Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 29 TILLAGA A — Glerárgata á uppfyllingu gömlu hafnarmannvirkjanna á Torfunefi samkvæmt aðalskipulagi. — Umferðarmiðstöð ásamt smábátahöfn austan Glerárgötu í krika við Strandgötu. — Hafnarstræti sem göngugata. IJtvíkkað göngusvæði frá Ráðhústorgi til norðausturs meðfram Geislagötu að Sjálfstæðishúsi. framsettar á aðgengilegan hátt, fyrir almenning. Við það tækifæri gefst bæjarbúum kostur á að kynna sér tillögurnar, koma á framfæri ábendingum og athuga- semdum og á þann veg hafa áhrif á mótun skipulagsins, áður en endanlegar ákvarðanir verða tekn- ar og lokaúrvinnsla hefst. Reynt verður að efna til þessarar kynn- ingar áður en langt um líður. Þá verður á næstunni boðað til sérstakra funda með lóðar- og verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum á miðbæjar- svæðinu, þar sem ákveðin atriði í skipulagshugmyndunum, sem varða þessa aðila verða kynnt og rædd sérstaklega. Reyndar var í byrjun ágúst auglýst eftir upplýs- ingum um þarfir hagsmunaaðila og þeir hvattir til að hafa samband við teiknistofuna, svo hægt yrði að fá yfirlit yfir óskir og þarfir þessara aðila. Því miður hafa nánast engir gefið sig fram, en frestur var gefinn til 15. september. Það hefur verið til trafala að engin heildaráætlun (program) er til um raunþarfir opinberra aðila, stofnana, félagasamtaka og ein- staklinga á miðbæjarsvæðinu. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um slíkt svo heildaryfirsýn náist áður en hægt verður að gera endanlega tillögu um framtíðar- stærð miðbæjarins, landnýtingu og uppbyggingu. Það er því von okkar að allir þeir, sem telja sér þessi mál skyld, láti í sér heyra eða bregðist vel við, þegar leitað verður til þeirra. Væntum við mikils af slíku samstarfi, þar sem bæjarbúar þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að takast megi að endurreisa lifandi og aðlaðandi miðbæ á Akureyri, sem vaxandi miðstöð verslunar, þjónustu og menningar bæjarfélaginu til heilla. Forsendur og nýjar hugmyndir að deiliskipulagi miðbæjarsvæðisins Við vinnslu nýrra deiliskipu- lagshugmynda að miðbæ Akureyr- ar hafa eftirfarandi (4) atriði verið lögð til grundvallar sem forsendur: — landfræðileg lega bæjar- svæðisins — umferðarlegar aðstæður — veðurfar og útivistaraðstaða — endurnýjun húsa og gatna Verða nú ofangreind atriði skilgreind nánar í örfáum orðum. Landfræðileg lega Akureyrar Landfræðilega skiptast hin byggðu svæði næst miðbænum í tvö höfuðsvæði: — svæðin neðan brekku — svæðin ofan brekku Fyrir utan brekkusvæðið, sem að hluta er mjög bratt og lítið byggt, er hið byggða svæði að mestu með litlum halla og að hluta alveg flatt (Eyrin). Það er jafnvel hægt að tala um að Akureyringar búi á tveimur hæðum. Brekkubrúnin er að hluta 45—50 metra yfir sjávarmáli. Hæðar- munur milli íbúðasvæða getur náð 50—60 metrum. Brekkurnar ofan miðbæjarsvæðisins hafa halla 15° — 30°, sem er mjög mikill og gerir götulagningar allar erfiðar. Umferðarlegar aðstæður, lega hraðbrautar Frá náttúrunnar hendi eru aðallega 2 aðallægðir eða gilskorn- ingar í brekkubrúnirnar, sem hafa þjónað sem götutengingar upp á „efra“ svæðið frá öndverðu. Aðstæður til þróunar á virku •vegakerfi um brekkurnar til teng- ingar á bæjarhlutum, hafa því alltaf verið erfiðar. Smátt og smátt hafa þróast tvö aðskilin gatnakerfi í bænum; annað neðan við en hitt ofan við brekkur, sem aðallega hafa tengst af þremur götum, sem þegar voru til fyrir 70 árum. Við núverandi aðstæður eru aðallega tvær umferðargötur með beinu sambandi við miðbæjar- svæðið af svæðum ofan við brekk- ur. Nauðsynlegt verður hinsvegar að fjölga þessum tengingum til þess að dreifa umferðarálaginu úr efri hverfunum til miðbæjarins. Verða gerðar tillögur að þrem aðal aðkomuleiðum til miðbæjarins frá brekkunum. Veigamikil forsenda við tillögugerð að framtíðarþróun miðbæjarins er lega hraðbrautar um miðbæjarsvæðið, sem þegar hefur verið ákveðin af