraði sjálfan forsætisráðherr- ann í prófkjöri á s.l. vetri. Hann er 1. þingmaður Reykvíkinga. Hann heitir Albert Guðmunds- son. — Og hann biður kærlega að heilsa ykkur á Mogganum. ólafur Ragnar Grímsson Beizkja og spenna hafa ein- kennt einvígid frá öndverdu Baguio Filippseyjum 18. okt. Frá Harry Golombek. (rcttaritara MorKunblaðsins EINS og við hafði verið búizt gaf Korchnoi 32. skákina án þess að halda áfram að tefla hana. Bið- leikur hans var Rb7 og eftir það hefði verið sýnt að hvítur hefði orðið ofan á: Þar með var Karpov orðinn sigurvegari einvígisins að vísu naumlega með 6 vinninga en Korchnoi hlaut 5 vinninga. Tuttugu og einni skák lyktaði með jafntefli. Karpov heldur þar með heimsmeistaratitilinum. En spurningin um það hvort Karpov hafi teflt á þessu móti eins og sæmdi heimsmeistara er aftur annað mál og maður hefur þá ónotatilfinningu að úrslitin séu óréttlát og betri skákmaðurinn hafi tapað. Með því að segja betri skákmaður á ég við sá sem betur lék í þessu einvígi, þar sem ég er sannfærður um að Karpov getur teflt eins og sá sem valdið hefur enda þótt í þessu einvígi hafi sjaldan brugðið fyrir slíkum Harrif Golombek skrifar fi/rir Moraun blaöiö tilþrifum. Korchnoi lítur svo á að hann hafi verið ósanngirni beittur af hálfu forsvarsmanna og skipu- leggjenda mótsins og telur að flest hafi verið gert til að trufla sig og erta, m.a. er hann mjög gramur yfir tilraunum Sovétmanna til þess að svipta hann aðstoð Ananda Marga-fólksins. Þetta hefur verið lengsta einvígi hvað tímalengd snertir sem ég hef verið viðstaddur og er lengsta heimsmeistaraeinvígi frá því slík keppni var í upphafi hafin. Mikil beizkja og spenna hefur einkennt mótið og ég hef orðið vitni að því að skákmennirnir hafa neitað að takast í hendur við upphaf skákar og endi hennar. Meiningin er að pólitík og skák sé ekki blandað saman en það verður að segjast eins og er, að keppendur hér hafa gefið öldungis afleitt fordæmi hvað þetta snertir. Korchnoi við jógaæfingar í Baguio. Vetrarstarf liknarfélags Mormóna- kirkjunnar VETRARSTARF Líknarfélags Kirkju Jesú Krists, en það er félag sem starfar innan Mormónakirkjunnar, hófst um síðustu mánaðamót. Eins og undanfarna vetur verða allir fundir í kennsluformi og haldnir á fimmtudagskvöldum kl. 20.00, fyrst um sinn að Austurstræti i2. Á fundunum verður m.a. trúarfræðsla, hússtjórnar- fræðsla, uppeldis- og félags- fræðsla og menningarfræðsla. Einnig verða sýndar myndir. Þriðji fundur félagsins verður í kvöld fimmtudag, klukkan 20.00 að Austurstræti 12. Á dagskrá verða. uppeldis- og félagsfræðsla. Allar konur eru velkomnar og er þátttaka ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.