Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 33
MORCUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
33
fclk í
fréttum
+ Dalai Lama hinn útlægi trúarleiðtogi Himalæjaríkisins Tíbets var fyrir nokkru í
Tokyo. Var þessi mynd tekin af honum þar (sitjandi til hægri), er trúarleiðtoginn
var í Búddhahofinu Zojoji, ásamt Búddhapresti einum, sem er við bænagjörð. Fór
Dalai Lama til Tokyo á alþjóðlegan fund Búddhatrúarmanna.
Einn þriggja
+ Þessi náungi heitir James W.
Cosgrave og er einn þeirra
þriggja manna, sem alríkislög-
reglan í Bandaríkjunum hand-
tók á dögunum í sambandi við
þau áform þremenninganna að
ná saman 12 mönnum til að
ræna kjarnorkukafbátnum
Treppgang, sem er í flota
Bandarikjamanna. Þeir ætluðu
að sigla honum í námunda við
einhverja austurstrandarborg
Bandaríkjanna og skjóta á
hana kjarnorkueldflaug. Síðan
átti að stinga af til hafs og
finna kaupanda að kafbátnum,
í útlöndum. Vakti þessi fregn
furðu. Flotastjórnin sagði að
útilokað væri með öllu að
samsærismönnunum 12 myndi
hafa tekizt þetta, því að til þess
að sigla kjarnorkukafbáti
þessum og hafa á honum fulla
stjórn þyrfti 100 manna áhöfn.
+ Ræfla-rokk-stjarna. — Á myndinni
hér að ofan er bandaríska
ræfla-rokk-stjarnan Lita Ford, „á fullu.“
— En á minni myndinni er gamanleik-
arinn Pyllis Diller syngjandi hástöfum.
Var myndin tekin af þeim stöllum í
gleðskap í Los Angelesborg í tilefni af
Broadway gamanleiknum „Annie“, þeg-
ar byrjað var að sýna hann þar í
borginni.
Tísku-
sýning
★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30.
Sýningin er haldin á vegum Rammagerðarinnar,
íslensks Heimilisiðnaöar og Hótels Loftleiða.
Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir
fatnaðar sem unninn er úr íslenskum ullar- og
skinnavörum.
Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boöstólum.
★ Verið! velkomin.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Sími 22322
Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af
Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör i sama stíl.
Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzluninni,
— skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín.
Rosenthal vörur
Gullfallegar — gulltryggðar.