skipulags- yfirvöldum, Staðsetning þessarar brautar um Glerárgötu og yfir núverandi hafnarsvæði, veldur því að miðbærinn hefur ekki eðlilegan vaxtarmöguleika niður á Oddeyr- ina sem skildi, og íbúðarsvæðið þar „einangrast" nokkuð frá mið- bænum. í skipulagssamkeppni um miðbæinn frá 1962 komu fram hugmyndir um legu hraðbrautar um Glerárþorp yfir Glerá um Hjalteyrargötu og að hluta á brú í stefnu á Torfunefsbryggju. Með þessu fyrirkomulagi yrði ibúðar- svæðið á Oddeyri í mjög æskileg- um tengslum við miðbæinn líkt og íbúðarsvæðið hið efra. Auk þess yrði iðnaðar- og hafnarsvæðið neðst á Oddeyrinni í beinum tengslum við hraðbrautina. Ástæða er til að kanna raunhæfni þessara hugmynda til hlítar og sjá til þess að hægt verði að nýta þennan möguleika síðar, ef og þegar aðstæður krefjast. Á hinn bóginn er hægt að hugsa sér að Glerárgatan þjóni hlutverki aðal- umferðaræðar á fyrirhuguðum stað í langan tíma, en megi síðar leysa upp í miðbæjargötu og meiriháttar bílastæði, ef aðstæður krefjast eins og áður segir. Með hliðsjón af fyrirhugaðri staðsetningu um gamla hafnar- svæðið, höfum við sem valkost, gert tillögu að varðveislu Torfu- nefsbryggju mannvirkja sem smá- báta- og farþegahafnar. Gæfi höfnin með tilheyrandi lífi ákveðna hefðbundna „Stemmn- ingu“. Yrði þá Glerárgötu sveigt upp að Skipagötu yfir svæði þar sem skemmur Eimskipafélagsins standa nú. Það hefur hinsvegar í för með sér að hluti af meiriháttar bílastæðum fyrir miðbæinn, neðan Skipagötu lendir á uppfyllingu austan Glerárgötu, sem lengir að nokkru leið frá þessum bílastæð- um í miðbæjarkjarnann. Þessi bílastæði yrðu að mestu nýtt af starfsmönnum fyrirtækja og stofnana svo fjarlægð slík sem hér um ræðir á ekki að skipta máli. Jafnframt yrði æskilegt að byggja undirgöng fyrir fótgangandi til hafnarsvæðis undir Glerárgötu frá Skipagötu. Veöurfar — og útivistaraðstaða í miðbænum Veðurfar á Akureyri er einkar hagstætt til útivistar. Sólríkt er, stillur miklar og aðstæður til útivistar í þéttbýli sennilega hvergi betri hér á landi. Er þetta veigamikil forsenda og má skoða sem sérstök hlunnindi, þegar haft er í huga með hvaða hætti má bæta aðstöðu fyrir fótgangandi : bæjarbúa og gesti til þess að þróa upp lifandi og aðlaðandi miðbæ, sem íbúar á öllum aldursskeiðum geta notið í ríkari mæli en verið hefur. Þessar staðreyndir koma til með að móta mjög hinar nýju deili- skipulagstillögur af miðbænum. Þær hugmyndir gefa til kynna mun meira svigrúm fyrir hinn fótgangandi vegfaranda án trufl- unar af bílaumferð á allar hliðar. Hugmyndir hafa komið fram um að gera Hafnarstræti frá Ráðhús- torgi að Kaupvangsstræti að verslunargöngugötu. Til viðbótar verða gerðar tillögur að frekara göngu- og torgsvæði um Ráðhús- torg og svæðið milli Geislagötu og Glerárgötu að Gránufélagsgötu (Sjálfstæðishúss). Á þessum stöð- um er endurnýjunar þörf og einstakt tækifæri til þess að byggja upp aðstöðu, þar sem fótgangandi bæjarbúar og gestir geta notið sérkenna miðbæjar- svæðis Akureyrar í sem mestu næði fyrir bílaumferð og skarkala, sem henni fylgir. Slík svæði eiga að vera griðastaöir hins fótgang- andi vegfaranda, lausir við þá spennu, sem vaxandi bílaumferð er samfara. Tillögur eru uppi um stórbætt göngustígakerfi frá íbúðarhverf- um að miðbænum. Má þar til nefna meiriháttar gangbraut frá Lundahverfi sunnan Sundlaugar fram hjá skólum á þessu svæði niður í miðbæ um Gilsbakkaveg eöa Skátagili, sem útfært yrði fyrir gangandi og sem útivistar- svæði. Lagt er til að á þessari leið verði byggð létt göngubrú yfir Kaupvangsgil við kartöflugeymsl- ur bæjarins yfir í brekku sunnan Frímúrarahúss, þar sem göngu- umferð, einkum barna á leið til skóla er hættuleg á þessum stöðum. Endurnýjun húsa og gatna Ljóst er að óvenjulegir mögu- leikar eru fyrir hendi að byggja upp og endurnýja miðbæjarsvæðið eftir skemmtilegum hugmyndum. Það er sjaldgæft að sjá í stærri byggðakjörnum þó víða væri leitað, jafn stóra auða og óbyggða reiti á miðbæjarsvæði og raun ber vitni hér á Akureyri. Þessar aðstæður gefa einstakt tækifæri til uppbyggingar þar sem reyrit er að samræma þarfir eigenda lóða verslana, stofnana og þjónustu, þörfum bæjarbúa og umhverfis- legum sjónarmiðum. Þessar sér- stöku kringumstæður gera beinlínis kröfu til þess að unnið verði að uppbyggingu miðbæjarins af stórhug og reynt verði að glæða áhuga hagsmunaaðila og bæjar- búa til sameiginlegra átaka í þessum efnum. Svæðið norðan og austan Ráð- hústorgs meðfram Geislagötu gef- ur t.d. möguleika á skemmtilegri útfærslu göngusvæðis, verslana og stofnana, sem byggja mætti í áföngum. Sömuleiðis skapast nýir möguleikar á auðu svæði sunnan Kaupvangsstrætis og austan Hafnarstrætis meðfram fyrirhug- aðri legu hraðbrautar. Þá má glæða nýju lífi reit milli Hafnar- strætis og Skipagötu með verslun- ar og útivistaraðstöðu inn á milli húsa í reitnum. Húsasamstæðuna sem Nýja bíó er hluti af og stendur við Strandgötu og Skipagötu má endurnýja og fullbyggja í hæðina, þannig að form húsasamstæðunn- ar haldist áfram sem bæjarmynd. Loka þyrfti hinsvegar húsasam- stæðunni mót austri með nýrri húsaröð samsíða Glerárgötu. Sem valkostur kæmi til greina að Hafnarstræti og Brekkugata frá Kaupvangsstræti að Oddeyrar- götu héldu gildi sínu sem umferð- ar- og aðkomugötur að göngu- svæði, frá Ráðhústorgi að Gránu- félagsgötu. Síðar mætti bæta Hafnarstræti við sem göngugötu ef hið nýja fyrirkomulag gefur góðan árangur, eins og raunin hefur orðið á í öðrum löndum. Þar hefur reyndin orðið sú að verslunareigendur við hliðargötur slíkra verslunargöngusvæða hafa beinlínis óskað eftir friðlýsingu sinna gatna við bílaumferð eftir nokkurra ára jákvæða reynslu. Þá verða gerðar tillögur að nýju gatnakerfi um miðbæjarsvæðið á þann veg að aðkoma verði sem greiðust frá öllum hliðum. Meiri- háttar bílastæði verða staðsett sem næst miðbæjarkjarnanum þannig að stutt sé af bílastæði í verslunargöngusvæðin, þar sem bílaumferð er stórlega takmörkuð. I deiliskipulagstillögunum verður lögð áhersla á að aðskilja svæði fyrir fótgangandi og bílaumferð, hvort sem um er að ræða göngu- stíga úr íbúðarhverfum eða göngu- svæði í miðbæjarkjarnanum. I stað hinnar hefðbundnu samhliða umferðar keyrandi og fótgangandi komi aðgreining, þar sem því verður við komið. Á hinum svokölluðu verslunar- göngusvæðum skal að sjálfsögðu vera greið aðkoma fyrir lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla. Sömu- leiðis fyrir vöruaðkomu að verslunum á ákveðnum tíma sólar- hringsins. Að öðru leyti ætti bílaumferð um göngusvæðið að takmarkast af mjög hægri umferð meðfram og gegnum slík' svæði og ekki þéttar en svo að „ró og næði“ hins fótgangandi vegfaranda sé ekki ógnað. Niðurlagsorö Að lokum skal á það bent að Akureyri mun gegna vaxandi „miðstöðvar“hlutverki á öllum sviðum á Norðurlandi á næstu árum. Staðsetning bæjarins við Eyjafjörð og reyndar í lands- hlutanum, sem slíkum ásamt bættum samgöngum gerir það að verkum að „gestkvæmt" mun verða og aukast verulega, þegar fram í sækir. Má í því sambandi jafnframt minna á sífellt vaxandi ferðamannastraum um Akureyri. Eins og íbúar nágrannasveitar- félaga Reykjavíkur leita í vaxandi mæli á stór-Reykjavíkursvæðið með dagleg erindi og jafnvel atvinnu, má búast við að miðbær Akureyrar verði fyrir slíkri ásókn frá íbúum nágrannabyggða við Eyjafjörð, þegar fram í sækir. Þegar stærð og nýting miðbæjar- svæðis Akureyrar verður ákveðin, er rétt að hafa þessi atriði í huga og reikna með viðeigandi umfram- þörfum fram yfir þarfir bæjar- félagsins. Akureyri 12. október 1978. F.h. Arkitekta- og Verkfræðistofunnar Haraldur V. Haraldsson. Svanur Eiríksson. TILLAGA B sýnir legu Glerárgötu, sem er sveigð upp að Skipagötu með varðveislu hafnarmannvirkjanna á Torfunefi í huga. — Umíerðarmiðstöð á uppfyllingu austan Glerárgötu. — Ilafnarstræti sem göngugata. torgmyndun til norðurs í framhaldi Ráðhústorgs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.